Morgunblaðið - 01.07.2013, Side 20

Morgunblaðið - 01.07.2013, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 2013 ✝ KristjanaGuðný Egg- ertsdóttir, Nanna, fæddist í Reykja- vík 25 nóvember 1923. Hún lést 21. júní 2013. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Þórðardóttir, f. 29.5. 1901, d. 8.4. 1987 og Eggert Árni Kristjánsson, stórkaupmaður, f. 6.10. 1897, d. 28.9. 1966. Systkini Kristjönu: Gunnar Þórður, f. 18.8. 1922, d. 11.1. 1988; Aðalsteinn, f. 22.8. 1925, d. 14.10. 1998; Edda Ingibjörg, f. 28.12. 1931. Hinn 3.8. 1946 giftist Krist- jana æskuástinni, Magnúsi Ingimundarsyni, forstjóra kex- verksmiðjunnar Frón, f. 8.2. 1923, d. 29.11. 2000. Foreldrar hans voru Guðrún Árnadóttir, f. 17.6. 1887, d. 21.9. 1974 og Ingimundur Árnason, söng- stjóri, f. 7.2. 1895, d. 28.2. 1964. Börn Kristjönu og Magn- úsar eru: 1) Eggert Árni, f. 3.10. 2000. 4) Inga Steinunn, f. 23.10. 1960. 5) Kristjana Vig- dís, f. 15.6. 1966, dóttir hennar er Hildur Guðrún Halldórs- dóttir, f. 18.10. 1987. Kristjana ólst upp á Túngötu 30 í Reykjavík. Hún lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1941 og sigldi ári síðar til náms við University of Calif- ornia Berkeley þar sem hún lagði stund á nám í enskum bókmenntum 1942-1945. Hún naut tónleikalífsins í Berkeley, Oakland og San Francisco og þekkti allar jazz- og swing- hljómsveitir þeirra tíma. Eftir heimkomuna og stofnun heim- ilis helgaði hún sig uppeldi og umönnun barna sinna og síðar afkomenda þeirra. Öll sumur dvöldust þau hjón ásamt fjöl- skyldu í sumarhúsi sínu við Laxá í Kjós. Hún naut þess að ferðast með eiginmanninum á ferðum þeirra um heiminn. Hún hóf störf við prófgæslu í Háskóla Íslands árið 1986 og stundaði það starf í tæp tutt- ugu ár. Síðustu tólf árin dvald- ist hún oft hjá dóttur sinni og fjölskyldu hennar í Suður- Kaliforníu. Útför Kristjönu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 1. júlí 2013, og hefst at- höfnin kl. 13. 20.2. 1947, kvænt- ur Guðlaugu Nönnu Ólafsdóttur, f. 18.9. 1948. Börn þeirra eru: Lára Nanna, f. 22.1. 1966, gift Guð- mundi Árna Jóns- syni, f. 13.7. 1965, dætur þeirra eru Guðlaug Sara, f. 14.3. 1988, og Steinunn Sandra, f. 15.11. 1990; Magnús Ingi, f. 20.8. 1970, í sambúð með Hug- rúnu Birnu Bjarnadóttur, f. 19.9. 1983, dóttir þeirra er Júl- ía Karen, f. 12.2. 2009. Börn af fyrra hjónabandi eru Hugrún Lív, f. 27.6. 2001 og Aron Ingi, f. 22.9. 2004; Eyrún Sif, f. 9.11. 1972, gift Guðmundi Páli Gísla- syni, f. 5.5. 1973, börn þeirra eru Eggert Aron, f. 8.2. 2004, Nanna Sif, f. 18.11. 2010; Ólaf- ur Jóns, f. 5.8. 1980. 2) Guðrún, f. 31.7. 1953, d. 18.10. 1954. 3) Guðrún, f. 16.8. 1955, gift Jeff- rey John Gailiun, f. 19.9. 1946, dóttir þeirra er Kristjana, f. Elsku amma kvaddi okkur á lengsta degi ársins í þvílíku dá- semdarveðri eftir skammvinn veikindi. Það er skrýtið að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta ömmu Nönnu aftur. Amma „pæja“ eins og við kölluðum hana gjarnan var ekki þessi týpíska amma sem prjónaði og bakaði í gamaldags ömmukjólum heldur var hún sko „pæja“ af guðs náð, alltaf ótrúlega flott og mikil skvísa.Við upplifðum ömmu aldrei sem gamla konu, hún var einhvern veginn alltaf svo ungleg og full af lífi og fjöri, klæddi sig og hegðaði sér á flestan hátt eins og ung kona. Vinir okkar barnabarnanna voru ekki alveg að kaupa að þetta gæti verið amma okkar enda var hún alltaf klædd samkvæmt nýjustu tísku og þekkti helstu tískuvöru- verslanirnar út og inn, hvort sem var í London, París eða Reykja- vík. Það var frekar sérstök upp- lifun að fara með ömmu í bæinn á gelgjunni þar sem hún þekkti allar aðalskvísurnar í tískuvöruversl- unum bæjarins. Þá var amma alltaf með putt- ann á púlsinum þegar kom að íþróttum. Það var sama hvort um var að ræða fótbolta, NBA körfu- boltann, handboltann eða box. Hún var með þetta allt á hreinu og vissi hverjir liðsmenn allra liða voru. Hún þoldi ekki Manchester United og monthanann hann Alex Ferguson. Hún var hins vegar hrifnari af knattspyrnustjóra Ars- enal, fannst hann mikill sjentil- maður. Hún talaði mikið um þegar hún fór á Chelsea-leik árið 2008 með pabba og borðherrann henn- ar í VIP-matnum fyrir leik var enginn annar en knattspyrnu- stjóri Arsenal, Arsene Wenger. Hefðardömunni Nönnu „Egg“ fannst mikið til hans koma. Hún missti helst ekki úr leik og hringdi iðulega í Óla Jóns og Eggert Aron til að fara yfir úrslit helgarinnar, bara tékka á hvort þeir hefðu ekki örugglega verið að fylgjast með. Við erum að tala um að hún horfði á NBA leiki á nóttunni alveg þar til hún veiktist. Amma undi sér alltaf hvað best í sumarbústaðnum í Kjósinni sinni. Þar lék hún á als oddi og var dásamlegt að heimsækja hana þangað og eigum við systkinin yndislegar minningar frá heim- sóknum okkar í Kjósina til ömmu og afa. Það var eins og það væri alltaf annað veðurfar þar en í Reykjavík en það var alltaf gott veður og amma var dugleg að láta alla vita af því hvað veðrið var gott hjá henni í Kjósinni. Amma hlustaði mikið á tónlist og var oft og iðulega með stillt á Kanann í gamla daga. Uppáhaldið hennar er maður sem komst næst- um jafn nálægt hjarta hennar og afi, „kærastinn hennar“ Tony Bennett sem hún sá margoft á tónleikum, nú síðast í Hörpunni. Amma átti gott líf og við vitum að afi og elsku Gunna litla taka vel á móti henni. Það hafa klárlega verið miklir fagnaðarfundir. En endum þetta á Tony nú þeg- ar hún hefur hitt afa aftur. Vegna þín er söngur í hjarta mínu. Vegna þín uppgötvaði ég rómantíkina. Vegna þín mun sólin skína. Tunglið og stjörnurnar munu segja að þú sért mín að eilífu. Ég lifi fyrir ást þína og kossa. Það er líkt og vera í paradís að vera nálægt þér. Vegna þín er líf mitt fullkomnað. Og ég get brosað vegna þín. Lára, Magnús, Eyrún, Ólafur Jóns og viðhengi. Elsku besta amma mín. Við höfum verið bestu vinkonur frá því ég man eftir mér og við átt- um svo sérstakt og fallegt sam- band. Þú varst alltaf svo miklu meira en bara amma mín, þú varst traust vinkona og tókst mikinn þátt í að gera mig að þeirri mann- eskju sem ég er í dag. Ég trúi því bara ekki enn að ég geti ekki kom- ið til þín og verið með þér. Ég var svo lánsöm að búa á Starhaganum þegar ég var yngri Kristjana Guðný Eggertsdóttir ✝ Sveinbjörgfæddist á Bjargi á Ísafirði 8. júlí 1931. Hún lést á LSH í Fossvogi 24. júní 2013. Móðir hennar var Þórdís Einarsdóttir, f. 1912 á Hafrafelli í Skutulsfirði, d. 1989. Faðir hennar var Guðmundur Franklín Gíslason, f. 1899, d. 1956. Sveinbjörg var alin upp hjá afasystur sinni Þórunni Jensdóttur og Sveinbirni Helga- syni. Þórdís móðir Sveinbjargar giftist Viggó Guðjónssyni, f. 1902, d. 1976. Hálfsystkini Svein- bjargar sammæðra eru, Guðjón Lúðvík, f. 1938, hann á tvö börn og fjögur barnabörn. Guð- mundur Sigurður, f. 1943, kvæntur Öldu Garðarsdóttur, f. 1949, þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn. Guðrún Sig- urborg, f. 1948, gift Jóhanni Ólafssyni, f. 1940, þau eiga tvær dætur og eitt barnabarn. Sælaug Vigdís, f. 1953, gift Viðari Magn- ússyni, f. 1954, þau eiga fimm börn og þrjú barnabörn. Hálf- systkini Sveinbjargar samfeðra eru, Steinunn, f. 1930, gift Valdi- mar Björnssyni, f. 1927, d. 2007. Seinni maður Sveinbjargar var Gunnar Guðni Sigurðsson frá Holtaseli á Mýrum, A-Skaft., f. 1. jan. 1928, d. 17 des. 2007. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Sigurðssonar, f. 1883, d. 1966 og Önnu Þorleifsdóttur, f. 1885, d. 1981. Börn þeirra eru 1) Einar Páll, f. 1955, kvæntur Önnu Guð- nýju Björnsdóttur, f. 1958, þau eiga fimm börn. a) Gunnar Freyr, f. 1983, b) Guðný Björk, f. 1986, gift Runólfi Gunnlaugi Fleckenstein, f. 1978, c) Þórdís Eva, f. 1994, d) Einar Páll, f. 1995, e) Daníel Helgi, f. 1999. 2) Sigurður Arnar, f. 1959, sam- býliskona Jóna Vala Valsdóttir, f. 1954, þau eiga einn son, Gunnar Guðna, f. 1993. Fósturdóttir Sig- urðar er Guðrún Stella, f. 1984, hún á tvíburana Arnar og Brynj- ar, f. 2007. Sigurður Arnar var giftur Láru Jónsdóttur, þau skildu, þau eiga Þórunni Björgu, f. 1980, hún á einn son, Jón Björgvin, f. 2002. 3) Anna Þórdís, f. 1963, sambýlismaður Birgir Axelsson, f. 1958, þau eiga einn son Þórhall, f. 1992, sambýlis- kona hans er Ágústa Solveig Sig- urðardóttir, f. 1992, þau eiga soninn Birgir Óla, f. 2011. Sveinbjörg fór ung að heiman. Hún stundaði ýmis störf svo sem í fiskvinnslu, þjónustu og síðast í verslun. Gunnar og Sveinbjörg bjuggu lengst af í Kópavogi síð- ast í Hamraborg 18. Útför Sveinbjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 1. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Karl Franklín, f. 1934, d. 1994, Rafn Ingi, f. 1935, d. 1976, Ragnheiður, f. 1937, gift Sigurði Helgasyni, f. 1934, þau eiga þrjú börn, fyrir átti Ragnheið- ur eina dóttur. Ari, f. 1939, fráskilinn, hann á þrjú börn. Trausti Örn, f. 1940, fráskilinn og á tvö börn. Hulda, f. 1944, gift Ibsen Angantýssyni, f. 1941, þau eiga þrjú börn. Árný Elsa Tóm- asdóttir, f. 1940, fráskilin, hún á fjögur börn. Sveinbjörg var tvígift. Fyrri maður hennar var Kristmundur Sverrir Kristmundsson, f. 1928, d. 1971. Synir þeirra eru. 1) Sveinbjörn Þór Kristmundsson, f. 1951, d. 2003. Sambýliskona hans var Steinunn Hilmarsdóttir, f. 1944, d. 2011. Fósturdóttir hans er Rósa Kristín Stef- ánsdóttir, f. 1974, gift Ragnari Hilmarssyni, f. 1976, þau eiga tvö börn a) Alex Viktor, f. 1994 og b) Birta Steinunn, f. 1999. 2) Þor- leifur Kjartan Kristmundsson, f. 1952, kvæntur Svanhildi Ólafs- dóttur, f. 1961, þau eiga einn son Kristmund Sverri, f. 1995. Komið er að kveðjustund, elsku mamma mín. Þó svo að ég hafi ekki alist upp hjá mömmu, vorum við alltaf í góðu sambandi og yndislegt að geta bjallað og rabbað saman þó sérstaklega um Ísafjörð því rætur hennar voru þaðan, henni þótti svo vænt um Ísafjörð, sinn fæð- ingarstað. Mikið á ég eftir að sakna þess að geta ekki hringt og fengið upplýsingar um ættir fólks því mamma var eins og Íslend- ingabók, minnið hennar var svo gott. Við fórum nokkrar ferðir vest- ur saman, sú síðasta var síðastliðið sumar ásamt börnum, tengda- börnum, barnabörnum, systkin- um hennar og fjölskyldum þeirra í tilefni af 100 ára afmæli Þórdísar ömmu en hún lést árið 1989. Það var virkilega gaman að sjá hvað mamma naut sín í þessari ferð, að vera komin vestur með sinn stóra hóp, foringinn sjálfur eins og Mummi bróðir hennar kallaði hana í gamni. Nú þegar mamma fer sína síð- ustu ferð vona ég og trúi að nú sé hún komin í faðm Gunnars síns og Svenna bróður. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Takk fyrir allt og guð geymi þig, elsku mamma mín. Þinn sonur, Þorleifur (Daddi). Elsku besta mamma. Nú er komið að kveðjustund. Margs er að minnast og erfitt að velja eitt- hvað, sem stendur upp úr í minn- ingunni um þig. Umhyggja, kær- leikur og hlýja sem þú sýndir okkur börnunum þínum og barna- börnum verður það sem lifa mun í hjörtum okkar alla tíð. Einnig var eftirtektarvert í lífshlaupi þínu hversu farsæl vinabönd þín voru. Hressleikinn og hreinskilni þín voru einstök. Kæra mamma, við kveðjum þig með söknuði. Kátínan og gleðin sem fylgdu þér mun lifa í hugum okkar er við minnumst þín. Við þökkum þér innilega fyrir sam- fylgdina og allt það sem þú gafst af þér til okkar. Nú horfinn er ástvinur himnanna til, heill þar nú situr við gullbryddað hlið, í Guðs faðmi gistir hann nú. Samfylgd er þökkuð með söknuð í hjarta, sefandi virkar þó minningin bjarta. Ég kveð þig með kærleik og trú. (Hafþór Jónsson) Hvíl í friði. Einar Páll, Sigurður Arnar og Anna Þórdís. Það sem flýgur í gegnum huga minn á þessari kveðjustundu er þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa Sveinbjörg Guðmundsdóttir fengið að kynnast tengdamóður minni Sveinbjörgu sem nú er látin eftir stutt en erfitt veikindastríð. Það eru 35 ár síðan ég kynntist henni Sveinu en það var hún yf- irleitt alltaf kölluð. Strax sá ég að þarna var hress og skemmtileg kona á ferð. Hún tók mér strax opnum örmum og á þessum 35 ár- um féll aldrei skuggi á okkar vin- áttu. Sveina var mikil félagsvera og þótti fátt skemmtilegra en að vera í góðra vina hópi og var þá yf- irleitt hrókur alls fagnaðar. Hún var mjög snyrtileg kona og átti mikið af fallegum fötum og alltaf vel til höfð. Sveina var með ein- dæmum ættfróð og gat sagt hverra manna þessi eða hinn var og frá hvaða bæ. Sérstaklega voru henni hugleiknir allir frá Ísafirði. Það er okkur ættingjum ómetan- leg minning að hafa getað á síð- asta ári farið með henni til Ísa- fjarðar og skoðað hennar æskustöðvar. Þar áttum við góða og skemmtilega daga saman og naut hún þess. Ekki má gleyma að hún gat ekki farið til Ísafjarðar án þess að fara í Gamla bakaríið til að kaupa Napóleonskökur og harðar kringlur og var þá keypt til að hafa með sér suður til að gefa vin- konunum. Hún og Gunnar heitinn fóru oft til sólarlanda og talaði hún oft um að gaman væri að fjölskyld- an gæti komið með. Það var svo árið 2011 þegar hún varð áttræð að fjölskyldan hennar fór til Te- nerife með henni og var það ógleymanleg ferð. Erum við þakk- lát fyrir að það gat orðið. Hún var góður kokkur og það var ósjaldan þegar ég hélt barnaafmæli að hún skellti í nokkrar pönnukökur og kom með. Sveina var ein af þess- um kjarnorkukonum og kvartaði sjaldan. Haustið 2006 fóru þau Gunnar til Benidorm og vildi þá svo illa til að bæði lentu í slysi sem varð til þess að annar fóturinn á henni styttist svo hún varð hölt en hún lét það ekki aftra sér frá að fara nánast á hverjum degi með strætó eða bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra að heimsækja Gunnar á sjúkrahúsið, en Gunnar komst aldrei heim eftir slysið. Að lokum vil ég þakka henni fyrir alla þá ástúð og umhyggju sem hún sýndi mér og börnum okkar Einars og bið Guð að blessa fjölskyldu hennar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR LAXDAL, áður til heimilis að Veisuseli í Fnjóskadal, lést á Dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 27. júní. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 3. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Hlíð og Heimahlynningu á Akureyri. Gunnlaugur Friðrik Lúthersson, Rósa Birgisdóttir, Hilmar Lúthersson, Þórey Egilsdóttir, Steinþór Berg Lúthersson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Helga Hlaðgerður Lúthersdóttir, Henry Val Skowronski, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, systir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR MATTHILDUR ARNÓRSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 3. júlí kl. 14.00. Blóm afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á gjafarsjóð Hvamms á Húsavík, reikn. 192-15-383338, kt. 511298-29699. Arnrún Sigfúsdóttir, Eiður Guðjohnsen, Arnór Guðjohnsen, Anna Borg, Ragnheiður Guðjohnsen, Aðalsteinn Sigurðsson, Sigríður Matthildur Guðjohnsen, Björgvin I. Ormarsson, Þóra Kristín Guðjohnsen, Andrew Mitchell, Herdís Þuríður Arnórsdóttir, Kári Arnórsson, Hörður Arnórsson, langömmu- og langalangömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR LÚÐVÍK JÓNSSON, Böðvarsgötu 7, Borgarnesi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, föstudaginn 28. júní. Jarðsungið verður frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 9. júlí kl. 14.00. Anna Guðrún Georgsdóttir, Rúnar og Dóra Axelsdóttir, Steinar og Jónína Númadóttir, Þóra og Gísli Kristófersson, Jón Georg og Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir, Ragnheiður Elín og Björn Yngvi Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.