Morgunblaðið - 16.04.2013, Síða 44

Morgunblaðið - 16.04.2013, Síða 44
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 106. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Sprenging í Boston-maraþoninu 2. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig 3. „Hef aldrei áður séð svona belti“ 4. Lögregla verst allra frétta »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Verðlaunaljóðið Tunglsljós, sem Magnús Sigurðsson hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir árið 2013, er komið út á prenti hjá Uppheimum. Tími kaldra mána nefnist þriðja ljóðabók skáldsins, en þar er framfaragoðsögn nútímans andæft og hvatt til „auk- innar samábyrgðar í sjálfhverfum heimi“, að því er segir á bókarkápu. Ljósmynd/Magnús Sigurðsson Tunglsljós á prenti  Hvers kyns fé- lagasamtök not- færa sér það þessa dagana að hafa aðgang að frambjóðendum sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri. Fulltrúar allra flokka mæta þannig á málfund List- fræðafélags Íslands í Nýlistasafninu kl. 17 í dag, þar sem rætt verður um málefni myndlistar í landinu. Spurt um skoðun flokkanna á myndlist  Tríó djasspíanistans fingrafima, Agnars Más Magnússonar, kemur fram á djasskvöldi KEX Hostels við Skúlagötu í kvöld. Hefjast tónleikarn- ir klukkan 20.30 og spinna þar ásamt Agnari Má kontra- bassaleikarinn Þor- grímur Jónsson og Scott McLemore trymbill, út frá frumsömdum lög- um og stand- ördum. Tríó Agnars Más spinnur í kvöld Á miðvikudag Austlæg átt 3-8, skýjað með köflum og þurrt að mestu, en sums staðar skúrir eða él suðvestan- og vestanlands. Hiti 0-5 stig suðvestantil að deginum en annars vægt frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðaustan 5-10 m/s og skýjað, en hægari breytileg átt og rigning eða slydda með köflum um land- ið vestanvert síðdegis. Hiti 2-8 stig syðra, en um frostmark nyrðra. VEÐUR Knattspyrnukonurnar Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir leika með tveimur mestu uppgangsliðum í Evrópu, samkvæmt ítarlegri úttekt á styrkleika félagsliða í álf- unni. Lið þeirra, Liverpool og Avaldsnes, eru í 24. og 39. sæti og eru nýliðar á styrkleikalista þar sem 100 bestu liðin eru tekin út. Þá leika tveir Íslendingar með 8. besta liði Evrópu. »2 Leika með mestu uppgangsliðunum FH og ÍR eiga sjö af fjórtán leik- mönnum í úrvalsliði Morgunblaðsins úr N1-deild karla í handknattleik sem birt er í blaðinu í dag. Sjö af átta lið- um deildarinnar eiga fulltrúa í liðinu, fimm þeirra í byrjunarliðinu. Tveir markahæstu leikmenn vetrarins eru báðir rétthentir hornamenn. »4 FH og ÍR eiga helming í úrvalsliði deildarinnar „Ég er mjög spennt fyrir því að fara til Danmerkur og leika þar í bestu deild í Evrópu,“ sagði Karen Knútsdóttir, landsliðskona í hand- knattleik, við Morgunblaðið eftir að hafa skrifað undir samning við danska liðið SönderjyskE. Á dög- unum samdi Stella Sigurðardóttir við liðið en Ágúst Jóhannsson tekur við þjálfun þess í sumar. »1 Spennt að leika í bestu deild í Evrópu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Ég vil virkja konur í hjólreiðum og konur eru oft þornari og gera meira þegar það eru bara konur saman. Þá eru þær bara í friði að gera það sem þær eru að gera,“ segir María Ögn Guðmunds- dóttir, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, um ákvörðun sína að standa fyrir sérstöku fjallahjólanámskeiði fyrir konur sem hefst í dag. María kallar námskeiðið Hörkuskvísu- -fjallahjólanámskeið en hún segir að þrátt fyrir gríðarlega grósku í hjólreiðum á Íslandi séu tals- vert fleiri karlar í sportinu en konur, sérstaklega þegar kemur að fjallahjólreiðum. „Það er svolítill jaðarsportsfílingur í þessu,“ segir María um ástæður þess að karlarnir eru í meirihluta, en námskeiðinu er öðrum þræði ætlað að hvetja kon- urnar til dáða á þessum vettvangi. „Þetta eru fjögur skipti og ég fer í ákveðin þemu í hvert skipti þar sem við vinnum í ákveðnum atriðum,“ segir hún. Auk þess að fara t.d. yfir tæknileg atriði er varða hjólið kenni hún hvernig beita eigi líkamanum á hjólinu, til að gera hjólreiðarnar auðveldari og ánægjulegri. Hún segir að byrjendur eigi það til að vera of stífir, sem séu mikil mistök. Að hjóla með lifandi líkama „Í fjallahjólreiðum þarftu að vera með lifandi líkama yfir hjólinu, þú mátt ekki vera of stífur,“ útskýrir hún. „Fólk er oft of stíft í líkamanum og hefur ekki trú á sjálfu sér til að klára það sem það vill gera. Ég fer einmitt líka í það að breyta hugsuninni. Þá tala ég t.d. um að þú eigir að segja við sjálfan þig „pedala pedala pedala“ þannig að þú haldir áfram en hikir ekki. Ég myndi segja að fólk væri of stíft yfir hjólinu, það á að vera lifandi. Þegar þú ert hættur að vera stífur þá verðurðu minna hikandi.“ Yfirfullt er á námskeiðið og María segist vera að skoða það að halda fleiri og þá jafnvel líka fyrir karlmenn. Hún er annars önnum kafin; starfar hjá flugfélaginu WOW á daginn og æfir 8-15 tíma á viku fyrir smáþjóðaleikana í lok maí og hjól- reiðavertíðina hér heima, sem hefst í næstu viku. María segir aðstæður til hjólreiða á höfuðborg- arsvæðinu til fyrirmyndar og það sé ekki mikil fjárfesting að byrja að hjóla. „Þú getur farið út í fjallahjólreiðar á hvaða hjóli sem þú getur notað á möl. Þannig að þær eru mjög aðgengilegar,“ segir hún. Flestir eigi hjól sem dugi vel til að hjóla t.d. í Heiðmörk eða Öskjuhlíð. Byrjendur vantar helst þorið  Stendur fyrir Hörku- skvísu-fjallahjólanámskeiði Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjólreiðar María Ögn á þrjú hjól: eitt fjallahjól, eitt götuhjól og eitt tímatökuhjól. Hún segir öll hjól duga til fjallahjólamennsku, svo lengi sem hægt sé að hjóla á þeim á möl. Maður Maríu er Hafsteinn Ægir Geirsson, hjólreiða- og siglingakappi, og það er ekki annað hægt en að bera undir hana orðróm þess efnis að þau verji rómantískum stundum í keppni um hvort sé fljótara að skipta um dekk. „Við vorum einmitt að hlæja að þessu núna á laugardagskvöldið því þá vorum við búin að vera síðastliðin þrjú laugardagskvöld annað- hvort að þrífa, setja saman eða græja hjól. Þannig að já, við höfum tekið keppni í því að skipta um dekk. Kvöldin snúast dálítið um þetta,“ viðurkennir hún og hlær. Hún segir ómetanlegt að deila áhugamálinu með makanum, sérstaklega í ljósi þess að hjólreiðarnar séu afar tímafrekar. Rómantísk tímakeppni HJÓLREIÐAPAR Í FREMSTU RÖÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.