Morgunblaðið - 16.04.2013, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013
Það er við hæfi að
vekja athygli á mik-
ilvægi mannsradd-
arinnar á alþjóð-
legum degi raddar
því lítið færi fyrir
tæknivæddu þjóð-
félagi ef hana vant-
aði. Meginþorri fólks
leigir rödd sína út
hvort sem er til tjá-
skipta eða til að
skemmta fólki.
Óneitanlega er því röddin at-
vinnutæki en ólíkt öðrum at-
vinnutækjum nýtur hún engrar
verndar. Það er ekkert sjálfgefið
að hún endist né haldi út það
álag sem henni er ætlað í sumum
kringumstæðum. Þannig er því
trúlega varið með kennara því
fjölmargar kannanir bæði hér-
lendis sem erlendis sýna að fjöldi
þeirra þjáist af álagseinkennum á
rödd. Um fimmtungur kennara
þarf t.d. árlega að taka sér frí
vegna raddmissis sem þýðir
kostnað bæði fyrir þjóðfélagið og
einstaklinginn og varla getur það
talist eðlilegt ef ástæða þykir að
senda 39 af 71 íþróttakennara til
læknis vegna þess hvernig þeir
mátu eigin rödd og/eða heyrn.
Hér er því um að ræða heilbrigð-
isvandamál, sem enn sem komið
er, er ekki viðurkennt sem slíkt.
Rannsóknir hafa sýnt að það eru
fleiri stéttir en kennarar sem búa
við of mikið álag á rödd. Þar má
nefna sem dæmi sölufólk og tal-
símaverði þar sem raddveilur eru
einnig algengar.
Ástæður fyrir þessu ófremdar-
ástandi eru fyrst og fremst tald-
ar vera, annars vegar almennt
þekkingarleysi á raddþoli, og
hins vegar að þurfa að tala í
óvistvænum vinnuaðstæðum eins
og í hávaða, í of mikilli fjarlægð
frá hlustendum og í of þurru
lofti. Þar sem röddin glymur í
eigin höfði verða menn andvara-
lausir fyrir því hvernig/hvort
röddin berst til annarra eða fer í
aðra. Skemmd rödd sem er hás,
rám eða hástemmd fer illa í fólk
auk þess sem hún berst illa og
skilar ekki öllum talhljóðum til
hlustenda. Vegna þess að radd-
myndun fer alla jafna fram án
þess að viðkomandi gefi því gaum
áttar hann sig ekki á því að rödd-
in er afrakstur flókins samspils
lofts og vöðva-
starfsemi sem hægt
er að setja í uppnám
með misbeitingu
raddar. Misbeiting
raddar hefur oftast í
för með sér radd-
veilur með tilheyr-
andi óþægindum eins
og langvarandi hæsi,
ræskingaþörf og
kökkstilfinningu. Bíll
er ekki settur í við-
gerð af því að hljóðið
sé bilað heldur bend-
ir hljóðið til þess að eitthvað sé
að bílnum. Það sama gildir um
rödd. Biluð rödd bendir til að bú-
ið sé að ganga fram af raddkerf-
inu sem er miklu meira en bara
raddbönd.
Þeim sem leigja rödd sína út í
atvinnuskyni er að öllu jöfnu
ekki boðið upp á fræðslu um
hvernig þeir geta varið röddina
og lært að beita henni rétt. Trú-
lega má þar kenna um andvara-
og þekkingarleysi þeirra sem
ráða för. Það er einnig umhugs-
unarvert að þeir sem missa rödd-
ina vegna vinnuaðstæðna er ekki
bættur skaðinn og þurfa sjálfir
að standa meginstraum að kostn-
aði við að endurhæfa röddina.
Þessu þarf að breyta þannig að
röddin verði viðurkennt atvinnu-
tæki sem þarf að hlúa að. Það
þarf líka að hafa í huga að rödd
sem er leigð út er í raun notuð
sem þjónustutæki sem þarf að
standast ákveðnar gæðakröfur
og því þarf sá sem tekur röddina
á leigu að vera ábyrgur fyrir því
að henni sé ekki hætta búin.
Þegar fólk hefur áttað sig á mik-
ilvægi raddarinnar sem atvinnu-
tækis og búið er þannig um hnút-
ana að henni sé ekki hætta búin í
vinnunni þá minnkar hættan
stórlega á því að fólk eyðileggi í
sér röddina.
Leigir þú út
röddina þína?
Eftir Valdísi Ingi-
björgu Jónsdóttur
Valdís Ingibjörg
Jónsdóttir
»Meginþorri fólks
leigir rödd sína út
hvort sem er til tjá-
skipta eða til að
skemmta fólki. Þekk-
ingarleysi og óvistvæn-
ar aðstæður ógna rödd.
Höfundur er doktor í raddmeinum.
Í aðdraganda kosn-
inga fer iðulega af
stað umræða um
framfærslukostnað
heimilanna. Þar vega
matarinnkaup nokk-
uð. Reglulega heyrast
raddir þeirra sem
vilja auka innflutning
á erlendum kjötvör-
um til þess að lækka
útgjöld heimilanna.
Gæti ef til vill verið
árangursríkara að beina sjónum
að öðrum útgjaldaliðum heim-
ilanna sem hafa hækkað verulega
á síðustu árum?
Skoðum dæmi: Vísitala neyslu-
verðs fyrir tímabilið janúar 2008
til mars 2013 hefur hækkað um
45,5%, samkvæmt upplýsingum á
heimasíðu Hagstofunnar. Á þess-
um tíma hækkaði vísitala matar-
og drykkjarvara um 58,2%, vísi-
tala kjöts um 30,3% en vísitala
svínakjöts aðeins um 15,2%. At-
hygli vekur að vísitala fyrir fatnað
og skó, sem vega svipað í heildar-
útgjöldum heimilanna og öll inn-
lend búvara, hefur á tímabilinu
hækkað um 74%.
Erlent svínakjöt hefur verið
flutt til landsins í talsverðum mæli
á síðustu árum. Árið 2012 voru
flutt til landsins 271,4 tonn af
beinlausu svínakjöti. Tollar á inn-
fluttum kjötvörum frá ESB-
löndunum voru lækkaðir um 40
prósent 1. mars 2007. Um var að
ræða gagnkvæma samninga við
ESB sem leyfðu einn-
ig innflutning á 200
tonnum af svínakjöti
á ári án nokkurra
tolla. Ekki er um
gagnkvæma heimild
að ræða, þannig að ís-
lenskir svínabændur
geta ekki flutt sama
magn inn á markaði
Evrópusambandsins.
Verulega hefur því
verið dregið úr toll-
vernd á svínakjöti síð-
ustu ár, án þess að
nokkuð hafi komið í
staðinn. Vissulega hefur þetta haft
áhrif á afkomu og stöðu búgrein-
arinnar á síðustu árum og kallað á
töluverða hagræðingu og end-
urskipulag innan búgreinarinnar
sem talið er að skapi um 500 árs-
verk vítt og breitt um landið.
Íslenskir svínabændur hafa á
liðnum árum lagt sig fram um að
nýta íslenskt fóður fyrir gripi
sína. Svínabændur hafa í vaxandi
mæli ýmist ræktað korn, sem nú
er stór hluti þess fóðurs sem not-
að er, eða verið stórir kaupendur
á korni frá bændum sem rækta
korn til endursölu. Í tengslum við
aukna kornrækt á Íslandi verða til
veruleg gjaldeyrissparnaði sókn-
arfæri. Því hafa stjórnvöld, í bún-
aðarlagasamningi sem tók gildi
um síðustu áramót, lagt sérstaka
áherslu á aukna kornrækt hjá
svínabændum enda um sérlega
virðisaukandi ræktun að ræða, þar
sem verulegur erlendur gjaldeyrir
sparast við minnkandi innflutning
á erlendu fóðri.
Aukin eftirspurn svínabænda
eftir innlendu korni leiðir af sér
uppgræðslu lands, aukna landnýt-
ingu og verðmætasköpun. Fram-
leiðni af kornræktinni er mjög
mikil, trúlega meiri en hjá öðrum
búgreinum. Af einum hektara
korns sem gefur af sér 3,5 tonn af
þurrkuðu byggi má fá um 830 kg
af svínakjöti. Ef beitt væri hlið-
stæðum aðferðum við meðhöndlun
á kornökrum og gert er í ná-
grannalöndunum mætti auka upp-
skeruna um 20%.
Íslenskir svínabændur yrkja
jörð sína. Þeir kappkosta að fram-
leiða afurðir fyrir kröfuharða
neytendur sem eru reiðubúnir að
greiða sanngjarnt verð fyrir góðar
og hollar íslenskar landbúnaðar-
afurðir. Góður árangur hefur
náðst innan búgreinarinnar und-
anfarin ár sem hefði varla náðst ef
svínabændur hefðu hagað sér líkt
og „laumufarþegar í íslenskum
landbúnaði“ eins og úrtölumenn
hafa haldið fram.
Sóknarfæri í
íslenskri svínarækt
Eftir Hörð
Harðarson » Svínabændur hafa í
vaxandi mæli rækt-
að korn, sem nú er stór
hluti svínafóðurs, eða
verið stórir kaupendur
korns sem ræktað er til
endursölu.
Hörður
Harðarson
Höfundur er svínabóndi og formaður
Svínaræktarfélags Íslands.
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
FASTEIGNASALA
FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN
Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá
.... Hafðu samband
Kjalarvogur 10, 104 Reykjavík
Lagerhúsnæði, 1.300 fm
Uppl. um verð í síma
Til leigu um 1.300 m² lagerhúsnæði. Tvær 4,5 m. háar innkeyrsludyr. Góð aðkoma. Vörurekkar geta mögulega fylgt.
Lofthæð 4,5 - 5 m. Laust fljótlega! HAGSTÆTT LEIGUVERÐ.
TIL LEIGU
Helgi Már Karlsson
Löggiltur leigumiðlari
Löggiltur fasteignasali
534 1024 / 897 7086
hmk@jofur.is
534 1020
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
30% afsláttur af öllum buxum
v/Laugalæk • sími 553 3755