Morgunblaðið - 16.04.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.04.2013, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Vorbros í Kvosinni Bjart hefur verið yfir mannlífinu í miðborg Reykjavíkur síðustu daga enda hefur verið heiðskírt og fallegt veður og langþráð sumarið er augljóslega á næsta leiti. Ómar Það er mikilvægt að ljúka aðildar- samningum við Evr- ópusambandið. Við þurfum að tryggja stöðu Íslands í hinu al- þjóðlega viðskiptaum- hverfi á óvissum tímum. Við getum ekki lifað áfram við höft og vax- andi efnahagslega ein- angrun. Og okkur ligg- ur á. Höftin munu hratt menga og skekkja athafnalífið, ef ekkert verður að gert. Við erum ekki að leggja til aðild að ESB af því okkur langar að tala þýsku eða borða croissant í morg- unmat. Aðild er einfaldlega praktísk nauðsyn og skynsamlegasta leiðin áfram fyrir metnaðarfulla norræna velferðarþjóð sem býr við gjaldeyr- ishöft og ógjaldgengan gjaldmiðil, en vill opið hagkerfi og njóta sambæri- legra lífskjara og nágrannaþjóðirnar. Hugmynd sjálfstæðismanna og framsóknarmanna um þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna getur aldrei gengið upp. Það er ómögulegt að stilla málum svo upp að þessir flokkar, sem ekki telja hagsmunum þjóðarinnar best borgið með aðild, eigi í ríkisstjórn nauðugir að leiða að- ildarviðræður sem þeir hafa enga trú á. Formaður Sjálfstæðisflokksins hef- ur margsagt að ófært sé að VG leiði samninga um einstök efnisatriði að- ildarsamninga, því flokkurinn styðji ekki aðild. Engin samningsniðurstaða sé nógu góð fyrir VG. Sama hlýtur að eiga við um Sjálfstæðisflokkinn og forystu hans. Ef þjóðin kýs að halda áfram með aðildarviðræður fæli sú niðurstaða því í reynd í sér vantraust á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og þeir þyrftu að fara frá og veita minnihlutastjórn Samfylk- ingarinnar, sem leiddi aðildarviðræð- urnar, hlutleysi. Eina skynsamlega leiðin er að ljúka samningum eins hratt og kostur er, undir forystu Samfylk- ingarinnar í ríkisstjórn, og gefa þjóðinni kost á að kjósa þá strax um þá efnislegu niðurstöðu. Margir styðja Evr- ópusambandsaðild, en trúa því að það sé hægt að kjósa gömlu lof- orðaflokkana og halda svo áfram í rólegheitum með aðildarumsóknina. Svo er ekki. Ef Fram- sókn og Sjálfstæð- isflokkur komast til þess að gera það sem þeir segjast ætla að gera nú í að- draganda kosninga tökum við ekki upp evru í áratugi. Því er Samfylkingin tilbúin að leggja alla áherslu á aðildarumsókn- ina: Ef við leggjum allt kapp á að ljúka samningum og ekkert annað tefur er raunsætt að þeim geti lokið fyrir lok næsta árs. Þá gætum við orðið aðilar að gjaldmiðilssamstarfi ESB – ERM II – strax á því kjör- tímabili sem nú er að hefjast. Þetta er því raunverulegt viðfangsefni sem skiptir máli strax. Um leið og aðildarsamningur ligg- ur fyrir erum við líka tilbúin til að samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskrá, til að uppfylla skilyrði aðildar og rjúfa þing og leggja allan pakkann – og verk okkar öll – í dóm þjóðarinnar. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ljúkum aðildarviðræðunum og treystum þjóðinni fyrir hinni end- anlegu ákvörðun! Eftir Árna Pál Árnason Árni Páll Árnason Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Ljúkum við aðildarumsóknina » Við erum ekki að leggja til aðild að ESB af því okkur langar að tala þýsku eða borða croissant í morgunmat. Aðild er einfaldlega praktísk nauðsyn. Stundum er sagt að síðustu vikurnar fyrir kosningar séu eins og lokamínútur á upp- boði þar sem fjöl- margir kaupendur sleppa sér í ákefðinni. Að þessu sinni virðist sem engin slík spenna verði, því einn flokkurinn hefur gefið út loforð af áður óþekktri stærð og hefur, enn sem komið er, uppskorið áður óþekkta fylgisaukningu fyrir. Framsókn- arflokkurinn boðar nú miklar „leið- réttingar“ skulda hluta kjósenda, og myndi kostnaður við slíkt nema mörg hundruð milljörðum króna, eftir því sem næst verður komist. Þeir mega eiga það, framsókn- armenn, að þeir virðast klókir við gerð þessa loforðs. Þeir vita að þeir sem lofa svo ótrúlegum út- gjöldum verða spurðir hvaðan stórskuldugur ríkissjóður eigi að taka slíka peninga. Og framsókn- armenn hafa fundið aðila sem ekki svarar fyrir sig og sem enginn veit hvað heitir, en flestir hafa samt ill- an bifur á. Framsóknarmenn ætla einfaldlega að taka nokkur hundr- uð milljarða króna af „hrægömm- unum“. Enginn veit hverjir þeir eru, en margir eru þess fullvissir að einhverjir útlenskir „vogunar- sjóðir“ hafi keypt kröfur á gömlu bankana á afslætti með það fyrir augum að fá síðar hærra hlutfall þeirra greitt út. Þetta þykir mörg- um allt að því glæpsamlegt og sjá ekkert að því að þessir gírugu vog- unarsjóðir borgi eins og þrjú hundruð milljarða króna til þess að minnka skuldir væntanlegra kjós- enda Framsóknarflokksins. Bara nafnið „vogunarsjóður“ bendir til að þar fari einhver sem sé ekki of góður til að borga nokkra brúsa. Hverjir eru þessir „hrægammar“? Ekki liggur fyrir opinberlega hverjir kröfuhafar föllnu bankanna eru. Einhverjir þeirra eru eflaust íslenskir lífeyrissjóðir. Ein- hverjir eru upphaf- legir kröfuhafar og hafa þegar tapað gríðarlegum fjár- hæðum á því að lána íslensku bönkunum. Loks hafa einhverjir þeirra keypt kröfur af þeim sem áður höfðu tapað gríð- arlegum fjárhæðum á viðskiptum við ís- lensku bankana. Þessir hópar eru aðilarnir sem eiga að borga kosn- ingaloforð Framsóknarflokksins. Það eru ekki gömlu bankarnir sem eiga að borga loforðin, svona eins og í skaðabætur fyrir „for- sendubrestinn“, enda eru gömlu bankarnir ekki til. Þeir, sem Framsóknarflokkurinn vill að borgi, eru aðilar sem þegar eru búnir að tapa stórfé á viðskiptum sínum við íslensku bankana. Það að segjast ætla að fjár- magna ofsaloforðin með því að sækja bara peningana til „hræ- gammanna“, hefur annan prakt- ískan kost fyrir yfirboðsstjórn- málaflokk: Hrægammarnir fara ekki í viðtöl. Þeir verða bæði nafn- lausir og andlitslausir fram að kosningum. Enginn fréttamaður spyr „Talsmann hrægamma“ hvort hann sjái eitthvað hugmyndinni til fyrirstöðu. Eftir að framsókn- armenn hafa talað nógu lengi um væntanlegar veiðiferðir sínar á lendur hrægammanna skapast kannski almenn samstaða um að ekkert geti komið í veg fyrir að hugmyndirnar nái fram að ganga. Hafa slíkir samningar eitthvert gildi? En hvaða líkur eru nú á því að samningar um efnið hafi yfir höfuð eitthvert gildi? Framsóknarmenn segjast ætla að gera þetta allt saman með „samningum“. „Hræ- gammarnir“ eigi hér að vísu mikið fé en það fé hafi verið tekið í gísl- ingu og verði ekki sleppt nema með „samningum“ um að „hræ- gammarnir“ taki að sér að borga kosningaloforð Framsóknarflokks- ins á útleiðinni. Ef „hrægamm- arnir“ vilji ekki semja, þá verði féð bara fast hér áfram og höftin föst í sessi. En hvaða gildi hefði slíkur „samningur“? Allir lögfræð- ingar þekkja svokallaða ógilding- arreglu samningaréttarins, sem á fræðimáli heitir 36. grein laga 7/ 1936 um samningsgerð umboð og ógilda löggerninga. Þar segir að samningi megi „víkja til hliðar í heild eða hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða and- stætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig“. Við mat á þessu skuli líta til „efnis samnings, stöðu samningsaðilja, atvika við samn- ingsgerðina og atvika sem síðar komu til“. Það er augljóst að samningur, sem menn skrifa undir með byssuhlaup við gagnaugað, hefur ekkert gildi fyrir dómi. Þeg- ar annar samningsaðilinn, íslenska ríkið, hefur öll ráð hins í hendi sér með löggjafarvaldinu og heldur eigum gagnaðilans föstum árum saman til þess að knýja hann til samningsgerðar er augljóst ójafn- ræði með þeim. Hvaða gildi mun slíkur samningur hafa fyrir dómi? Þar dugir ekki að kalla gagnaðil- ann bara „hrægamm“ eins og gefst víst vel í kosningabaráttu. Hversu líklegt er að þeir „samn- ingar“ sem Framsóknarflokkurinn segist ætla að gera við ónafn- greinda „hrægamma“, og borga þannig stærstu kosningaloforð Ís- landssögunnar, muni hafa mikið gildi þegar þeir koma fyrir dóm- stóla? Varla heldur neinn að gagn- aðilarnir láti ekki reyna á gildi samninganna. Sjálfir hrægamm- arnir. Skýjaborgir í stað skjaldborgar? Eftir Eirík Elís Þorláksson »Hversu trúlegt er það að slíkir samn- ingar við kröfuhafa bankanna hafi gildi fyrir dómstólum? Eiríkur Elís Þorláksson Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.