Morgunblaðið - 16.04.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 16.04.2013, Síða 11
Morgunblaðið/Golli Afrekskona Þegar Karen Axelsdóttir æfir heima hjá sér setjast börnin gjarnan niður hjá henni með heimanámið. leið hjá og stóð upp þrátt fyrir að mjaðmahálsinn væri brotinn í tvennt. Hún fékk bílstjórann til að aðstoða sig upp á hótelherbergi og tók hámarksskammt af bólgueyð- andi lyfjum. „Ég var aðstoðarþjálf- ari í ferðinni og ég gat ekki verið að hugsa um sjálfa mig. Ég hugsaði bara með mér, ég ætla ekki að skapa eitthvað drama hérna og fékk fólkið sem var með mér til að styðja mig niður af hótelherberginu í fyrirlestr- arsalinn. Ég man reyndar ekkert eftir fyrirlestrinum þar sem ég var svo verkjuð. Það voru síðan farnar að renna á mig tvær grímur í kvöld- matnum þegar mér var orðið óglatt af verkjum, ég var farin að fá skjálfta og krampa, sá óskýrt og fannst eins og það væri að líða yfir mig.“ Þá loksins óskaði Karen eftir hjálp og hótelstjórinn keyrði hana á spítalann. Lán í lækni Hópurinn var staddur uppi í fjöllum og það var enginn spítali ná- lægt og því þurfti að keyra dágóða vegalengd. „Svo komst ég loksins á sjúkrahúsið og þar talaði enginn ensku. Ég veit hreinlega ekki hvern- ig ég hefði farið að ef hótelstjórinn hefði ekki verið á staðnum.“ Karen var sett aftast í röðina þar sem hún var ekki með sjúkratryggingakort og meiðslin voru ekki sjáanleg þar sem það blæddi ekki úr henni. Kar- en til mikillar gæfu gat hótelstjórinn þá beitt klíku og hún var tekin inn. „Þetta var mjög óskemmtileg reynsla. Ég var ein í hjólastól að fara á milli röntgenherbergja og beit bara á jaxlinn. Svo var það ekki fyrr en þeir sáu röntgenmyndirnar að ég var ströppuð niður og mér meinað að hreyfa mig.“ Tryggingafélagið vildi að Karen færi með flugi beint heim en það var henni til happs að ungur bæklunarlæknir hafði verið kallaður til sem neitaði því og sagði hana þurfa aðgerð strax. „Mér leist ekkert á lækninn fyrst, hann var örugglega yngri en ég en sem betur fer greip hann inn í. Það er svo mikið af æðum í þessu beini og hættan sem ég stóð frammi fyrir var sú að æð- arnar næðu ekki saman og það gat komið drep og þá þyrfti ég að fá gervilið sem er ekki gott fyrir unga manneskju og þá hefði ferillinn verið endanlega búinn. Þannig að ungi læknirinn bjargaði öllu.“ Skiptir miklu að halda sjálfstæði sínu Við tók óskemmtileg dvöl á sjúkrahúsinu í heila viku. „Ég gat ekki einu sinni beðið um að fara á klósettið því Spánverjarnir þarna skyldu ekki orðið toilet. Þetta kenndi mér að maður á að vera und- irbúinn, í fyrsta lagi að vera með öll tryggingarplögg og í öðru lagi að kunna einhvern grunn í málinu.“ Eftir vikudvöl á Spáni komst Karen til London en þar bjó hún á þeim tíma ásamt manni sínum og tveimur börnum. „Þar fannst mér ég bara vera í stofufangelsi og það var svo ótrúlegt að upplifa það að þurfa að biðja um allt og þurfa að hringja eftir vatnsglasi. Maður getur allt í einu sett sig í spor gamals fólk. Það skiptir svo miklu að halda sjálfstæði. Ég var samt með bestu aðstoð í heimi og gat ekki kvartað.“ Bataferli Karenar hefur komið öllum á óvart, líka færasta fagfólki. Hún er farin að æfa og þjálfa af full- um krafti þrátt fyrir að glíma við eft- irköst slyssins, sífellda verki. „Ég finn alltaf fyrir þessu. Ég fæ verkja- seyðing inn í mjöðm og mjóbak. Það voru teknir 1,8 sentimetrar úr mjaðmahálsinum og þá kemur skekkja á líkamann. Það hefur reyndar mikið verið leiðrétt með innleggi. Ég reyni að taka ekki verkjalyf nema ég lendi í fasa að sofa ekki á nóttunni. Ég verð samt að viðurkenna að þegar ég tek verkjalyf þá átta ég mig á því hvað verkirnir taka í raun mikinn toll af mér. Í dag snýst allt um að reyna að vera verkjalaus. Ég er samt komin með miklu betri bata en mér var lof- að.“ Karen telur reiðina vera það versta sem fólk velur í erfiðum að- stæðum og þó að það sé erfitt eigi það frekar að bjóða hlutina vel- komna. „Auðvitað hef ég átt mína daga þar sem ég er ógeðslega sár og hugsa af hverju ég. Ég upplifði það sérstaklega þegar ég var að byrja að æfa aftur í haust. Ég lenti end- urtekið í ofþjálfun eftir 6-8 tíma æf- ingar á viku sem er ekki neitt á þríþrautarmælikvarða. Ég var vön að geta æft 12 tíma án þess að blikna. Þarna fann ég að ég var ný manneskja í nýjum líkama og þá þurfti ég að aðlagast og þá fékk ég sjokk. Það var rosalega erfitt. Út á við hélt ég haus en ég var mjög leið. Það sem bjargaði mér síðan var að ég fór til Gauta Grétarssonar sjúkraþjálfara. Hann sneri blaðinu við hjá mér og fór að láta mig gera innri kviðæfingar og eiginlega enda- lausar jafnvægisæfingar. Ég er vön átökum og hann var að láta mig standa á einum fæti og kasta bolta upp í loftið og ég hugsaði bara, vá hvað er ég að fara að eyða tímanum mínum í. Svo eftir svona tvær vikur af æfingum hans fór mér að líða mik- ið mikið betur og frá og með janúar hefur þetta gengið rosalega vel.“ Svefn skiptir höfuðmáli Karen segir helstu ástæðuna fyrir því að hún var að lenda í of- þjálfun vera þá að hún var ekki að fá nægjanlegan svefn vegna verkja. „Höfuðatriði fyrir íþróttamenn og keppnisfólk er hvíld og svefn. Þetta er vanmetnasti þátturinn í allri íþróttaþjálfun. Um leið og það dett- ur út þá hrynur allt. En með því að fara til Gauta fór mér að líða það vel að ég gat farið að sofa þó að ég sé alltaf með þennan seyðing.“ Karen segir slysið hafa hjálpað sér mikið þegar kemur að þjálfun og segir að í raun ætti það að vera skylda fyrir fólk að leggjast inn á spítala og vera rúmfast í einhvern tíma. „Þetta þroskar mann um mörg ár á nokkrum vikum og ég hefði ekki getað trúað því fyrirfram hvað þetta er í rauninni hollt fyrir mann þegar það sem er manni kært er skyndi- lega tekið frá manni. Maður verður svo þakklátur fyrir allt. Áður hefði ég pirrað mig á því að sprengja dekk í keppni en í dag tek ég öðruvísi á því. Það þarf svo miklu meira til að koma mér úr jafnvægi í dag. Maður tekur bara svolítið jógann á þetta og hugsar alltaf, það gæti verið verra, og það er það sem kom mér í gegn- um þessa hluti. Núna er maður alltaf að upplifa nýja hluti eins og að byrja endurhæfinguna með því að fara á fjallahjól. Ég sem hafði alltaf brunað í gegnum æfingarnar. Nú snúast hjólaæfingarnar miklu meira um að upplifa íslenska náttúru sem gerir það að verkum að ég nýt mín mikið betur. Mér finnst ég tengjast æf- ingafélögunum betur þannig að það er svo margt sem hefur komið í stað- inn. Þó að ég sé að glíma við verki á hverjum einasta degi og hef þurft að niðursetja öll mín keppnismarkmið stórkostlega og sníða æfingar al- gjörlega upp á nýtt eftir vexti þá er ég samt þakklát fyrir þessa reynslu. Ég hef fengið svo margt í staðinn.“ Aftur á slysstað Karen vonast til að vera fólki hvatning og skýrt dæmi um hversu mikilvægt það er að hreyfa sig. „Það hefði enginn læknir trúað því hvað ég gekk í gegnum fyrir ári síðan ef horft er á hvað ég get gert í dag og það er eingöngu vegna þess að ég var í toppformi þegar þetta gerðist. Vöðvarnir héldu til dæmis öllu sam- an þegar ég stóð upp eftir brotið. Maður þarf ekkert að vera í afreks- formi. En bara það að vera í formi þegar maður lendir í slysi gerir manni kleift að ná bata mun fyrr. Til dæmis prófaði ég á einu tímabili í endurhæfingunni að hreyfa mig ekki neitt. Ég hélt kannski að hreyfingin væri að valda verkjunum. Þá varð ég helmingi verri. Í dag finn ég mun viku frá viku og þetta er allt á upp- leið.“ Karen er nýlega komin frá Spáni, staðnum sem hún slasaðist á í fyrra. Þar var hún í ferð með liðinu sínu frá London, fólki sem hún hafði bæði þjálfað og æft með. „Það var nærandi að hitta gömlu æfingafélag- ana en það var líka skrítið því þetta er hópur sem ég var vön að leiða á öllum æfingum og nú þakkaði ég bara fyrir að geta hangið með þeim.“ Karen fór þangað sem slysið átti sér stað og gerði upp atvikið þegar hún hjólaði yfir slysstaðinn. Langar í landsliðið Ætla mætti að Karen væri í dag að dúllast við hjólamennskuna miðað við hógværð hennar en það er langt frá því þar sem hún hyggst reyna að fara í landsliðsúrtakið í hjólreiðum eftir tvær vikur. „Það er bjart fram- undan. Ef það gengur ekki þá er ég að fara í keppni sem heitir Transalp en það eru átta daga hjólreiðar um Alpana og það hefur haldið mér gangandi í allan vetur. Svo langar mig að byggja upp hjólreiðarnar og þríþrautina hérna heima. Ég finn al- veg að leið mín liggur þar og mig langar til að smita sem flesta.“ Kar- en vill leggja áherslu á að kynna íþróttina fyrir konum og börnum og er nú komin í samstarf við hjólreiða- félagið Tind. Nánari upplýsingar verða aðgengilegar á heimasíðu Tinds, tindur.org, á næstu dögum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 www.volkswagen.is Frelsi til að ferðast Volkswagen Tiguan Tiguan Sport & Style kostar aðeins frá 6.180.000 kr. Volkswagen Tiguan sportjeppi eyðir aðeins 5,8 l á hverja 100 km. Fullkomið leiðsögukerfi fyrir Ísland HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.