Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.06.2013, Blaðsíða 22
L itla ófædda barnið fær ekkert val. Það er búið að ákveða með hvaða liði það mun halda í lífinu, það er búið að kaupa dressið, búið að innrétta her- bergið og það er jafnvel búið að ákveða að þetta verður fótboltadrengur eða -stúlka. Barnið fær þannig ekkert val, fæðist sem stuðningsmaður Liverpool, Manchester Unit- ed, Arsenal eða hvað liðs sem er. Áður en barnið fær krossinn eða er skírt hefur það fengið búning, skó, samfellu merkta liðinu og fána með Steven Gerrard. Fólk setur orðið fótboltann framar öllu. Þá er maður kominn að því að þetta séu trúarbrögð finnst mér,“ segir Gunnar Stígur Reynisson, prestur á Höfn í Hornafirði, en í ritgerð sem hann skrifaði fyrir nokkru þegar hann nam við Háskóla Íslands reyndi hann að svara spurn- ingunni um það hvort fótboltaáhugi sé hin nýju trúarbrögð, lífsstíll eða menning. „Ég tel að það fari alveg eftir því hvernig hugtakið trú er skilgreint. Ef trúarbrögð eru skilgreind líkt og franski félagsfræðingurinn Émile Durkheim gerir þá er knattspyrna trúarbrögð en hann notar víða hlutverka- skilgreiningu í útskýringunni sinni á trú. Hann segir trúarbrögð vera dýrkun á ein- hverjum hlut sem gerir það að verkum að hún sameinar alla í eitt samfélag. Aðrir hafa skilgreint trúarbrögð á þann hátt að þau séu virkt ferli sem breytist við breyttar aðstæður, lífsmáti sem á sér rætur í viðhorfum og þekkingu. Sjálf mannsins mót- ist sem sagt í þessu virka ferli. Enn aðrir vilja hins vegar skilgreina trúar- brögð þannig að þau vísi á hverja þá hug- mynd sem skírskotar til handanveruleika, yf- irnáttúrulegra afla eða guða en ýmsir ganga svo langt að segja að hvers kyns fullyrðingar um tilvist þeirra séu í raun trúarlegar því að vísindamenn geti hvorki sannað slíkt né af- sannað sem tilgátu,“ segir Gunnar Stígur. „Í sínum breiðasta skilningi má segja að fótbolti sé trúarbrögð. Eins og ég segi í ritgerðinni og vitna í einn fræðimann: Trú þarf ekki endilega að hafa Guð. Það er bara ein birt- ingarmynd af trúarbrögðum. Fólk bendir á að fótbolti getur ekki verið trúarbrögð því það er enginn guð eða handanheimsvera. En trúarbrögð myndi ég segja sé eitthvað sem mótar lífsviðhorf þitt algjörlega. Fyrir marga er þetta trúarbrögð, sérstaklega hér á Ís- landi.“ Knattspyrnan hefur ekki táknkerfi en trúin á hana er til staðar Hann segir að því séu í raun nokkrar kenn- ingar uppi um það hvort knattspyrna geti talist einhvers konar trúarbrögð. Margt megi þó tína til sem sé keimlíkt, svo sem tilbeiðsla á tilteknum leikmönnum, hollusta við sitt lið og fleira. „Knattspyrna hefur þó ekki það sem trúar- brögð eiga að hafa, eins og táknkerfi um hina altæku skipan tilverunnar og hand- anveruleika. Mótrök gegn þessu geta verið að fyrir suma knattspyrnuáhugamenn er knattspyrnan það stór þáttur af lífi viðkom- Gunnar Stígur Reynisson, prestur á Höfn í Hornafirði, segir tilbeiðslu á knattspyrnumönnum líkjast trú á dýrlinga. KNATTSPYRNA Á HEILMIKIÐ SKYLT VIÐ TRÚARBRÖGÐ AÐ MATI GUNNARS STÍGS REYNISSONAR, PRESTS Á HÖFN Í HORNAFIRÐI, EN HANN SKRIFAÐI UM ÞESSI TENGSL Í NÁMI SÍNU Í GUÐFRÆÐI. HANN SEGIR KNATTSPYRNUNA KLÁRLEGA MEIRA EN BARA LEIK OG BENDIR Á AÐ LEIKMENN SÉU OFTAR EN EKKI TEKNIR Í NOKKURS KONAR DÝRLINGATÖLU. Benedikt Bóas benedik@mbl.is Fótbolti sem trúarbrögð KNATTSPYRNUPRESTURINN Á HORNAFIRÐI, GUNNAR STÍGUR REYNISSON 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.6. 2013 Heilsa og hreyfing Aldrei sleppa því að borða morgunmat. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem sleppa morgunmat eru líklegri til þess að þyngjast. Mælt er með því að borða fjöl- breyttan morgunmat sem inniheldur ferska ávexti eða ávaxtasafa, morgunkorn sem er ríkt af trefjum, fitusnauða mjólk eða jógúrt, ristað brauð bakað úr heil- hveiti og soðið egg. Aldrei drekka safa eða orkudrykki meðan þú stundar líkamsrækt. Drekktu aðeins vatn. Passaðu alltaf að drekka nóg af vatni yfir daginn en mælt er með því að fullorðnir karlmenn drekki um þrjá lítra af vatni. Konur þurfa um 2,2 lítra af vatni á dag en vatnsdrykkja stuðlar m.a. að heilbrigðari nýrum, betri húð, betri hægðum og fjarlægir eiturefni úr lík- amanum. BORÐAÐU FJÖLBREYTT Drekktu nóg af vatni Morgunblaðið/Heiddi Hver kannast ekki við að afsaka sig með tíma- skorti þegar kemur að hreyfingu og líkams- rækt. Norskir vísindamenn birtu í síðasta mánuði niðurstöður sínar um hvað væri hægt að komast upp með þegar kemur að hreyf- ingu, en halda samt góðri heilsu. Þeir fengu til liðs við sig 26 miðaldra menn sem allir voru í yfirvigt og skiptu þeim í tvo hópa. Annar hóp- urinn hljóp í fjórar mínútur á bretti með þriggja mínútna hvíld á milli en það var end- urtekið fjórum sinnum. Hinn hópurinn var að- eins látinn hlaupa í fjórar mínútur. Báðir hópar gerðu þetta þrisvar í viku í tíu vikur. Mælingar sýndu að blóðsykurmagn og blóðþrýstingur hafði batnað til muna, en enginn munur var á hópunum. Hlaupið upp brekku eða upp tröppurnar og náið púlsinum upp í fjórar mín- útur og heilsan batnar, samkvæmt þessu. Bent er þó á að þetta er ekki leið til að grennast. FYRIR FÓLK Í TÍMAÞRÖNG Fjögurra mínútna æfing gæti dugað Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.