Morgunblaðið - 16.04.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
Ég byrjaði í þríþraut fyr-ir algjöra tilviljun árið2006. Ég var í kokteilboðiog ég hitti vin minn sem
var búinn að skrá sig í þríþraut í
Jersey fimm mánuðum seinna svo
ég ákvað að skella mér með. Ég fór
út í búð daginn eftir og keypti
byrjendapakka fyrir mig og mann-
inn minn. Hann hélt að ég væri orðin
eitthvað klikkuð og grínaðist með að
þetta væri eitthvað fótanuddstæk-
isæði. Ég varð svo móðguð að ég
ákvað að taka þetta alla leið. Ég
sagði við hann að við myndum bara
fara saman og leiðast í gegnum
markið. Hann er miklu sterkari
íþróttamaður en ég í flestu en þarna
fann ég mína hillu og í keppninni
skildi ég hann algjörlega eftir. Ég er
svo reglulega minnt á það að við höf-
um ætlað að leiðast í gegnum mark-
ið,“ segir Karen Axelsdóttir þrí-
þrautarkona um upphaf ferilsins.
Karen er viðskiptafræðingur að
mennt með meistaragráðu í mann-
auðsstjórnun en starfar nú alfarið
við það sem byrjaði sem áhugamál,
þjálfun. „Í dag finnst mér rosalega
gott að vera með öfluga og trausta
menntun að baki. Mannauðsstjórn-
unin hefur hjálpað mér gríðarlega
við þjálfunina og samskipti við fólk.
Það sem hjálpar manni reyndar
mest er að lenda í einhverju áfalli
eins og ég lenti í í fyrra.“
Mjaðmahálsinn í sundur
Karen var í suðausturhluta
Spánar að hjóla. Það hafði rignt og
því fylgdi að það kom olía á veginn.
Þegar hún fór í bratta u-beygju rann
hún á veginum, dekkin fóru undan
henni og hún lenti illa á mjaðm-
abeininu. „Ég hafði aldrei upplifað
annan eins verk, þetta var verra en
hríðar. Svo kikkaði adrenalínið inn
og eftir smá stund varð ég dofin.“
Karen bað hjólafólkið sem var með
henni vinsamlegast um að halda
áfram því hún vildi ekki skemma æf-
ingu þeirra. Hún veifaði bíl sem átti
Framtíðin björt
eftir hjólreiðaslys
Ein helsta þríþrautar-, járnkarls- og hjólreiðakona landsins, Karen Axelsdóttir,
slasaðist alvarlega á mjöðm fyrir ári þar sem hún var við hjólreiðaæfingar á SA-
Spáni. Enginn átti þá von á því að hún myndi stíga á hjól ári síðar og hjóla yfir
slyssstaðinn, nema kannski hún sjálf. Í dag segist hún líta lífið öðrum augum og
er þakklát fyrir reynslu sína þrátt fyrir að glíma daglega við verki.
Á slysstað Karen fór aftur á slysstaðinn á Spáni með breskum unglinga-
hóp. Í dag nýtur hún útsýnisins og útiverunnar á hjólinu.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Þríþraut Karen er Íslandsmeistari í járnkarli, margfaldur þríþrautarmeist-
ari, tvöfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum og Íslandsmethafi í tímakeppni.
Á vefsíðunni hjolamenn kennir ýmissa
grasa. Það kemur m.a fram að Jökul-
mílan sé lengsti einstaklingsmiðaði
hjólreiðaviðburður sem er skipulagð-
ur árlega á Íslandi, en þá er hjólað
hringinn meðfram strandlengju Snæ-
fellsness, vestur fyrir Jökul og til baka
um Vatnaleið. Jökulmílan 2013 verður
hinn 15. júní og leiðin er 161 km, ræst
verður frá Grundarfirði og „hjólað um
ævintýralendur Snæfellsness, í gegn-
um hraunbreiður og fuglafriðlönd“.
Hvíldar- og drykkjarstöðvar verða á
leiðinni og vegleg peningaverðlaun og
kjötsúpa að loknum hjólatúr. Einnig er
í boði að fara aðeins hálfa Jökulmílu
sem þó er dágóður spotti, eða 74 km.
Samhliða verður Míluspretturinn í
Grundarfirði sem er hjólaþraut fyrir 8-
16 ára. Skráning á www.hjolamenn.is/
jokulmilan2013
Vefsíðan www.hjolamenn.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Gaman og krefjandi Að hjóla í íslenskri náttúru er einstök upplifun.
Jökulmílan 2013 er alvöruhjól-
reiðaáskorun í fögru umhverfi
Það er ekki laust við að fólk vakni
rækilega af vetrarblundinum þegar
sólin hækkar meira og meira á lofti
með hverjum deginum. Vorið liggur í
loftinu og margir finna hjá sér knýj-
andi þörf til að hoppa og skoppa af
því tilefni og um að gera að láta það
eftir sér. Margt er hægt að gera til að
fá útrás fyrir hreyfiþörfina, annað en
að skrá sig í ræktina eða fara í meiri-
háttar fjallgöngur, eins ágætt og það
annars er. Bráðskemmtilegt getur
verið að fara saman út undir beran
himin og standa á höfði eða höndum,
hafa með sér sippuband og æfa slíka
takta. Hoppa yfir allt sem á vegi verð-
ur og njóta þess að vera til, finna
hjartað slá hraðar við netta áreynslu
og hlæja duglega í leiðinni.
Umfram allt: Ekki tapa gleðinni.
Endilega …
… standið á höndum og sippið
Morgunblaðið/Ásdís
Sippað Sannkölluð skemmtun sem styrkir hjartað og skrokkinn allan.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Við sérhæfum okkur í
vatnskössum og bensíntönkum.
Gerum við og eigum nýja til á lager.
Þær eru margar efnilegar hestakon-
urnar í heiminum og hinn franski
knapi Penelope Leprevost er ein af
þeim. Hér er hún á Nayana í hindr-
unarstökki sl. sunnudag í París í
Frakklandi á viðburði sem heitir
Grand Prix Hermes of Paris.
Grand Prix Hermes of Paris
AFP
Knapi góður