Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 2
AFP
Sprenging Ringulreið ríkti eftir sprengingarnar í Boston í gær. Íslendingarnir ætluðu að hittast eftir hlaupið,
fara yfir stöðuna og hrista hópinn saman. „Oft er þörf en nú er nauðsyn,“ sagði Stefán Stefánsson.
Þórunn Kristjánsdóttir
Gunnar Dofri Ólafsson
„Ég var náttúrlega bara að hlaupa
mitt maraþon og rétt komin yfir lín-
una þegar ég heyri þessar spreng-
ingar, fyrst varð ein og svo önnur,“
segir Ingibjörg Jónsdóttir, maraþon-
hlaupari í Boston. „Sprengjan
springur þarna rétt fyrir aftan mig.
Ég fann höggbylgju og síðan varð al-
gjör skelfing. Þetta er ótrúlega mikil
sorg og algjörlega skelfilegt.“
„Ég lít til baka og sé reyk og eld og
það er rétt mínúta sem skilur milli
mín og staðarins þar sem sprengjan
sprakk. Okkur var þá bara mokað í
burtu. Það sem var óhugnanlegast
var skelfingin í fólkinu. Ég hef aldrei
upplifað slíkt áður og skildi þetta
ekki alveg,“ segir Ingibjörg.
„Þetta er miklu meira en maður
gerir sér grein fyrir. Það ganga hér
menn milli hótelherbergja til að
kanna hvort allir séu komnir inn heil-
ir á húfi. Ég er búin að taka hér grát-
köst og þó svo ég hljómi ekki í sjokki
núna, þá er ég í sjokki,“ segir Ingi-
björg, sem er ótrúlega róleg og yfir-
veguð miðað við aðstæður.
„Þetta er mjög skrýtið. Ég upplifði
mikla gleði við að klára hlaupið sem
breyttist svo í hrikalega mikla sorg.
Þegar maður er búinn að hlaupa 42
kílómetra er maður á síðustu dropum
líkamans og þá gerist þetta. Mað-
urinn minn hringir í mig og ég bara
græt. Hann hélt bara að ég hefði of-
keyrt mig. En við Íslendingarnir er-
um allir heilir og í góðum málum,
bæði hlauparar og fylgdarlið.“
Nötraði allt og skalf
„Það er frekar mikið panikk hérna.
Fólk er grátandi á hverju götuhorni,“
sagði Pétur Smári Sigurgeirsson,
sem hljóp í Boston-maraþoninu í
gær. Hann kom í mark um klukku-
tíma áður en sprenging varð í
Boston-maraþoninu. Hann var
staddur á veitingastað, ásamt konu
sinni, þegar ein sprenging varð í um
200 metra fjarlægð. „Það nötraði allt
og skalf,“ sagði Pétur.
Hópurinn sem Pétur hljóp með var
allur kominn í mark, þegar spreng-
ingin varð, en í honum voru níu Ís-
lendingar. „Við höfum aldrei séð ann-
að eins og erum frekar hrædd,“ sagði
Pétur og undirstrikaði að mikil
ringulreið ríkti, göturnar væru fullar
af sjúkrabílum og þyrlur svifu yfir
svæðið. Pétur sagði að þau hjónin
kæmust hvorki lönd né strönd því
búið væri að loka borginni. Hótelið
þeirra er í nokkurri fjarlægð, í Cam-
bridge. Fljótlega var hótelum lokað
sem voru við markið en þar voru
nokkrir Íslendingar staddir. Vett-
vangur sprenginganna var blóði drif-
inn.
„Ekkert bendir til annars en að all-
ir Íslendingar séu heilir á húfi,“ segir
Stefán Stefánsson, fararstjóri Fjöln-
ishópsins í Boston-maraþoninu.
Gott knús
„Konan mín var í markinu þegar
sprengingin varð en hún er heil á
húfi,“ sagði Stefán en kona hans er
Erla Gunnarsdóttir. Óttast var um
afdrif fjögurra einstaklinga en þeir
voru ekki komnir í mark þegar
sprengingin varð. Fljótlega fréttist
af þeim heilum á húfi.
Stefáni leið eftir atvikum vel en
var að vonum sleginn yfir því að kon-
an hans skyldi hafa lent í sprenging-
unni. „Ég sendi hana bara beint upp
á hótel. Ég er bara að fara að koma
mér til hennar,“ sagði Stefán og
sagðist ætla að gefa henni gott knús.
„Þetta er bara alveg skelfilegt. Alveg
skelfing,“ segir Stefán en ítrekar að
fyrir öllu væri að allir séu heilir á
húfi.
Fólk grátandi á hverju götuhorni
Íslendingarnir heilir á húfi „Ég fann höggbylgju og síðan varð algjör skelfing. Þetta er ótrúlega
mikil sorg og algjörlega skelfilegt,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir Vettvangurinn blóði drifinn
Hópurinn hólpinn Íslendingarnir í Boston hittust á hótelinu í gærkvöldi eftir sprenginguna. Enginn þeirra særðist en öllum var brugðið.
Ljósmynd/Aðalsteinn Snorrason
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013
Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við nýjan Álfta-
nesveg í maí og verður vegurinn tilbúinn annaðhvort
haustið 2014 eða vorið 2015.
Í útboði Vegagerðarinnar frá því í ágúst í fyrra segir að
verkið felist í því að leggja nýjan fjögurra km langan veg
frá Engidal að Fógetatorgi við Bessastaðaveg, gera mis-
læg gatnamót ásamt að- og fráreinum við Hraunsholt í
Engidal og byggja tvenn göng fyrir gangandi umferð.
Breyta þarf legu strengja, vatns- og hitaveitulagna,
leggja nýja háspennu- og rafdreifistrengi og síma-,
vatns-, og hitaveitulagnir. Einnig fylgir landmótun með í
verkinu, sáning og yfirborðsjöfnun hrauns innan
verksvæðisins.
Jóhann Bergmann, deildarstjóri hjá Vegagerðinni og
umsjónarmaður Vegagerðarinnar með verkinu, segir að
fyrsti samningafundur með væntanlegum verktaka hafi
verið haldinn og hann sé að vinna að verkáætlun. Reiknað
sé með því að hann geti byrjað á verkinu upp úr miðjum
maí.
Upphaflega var áætlað að framkvæmdir tækju 18
mánuði. Þá var miðað við að byrjað yrði í fyrrahaust og
verkinu lokið á miðju ári 2014. Jóhann segir ljóst að verk-
lok færist í það minnsta fram á haust 2014 og hugsanlega
til vors 2015. „Það kemur í ljós þegar farið verður að
skoða verkáætlunina ýtarlega,“ segir Jóhann.
Álftanesvegur í startholum
Morgunblaðið/Rósa Braga
Byggingarsvæði framtíðar Tippurinn og manirnar
norðan við Álftanesveg byrgja sýn til Gálgahrauns.
Stefnt að því að hefja fram-
kvæmdir í næsta mánuði
581 15 15wilsons.is
990
12" m/pepperoni
og 0,5 l. Coke
gildir fra
11:30 - 13:00
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.