Morgunblaðið - 01.07.2013, Side 19

Morgunblaðið - 01.07.2013, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2013 ✝ Bjarni Þorvarð-arson fæddist á Bakka, Kjalarnesi, 30. nóvember 1923. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 22. júní 2013. Foreldrar hans voru Þorvarður Guðbrandsson bóndi, f. á Bakka 2. september 1877, d. 3. nóvember 1957, og Málhildur Tómasdóttir hús- freyja, f. í Arnarholti á Kjal- arnesi 25. febrúar 1880, d. 1. september 1954. Bjarni var tí- undi í röðinni af 11 systkinum, sem öll fæddust á Bakka. Elst var Guðbjörg, f. 3. júlí 1906, d. 24. febrúar 1986, maki Gunnar S. Hólm, f. 5. ágúst 1907, d. 9. októ- ber 2001. Þau eignuðust sex skólann á Laugarvatni. For- eldrar hans brugðu búi árið 1950 og ráku þeir bræður Bjarni og Gunnar myndarlegt félagsbú frá þeim tíma til ársins 1997, ásamt Gróu systur sinni sem alla tíð var ráðskona hjá bræðrum sínum. Bjarni var mjög virkur í fé- lagsstörfum og var oddviti í hreppsnefnd Kjalarneshrepps til margra ára. Þau systkinin fluttu í Grundarhverfið á Kjalarnesi, þegar þau hættu búskap á Bakka. Þegar Bjarni var orðinn einn eftirlifandi af systkinum sín- um, flutti hann að Eirhömrum í Mosfellsbæ, í notalega þjón- ustuíbúð. Frá 2012 dvaldist hann á Hjúkrunarheimilinu Eir. Útför Bjarna verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 1. júlí 2013, og hefst athöfnin klukkan 13. börn. Guðrún, f. 16. janúar 1908, d. 4. apríl 1995, Eyjólfur, f. 25. mars 1910, d. 13. nóvember 1998, Þorgeir, f. 27. des- ember 1914, d. 21. desember 1992, hann eignaðist eina dóttur. Gróa, f. 15. ágúst 1917, d. 14. september 2003, Tómas, f. 17. októ- ber 1918, d. 4. janúar 1998, Guð- mundur, f. 9. júní 1920, d. 4. sept- ember 1991, Sigurður, f. 13. október 1921, d. 24. september 2003 og Hallfríður f. 24. október 1925, d. 12. apríl 1988. Bjarni ólst upp við öll almenn sveitastörf eins og þá tíðkaðist og gekk í Barnaskólann að Klé- bergi, eins fór hann á Héraðs- Þegar ég var send í sveit á Bakka sex ára gömul var ómögu- legt að sjá það fyrir hversu stóran sess systkinin á Bakka myndu skipa í lífi mínu. Mér hlotnaðist líka hvert heiðursstarfið á fætur öðru eftir því sem árin liðu. Fyrsta starfið var að reka kýrnar eftir morgunmjaltir og það var nú ekki leiðinlegt. Þegar ég var tólf ára kenndi Bjarni mér að mjólka, hann sagði að það væri alveg eins gott að drífa í því en ég var búin að suða um það ansi lengi. Ég lærði mjög fljótlega að þeir bræð- ur voru ekkert að bjóða krakk- anum að koma með sér sérstak- lega, en alltaf var ég velkomin að skottast með þeim í verkunum, ef ég vildi. Ég hlustaði vel eftir því við matarborðið hverjar fyrirætl- anir dagsins voru og ef átti að fara eitthvað á jeppanum eftir há- degi kom ég mér þar fyrir meðan þeir lögðu sig svo ég myndi alls ekki missa af ferðinni. Ég var svo heppin að vera morgunhani og þannig náði ég mörgum ferðum með Bjarna þegar hann fór með mjólkurbrúsana upp á veg á brúsapallinn. Bjarni var alltaf á ferðinni, hann var mikið í fé- lagsmálum og þurfti að sækja marga fundi, hann sá líka um alla aðdrætti til heimilisins og kom heim með fulla kassa af matvöru sem þurfti að ganga frá. Þegar lit- ið er til baka hefur þetta verið óhemjuvinna með stórum bú- rekstri á þeirra tíma mælikvarða. Það var líka gaman að heyra sög- ur um lífið á Bakka þegar þau systkinin voru lítil og fæddist Bjarni í skemmu á bæjarhlaðinu, því verið var að byggja nýtt íbúð- arhús og stóð það á sama stað og torfbærinn sem þau fluttu úr. Bjarni bjó á Bakka ásamt systk- inum sínum Gróu og Gunnari þar til þau fluttu árið 1997 í Esju- grundina. Þar tók alveg við nýr kafli í lífinu og grínuðust þeir bræður með það að nú væru þeir orðnir þorparar, það kom á óvart hversu mikill fagurkeri Bjarni var, og hve mikla ánægju hann hafði af garðinum og allri garð- vinnunni en auðvitað var sjaldan tími fyrir áhugamál með bústörf- unum. Þegar Gunnar var kominn á hjúkrunarheimili og Gróa látin var hann í fyrsta sinn á ævinni einn, þá kominn nær áttræðu. Það voru engar málalengingar þegar við Birgir vorum beðin að taka við búinu. Annaðhvort já eða nei. Kynslóðaskiptin gengu vel og fylgdist Bjarni vel með öllu á Bakka. Hann átti ekki orð yfir hve kýrnar mjólkuðu en við tókum við góðu búi, þar sem alúð hefur verið lögð við kýrnar alla tíð og seinasta árið sem þeir bjuggu hafði aldrei verið framleidd eins mikil mjólk á Bakka. Bjarni flutti að Eirhömr- um í Mosfellsbæ í þjónustuíbúð og átti þar góð ár. Það verður seint fullþakkað öllu því góða fólki sem hugsaði með eindæmum vel um hann þar og þegar hann varð fyrir því óhappi að lærbrotna fór hann á Hjúkrunarheimilið Eir og viljum við þakka öllu starfsfólkinu þar fyrir einstaka umönnun allt til enda. Ásthildur á Bakka. Bjarni Þorvarðarson bóndi á Bakka á Kjalarnesi er nú látinn á háum aldri og hafði hann glímt við erfið veikindi í allmörg ár. Það er nú þannig þegar menn ná þeim áfanga að lifa lengi þá skiptir nú heilsan mestu máli í restina. Fyrri störf og afrek eru fljót að falla í gleymsku þótt skjalfest séu. Bjarni Þorvarðarson var með af- brigðum traustur maður, vel gerður og svo samviskusamur að ef foreldrar hans hafa búið hann algjörlega frá garði varðandi þennan eftirsóknarverða eigin- leika þá var það í ríkara mæli og jafnvel of mikið. Sem bóndi á Bakka var hann ásamt systkinum sínum öllum Kjalnesingum til sóma varðandi alla umhirðu á búfé og öllu því sem lýtur að fyr- irmyndarbúskap. Hvað er því eðlilegra í lítilli sveit en að fela þeim manni sem hefur alla sína hluti á hreinu og fellur aldrei verk úr hendi að taka þátt í stjórnun sveitar sinnar, en það fólu Kjal- nesingar Bjarna að gera, fyrst sem hreppsnefndarfulltrúa og síðar sem oddvita sveitarstjórnar til margra ára. Bjarni upplifði mjög breytta tíma á háttum al- mennings í sveitinni, hefðbundinn búskapur var að minnka, afkom- endur bændanna sem stunduðu hefðbundinn búskap þurftu að geta stofnað sín heimili á skipu- lögðu svæði á Kjalarnesi og sem oddviti sveitarstjórnar hrinti Bjarni þessu stórvirki af stað og keypt var jörðin Bergvík fyrir þéttbýli. En vandi fylgir vegsemd hverri og miklar breytingar urðu á félagsmálum í sveitinnni við þessar áherslubreytingar og með- al annars gilti ekki lengur að ein- staklingar væru í kjöri til sveit- arstjórnar heldur skyldi boðið fram í nafni lista. Bjarni var vanur því að til hans væri leitað um framboð en ekki að hann þyrfti að agitera fyrir sjálfum sér sem full- trúa á ákveðnum lista. Undirrit- uðum lánaðist að starfa með Bjarna á hans bestu árum sem sveitarstjórnarmanns, alls staðar virtur af verkum sínum innan sveitar sem utan. Guðmundur Magnússon í Leirvogstungu, for- maður veiðifélags Leirvogsár til margra áratuga, vill minnast Bjarna hér með þakklæti fyrir störf hans að málefnum veiði- félags Leirvogsár sem voru, eins og öll hans önnur stjórnarstörf, vönduð og ábyrg. Hér eru Bjarna Þorvarðarsyni færðar þakkir frá sveitungum sínum og minningu hans verður haldið á lofti. Samherji, sveitungi og vinur, Jón Sverrir Jónsson Varmadal. Bjarni Þorvarðarson ✝ Ingvi Böðv-arsson fæddist 23. apríl 1931 á Skálum í Langa- nesi. Hann lést 20. júní 2013. Foreldrar hans voru Jón Böðvar Jónsson, f. 12. febrúar 1880, og Guðrún Jóhann- esdóttir, f. 16. febrúar 1901. Hinn 28. desember 1957 kvæntist Ingvi Sigrúnu Sig- urðardóttur frá Þyrli á Hval- fjarðarströnd, f. 18. janúar 1936, d. 1. júní 1993. For- eldrar hennar voru Sigurður 1995, Sigurður, f. 15. febrúar 1994, Jón Mýrdal, f. 2. októ- ber 2000. 2) Þóra, f. 18. sept- ember 1963, maki Brynjólfur Magnússon, f. 21. febrúar 1964, synir þeirra: Kári, f. 12. ágúst 1988, Ingvi, f. 12. mars 1994. 3) Sigurður, f. 31. des- ember 1969, maki Guðrún Inga Bragadóttir, f. 24. mars 1971, dætur þeirra: Sigrún Björk, f. 26. apríl 2002, Bylgja Björk, f. 29. desember 2008. Ingvi lærði vélvirkjun hjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi. Árið 1949 hóf hann störf í Hvalstöðinni í Hvalfirði og starfaði þar til ársins 2003, þá 72 ára að aldri. Útförin fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 1. júlí 2013, kl. 14. Helgason og Steinþóra Sig- urbjörnsdóttir. Börn þeirra eru: 1) Böðvar, f. 20. júní 1957, maki Jónína Stein- þórsdóttir, f. 3. júli 1964, börn þeirra: Rikka Em- ilía, f. 29. desem- ber 1989, maki hennar er Daniel Merlin Taroni, f. 10. desember 1986, barn þeirra: Ólafur Hrafn, f. 26. janúar 2013. Steinþór, f. 14. desember 1991, unnusta hans er Hafdís Rán Sævarsdóttir, f. 28. júní Ég man okkar fyrstu kynni eins og hafi verið í gær. Siggi var að kynna mig fyrir yndislega pabba sínum. Við keyrðum upp á Skaga og þegar í Heiðargerði var komið settumst við niður í stof- unni. Þið feðgar voruð þeim eig- inleika gæddir að geta notið sam- veru hvor annars í þögn. Það var nokkuð sem ég kunni ekki fyrir rúmum 13 árum þegar við kynnt- umst. Okkar fyrsti fundur var sem sagt þannig að þið Siggi spjölluðuð lítillega um daginn og veginn og svo þögðuð þið. Ég sem ætlaði aldeilis að sýna þér spari- hlið mína átti erfitt með að sitja með ykkur og þegja þannig að ég tók að mér að halda uppi sam- ræðunum. Ég talaði í þrjár klukkustundir um allt og ekki neitt meðan þið feðgar hlustuðuð. Ég man þegar ég kom út í bíl þá spurði ég Sigga hvað þér þætti eiginlega um mig? Siggi svaraði um hæl: „Honum finnst þú frá- bær“. Og já, mér fannst þú líka frábær. Þann tíma sem við áttum saman spjölluðum við mikið og þú kenndir mér líka að samveran er ekki minni í þögn. Við vorum bæði miklir lestrarhestar og höfðum gaman af að ferðast og bárum oft saman bækur okkar í þessum efnum. Við nutum sam- verunnar eins oft og auðið var. Við fórum saman í veiði, á ætt- armót, héldum upp á 80 ára af- mælið í sumarbústað í Hvalfirði og að auki vorum við svo heppin að njóta samvistar þinnar nokkur jól á Blómsturvöllum. Síðustu jól vorum við meira að segja með há- leit markmið um að heimsækja Þóru og fjölskyldu til Kaup- mannahafnar í sumar. En sú ferð varð víst ekki meira en ósk- hyggja okkar þá stundina. Þú varst duglegur og ósérhlíf- inn, vannst hjá Hval hf. frá 18 ára aldri þar til þú varst 72 ára. Þér leið vel í Hvalfirðinum og þar eyddir þú stærsta hluta ævi þinn- ar. Fyrst með Sigrúnu þinni og fjölskyldu og síðar einn. Því mið- ur bar ég ekki gæfu til að hitta Sigrúnu en þið Siggi hafið verið duglegir að segja mér frá henni. Þið hjónin ætluðuð að eyða ellinni saman og ferðast en hún dó úr brjóstakrabbameini fyrir 20 ár- um. Ég fann að þú saknaðir henn- ar alla tíð enda voruð þið sam- rýmd hjón. Þegar ég var ófrísk að eldri dóttur okkar Sigga þá ósk- aðir þú mér til hamingju og spurðir mig síðan hvort barnið myndi ekki eiga að heita Sigrún ef það væri stelpa. Ég sagði eins og satt var að við værum búin að ákveða að stelpan myndi heita Sigrún og þú varst svo glaður. Þið Sigrún Björk voruð líka náin og hún syrgir þig mjög. Þú varst umhyggjusamur og þér þótti vænt um fjölskylduna þína. Ef eitthvert okkar veiktist þá varstu vanur að hringja í það minnsta daglega til að athuga með líðan, það átti ekki síst við í veikindum Bylgju Bjarkar okkar. Þú fylgd- ist vel með fjölskyldu þinni dafna og hún fyllti þig stolti. Heilsa þín var ekki sú besta undir það síðasta. Þú varst með lungnaþembu og áttir erfitt með að fara um en þig langaði ekki á elliheimili. Þig langaði að vera í Heiðargerðinu þar til yfir lyki, heimilinu sem þú og Sigrún byggðuð. Og þannig var það. Þú varst sjálfstæður og gerðir það sem þú hafðir getu til. Það sýndi sig best að þín hinsta för var það ferðalag sem þú fórst í hinn ör- lagaríka dag þegar þú kvaddir þennan heim. Það var sólríkur dagur og þú ákvaðst að fara á vit ævintýra. Hvert þú ætlaðir veit enginn en ég veit að ferð þín end- aði nákvæmlega á þeim stað sem þú hefur ætlað þér um nokkurt skeið. Ferð þín endaði hjá Sig- rúnu þinni og ég veit að endur- fundir ykkar voru ánægjulegir. Það er erfitt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að spjalla saman í síma eða þegja saman í stofunni heima en þú fórst eins og þú óskaðir þér, sjálfstæður og flottur karl á ferðalagi um heim- inn. Takk fyrir yndisleg kynni, elsku Ingvi minn. Guðrún Inga Bragadóttir. Með nokkrum orðum langar mig til að minnast Ingva Böðv- arssonar, míns góða vinar og samstarfsmanns til margra ára- tuga. Ingvi starfaði við byggingu hvalstöðvar Hvals hf. árið 1947 og má segja að hann hafi unnið nær allan sinn starfsaldur hjá fyrirtækinu, utan þess tíma er hann lærði vélvirkjun hjá Þorgeir og Ellert á Akranesi. Ég minnist Ingva sem krakki í Hvalfirði á sumrin, en þar dvaldi fjölskylda mín er hvalvertíð stóð yfir. Ingvi var lengi starfsmaður í verksmiðjunni, eins og við köllum það. Ingvi starfaði síðar við véla- viðgerðir og járnsmíði. Seinna varð hann verkstjóri í verksmiðj- unni ásamt Jóni Helgasyni frá Akranesi. Sáu þeir einnig um all- ar viðgerðir og uppsetningu og viðhald véla er tengdust rekstr- inum í Hvalfirði. Seinna starfaði Ingvi með Helga syni Jóns þar til hann hætti störfum vegna aldurs. Ingvi var ábyggilegur í öllu því er hann tók sér fyrir hendur og var alltaf hægt að stóla á hans verk. Reyndist hann félaginu af- burða vel, ekki hvað síst vegna samviskusemi sinnar með eftirliti framleiðslu og sýnatöku afurða og rannsókna á þeim. Hann var vel liðinn af samstarfsmönnum. Ingvi átti einkar gott skap og var alltaf létt yfir honum, sama hvað gekk á. Langar mig hér til að rifja upp spjall er við Ingvi áttum kvöld eitt á hvalvertíð, inni í verk- smiðju, eins og við segjum. Þetta var upp úr 1970 er fyrsta olíu- kreppan dundi yfir og verð á olíu snarhækkaði. Segi ég þá við Ingva eitthvað á þá leið að ekki væri amalegt að hafa kröftuga borholu er gæfi mjög heitt vatn eða gufu, svo draga mætti úr olíu- kostnaði. Ingvi sagði að ekki þyrfti að leita langt, því verið var að bora eftir sýnum af líparíti og kanna magn þess í Hvalfirði, sem síðan átti að vinna í Sementsverksmiðj- unni á Akranesi, er þá var í bí- gerð, hefðu menn orðið varir við yl á litlu dýpi rétt hjá hvalstöð- inni. Daginn eftir fórum við Ingvi og leituðum, hvort við fyndum þessa volgu staði. Viti menn, það var greinilegur munur á hita úr smá lækjum er runnu þarna ef maður stakk hendinni niður í þá. Ég hafði aldrei heyrt af þessu fyrr. Voru þessi ylsvæði könnuð nánar, hiti í þeim mældur o.fl. Var þetta upphafið að borun eftir heitu vatni við hvalstöðina, sem gaf árangur fyrir rest. Höfum við nýtt borholuna til að hita allt okk- ar húsnæði í Hvalfirði, sem ella væri eflaust ónýtt, eftir að hafa staðið ónotað í um 20 ár. Í dag eru notin enn meiri. Þannig má segja að við eigum Ingva borholuna að þakka. Ingvi kynntist konunni sinni í hvalnum, eins og við leyfum okk- ur að segja, en Sigrún Sigurðar- dóttir frá Þyrli vann í eldhúsinu mörg sumur er hvalvertíð stóð yfir. Bjuggu þau á Akranesi allan sinn búskap, þar til Sigrún féll frá fyrir aldur fram. Að endingu vil ég votta Böðv- ari, Þóru og Sigurði og fjölskyld- um þeirra samúð mína og fjöl- skyldu minnar, en í dag kveðjum við góðan dreng. Kristján Loftsson. Ingvi Böðvarsson Ástkær sambýliskona og móðir, ANNA INGIBJÖRG EIÐSDÓTTIR, Syðstabæ, Hrísey, andaðist á heimili sínu 26. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Björgvin Lindberg Pálsson, börn og fjölskylda hinnar látnu. Með frú Grethe Berndtsen er horfin einn besti hollvinur Skóga og Skógasafns, að ekki sé gleymd velvild hennar í minn garð og fjöl- skyldu minnar. Ár eftir ár komu hún og Sten Johann sonur hennar hingað og áttu sumardvöl nokkra daga á Hótel Eddu. Þá tengdust þau traustu vina- bönd sem ekki hafa slaknað. Hreinskiptin, glöð og velviljuð lagði frú Grethe hlýjan hug til þess menningarstarfs sem dafnað hefur hér í Skógum, gladdist yfir hverri framför í safnstarfi og bætti vel í safnbúið. Ung kom hún til Íslands með frú Bodil Begtrup sendiherra og starfaði um árabil í danska sendi- ráðinu. Nærtækar voru henni þá minningar um nýlega liðin neyð- arár hernáms í Danmörku og eigið áhættustarf í andspyrnuhreyfingu dönsku þjóðarinnar. Hún var að upplagi einbeitt og Grethe Bendtsen ✝ Grethe Bendt-sen fæddist í Danmörku 17. júlí 1912. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 10. maí 2013. Grethe eignaðist einn son, Steen Joh- an, f. 8. ágúst 1954, d. 13. janúar 1995. Grethe fluttist til Íslands árið 1949 til að starfa í danska sendiráðinu og ílengdist á Ís- landi. Hún bjó lengst af í Aust- urbrún 6 í Reykjavík. Grethe starfaði lengi við iðjuþjálfun, meðal annars á Hvítabandinu. Grethe hefur verið jarðsett í kyrrþey. viljasterk, um allt stórvel gefin kona, listræn og hög í höndum. Um það vitnuðu m.a. jóla- skraut og jólakortin sem bárust að Skóg- um ár hvert. Hún bast Íslandi sterk- um böndum, varð mikill ferðamaður um fjöll og firnindi landsins í för með ferðagarpinum Páli Arasyni. Myndaalbúm hennar frá þeim for- ystuferðum er nú varðveitt í Sam- göngusafninu í Skógum, merk heimild fyrir komandi tíma. Minjasafn hennar frá Grænlands- ferðum heldur einnig hér í Skóg- um uppi minningu mætrar og merkrar konu og einkasonarins Sten Johanns. Grethe ber hátt hjá mér þegar litið er um farinn veg langrar og gifturíkrar ævi. Skógasafn er til orðið fyrir fólk með sambærilegan skilning og góðhug. Allir vinir frú Grethe hljóta nú að þakka Halldóru Guðmunds- dóttur frá Háamúla fyrir þá ein- stöku umhyggju og forsjá sem hún veitti henni um svo langt ára- bil. Án þess hefði hún verið mikill einstæðingur er ellin kvaddi dyra. Ég hugsa að leiðarlokum hlýtt til heiðurskonunnar frú Grethe Berndtsen og þakka henni í eigin nafni og í nafni Skógasafns fyrir þá traustu vináttu og það veglyndi sem hún lét í té allt frá fyrstu kynnum. Systur hennar, Birgit Sylvan- der í Kaupmannahöfn, sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Þórður Tómasson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.