Morgunblaðið - 16.04.2013, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐANKosningar 2013
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013
Vegna mikils fjölda greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að
kosningunum, breytt. Hámarkslengd greina er 3.000 slög með bilum. Er þetta gert svo efnið verði að-
gengilegra og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar.
Alþingiskosningar
Þegar alþingiskosn-
ingar eru framundan
kemst maður ekki hjá því
í aðdraganda þeirra að
velta fyrir sér hinum
ýmsu framboðum því svo
sannarlega er af nógu að
taka nú, sem aldrei fyrr.
Ég hef aldrei skilið það
fólk, sem stendur að
framboðum þessara smá-
flokka, sem frá fyrstu
hendi og skoðanakannana sýna að ekki
er hinn minnsti möguleiki á að koma
manni á þing. Er þarna um athyglissýki
að ræða eða hvað, svo ekki sé talað um
alla þá peninga, sem þetta brambolt
kostar?
Öll þau atkvæði, sem falla til þessara
smáframboða, eru áhrifalaus og detta
„dauð niður“ eins og sagt er. Hvað er
fólk að hugsa, sem kastar atkvæði sínu
svo gjörsamlega á glæ og hefur engin
áhrif? Það er illskiljanlegt.
Einnig hef ég tekið eftir að stefnu-
skrár nokkurra smáframboðanna eru
hreint eins og þær hafi verið kóperaðar
upp úr stefnuskrá Framsóknarflokks-
ins, sem um þessar mundir er í mikilli
uppsveiflu og mælist stærsti stjórn-
málaflokkur landsins svo það er nátt-
úrlega ekki leiðum að líkjast.
Réttast væri auðvitað fyrir þessi
framboð að ganga einfaldlega til liðs við
Framsóknarflokkinn og þar með taka
þátt í þeirri öflugu sókn, sem hann er í
undir styrkri stjórn formannsins, Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar, og verða sigurvegarar
að verðleikum.
Ég kemst ekki hjá að
minna fólk á að Sigmundur
Davíð var eini stjórnmálafor-
inginn, sem stóð einarður á
móti því að samið yrði um
Icesave, og þar með var þjóð-
inni bjargað frá milljarða
skuldbindingum þegar aðrir
stjórnmálamenn vildu semja
og leggja þar með þungar
fjárskuldbindingar á þjóðina
svo hún hefði sligast undan um ókomin
ár. Nóg er nú samt.
Flugvallarmálið hefur enn á ný kom-
ist í umræðuna og vil ég í því sambandi
minna landsbyggðarfólk og auðvitað
Reykvíkinga líka á að Framsókn-
arflokkurinn ályktaði á flokksþingi sínu
í vetur, einn flokka, svohljóðandi skýrt
og skorinort: „Flugvöllurinn í Reykja-
vík verði áfram í Vatnsmýrinni, sem
hornsteinn fyrir samgöngur lands-
manna vegna almenningsþarfa.“
Einnig að „tryggt verði að aðgangur
að flugsamgöngum verði eins og best
verður á kosið á landsbyggðinni“.
Og líka að „tryggð verði tilvist mið-
stöðvar innanlandsflugs í næsta ná-
grenni við helstu heilbrigðis-, mennta-
og stjórnsýslustofnanir landsins“.
Ný skoðanakönun sýnir að 80-90%
landsmanna allra vilja flugvöllinn áfram
í Vatnsmýrinni. Framsóknarflokkurinn
er flokkur, sem þorir.
Þetta er illskiljanlegt
Hjörleifur
Hallgríms
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Eftir Hjörleif Hallgríms
Stjórnendur verða að
forgangsraða verkefnum
svo tími þeirra nýtist sem
best. Til þess eru verkefni
gjarnan flokkuð í mik-
ilvæg verkefni, sem eru til
lengri tíma og stefnumót-
andi, og áríðandi verkefni,
en þau krefjast að jafnaði
skjótra úrlausna til að
bregðast við brýnum og
oft óvæntum uppákomum.
Til þess að endalaus tími fari ekki í að
slökkva elda og taka erfiðar ákvarðanir
á hlaupum verða stjórnendur að helga
stefnumótandi ákvörðunum sem mest-
an tíma því slíkt fækkar til muna uppá-
komum sem krefjast áríðandi skamm-
tímalausna.
Fráfarandi ríkisstjórn vann lítið eftir
þessu kerfi. Hún sóaði nánast alfarið
tíma sínum í að slökkva elda. Enda-
lausar deilur í þingflokkum og milli
þingflokka, afsagnir ráðherra, plástrar
á gjaldþrota Íbúðalánasjóð og mýmörg
önnur dæmi eru til marks um þetta.
Hvert fór skjaldborgin?
Kjörtímabilið hefur liðið án nothæfr-
ar stefnumörkunar varðandi lausnir
fyrir heimilin að því undanskildu að
vinstri þingmönnum tókst að markaðs-
setja innantóma slagorðið: Skjaldborg
um heimilin. Sökum úrræðaleysis rík-
isstjórnarinnar í skuldamálum heim-
ilanna virðast margir kjósendur ætla að
grípa á lofti loforð framsóknarmanna
um „lausn“ þess vandamáls.
Þegar kemur að kosningum verða
einmitt oft mestu hitamálin þau mál
sem eru mest áríðandi hverju sinni.
Sumir stjórnmálaflokkar meta meira að
segja hvað kjósendum finnst áríðandi
áður en þeir leggja fram sína sýn til að
tryggja sér atkvæði. Það er þannig inn-
byggt í kosningafyrirkomulagið að
ræða skammtímalausnir fremur en
langtímaverkefni sem hafa áhrif til
langs tíma. Mikilvægu málin víkja fyrir
þeim áríðandi.
Skuldir hverra?
Kosningabaráttan nú snýst þannig
nær eingöngu um einn afmarkaðan, en
vissulega raunverulegan, vanda. Kosn-
ingaloforðin sem eiga að leysa vandann
bera þess merki að vera nánast mótuð á
hlaupum milli fjölmiðlaviðtala. Þannig
er stærra samhengi málsins eða
langtímaafleiðingar lítt ræddar. Um-
ræðan um jafnræði milli misskuldsettra
heimila fer varla fram. Eng-
inn þorir að tala um fjölskyld-
una sem býr enn í litlu gömlu
íbúðinni. Þessi fjölskylda
skuldar minna en gengur og
gerist en er samt ætlað að
borga brúsann með sköttum
framtíðarinnar. Enginn er
talsmaður þeirra sem ákváðu
að leigja sér húsnæði síðustu
árin í stað þess að skuldsetja
sig fyrir allt of dýrum fast-
eignum. Fáir reynast tals-
menn lausna sem henta börn-
unum okkar best sem felast í
niðurgreiðslu skulda hjá illa stæðum
ríkissjóði.
Nauðsynleg breyting
Til þess að ríkisstjórnir og stjórn-
málaflokkar geti horft lengra fram í tím-
ann og unnið með stefnumarkandi
ákvarðanir þarf að ráðast að kjarna
vandans. Hann er sá að þingið verði
fært um að ná sem mestri sátt um stór-
ar, stefnumarkandi ákvarðanir.
Eins og tekið er skýrt fram í skýrslu
McKinseys um framtíð Íslands verður
framtíðaruppbygging efnhagskerfis
ómarkviss með öllu nema þingflokkar
geti sameinast um grundvallarsjón-
armið. Það er okkur sem þjóð nauðsyn-
legt að þingið læri af nágrönnum okkar í
þessum efnum en danskir stjórn-
málaflokkar hafa t.a.m. í yfir tuttugu ár
samið um stefnumótandi ákvarðanir áð-
ur en ný lagafrumvörp eru lögð fram.
Þannig eru langtímaákvarðanir best
teknar.
Að sjálfsögðu hafa stjórnmálaflokkar
ólíkar áherslur á sama hátt og lands-
menn hafa mismunandi skoðanir á hlut-
unum. Alþingi hefur hins vegar nánast
alfarið misst traust samfélagins einmitt
af því að ekki eru gerðar neinar tilraunir
til þess að ræða hvort sátt geti náðst í
stórum málum. Vinnubrögðin felast,
ólíkt því sem þekkist í Danmörku, frem-
ur í að nokkuð ýtarlega unnin frumvörp
eru lögð fram sem skapa strax ágrein-
ing um heildarmyndina.
Ef markmiðin eru sambærileg hjá
flokkum á þingi, eins og að hjálpa verði
heimilum í miklum skuldavanda, þá er
vel gerlegt að ræða hugmyndir allra
stjórnmálaafla og vinna sameiginlega að
settu marki. Öruggt er að slík vinnu-
brögð skili okkur miklu betri stefnu-
mörkun og ákvörðunum til lengri tíma
og fækki verulega allt of tíðum óvænt-
um uppákomum, skammtímalausnum
og slökkvistörfum í íslensku samfélagi.
Að slökkva elda
Eftir Þorbjörgu
Helgu Vigfúsdóttur
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi.
Í frægu sjónvarpsviðtali sem tekið var
við bítilinn John Lennon á sínum tíma lét
hann þau orð falla að allir þyrftu að trúa á
eitthvað: „… sumir trúa á Woolworth’s eða
jafnvel fjandans Marks & Spencer“, sagði
Lennon sem taldi bresku bítlana jafnvel
vinsælli en sjálfan Christus. Allt varð
hringlandi vitlaust. Nú er öll sannfæring
flogin út í veður og vind.
Hér er ekki ætlunin að ræða trúmál eða
pólitík. Frekar um sannfæringu þeirra sem
hlaupa sem fætur toga undan persónu-
legum og pólitískum ofsóknum sem dreift
er kerfisbundið á hendur forystumönnum í íslenskum
stjórnmálum. Með þeim afleiðingum að alger pólitísk-
ur glundroði og upplausn ríkir í landinu, svona eins og
þegar uppkastið barst til landsins 1907. Þar seinkaði
fullveldinu um 10 ár vegna öfundar og fláttskapar
minni háttar manna í íslenskri pólitík.
Einn af heiðarlegustu stjórnmálamönnum á Íslandi
síðustu aldar er Matthías Bjarnason. Vestfirðingur og
þingskörungur. Hann kallaði hlaupadýrin í íslenskum
stjórnmálum gróðapunga. Fólk sem hleypur milli
stjórnmálafylkinga eftir því hvar mest og best er að
éta. Refaskytta í Borgarfirðinum í þá gömlu góðu
daga sagði mér einu sinni að erfiðast væri að eiga við
hlaupadýrin.
En ekki dugir að skamma saklaust fólk upp úr
skónum, sérstaklega ef það hefur verið afvegaleitt af
samvískulausum sölumönnum glundroðans. Þeir haga
sér eins og skáldið á Borg sem sáldraði silfrinu á völl-
inn til þess að hleypa fútti í umræður. Svo grófu þeir
upp hauskúpuna af karlinum í kirkjugarðinum á Mos-
felli. Lömdu í með hamri og sögðu: „Jahá, það er eng-
in lygi með hann Egil, það var þykkur á honum haus-
inn.“
Hver er annars pólitísk afstaða fólks sem hleypur
milli stjórnmálaflokka eftir matseðlinum? Ætlar það
loks að bera hönd fyrir höfuð sér þegar útsendarar
ríkisins eru komnir heim til þess að sækja matinn úr
ísskápnum til að vinna með honum góðverk á öðrum?
Hvar eru mörkin? Má hundur nágrannans drita í garð
þess þriðja en ekki hjá þér?
Hennar hátign Þingvallardrotting hefur nú bannað
mönnum að veiða í sjálfri þjóðargerseminni á kvöldin
og næturnar, einmitt þegar silungurinn vakir eftir
flugunni. Ætlið þið að láta svona pólitískt gertæki yfir
ykkur ganga?
Lætin í hyskinu sem nú stjórnar Íslandi bárust alla
leið upp í Garðastræti eftir „Þjóðviljabyltinguna“ á
Austurvelli 30. mars 1949. Forsætisráðherrann stóð á
tröppunum hugrakkur, hreinn og beinn eins og hann
var alla tíð. Tveir kónar stukku upp á bakið
á honum. Enginn hreyfði sig til varnar fyrr
en kona sem stóð á svölum í næsta húsi
hrópaði: „Ætlið þið að láta þessa andskota
drepa hann Ólaf?“
Kryddsíldin á Stöð tvö á nýársdag árið
2000 og snyrtilegur fréttamaður spyr:
„Hver var nú merkilegasti stjórnmálamaður
á Íslandi á 20. öld? Enginn, ekki einn ein-
asti þeirra sem þar snæddu „fleskesteg“
mundi eftir manninum sem aldrei brást;
Ólafi Thors. En kannski þarf þetta ekki að
koma á óvart fyrst menn hlaupa á harða
spretti þangað sem reykur sést úr háfi og
ilmar af feitu keti.
Hlaupadýr allra flokka gætu gert vel í því að stofna
einn flokkinn enn og haldið sig þar. Ekki er á þau
treystandi á ögurstundu. Það var það sem biskupinn
fann á eigin skinni í kirkjugarðinum á Sauðafelli
haustið 1550, er Ombudsmanden Halldórsson braut úr
honum tennurnar með hesjunni. Áletrunin á bauta-
steini hans í Skálholti segir allt sem segja þarf. Ís-
lendingar hafa hingað til séð fyrir sínum þjóðhetjum
sjálfir.
En það er samt svo að til er fólk í þessu landi sem
heldur hópinn fyrir hugsjónir og samkennd, velvilja
og trúmennsku hvað til annars. Þeir sem hugsa svona
vilja ekki láta bjána eða afbrotamenn skrifa fyrir sig
lögin. Goðinn á Ljósavatni er löngu genginn og sömu-
leiðis þingskörungur frá öldinni sem leið, er sagði að
það væri athugandi við úrlausn erfiðra mála að láta þá
ráða sem betur vita. Það er nú ekki í tísku. Undir nú-
verandi kansellí er hið pólitíska líf orðið einn sam-
felldur listrænn viðburður.
Þegar afleiðingar tækifærismennskunnar eru ljósar
eftir næstu kosningar geta menn farið að telja aurana
sína og undirbúa afhendingu þeirra til loforðsgjaf-
anna. Það er grundvallarregla í íslenskum rétti að lof-
orð er gilt þá er það hefur borist til vitundar loforðs-
móttakandans. Upp með veskið og veðbókarvottorðið!
„Stand and deliver!“ hrópuðu ræningjar á breskum
þjóðvegum á 18. öld. Skrattinn sá þar um sína eins og
annarsstaðar enda hleypur hann hraðar en enskir eða
íslenskir vagnhestar.
Við sem trúum á einstaklingsfrelsi, gildi laganna,
sanngirni, réttlæti og vináttu sem byggist á sam-
stæðum lífsskoðunum ætlum að halda hópinn. Við lút-
um ekki pápísku foringjaræði. Pólitísk tilvist okkar
snýst ekki um það. Forystumenn okkar fara fremstir í
hópi jafningja sem trúa á lýðræði fremur en gerræði.
Látum það ráða.
Glundroði og gerræði
Eftir Guðmund Kjartansson
Guðmundur
Kjartansson
Höfundur er hagfræðingur og skipar 12. sæti
á lista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi.