Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 35

Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 35
1975-77 og formaður ýmissa nefnda sambandsins s.s. mótanefndar, lands- liðsnefndar og unglinganefndar, einn af stofnendum og fyrsti formaður Íþróttasambands lögreglumanna 1982, hefur unnið mikið að málefnum golfíþróttarinnar innan lögreglunnar og var meðal stofnenda Skagamanna, stuðningsfélags knattspyrnufélagsins ÍA í Reykjavík, og var formaður þess. Helgi sat um tíma í stjórn Alþýðu- flokksfélags Akraness, sat í barna- verndarnefnd Akraness, í stjórn Byggðasafnsins í Görðum, í stjórn Sjúkrasamlags Akraness og var end- urskoðandi bæjarreikninga Akra- nesskaupstaðar og Andakílsárvirkj- unar, sat í stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og var á framboðslista Alþýðuflokksins á Vesturlandi og í Reykjavík. Helgi var meðal stofnenda Frímúr- arastúkunnar Akurs og Kiwanis- klúbbsins Þyrils á Akranesi, einn af stofnendum samtakanna Barnaheilla og var ritari þeirra, var ritstjóri blaðsins Skagans um árabil og stofn- aði Sementspokann, blað Starfs- mannafélags Sementsverksmiðj- unnar. Þá sat hann í ritnefnd Lögreglublaðsins og fleiri blaða. Helgi var sæmdur gullmerkjum ÍSÍ, KSÍ, GSÍ, ÍSL, LEG, Vals og Félags yfirlögregluþjóna, og er heið- ursfélagi Kára, ÍA, ÍBA og Íslands- deildar Alþjóðasambands lögreglu- manna. Fjölskylda Helgi kvæntist 19.9. 1953 Stein- dóru Steinsdóttur, f. 18.7. 1934, versl- unarmanni. Hún er dóttir Steins Jónssonar vélstjóra og Steindóru K. Albertsdóttur húsfreyju. Synir Helga og Steindóru eru Frið- þjófur Arnar, f. 27.2. 1953, ljósmynd- ari og kvikmyndatökumaður, kvænt- ur Guðfinnu Svavarsdóttur og eiga þau tvö börn; Steinn Mar, f. 18.2. 1954, húsasmíðameistari og kennari á Akranesi, kvæntur Elínu Klöru Svav- arsdóttur og eiga þau fimm börn; Helgi Valur, f. 22.6. 1956, starfs- maður Reykjavíkurborgar, í sambúð með Erlu Skarphéðinsdóttur og á hann tvær dætur. Barnabörn Helgu og Steindóru eru nú níu talsins og langafabörn hans eru nú 16. Bræður Helga, samfeðra: Krist- finnur Björgvin, f. 1920, d. 1938, bjó á Akranesi; Árni Örvar, f. 1922, d. 1985, verkstjóri á Akranesi; Friðþjófur Arnar, f. 1923, d. 1947, húsasmiður á Akranesi; Viðar, f. 1925, d. 1992, múr- arameistari á Akranesi. Alsystkini Helga: Bára, f. 1935, d. 1975, húsmóðir á Akranesi; Björgvin, f. 1938, prentari í Reykjavík; Hafdís, f. 1941, fyrrv. bókavörður á Akranesi; Hlín, f. 1944, kennari í Reykjavík. Foreldrar Helga: Daníel Þjóð- björnsson, f. 13.7. 1897, d. 6.10. 1945, múrarameistari á Akranesi, og s.k.h., Sesselja Guðlaug Helgadóttir, f. 7.5. 1908, d. 17.1. 1996, húsfreyja. Í tilefni afmælisins verður knatt- spyrnufélagið ÍA með móttöku í saln- um á Jaðarsbökkum, kappanum til heiðurs, í dag, milli kl. 18.00 og 20.00. Föstudaginn 19.4. kl. 16.00 verður opnuð sýning á nokkrum ljós- myndum Helga í Bókasafninu á Akranesi, en hann var einn af stofn- endum Ljósmyndasafns Akraness. Úr frændgarði Helga Daníelssonar Helgi Daníelsson Kristín Rósa Gunnlaugsdóttir húsfr. í Syðra-Holti Sigfús Páll Pálsson b. í Syðra-Holti í Svarfaðardal Guðrún Pálína Sigfúsdóttir húsfr. í Borgum Helgi Biering smiður í Borgum í Grímsey Sesselja Guðlaug Helgadóttir húsfr. á Akranesi Þórhildur Hansdóttir húsfr. Ólafur Ólafsson frá Syðra-Dalsgerði í Saurbæjarhreppi Þjóðbjörg Jónsdóttir húsfr. á Hrísum og víðar Björn Björnsson b. á Hrísum í Flókadal og víðar Þjóðbjörn Björnsson b. á Læk og í Norðurskarði í Leirársveit Guðríður Auðunsdóttir húsfr. á Læk og í Norðurskarði Daníel Þjóðbjörnsson múrarameistari á Akranesi Vilborg Jónsdóttir húsfr. á Gullberastöðum Auðunn Vigfússon b. á Gullberastöðum, af Víkingalækjarætt Vilborg Þjóðbjörnsdóttir húsfr. á Akranesi Hannes Þjóðbjörnsson verkam. á Akranesi Valdimar Indriðason fyrrv. alþm. Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra Þórhildur Biering húsfr. á Hellissandi, amma knattspyrnu- kappanna Jóhannesar og Þorbergs Atlasonar Jakob Helgason í Grímsey, faðir Elínar Jakobsdóttur, húsfr. í Kópavogi, móður Svanfríðar Jónasdóttur, sveitastjóra á Dalvík og fyrrv. alþm. Bróðir Elínar: Matthías Helgason, afi Heiðars Helgusonar knattspyrnukappa Guðmundur Auðunsson hreppstj. á Skálpastöðum í Lundareykjadal Þorsteinn Guðmundss. hreppstj. á Skálpa- stöðum Ari Guðmundsson vegaverkstj. í Borgarnesi Sigvaldi Arason framkvæmdastj. í Borgarnesi Guðmundur Þorsteinsson b. á Skálpastöðum Þorsteinn Þorsteinsson b. á Skálpastöðum Vigfús Önundur Þorsteinsson læknir ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Jón Þorkelsson, skáld og þjóð-skjalavörður, fæddist í Ásumí Skaftártungu 16.4. 1859, sonur Þorkels Eyjólfssonar, síðast prófasts á Staðarstað, og k.h., Ragnheiðar Pálsdóttur húsfreyju. Móðir Þorkels var Guðrún, dóttir Jóns, prests og skálds á Bægisá Þorlákssonar. Ragnheiður var dótt- ir Páls Pálssonar þjóðfundar- manns. Bróðir Jóns Þorkelssonar var Jón eldri, oddviti í Arnartungu, afi Jóns Sólnes, bankastjóra og alþm., föður Júlíusar Sólnes, fyrrv. alþm. og ráðherra. Systir Jóns var Guð- rún Clausen, amma Arnar hrl. og Hauks tannlæknis Clausen. Fyrri kona Jóns Þorkelssonar var Karólína Jónsdóttir en þau skildu. Seinni kona hans var Sigríð- ur Finnbogadóttir. Börn Jóns og Karólínu voru Logi og Kristín, sem dóu á barnsaldri, og Guðbrandur, faðir Loga forstjóra. Dóttir Jóns og Sigríðar var Matthildur. Jón lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum í Reykjavík 1882, lauk cand.mag.-prófum í norrænum fræðum frá Hafnarháskóla 1886 og Dr.phil. frá Hafnarháskóla 1888. Hann dvaldist við fræðistörf og rit- störf í Kaupmannahöfn til 1898, er hann flutti til Reykjavíkur. Hann var skipaður landsskjalavörður 1899, þjóðskjalavörður 1915 og gegndi því embætti til æviloka. Þá var hann skrifstofustjóri Alþingis 1894 og 1901-1905. Jón var forseti Sögufélagsins frá stofnun þess 1902 og til æviloka, forseti Þjóðvinafélagsins 1912-13 og forseti Bókmenntafélagsins frá 1918 til æviloka. Þá sat hann í verð- launanefnd Gjafar Jóns Sigurðs- sonar frá 1909 og til æviloka. Jón var ritstjóri Huldar, Sunnan- fara og Blöndu og alþm. Snæfells- nesinga 1892-93, alþm. Reykvík- inga 1908-11 og konungskjörinn þingmaður 1915. Hann samdi rit og greinar um sögu Íslendinga og bók- menntir, sendi frá sér Vísnakver Fornólfs og annaðist útgáfu margs konar fróðleiks frá liðnum öldum og nokkurra ljóðabóka. Jón lést 10.2. 1924. Merkir Íslendingar Jón Þorkelsson 90 ára Guðbjörg Magnúsdóttir Hrefna Ólafsdóttir 85 ára Halldór B. Jónatansson Kristján Hannesson María Matthíasdóttir Þórgunnur Þorgrímsdóttir 80 ára Alma Erna Ólafsson Áslaug Bernhöft Jórunn Gottskálksdóttir Margrét E. Björnsdóttir Marteinn N. Rúriksson Sigfús Thorarensen Sigrún Gunnlaugsdóttir 75 ára Ellert Pálmason Hörður Bjarnason Þórarinn Friðjónsson 70 ára Ásdís Jónsdóttir Edda Kolbrún Klemenzdóttir Edda Sigrún Gunnarsdóttir Erla Björg Guðjónsdóttir Guðmundur Haraldsson Magnús Rafn Guðmannsson Ragnhildur Jónasdóttir Ragnhildur Þorleifsdóttir Vilhjálmur Már Jónsson Þórir Ólafsson 60 ára Björg Ellingsen Guðmundur Sigurðsson Heiðar Páll Halldórsson Helga Steinarsdóttir Indriði Þórður Ólafsson Ingibjörg Þ. Guðnadóttir Jacob Ejsenberg Ström Margret Sigurbjörg Jónasdóttir Sigfús Blöndal Sigurðsson Sigrún Þóra Magnúsdóttir Sigurjón Rúnar Jakobsson Þór Hafsteinn Hauksson 50 ára Anette Hansen Haraldur R. Magnússon Hildur Þorvaldsdóttir Hjálmar Georg Theódórsson Lára Þorsteinsdóttir Pétur Sveinsson Þuríður Ellisif Baldursdóttir 40 ára Alfreð Geirsson Ágúst Ingi Jónsson Bolli Pálmason Drífa Þórarinsdóttir Einar Jónsson Gunnar Bergmann Steingrímsson Rastislav Lazorik Sigurveig Margrét Stefánsdóttir Þorsteinn Rafn Johnsen 30 ára Björg Valgeirsdóttir Einar Ásgeir Kristjánsson Gabriel Roldan Toro Guðrún Ásta Guðmundsdóttir Hildur Björgvinsdóttir Hjördís Inga Jóhannesdóttir Hrafn Svavarsson Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir Jón Höjgaard Marinósson Ólafur Friðrik M. Rowell Óskar Örn Ólason Sóley Lúðvíksdóttir Tómas Davíð Ibsen Tómasson Til hamingju með daginn 30 ára Ólöf ólst upp í Ólafsvík, stundar kenn- aranám við Mennta- vísindasvið HÍ, lauk upp- stoppunarnámskeiði og vinnur við uppstoppun. Maki: Snorri Rafnsson, f. 1983, sjómaður. Börn: Björn Óli Snorra- son, f. 2005, og Birgitta Ósk Snorradóttir, f. 2009. Foreldrar: Jón Aðalbjörn Kratsch, f. 1961, sjómað- ur, og Unnur Óladóttir, f. 1961, hárgreiðslumeistari. Ólöf Birna Jónsdóttir 40 ára Andrés lauk BSc- prófi í matvælafræði frá HÍ og er sérfræðingur hjá Actavis. Maki: Ásta Guðrún Jó- hannsdóttir, f. 1976, við- skiptafræðingur. Börn: Þórdís Una, f. 2007, Guðrún Gná, f. 2009, og Sindri Björn, f. 2013. Foreldrar: Þórdís Andr- ésdóttir, f. 1944, ritari, og Björn Nielsen, f. 1939, d. 2010, loftskeytamaður. Andrés Nielsen 40 ára Elísa er viðskipta- fræðingur frá HÍ og starf- ar í markaðsdeild Símans. Maki: Valtýr Þórisson, f. 1968, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Börn: Ásgeir Ingi, f. 1997, Vignir Daði, f. 1998, og Ingunn Jóna, f. 2004. Foreldrar: Jón Sigurðs- son, f. 1941, d. 1999, framkvæmdastjóri, og Ólöf Jóna Sigurgeirs- dóttir, f. 1944, fyrrv. mót- tökufulltrúi hjá Nýherja. Elísa Guðlaug Jónsdóttir Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.