Morgunblaðið - 16.04.2013, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.04.2013, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Skýrt var frá því í Venesúela síðdegis í gær að Nicolas Maduro yrði lýstur sigurvegari kosninganna á sunnudag. Hann hlaut 50,66% atkvæða en keppi- nautur hans, Henrique Capriles, 49,07%. Capriles krafðist endurtaln- ingar, og sagðist vita um 3.200 tilfelli þar sem ekki hefði verið farið eftir settum reglum í kosningunum. Stuðst er við rafræna kosningu en búnaðurinn prentar út hvern at- kvæðaseðil ef til endurtalningar kem- ur. Maduro hafði verið spáð öruggum sigri og kom því á óvart að munurinn skyldi vera svo lítill. Maduro var skjólstæðingur vinstrisinnans Hugo Chavez forseta, er lést úr krabba- meini fyrr á árinu. Capriles sakaði Maduro um að misnota sér gróf- lega vald yfir rík- isfjölmiðlum. Ákafir stuðn- ingsmenn Mad- uros fögnuðu ákaft en aðrir létu sér fátt um finnast og sögðu frambjóð- andann hafa notið samúðar vegna dauða Chavez. „Þessi spilaborg mun hrynja, sannleikurinn mun koma í ljós,“ sagði Maria Rodriguez, 48 ára gamall sjoppueigandi. „Hann er eng- inn Chavez, hefur ekki leiðtogahæfi- leika hans. Hann endist ekki í ár.“ Maduro lýstur sigur- vegari í Venesúela  Atkvæðamunur örlítill og Capriles krefst endurtalningar  Mikill efnahagsvandi og glæpafár bíður næsta forseta AFP Kæti Nicolas Maduro fagnar sigri með eiginkonu sinni, Cilia Flores, í Caracas eftir að hafa heyrt úrslitin. Henrique Capriles Ófremdarástand » Miðjumaðurinn Capriles háði öfluga baráttu en hann stýrir fjölmennu sambandsríki. » Hann höfðaði til þeirra sem eru ósáttir við stans- lausan glundroða í efnahags- málum, mikla verðbólgu og hæstu morðtíðni í S-Ameríku. » Oft er skortur á mat og rafmagnið dettur út. Ekki virð- ist duga að Venesúela er eitt af olíuauðugustu löndum heims. Bandarískum vísindamönnum við Massachusetts-sjúkrahúsið hefur tekist að rækta nýra í rottu á til- raunastofu. Nýrað hefur verið grætt í dýr og þar framleiddi það þvag eins og lög gera ráð fyrir. En að sögn ritsins Nature Medicine var virknin í dýrinu þó ekki jafn góð og í nátt- úrulegu nýra, aðeins um 5% af eðli- legri þvagframleiðslu. Gera þarf umfangsmiklar rann- sóknir áður en hægt verður að huga að því að nýta árangur tilraunar- innar á fólki. En BBC hefur eftir dr. Harald Ott, vísindamanni á sjúkra- húsinu, að þótt ræktað nýra skilaði aðeins um 10-15% af eðlilegri fram- leiðslu gæti það nægt til þess að maður þyrfti ekki á nýrnavél að halda. Framkvæmdar eru um 18.000 nýrnaígræðslur í Bandaríkjunum ár hvert. Nýru sía úr blóðinu ýmsan úrgang og vökva sem er ofaukið. Áður hafa verið ræktuð líffæri með svipuðum aðferðum en aldrei jafn flókin og nýra. Tilraunin vestanhafs hefur vakið vonir um að hægt verði að leysa vanda margra sem bíða árum saman eftir líffæragjöf en skortur er á ýmsum líffærum, einkum nýrum, og biðlistar langir. kjon@mbl.is Rottunýra á tilraunastofu  Nota frumur úr dýrinu við smíðina Nota skelina » Tekið var nýra úr rottunni og gamlar frumur fjarlægðar en eftir stóð þá eins konar skel úr prótínum með flóknu æðakerfi. » Frumur úr rottunni voru síð- an notaðar til að smíða nýja vefi með skelina sem grind. Virkar Nýrað sem búið var til á sjúkrahúsinu í Massachusetts. Heimsins öflugasta Hersluvél 1057Nm 20Volt Iðnaðarvélar fyrir fagmenn Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is W7150 ½ Rafhlöður 2* 3,0 Ah Li-Ion Létt og þægileg aðeins 3,1 kg Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Mössuskór, Akureyri Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum Skóbúðin, Keflavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.