Morgunblaðið - 01.07.2013, Blaðsíða 1
ANÍTA GERÐI
ALLT RÉTT Í
METHLAUPINU
VEGLEG
OG VAXANDI
HÁTÍÐ
ELDA, BORÐA,
SYNGJA OG
LÆRA ÍTÖLSKU
ÞJÓÐLÖG Á SIGLUFIRÐI 26 ÆVINTÝRI Í FJALLAHÉRUÐUM 10BÆTTI MET SITT ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Dómur Geir H. Haarde ræðir við
fréttamenn að fenginni niðurstöðu.
Geir H. Haarde, fyrrverandi for-
sætisráðherra, fagnar ályktun þings
Evrópuráðsins frá því á föstudaginn
og segir hana lýsa fordæmingu á
pólitískum sakamálaréttarhöldum
þar sem fólk er ákært fyrir pólitísk-
ar ákvarðanir eða skoðanir. Álykt-
unin var samþykkt samhljóða með
86 atkvæðum, en í henni segir að
halda beri pólitískri ábyrgð og refsi-
ábyrgð aðskildum.
Geir segir dapurlegt að Íslandi
hafi verið komið í hóp ríkja þar sem
fólk sé ákært fyrir pólitískar ákvarð-
anir eða skoðanir. Formenn stjórn-
arflokkanna lýstu því yfir um
helgina að rétt væri að leggja niður
Landsdóm í ljósi ályktunarinnar.
Kveðið er á um Landsdóm í stjórn-
arskrá og í lögum.
„Raunalegt“ hjá Þuríði
Formenn stjórnarandstöðu segj-
ast vera sammála því að leggja eigi
Landsdóm niður en kalla um leið eft-
ir frekari endurskoðun stjórn-
arskrárinnar. Geir segir raunalegt
að Þuríður Backman hafi skilað sér-
áliti er málið var til meðferðar fyrir
mannréttindanefnd Evrópuráðsins.
„Raunalegt er hvernig þáverandi
formaður Íslandsdeildar Evr-
ópuráðsþingsins, Þuríður Backman,
sem var einn ákæranda í landsdóms-
málinu, varð sér til minnkunar á
þessum alþjóðavettvangi með sér-
áliti sínu og undirstrikaði enn frekar
það pólitíska ofstæki sem að baki
lá.“ Ekki náðist í Þuríði við gerð
fréttarinnar í gær. »4
Fagna því
að leggja
eigi Lands-
dóm niður
Tölfræðin um afbrot
» Innbrotum fækkaði um 20%
á höfuðborgarsvæðinu í maí
miðað við sama mánuð í fyrra.
» Frá 2010 hefur þjófn-
aðarmálum fækkað um 18%.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Lögreglumenn upplifa ekki veru-
leikann eins og hann birtist í þessum
tölum. Verkefnin eru þau sömu og
mál á borði þeirra sem fást við rann-
sóknir eru ámóta mörg og verið hef-
ur,“ segir Snorri Magnússon, formað-
ur Landssambands lögreglumanna,
um þá tölfræði afbrota hér á landi
sem greint var frá í Morgunblaðinu á
laugardag. Samkvæmt þeim tölum
hefur innbrotum, þjófnuðum, eigna-
spjöllum og ofbeldismálum fækkað á
undanförnum árum í málaskrá lög-
reglu. Hins vegar hefur fíkniefna- og
kynferðisbrotamálum fjölgað.
„Menn geta gefið sér forsendur í
öllum samanburði,“ segir Snorri og
bendir á að skráningu lögreglumála
hafi verið breytt. Kunni það að skýra
fækkunina nokkuð. Það sem áður
kynni að hafa verið t.d. flokkað sem
líkamsárás sé í dag í sumum tilvikum
skráð sem aðstoð við borgara, hafi
engin kæra verið lögð fram. Þá segir
Snorri að aðgengi almennings að lög-
reglu sé minna en áður eftir að farið
var að loka lögreglustöðvum fyrr á
daginn en áður.
MVerkefnin ámóta mörg »4
Veruleiki lögreglu annar
Formaður Landssambands lögreglumanna segir verkefni lögreglu álíka mörg
og áður Breytt skráning mála geti að hluta skýrt fækkun afbrota hér á landi
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Árangur Guðrún Laukka og Hulda Sveinsdóttir sáttar með verðlaunin.
„Það er ekki hægt að lýsa því hvað
svona sýning er mikil vítamín-
sprauta fyrir þá sem hafa barist með
sína hugmynd árum saman án mikils
árangurs,“ segir Hulda Sveinsdóttir,
uppfinningamaður í Reykjanesbæ,
sem nýverið fékk gullverðlaun á
stórri sýningu og ráðstefnu uppfinn-
ingamanna í Bandaríkjunum, IN-
PEX í Pittsburgh. Verðlaunin fékk
hún fyrir heilsukoddann Keili. Í kjöl-
far sýningarinnar hefur hún fengið
samning um dreifingu á koddanum í
flugvélar allra helstu flugfélaga
Bandaríkjanna á borð við Delta,
American Airlines, United Airlines
og Continental, sem að jafnaði flytja
um 1,7 milljónir farþega á dag.
Íslenskir uppfinningamenn voru
sigursælir á sýningunni því Guðrún
Laukka fékk einnig gullverðlaun
auk sérstakra heiðursverðlauna frá
króatískum uppfinningamönnum.
Guðrún hannaði plasttappann Plast-
erplug, sem gerir við skemmdir í
inn- og útveggjum. bjb@mbl.is »6
Íslenskur koddi á flugi vestanhafs
Tvær íslenskar uppfinningakonur
verðlaunaðar í Bandaríkjunum
Blíðskaparveður lék við landsmenn víðast hvar
um helgina og nýttu margir sólargeislana vel, en
sólin hefur að margra mati látið óvenjulítið á sér
bera þetta sumarið.
Það var margt um manninn í Nauthólsvík, líkt
og gengur á góðviðrisdögum, og nýttu þessar
stúlkur veðrið til að busla þar í sjónum.
Búist má við bjartviðri á suðvesturhorninu
fram eftir vikunni, en útlit er þó fyrir vætu og
skýjahulu um næstu helgi. Hins vegar er spáð
þurru og björtu veðri norðan- og austantil á
landinu sömu helgi. Hiti verður á bilinu 8-15 stig.
Blíðskaparveður víða um land um helgina
Morgunblaðið/Eggert
Útlit fyrir bjartviðri á höfuðborgarsvæðinu fram eftir viku
Fyrirtæki sem tóku þátt í Þýska-
landsheimsókn forseta Íslands
segja hana hafa tekist vel. „Mikil-
vægi viðskipta Íslands og Þýska-
lands verður seint ofmetið. Þau er
hægt að rekja mörg hundruð ár aft-
ur í tímann og standa ekki síður í
blóma í dag. Heimsókn eins og þessi
skilar kannski ekki beinum samn-
ingum en meðan á henni stendur
verða til sambönd sem oft og tíðum
leiða til viðskipta síðar meir,“ segir
Kristín S. Hjálmtýsdóttir hjá Þýsk-
íslenska viðskiptaráðinu. Vöru-
skipti Íslands við Þýskaland voru
jákvæð í fyrra um nærri 27 millj-
arða króna. Útflutningur þangað
nam um 80 milljörðum króna. »16
Viðskipti við Þýska-
land í miklum blóma
Stofnað 1913 151. tölublað 101. árgangur
M Á N U D A G U R 1. J Ú L Í 2 0 1 3