Morgunblaðið - 16.04.2013, Side 24
SVIÐSLJÓS
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Þ
að er ekkert nýtt komið
fram um þennan tiltekna
orkukost síðan allt þetta
ferli fór fram,“ segir
Gústaf Adolf Skúlason,
framkvæmdastjóri Samorku. Hann
vísar þar til rammaáætlunar um nýt-
ingu orkukosta sem Alþingi sam-
þykkti í vetur. Landvernd lagði ný-
lega til að virkjun í Bjarnarflagi yrði
sett í biðflokk. Umhverfisstofnun
setti Mývatn nýlega á rauðan lista yf-
ir svæði sem talin eru í verulegri
hættu. Áform um Bjarnarflagsvirkj-
un eru meðal ógnana sem tilgreindar
eru vegna óvissu um áhrif virkj-
anaframkvæmda á vistkerfi Mývatns.
Meðal þess sem sett hefur verið
fram í umræðunni eru áhyggjur um
að virkjunin raski kísilþörunga-
framleiðslu í vatninu.
Verkefnisstjórn um rammaáætl-
un orkukosta hefur verið að störfum
um árabil. Alþingi fjallaði um málið í
vetur og þá sendi Landsvirkjun inn
viðbótarumsögn. Niðurstaða Alþingis
var sú að Bjarnarflag er í nýting-
arflokki.
Nógu heitt til kísilupptöku
Í umsögn Landsvirkjunar segir
að í rannsókn á mati á umhverfis-
áhrifum komi fram að þótt affalls-
vatnið sé fremur efnissnautt af kísil
miðað við volga grunnvatnstrauminn
þá sé það nógu heitt til að taka upp
allan kísil í bergi á leiðinni.
„Rammaáætlunarferlið tók lang-
an tíma og fór í gegnum ýmsa snún-
inga. Það voru gerðar miklar breyt-
ingar á niðurstöðum verkefnis-
stjórnar og enduðu mun færri
orkukostir í nýtingarflokki en ætla
hefði mátt af niðurstöðum verkefn-
isstjórnar,“ segir Gústaf Adolf.
Landsvirkjun hefur áfangaskipt
virkjuninni og ráðgerir að fyrsti
áfangi verði 45 MW en 3 MW virkjun
hefur verið á staðnum síðan 1969.
Ráðgert er að hún muni hverfa ef og
þegar unnið verður að frekari virkjun
á svæðinu – en ekki hefur verið tekin
ákvörðun um hvort eða hvenær sótt
verður um virkjunarleyfi.
Í greinargerð Landsvirkjunar til
nefndasviðs Alþingis í desember 2012
segir að ekki séu talin umtalsverð
áhrif af affallsvatni umfram það sem
hafi verið undanfarna áratugi af upp-
töku úr svæðinu sem hafi verið um 50
kíló á sekúndu. Þá segir að í mati á
umhverfisáhrifum sé gert ráð fyrir
djúpdælingu niður á 1.200 til 2.000
metra sem tilraun en að heimilt verði
að losa affall á yfirborð í byrjun.
Djúpdæling er talin æskileg til góða
fyrir jarðhitakerfið.
Fram kemur að djúpdæling hafi
reynst vel við Kröflu þar sem dælt
hefur verið niður á 2.000 metra dýpi í
um tvo áratugi. Svæðið sé vaktað af
smáskjálftamælingum og að ekki sé
að sjá að niðurdælingin hafi aukið
skjálftavirkni umtalsvert.
Minni kísilstyrkur breyti litlu
Landsvirkjun telur ólíklegt að
einhver samdráttur í kísilstyrk í inn-
rennsli Mývatns breyti neinu um lífs-
skilyrði kísilþörunga í vatninu. Með-
alstyrkur yfir veturinn er 10
mg/lítrann og fer niður í 3 mg/lítrann
á sumrin, meðan kísilþörungar eru í
vexti. Í hafinu umhverfis Ísland er
meðalstyrkurinn 0,15 mg/lítrann en
getur lækkað á vorin niður í 0,03 mg/
lítrann, samkvæmt rannsókn frá
2008.
Vitnað er til stöðuvatna á Íslandi
þar sem kísilþörungar geta framleitt
þangað til styrkur fer niður í 0,1 mg/
lítrann, sem er svipað og í hafinu um-
hverfis Ísland. Meðalstyrkur í slíkum
vötnum er 2 mg/lítrann, eða um helm-
ingur af lægsta styrk í Mývatni.
„Það er himinn og haf á milli
þess styrks sem virðist takmarka
framleiðslu kísilþörunga í hafinu og
þess styrks sem lægstur mælist í Mý-
vatni,“ segir í greinargerðinni.
Engin ný gögn um
áhrif á lífríki Mývatns
Ljósmynd/Landsvirkjun
Frá 1969 Landsvirkjun hefur rekið 3 MW gufuaflsvirkjun í Bjarnarflagi
frá 1969. Sú virkjun hverfur við byggingu fyrsta áfanga nýrrar virkjunar.
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sprengju-tilræði viðalmenning
eru algeng víða.
Fréttir berast
reglubundið um
mannskæðar árásir á saklausa,
varnarlausa borgara. Afganist-
an, Írak, Sýrland, Jemen og
allmörg ríki Afríku fá stóran
skammt af slíkum ódæðum.
Fólk þar hefur ekki frekar til
svo ills unnið en aðrir, en er
varnarlausara en flestir.
Þrátt fyrir viðbjóðslegan
óhugnaðinn sem birtist í frétta-
miðlunum er eins og að vaxandi
doði hafi fylgt þessum fréttum.
Menn hafi einfaldlega vanist
þeim, svo fáránlega sem það
hljómar. Svo berast fréttir frá
Boston af sprengjutilræði sem
særir og fellir fólk sem ekkert
hefur til saka unnið. Og okkur
er illa brugðið.
Eru mælikvarðar okkar mis-
jafnir eftir því hver á í hlut?
Ekki endilega. Eðli glæpaverk-
anna er hið sama. En menn
finna öðruvísi til þegar nærri
er höggvið. Það fundu allir Ís-
lendingar við óhugnaðarverk
ódæðismannsins sem lagði til
ungmenna á friðsælli samkomu
í Útey í Noregi. Tilræðið í
Boston er smávægilegt miðað
við sum önnur í manndrápum
og örkumlun mælt. En það á
sér stað við aðstæður þar sem
menn hafa ástæðu til að ætla að
engrar hættu væri von. Enda-
punktur alþjóðlegs íþrótta-
atburðar er valinn sem vett-
vangur ódæðisins. Þar tóku
tugir hlaupara frá Íslandi þátt.
Eftir atburðina kennda við
11. september 2001
hefur ekkert ríki
lagt eins mikið fé,
tækni og mann-
skap til forvirkra
aðgerða gegn voða-
verkum af þessu tagi og Banda-
ríkin. Það er enginn vafi á að
það hefur skilað miklum ár-
angri, þótt þær hafi að sönnu
þrengt að svigrúmi almennings
og gert einstaklingum að þola
áleitið eftirlit, sem gengur
nærri friðhelgi þeirra. Þrátt
fyrir slíka fyrirhyggju með öll-
um sínum aukaverkunum var
mönnum ljóst að fullkomið ör-
yggi verður aldrei tryggt. Eitt
dæmið í þeirri sönnun birtist í
Boston í gær.
Auðvitað liggja takmarkaðar
upplýsingar fyrir þegar þetta
er skrifað. Enginn hefur lýst
hryðjuverkinu á hendur sér.
En vafalítið er að viðbrögðin
verða hörð. Ekkert verður til
sparað og yfirvöld hætta ekki
fyrr en þau hafa haft hendur í
hári þeirra sem voru að verki.
Og þótt þessi hryllingur sé,
eins og fyrr sagði, ekki stór,
mælt á hina alþjóðlegu mæli-
stiku óhugnaðar, þá verði af-
leiðingin af honum, auk hins
persónulega skaða, að kostur
fólks til áhyggjulausrar um-
gengni verður enn þrengdur.
Því finna flugfarþegar og
ferðamenn óþyrmilega fyrir á
hverjum degi og taka því án
þess að mögla. Þau óþægindi
og aukakostnaður er hið al-
menna gjald fyrir hatur í heimi,
sem kemur í þeirra hlut. Ann-
arra hlutur er miklu dýrseldari
en það.
Atburðirnir í Boston
komu yfirvöldum
í opna skjöldu}
Tilræðin í Boston
Eins og benthefur verið á
er spá Hagstof-
unnar um vöxt
efnahagslífsins á
næstu árum afar
dökk. Spáð er 1,9%
hagvexti í ár, 2,7%
á næsta ári og 2,9%
árið 2015. Allt er þetta langt
undir því sem nauðsynlegt er
til að lyfta landinu upp úr öldu-
dal atvinnuleysis og lífs-
kjaraskerðingar. Ef viðunandi
bati ætti að nást þyrftu þessar
hlutfallstölur að tvöfaldast.
Það sem blasir hins vegar
við þegar spá Hagstofunnar er
skoðuð er að hún er að öllum
líkindum mikið ofmat á vænt-
anlegri atvinnuvegafjárfest-
ingu og þar með á hagvexti
næstu ára.
Hagstofan, líkt og aðrir sem
spá fyrir um þróun efnahags-
mála, hefur allt kjörtímabilið
gert ráð fyrir að framundan
væru meiri framkvæmdir í at-
vinnulífinu en orðið hefur
raunin. Þetta á ekki síst við um
stórframkvæmdir,
en enginn hefur
séð fyrir hversu
mjög stjórnvöldum
gæti tekist að
þvælast fyrir þeim
eða annarri al-
mennri uppbygg-
ingu í ýmsum
greinum atvinnulífsins.
Vegna kosninganna kann að
vera ástæða til að ætla að úr
geti ræst og að spár um fjár-
festingar geti loks orðið að
veruleika. Ekki er ólíklegt að
ríkisstjórn þar sem núverandi
stjórnarflokkar eru ekki í að-
stöðu til að þvælast fyrir at-
vinnuuppbyggingu geti komið
hlutum hratt í gang og tryggt
viðunandi hagvöxt. En þetta
gerist ekki af sjálfu sér og ekki
að óbreyttu. Ríkisstjórn þar
sem annar þessara flokka, þeir
báðir eða systurflokkur geta
haldið áfram að hindra fram-
kvæmdir er ekki líkleg til að
hleypa lífi í efnahag landsins
og tryggja bætt lífskjör á kom-
andi árum.
Ekki einu sinni hóg-
vær hagvaxtarspá
Hagstofunnar gæti
orðið að veruleika
með núverandi
stjórnarflokkum}
Ekki að óbreyttu
Í
sögu hverrar þjóðar lifa mál sem eru
öllum sem fleinn í holdi. Sárin gróa
seint eða aldrei, jafnvel þótt persónur,
leikendur og handritshöfundar hverfi
af sviðinu. Allt fram undir þetta hefur
til dæmis verið deilt um óeirðirnar á Aust-
urvelli 30. mars 1949 þegar meirihluti Alþingis
samþykkti að Íslendingar yrðu ein af stofn-
þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Annað veifið
verður kalda stríðið, sem lauk fyrir margt
löngu funheitt, s.s. þegar upplýst var fyrir
nokkrum árum að lögregla hefði haft heimild til
að hlera síma fólks sem stóð yst á vinstri væng
stjórnmálanna og líklegt þótti til óspekta. Guð-
mundar- og Geirfinnsmálin eru enn óuppgerð
og verða áfram. Ný skýrsla um þau mál, þar
sem fram kemur að sakborningar hafi verið
beittir harðræði og illgjörnum meðulum, breyt-
ir nánast engu þar um, svo margar eyður eru í málinu að
niðurstaða mun aldrei fást.
Nýjasta málið af þessum meiði er Búsáhaldabyltingin í
janúar 2009. Þegar litið er til baka blasir við að hrun bank-
anna – sem aftur leiddi af sér skipbrot þjóðarsálarinnar –
myndi leiða af sér átök í samfélaginu. Hrun fjármálakerf-
isins var mál af þeirri stærðargráðu að eldar hlutu að
kvikna. Í hinu stóra samhengi þess máls skiptir litlu hvað
nafngreind þingkona kunni að hafa sagt í símann eða í
hvaða átt hún benti puttanum. Einfaldar staðreyndir
liggja fyrir; fólkið barði potta og pönnur, kastaði skít í lög-
regluna og bar Oslóarjólatréð á bálið. Í framhaldinu komst
ný ríkisstjórn til valda. Ráðherrar hennar gáfu
sig strax út fyrir að ætla í rústabjörgun og
slökkvistarf – og vissulega hafa þeir sl. fjögur
ár margt ágætt gert. En vandi þjóðarinnar nú
liggur í umræðu dagsins. Fólk hefði þurft já-
kvæðari skilaboð og að stjórnvöld sýndu raun-
verulegan vilja til að lægja öldurnar. Hins veg-
ar hefur verið róið í þveröfuga átt, svo sem
með Landsdómsmálinu og klaufaskap í Ice-
save-deilum, átökum við verkalýðshreyf-
inguna, þjösnaskap í kvótamálum og svo mætti
áfram telja. Andrúmsloftið hefur verið ósköp
leiðinlegt og í engu samræmi við orð og vilja
ráðamanna. „Okkur Íslendingum eru allir veg-
ir færir ef við einsetjum okkur að horfa fram á
veginn með jákvæðni að leiðarljósi,“ sagði Jó-
hanna Sigurðardóttir í ávarpi sínu við lok árs
2010. Um hvort hún hafi sjálf slegið þennan
tón verður hver að dæma fyrir sig. Sjálfur tel ég svo ekki
vera; satt að segja hefur Jóhanna verið konan sem kynt
hefur ofn og eld átaka.
Þeir stjórnmálaflokkar sem standa að núverandi rík-
isstjórn njóta lítils fylgis skv. skoðanakönnunum. Ylsins af
bálinu á Austurvelli nýtur ekki lengur og þeir sem með
eldspýturnar voru binda nú trúss við aðra flokka. Sannast
þá, að þeir stjórnmálamenn sem horfðu á búsáhaldabylt-
inguna og brennu á Austurvelli með velþóknun skjálfa nú
af kulda. Er það í samræmi við ljóðlínur Davíðs Stef-
ánssonar: Fáir njóta eldanna /sem fyrstir kveikja þá.
sbs@mbl.is
Sigurður Bogi
Sævarsson
Pistill
Brennumenn skjálfa af kulda
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
„Það kemur okkur óneitanlega
á óvart að það sé verið að
álykta gegn virkjanakosti sem
er nýbúið að samþykkja í
rammaáætlun að eigi að vera í
nýtingarflokki,“ segir Gústaf
Adolf Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samorku.
Hann segir það einnig vekja
athygli að Umhverfisstofnun
setji Mývatn á rauðan lista
vegna mögulegra áhrifa virkj-
unar, sem ekki er búið að reisa
né taka ákvörðun um hvort
verði reist, á lífríkið.
Gústaf Adolf segir ýmislegt
annað en áhrif af stærri Bjarn-
arflagsvirkjun, talið upp í
skýrslu Umhverfisstofnunar,
sem valdi áhrif-
um á lífríki
Mývatns.
„En Land-
vernd sér
ekki ástæðu
til að álykta
um neitt af
þeim atrið-
um,“ segir
hann.
Nýbúið að
samþykkja
RAMMAÁÆTLUN
Gústaf Adolf
Skúlason