Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 18

Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 18
FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikið vatn hefur runnið til sjávar í ís- lenskum stjórnmálum síðan meiri- hluti þingmanna á Alþingi samþykkti að leggja fram aðildarumsókn að Evrópusambandinu um sumarið 2009. Samningaferlið hófst ári síðar og hefur á þessu stigi ekki verið sam- ið um meiri háttar undanþágur frá stefnu sambandsins, líkt og rakið er hér fyrir neðan. Umsóknin reyndist ríkisstjórninni erfið og átti hún ásamt Icesave- deilunni og samstarfinu við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn stóran þátt í þeirri óeiningu sem skapaðist innan Vinstri grænna þegar ríkisstjórnin var að- eins nokkurra vikna gömul. Sá ágreiningur leiddi síðar til brotthvarfs fjögurra þingmanna úr VG og til stofnunar Alþýðufylking- arinnar og Regnbogans, fullveld- ishreyfingar Jóns Bjarnasonar og fé- laga, í aðdraganda alþingiskosninga. Boðuðu hraðferð í ESB Forystumenn Samfylkingarinnar boðuðu hraðferð inn í ESB en annað kom á daginn. Átti viðræðum jafnvel að ljúka innan 18 mánaða, líkt og rak- ið er í grafinu á síðunni hér til hliðar. Icesave-deilan varð ekki til að hraða ferlinu en sem kunnugt er get- ur eitt aðildarríki ESB komið í veg fyrir aðild nýs ríkis að sambandinu. Skýrir þetta hvers vegna Maxime Verhagen, utanríkisráðherra Hol- lands, tengdi Icesave og aðildar- umsóknina saman í mars 2010. Það varð svo til frekari tafar að makríl- deilan vatt upp á sig og leiddi til hót- ana af hálfu ESB í garð Íslendinga. Kom Maria Damanaki, sjávar- útvegsstjóri ESB, gagngert til Ís- lands í fyrrasumar til að bera vopn á klæðin. Er deilan enn óleyst. Loks má rifja upp að margir þing- menn Samfylkingarinnar höfðu horn í síðu Jóns Bjarnasonar og sökuðu hann um að tefja viðræðurnar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, að því er hann staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Segist hann hafa verið undir þrýst- ingi af hálfu stjórnarliða um að gefa fyrirfram eftir í viðræðunum. Skömmu eftir að Jón vék sæti sem ráðherra í árslok 2011 gerði Ög- mundur Jónasson innanríkisráðherra kröfu um að viðræðunum yrði lokið fyrir komandi alþingiskosningar. Ögmundur endurtók þá kröfu á flokksráðsfundi VG í janúar síðast- liðnum og það var um það leyti sem ríkisstjórnin tilkynnti að hægt hefði verið á viðræðunum tímabundið. Ný- ir kaflar yrðu ekki opnaðar fyrr en eftir kosningar. Olli það gremju með- al margra samfylkingarmanna. Nokkurra milljarða króna IPA- styrkir ESB vegna umsóknarinnar höfðu þá vakið úlfúð hjá andstæð- ingum aðildar, þ.m.t. í VG. Ellefu köflum hefur verið lokið En um hvað hefur verið samið? Þegar þetta er ritað er viðræðum lokið í 11 köflum af 33. Viðræður í 16 köflum eru hafnar og samnings- afstaða Íslands liggur fyrir í 2 köfl- um. Samningsafstaða Íslands liggur ekki fyrir í fjórum köflum en þar ræðir um frjálsa fjármagnsflutninga, staðfesturétt og þjónustufrelsi og loks sjávarútveg og landbúnaðar- og dreifbýlisþróun, tvo mikilvægustu kaflana í viðræðunum. Blaðamaður sendi í síðustu viku skriflega fyrirspurn til Stefáns Hauks Jóhannessonar, aðalsamn- ingamanns Íslands, um stöðu við- ræðnanna og hvort einhverjar vís- bendingar væru komnar fram um undanþágur í sjávarútvegsmálum. Var svar Stefáns Hauks svohljóð- andi: „Ekki er rétt að ég úttali mig um vísbendingar eða hvað fram hefur komið í óformlegum samtölum enda eru viðræður ekki hafnar um sjávar- útvegsmálin.“ Spurður hversu margar undan- þágur hafi verið veittar í þeim 11 köflum sem þegar væri lokið svaraði Stefán Haukur svo (tekið skal fram að hér var ekki spurt hvort undan- þágurnar væru varanlegar): „Af þeim 11 köflum sem lokið er falla níu undir EES samninginn, þ.e. 2. kafli um frjálsa för vinnuafls, 6. kafli um félagarétt, 7. kafli um hug- verkarétt, 8. kafli um samkeppnis- mál, 20. kafli um fyrirtækja- og iðn- stefnu, 21. kafli um samevrópsk net, 25. kafli um vísindi og rannsóknir, 26. kafli um menntun og menningu og 28. kafli um neytenda- og heilsu- vernd. Í öllum þessum köflum var um lítið að semja enda hefur Ísland nú þegar aðlagast reglum ESB á þessum svið- um. Þó má nefna að ESB féllst á útfærslu Íslands á reglum um frjálsa för vinnuafls undir 2. kafla og ESB fellst einnig á fyrirkomulag verslunar með áfengi og tóbak á Íslandi. ESB staðfesti í samningsafstöðu sinni um 21. kafla um samevrópsk net að ákveði Ísland að leggja neðan- sjávar rafstreng til Evrópu, þá verði slíkt verkefni styrkhæft,“ skrifaði Stefán Haukur sem vék svo að tveim köflum sem falla ekki undir EES- samninginn. „Tveir af ofangreindum 11 köflum falla ekki undir EES-samninginn, þ.e. 23. kafli um réttarvörslu og grundvallarréttindi og 31. kafli um utanríkis- og varnarmál. Þó þessir kaflar hafi oft reynst umsóknar- ríkjum erfiðir, þá sérstaklega 23. kafli, þá tókst Íslandi að loka þeim samdægurs. Ísland hefur lengi átt í víðtæku samstarfi við ESB-ríkin á þessum sviðum og því ekki um mikið að semja. Þó má benda á að ESB féllst á að staðfesta það í aðildar- samningi að Ísland sé og verði herlaust land. Eðli máls samkvæmt lýkur við- ræðum fyrst um þá málaflokka þar sem lítið eða ekkert er um að semja. Af þeim 22 köflum sem eftir eru, er búið að opna 16 og Ísland hefur lagt fram samningsafstöðu fyrir tvo til viðbótar. Í þeim fer Ísland fram á margskonar sérlausnir. Margar af þeim hefur Ísland nú þegar fengið vegna EES samstarfsins og eru þær ítrekaðar í samningsafstöðu Íslands í aðildarviðræðunum,“ skrifaði Stefán Haukur og tók dæmi. Viðhaldi gjaldtöku fyrir flugið „Þessar sérlausnir eru margvís- legar og hafa mismikil áhrif. Sem dæmi má nefna fer Ísland fram á að viðhalda samningi um gjaldtöku fyrir flugumferðarstjórn yfir Atlantshafi, að viðlagatryggingasjóður verði undanþeginn reglum um gjaldþol, að banni við innflutningi á lifandi dýrum verði við haldið, að ekki þurfi að taka upp sumartíma á Íslandi, að tekið verði tillit til strjálbýlis og fjarlægðar í byggðastefnu og að áfram megi veiða villt dýr og fugla. Tekið skal fram að hér eru einungis dæmi tekin, en Ísland fer fram á fleiri sérlausnir en þessar,“ skrifar Stefán Haukur og vísar á vefinn viðræður.is til frekari upplýsingar um samningsafstöðuna. „Viðræður um flesta þessa kafla eru langt komnar og engin ástæða til að ætla annað en að niðurstaðan verði ásættanleg. Enn á eftir að ljúka gerð samningsafstöðu um mikilvæga málaflokka, s.s. sjávarútveg og land- búnað. Þar verður farið fram á sér- lausnir í samræmi við megin samn- ingsmarkmið sem sett voru fram í áliti meiri hluta utanríkis- málanefndar.“ Hraðferðin sem aldrei varð  ESB-umsóknin reyndist ríkisstjórninni erfið  Samningur var boðaður snemma á kjörtímabilinu  Engar meiriháttar undanþágur hafa verið veittar frá stefnu Evrópusambandsins í viðræðunum Morgunblaðið/Ómar Spurningar Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóri ESB, ræðir við blaða- menn í utanríkisráðuneytinu haustið 2009 eftir að hann afhenti íslenskum sjórnvöldum spurningar vegna umsóknarinnar. Össur fylgist með. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Full búð af nýjum vörum Stefna þeirra ellefu stjórnmála- flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum er sem hér segir. Sjálfstæðisflokkurinn telur hags- munum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Kjósendur ákveði í þjóðar- atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli hald- ið áfram. Samfylkingin styður aðild að ESB og upptöku evru sem gjaldmiðils Íslands. Ferlið gangi ekki lengra Framsóknarflokkurinn telur hags- munum Íslands betur borgið utan ESB. Flokkurinn vill að ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum fyrr en þjóðin hefur sagt álit sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir alþingiskosningar. Flokkurinn tel- ur að íslenska krónan verði gjald- miðill landsins í nálægri framtíð. Björt framtíð vill landa „góðum samningi við ESB sem þjóðin get- ur eftir upplýsta umræðu sam- þykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu“. Flokkurinn vill taka upp evru. Vinstri grænir eru andvígir aðild að ESB. Landsfundur samþykkti að halda viðræðum áfram eða í ár fram yfir kosningar. Hægri grænir eru á móti inn- göngu Íslands í ESB, og telja Ís- landi betur borgið utan ESB af „pólitískum ástæðum“. Lýðræðisvaktin vill ljúka aðildar- viðræðum við ESB. Píratar vilja setja á stofn lýðræðisstofu sem miðli upplýs- ingum um gang viðræðnanna á hlutlausan hátt. Flokkurinn vill ljúka samningaviðræðum og að samningur fari í bindandi þjóðar- atkvæðagreiðslu. Flokkurinn er hvorki fylgjandi né andvígur að- ild. Það sé í anda stefnu flokks- ins að ekki sé hægt að taka af- stöðu til aðildar fyrr en upplýsingar um samninginn liggja fyrir. Vikið að nýrri stjórnarskrá Afstöðu Dögunar er lýst svo á vefsetri flokksins: „Ef aðildar- viðræðum verður ekki lokið fyrir samþykkt nýrrar stjórnarskrár og þjóðin ákveður að hætta aðild- arviðræðum í samræmi við 66. grein frumvarps Stjórnlagaráðs, munum við styðja þá niðurstöðu. Að öðrum kosti verði aðildar- viðræður við Evrópusambandið kláraðar og niðurstaðan borin undir þjóðaratkvæði.“ Flokkur heimilanna er andvígur aðild en vill ljúka viðræðum. Regnboginn vill slíta viðræðum og afturkalla ESB-umsóknina. Flokkarnir hafa mismunandi afstöðu til aðildar að ESB STEFNA FLOKKANNA OG AÐILDARUMSÓKNIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.