Morgunblaðið - 16.04.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.2013, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. A P R Í L 2 0 1 3  Stofnað 1913  87. tölublað  101. árgangur  HRUNIÐ Á ÍSLANDI EFNIVIÐUR Í BRÚÐU- LEIKSÝNINGU ÆPANDI VERÐ- MUNUR FRAMTÍÐIN BJÖRT EFTIR ALVARLEGT HJÓLREIÐASLYS BÍLAR KAREN AXELSDÓTTIR 10SAGA SÝND Í NEW YORK 38  Verkefna- sjóður sjávar- útvegsins hefur mun minna fé til ráðstöfunar nú en á undan- förnum árum. Í fyrra og hitti- fyrra var út- hlutað 150 millj- ónum hvort ár í styrki til sjávar- rannsókna á samkeppnissviði. Á þessu ári eru einungis 20 milljónir handbærar til þeirra nota. Almenna deild sjóðsins hefur styrkt rannsóknarverkefni opin- berra stofnana og þarf hún einnig að draga úr styrkveitingum. Sam- drátturinn kemur sér einkar illa fyrir þau rannsóknaverkefni sem eru til þriggja ára og er ekki lokið. »4 Minna fé til rann- sókna í sjávarútvegi Rannsóknir Sum verkefni frestast. Þórunn Kristjánsdóttir Skúli Hansen Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði að margt væri óljóst enn varðandi sprengjurnar í Boston-maraþoninu í gær. Ekki sé vitað hverjir standi á bak við tilræðin og biður Obama fólk um að draga ekki ályktanir fyrr en það er ljóst. Það sé hins vegar ljóst að sá eða þeir sem standa á bak við sprengingarnar muni nást og þeir verði látnir sæta ábyrgð. Þetta er meðal þess sem kom fram í ávarpi hans til bandarísku þjóðarinnar í gær. Allt flug hefur verið bannað yfir borginni og eins hafa öryggisráðstafanir verið auknar víðar í Bandaríkjunum. „Ég fékk strax á tilfinninguna að um hryðjuverk væri að ræða,“ sagði Erla Gunnarsdóttir, ein af 34 Íslendingum sem tóku þátt í Boston-maraþoninu. Hún var nýkomin í mark og var að taka við verðlaunum þegar sprenging varð. Tveir létust og fjöldi slasaðist en 27 þúsund manns hlupu um götur borgarinnar, þar af 34 Íslendingar, sem allir eru heilir á húfi. „Ótti og mikil ringulreið greip um sig, fólk vissi ekkert hvað hafði gerst,“ sagði Erla. Marksvæðinu var strax lokað og þeir sem voru ekki komnir í mark voru stoppaðir strax af. „Það var ansi margt sem fór í gegnum hugann en ég hugsaði strax um fólkið sem var á brautinni. Hvar þeir væru og hvað hafði gerst,“ segir Erla og þakkar Guði fyrir að allir séu heilir á húfi eftir essa atburði. „Það er hræðilegt að maraþonhlaup fái ekki að vera í friði. Þetta var fallegur dagur og mannlífið var iðandi í borginni vegna maraþonsins. Allir vildu allt fyrir alla gera. Svo gerist þetta í markinu og mað- ur er eins og kýldur niður. Það er ekki hægt að lýsa því neitt frekar,“ segir Erla. MSprengingar í Boston » 2, 20-21  Tveir létust í sprengingu í Boston og fjölmargir slasaðir John Tlumacki/The Boston Globe/Getty Images Sprenging Tveir létust eftir sprengingar í Boston í gær, ekki er ljóst hver ber ábyrgðina á þeim. Flug hefur verið takmarkað yfir svæðinu.  Obama sagði þá munu sæta ábyrgð sem ollu sprengingunni  Íslensku hlaupararnir 34 sluppu allir heilir á húfi Ótti í kjölfar sprenginga Baldur Arnarson baldura@mbl.is Engar meiriháttar undanþágur hafa verið veittar í aðildarviðræðum Ís- lands við Evrópusambandið. Þetta má lesa út úr svari Stefáns Hauks Jóhannessonar, aðalsamn- ingamanns Íslands í viðræðunum, við fyrirspurn Morgunblaðsins. Að sögn Stefáns Hauks var um lít- ið að semja í þeim 11 köflum sem við- ræðum er þegar lokið í. Þó megi nefna að ESB hafi fallist á fyrir- komulag verslunar með áfengi og tóbak á Íslandi. Þá hafi ESB staðfest að ef Ísland leggur neðansjávar- streng til Evrópu verði slíkt verkefni styrkhæft. Jafnframt fallist ESB á að Ísland sé og verði herlaust land. Þegar komnar vegna EES Alls er samið um 33 kafla. Um- ræðum um 11 kafla er lokið og eru hafnar í 16 köflum til viðbótar. „Í þeim fer Ísland fram á margs- konar sérlausnir. Margar af þeim hefur Ísland nú þegar fengið vegna EES-samstarfsins og eru þær ítrek- aðar í samningsafstöðu Íslands í aðildarviðræðunum,“ segir hann. Að sögn Stefáns Hauks eru þessar sérlausnir margvíslegar. Til dæmis fari Ísland fram á að viðhalda samn- ingi um gjaldtöku fyrir flugumferð- arstjórn yfir Atlantshafið og að ekki þurfi að taka upp sumartíma hér. Sex flokkar gegn aðild Hann segir ótímabært að ræða hvort fram séu komnar vísbendingar um undanþágur í sjávarútvegi. Sex af ellefu flokkum sem bjóða fram í öllum kjördæmum leggjast gegn aðild að ESB, líkt og rakið er í fréttaskýringu í blaðinu í dag. MHraðferðin »18-19 Óverulegar undanþágur  Engar meiriháttar undanþágur hafa verið veittar í viðræðunum við ESB  Samið hefur verið um verslun með áfengi, gjaldtöku fyrir flug og um sumartíma Ríflega 1.000 dagar » Samningaviðræður við ESB hófust formlega 27. júní 2011. » Síðan þá eru liðnir 1.024 dagar, tæpir 34 mánuðir. » Fyrir kosningarnar 2009 boðaði Samfylkingin aðild- arsamning á árinu 2010. » Formaður Samfylkingar boðar nú viðræðulok 2014.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.