Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 40

Morgunblaðið - 16.04.2013, Page 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2013 Það er mikið gleðiefni að í árfagnar Íslenski dansflokk-urinn fertugasta starfsárisínu. Afmælisárið hefst með sýningunni Walking Mad eftir sænska danshöfundinn Johan Inger og verkinu Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfs- dóttur og Unni Elísabeti Gunn- arsdóttur, sem öll eru dansarar í Ís- lenska dansflokknum. Ótta var frumsýnt á nýja sviði Borgarleikhússins hinn 22. nóv- ember 2012 en hefur síðan tekið nokkrum breytingum og verið að- lagað nýju sviði. Verkið er mjög sjónrænt, það fjallar um ólíkar at- hafnir og sambönd fólks milli klukk- an 3 og 6 að næturlagi. Það var virki- lega gaman að sjá verkið á þessu stóra sviði og nú er sviðsmyndin sem byggist að miklu leyti á notkun lýs- ingar, enn sterkari en fyrr. Verkið hefði þó jafnvel þurft örlítið lengri tíma til úrvinnslu þar sem enn var að finna lausa enda. Til að mynda var enn að finna hnökra á staðsetningum dansaranna með tilliti til lýsingar í hægari köflum verksins. Nýju part- arnir voru vel heppnaðir og meðal þeirra áhrifamestu í verkinu en þeir veiktu þó heildarmynd þess þar sem of margar stefnur og stílar flæktust fyrir. Skemmtileg persónusköpun týndist í hægari köflunum og verkið varð nokkuð sundurleitt fyrir vikið. Þrátt fyrir það var flutningurinn í senn kraftmikill og ljúfur og sýnir þá miklu breidd sem dansarar flokksins búa yfir. Walking Mad var frumsýnt í Lu- cent Danstheater Den Haag í Hol- landi árið 2001 og hefur síðan verið flutt af nokkrum fjölda dansflokka víða um heim. Um er að ræða gam- ansamt verk sem fléttar saman húm- or, galsa og geðveiki. Í verkinu tak- ast dansararnir á við margbreytilega sviðsmyndina, færanlegan vegg sem skipar ákveðna þungamiðju í verk- inu. Walking Mad krefst mikils af dönsurunum, það reynir á tækni dansaranna um leið og þeir þurfa að hafa tök á því að túlka efni verksins og persónur og tjá þær miklu tilfinn- ingar sem tekist er á við í verkinu. Dönsurum flokksins tekst vel til með vinnslu verksins og þá má sér- staklega nefna vel útfært og sam- taka hópatriði sem uppskar mikið lófatak áhorfenda. Eftir það varð ákveðið rof á annars góðu flæði með nýjum kafla þar sem vantaði tölu- vert upp á samhengið. Um miðjan seinni kafla verksins náði verkið aft- ur hæðum sínum í átakamiklum og fallegum dúett Hannesar Þórs Eg- ilssonar og Aðalheiðar Halldórs- dóttur. Verkin eru nokkuð ólík í eðli sínu en eiga það sameiginlegt að vera mjög kraftmikil, þau reyna á tækni- lega færni dansaranna auk þess sem tjáning skiptir meginmáli. Bæði verk kvöldsins eru þannig í eðli sínu að sýningin ætti að ná til breiðs áhorf- endahóps þar sem hún er aðgengileg og sjónræni þátturinn vegur þungt. Hressilegt fertugsafmæli Íd Morgunblaðið/Golli Ólík Sýningin „er aðgengileg og sjónræni þátturinn vegur þungt,“ skrifar rýnir. Úr verkinu Walking mad. Walking Mad og Ótta bbbmn Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni El- ísabetu Gunnarsdóttur, í samstarfi við dansara. Dansarar: Ásgeir Helgi Magn- ússon, Brian Gerke, Cameron Corbett, Ellen Margrét Bæhrenz, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Steve Lorenz og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. Walking Mad eftir Johan Inger. Aðstoð- armenn danshöfundar: Hlín Diego Hjálmarsdóttir og Carl Inger. Tónlist: Maurice Ravel og Arvo Pärt. Ljósahönn- un: Erik Berglund og Peter Lundin. Sviðs og búningahönnun: Johann Inger. Umsjón búninga: Elín Edda Árnadóttir og Guðlaug Elsa Ásgeirsdóttir. Æf- ingastjóri: Katrín Ingvadóttir. Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Brian Gerke, Cameron Cor- bett, Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, (Ellen Margrét Bæhrenz), Karl Friðrik Hjaltason, Steve Lorenz og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. Stóra sviðið Borgarleikhúsinu, 12. apríl 2013. MARGRÉT ÁSKELSDÓTTIR DANS Breski hljómsveitarstjórinn sir Col- in Davis er látinn, 85 ára að aldri. Nafn Davis er nátengt London Symphony Orchestra, enda hefur enginn verið jafn lengi aðalstjórn- andi þessarar helstu sinfón- íuhljómsveitar Breta. Davis stjórnaði hljómsveitinni fyrst árið 1959 en 1995 varð hann aðalstjórnandi hennar og gegndi þeirri stöðu í meira en áratug, en þá varð hann formaður stjórnar hennar. Um tíma stjórnaði Davis einng hljómsveit breska ríkisútvarpsins aui þess að geta sér orð fyrir árang- ursríka samvinnu við Boston Symp- hony Orchestra, New York Phil- harmonic og Sinfóníuhljómsveit bæverska útvarpsins. Tónlistarlega er Davis hvað þekktastur fyrir tök sín á verkum eftir Mozart, Sibelius og Berlioz. Hljómsveitarstjórinn Colin Davis látinn Virtur Breski hljómsveitarstjórinn sir Colin Davis hampaði verkum Berlioz. Hörku spennumynd -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Páskamyndin 2013 Stórkostleg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna ÍSL TAL ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! EIN FLOTTASTA SPENNUMYND ÁRSINS! Stór og yfirdrifinn teiknimyndahasar af betri gerðinni. T.V. - Bíóvefurinn  Þriðjudagstilboð Þriðju dagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð - T.K. kvikmyndir.is VJV Svarthöfði LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 12 12 L 12 12 OBLIVION Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:30 G.I. JOE 2: RETALIATION 3D Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 THE CROODS 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 I GIVE IT A YEAR Sýnd kl. 8 SNITCH Sýnd kl. 10:10 Stórmyndin sem tekin var upp á Íslandi TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ - V.J.V., SVARTHÖFÐI - T.K., KVIKMYNDIR.IS STÓRMYNDIN SEM TEKIN VAR UPP Á ÍSLANDI! ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ OBLIVION KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 OBLIVION LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 G.I JOE RETALIATION 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 ADMISSION KL. 8 - 10.20 L I GIVE IT AYEAR KL. 10.30 12 THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L THE CROODS 2D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L SAFE HAVEN KL. 8 14 - H.S.S., MBL OBLIVION KL. 5.45 - 8 - 10.15 12 GI JOE KL. 8 - 10.15 16 ADMISSION KL. 5.45 L OBLIVION KL. 6 - 9 12 KAPRINGEN KL. 5.45 - 8 - 10.15 12 THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 5.45 L SAFE HAVEN KL. 8 - 10.30 12 JAGTEN (THE HUNT) KL. 8 - 10.30 12 ADMISSION KL. 17.30 L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.