Morgunblaðið - 06.08.2013, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013
✝ Viktor Að-alsteinsson
fæddist 5. apríl
1922. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 24. júlí
2013.
Foreldrar hans
voru þau Að-
alsteinn Magnússon
skipstjóri, f. 10.9.
1892, d. 17.11.
1953, og Pálína
Hallgrímsdóttir, f. 23.7. 1891, d.
25.4. 1925.
Systkini hans voru Margrét,
f. 1916, d. 1962. Hallgrímur, f.
1918, d. 2004. Agnes, f. 1924, d.
1925. Viktor kvæntist 23.9. 1950
Auði Hallgrímsdóttur, f. 5.11.
1926, á Akureyri, d. 22.4. 1991.
Þau eignuðust þrjú börn. 1) Hel-
en Stuart Viktorsdóttir, f. 24.3.
1951. Maki Ian Stuart. Sonur
þeirra er Thomas Alexander. 2)
Hallgrímur Viktorsson, f.13.8.
1953. Maki Ragnheiður V.
starfrækti hann flugskóla á Mel-
gerðismelum í Eyjafirði. Hann
var fastráðinn flugmaður hjá
Flugfélagi Íslands, síðar Flug-
leiðum hf. frá 1953-1985 er lét
af störfum fyrir aldurssakir.
Viktor sat í trúnaðarráði Félags
íslenskra atvinnuflugmanna
(FÍA) um árabil og var formað-
ur öryggisnefndar FÍA frá
stofnun nefndarinnar í 8 ár.
Einnig sat hann í Flugráði í 8
ár. Hann var einn af stofn-
endum Rotarýklúbbs Garða-
bæjar, var forseti klúbbsins
1987-1988 og einn af heið-
ursfélögum hans. Einnig starf-
aði hann um langt árabil í Odd-
fellow-reglunni, fyrst í
Reykjavík og síðar í Hafnarfirði
þar sem hann var yfirmeistari í
tvö ár. Viktor hafði mikla
ánægju af söng, stundaði söng-
nám um hríð og söng með ýms-
um kórum m.a. Karlakórnum
Geysi á Akureyri og Karlakórn-
um Fóstbræðrum í Reykjavík. Í
frístundum sínum stundaði
hann veiðiskap af ýmsu tagi,
bæði á sjó og landi.
Útför Viktors fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 6.
ágúst 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
Rögnvaldsdóttir.
Börn þeirra eru
Kristján, Hrannar
og Auður. 3) Viktor
Viktorsson, f.
20.7.1962, fráskil-
inn. Börn hans eru
Viktor Ari, Þor-
bergur, Ella og
Anton. Hann átti
fjögur barna-
barnabörn. Eftirlif-
andi eiginkona
Viktors er Hildur Edda Hilm-
arsdóttir, þau giftust 1995.
Viktor ólst upp á Akureyri og
Litla Hamri í Eyjafjarðarsveit.
Eftir hefðbundið skólanám hóf
hann flugnám við Flugskóla Ak-
ureyrar 1945, lauk einkaflug-
mannsprófi 1947 og atvinnu-
flugmannsprófi 1949. Árið 1951
öðlaðist hann réttindi til flug-
kennslu og blindflugs. Viktor
var lausráðinn sem flugmaður
hjá Flugfélagi Íslands á sumrin
1949-1952. Árið 1952-1953
Að kveðja er alltaf erfitt. Mér
finnst best að segja „þangað til við
hittumst aftur“. Sem kristin kona
trúi ég því að við munum hittast
aftur í fangi frelsarans. Viktor
elskaði lífið, hann elskaði fólk,
hann elskaði mömmu mína. Flug-
ið var þó hans ástríða og voru sög-
urnar margar og skemmtilegar
sem við heyrðum af árum hans
sem flugstjóri hjá Icelandair.
Við eigum margar góðar minn-
ingar frá heimsóknum mömmu og
Viktors hingað til okkar í Chicago
síðastliðin 20 ár. Oft var glaumur
og gleði og stundum meira að
segja skundað á þorrablót eða
farið í stutt ferðalög. Efst í huga
er mér þó að vakna á morgnana
og heyra Viktor blístrandi í eld-
húsinu. Hann var sérlega skap-
góður maður. Einnig var Viktor
listakokkur á íslenskan heimilis-
mat og eldaði hann nokkur lærin
hér hjá okkur.
Viktor var mér sem annar faðir
og dætrum okkar sem afi. Oft
sátu þær með afa við eldhúsborð-
ið og púsluðu eða spiluðu ólsen ól-
sen. Ófyllanlegt skarð hefur
myndast í fjölskylduna, en við er-
um ríkari að hafa þekkt Viktor.
Minningarnar eru verðmætar.
Með orðum eiginmanns míns vil
ég enda þetta: Viktor var blíður,
ánægður , skemmtilegur og sér-
legur heiðursmaður. Guð blessi
minningu þína, hvíldu í Guðs friði.
Brynhildur og Bud.
Kæri Viktor. Efst í huga mín-
um er þakklæti fyrir allar þær
góðu stundir sem við höfum átt
saman. Við kynntumst fyrir rúm-
um 20 árum þegar þú vannst
hjarta móður minnar. Ég var
tregur til að kynnast þér en þol-
inmæði þín og nærgætni varð til
þess að við urðum góðir vinir. Þú
laðaðir fram það besta í þeim sem
umkringdu þig og svo margt í
þínu fari er okkur til eftirbreytni.
Það er með söknuði sem ég
kveð þig, Viktor minn. Hvíl í friði.
Hilmar Gunnarsson.
Í dag kveð ég með söknuði afa
minn Viktor sem var yndislegur,
ljúfur og góður afi. Þegar hugur-
inn reikar til baka og ég fer að
rifja upp þær stundir sem ég átti
með afa Viktori fer um mig góð og
notaleg tilfinning. Ég var svo lán-
samur að fá stundum að vera hjá
ömmu og afa í Háahvamminum
þegar ég var barn og þar fékk
maður að smakka rjómaís og gos,
stalst í smákökuboxið og horfði á
afa sprengja tívolísprengjur á
gamlárskvöld. Endalaus biðin í
hádeginu á meðan afi og amma
lögðu sig eftir soðninguna gat
stundum verið erfið og ófáar ferð-
ir niður í bátaskýli og út á sjó með
afa að veiða á stöng eru minning-
ar sem aldrei gleymast. Afi Viktor
var mikill og góður söngmaður og
söng í ýmsum kórum, m.a. í
Karlakórnum Fóstbræðrum. Ein
af mínum fyrstu bernskuminning-
um er af þeim afa og pabba að
syngja saman fallega aríu inni í
stofu þegar við börnin áttum að
vera farin að sofa, það var fallegur
söngur og gott ef maður hefur
ekki reynt að herma það eftir við
góð tækifæri við misjafnan árang-
ur. Veiðiferðir í Króksfjarðarnes
á rjúpu eða í laxveiði í Sandá eru
ferðir sem geymast enn í minn-
ingunni en þar var jafnan sungið
mikið og rödd afa stóð upp úr
enda tignarlegur og kraftmikill
tenór á ferð sem leiddi sönginn af
mikilli festu og gleði. Í seinni tíð
þegar við hittumst var ekki hjá
því komist að umræðurnar færu
að snúast um flug og oftar en
ekki fór afi bókstaflega á flug í að
rifja upp gamlar sögur úr fluginu
og þá var mikið hlegið. Afi Viktor
var lífsgleðin uppmáluð og aldrei
minnist maður hans öðruvísi en
hlæjandi og kátum og jafnvel á
lokametrunum gaf hann sér tíma
til að hlæja að fátæklegu gríninu.
En nú er komið að leiðarlokum
og afi floginn á brott í síðasta
sinn. Minningin um afa syngj-
andi kátan og hlæjandi lifir að ei-
lífu .
Nú hnígur sól að sævarbarmi
sígur hún í þreytta jörð.
Nú blikar dögg á blómahvarmi,
blundar fögur fuglahjörð.
Í hljóðrar nætur ástarörmum
allir fá hvíld frá dagsins hörmum.
(Axel Guðmundsson)
Hvíl í friði elsku afi.
Kristján Hallgrímsson.
Fallegur dagur á Norðurlandi
var að kvöldi kominn og við nýbú-
in að koma okkur fyrir á fallegum
stað í Þingeyjasveit, þegar við
fengum fregnina um að Viktor
vinur okkar væri látinn. Það
vakti upp minningar okkar með
honum og Hildi sem nágranna og
góðum vini.
Við kynntumst Viktori og
Hildi þegar við fluttumst í Læk-
jasmárann í Kópavogi og vorum
svo heppin að eiga þau sem ná-
granna til ársloka 2004. Þó svo
að við færðum okkur um set inn-
an Kópavogs hélt vinskapur okk-
ar og vinátta áfram.
Árin okkar í Lækjasmára með
þeim heiðurshjónum voru einkar
ánægjuleg. Stutt að fara,
stökkva á sokkunum og banka
upp á hjá þeim enda dyrnar hjá
okkur hlið við hlið í stigagang-
inum. Viktor var ávallt einlægur
og skemmtilegur að hitta og átt-
um við margar góðar kvöld-
stundir með honum, þar sem við
hlustuðum á sögur hans úr flug-
inu, enda farsæll flugstjóri til
áratuga. Okkur er sérstaklega
minnisstæð ein saga hans, af
hverju hann fékk svona mikinn
áhuga á flugi þá, sem ungur
drengur, en það var þegar her-
flugvél flaug inn Eyjafjörðinn í
lágflugi. Þá hugsaði hann með
sér að þetta væri það sem hann
langaði að gera. Segja má að sá
draumur hafi svo sannarlega
ræst og Viktor einn af þeim
mönnum sem mótuðu bernsku
flugs á Íslandi.
Á þessum kvöldstundum okk-
ar í Lækjasmáranum var oft
glatt á hjalla og mikið hlegið,
sagðar sögur og oftar en ekki tók
Viktor nokkrar söngaríur fyrir
okkur, enda afar góður söng-
maður og með fallega rödd. Það
sem stendur þó upp úr eru allar
þær frábæru sögur og reynsla
sem hann bjó yfir og deildi með
okkur þeim yngri. Þetta eru
ómetanlegar stundir sem við
geymum í hjörtum okkar.
Við sendum Hildi okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og
minning um góðan mann lifir
Guðmundur Skúli
og Ingunn.
Viktor
Aðalsteinsson
Erfitt er að sætta sig við það,
en núna ertu farinn. Þegar ég
hugsa til baka yfir þær óteljandi
minningar sem við áttum sam-
an, þá get ég ekki annað en
hlegið og brosað. Frá því ég
man eftir mér var afi aldrei
langt undan og liðu varla nokkr-
ir dagar sem við sáumst ekki, ef
við vorum ekki saman í sundi
eða í hjólreiðatúr þá vorum við
upp í sumarbústað þar sem
hann sagði mér margar
skemmtilegar sögur. Yndislegri
afa er vart hægt að hugsa sér
og er ég mjög þakklátur fyrir
að hafa kynnst honum svona
vel.
Afi, ég vil þakka þér fyrir all-
ar þær góðu stundir sem við
áttum saman og vona þú hafir
það gott á nýja staðnum. Takk
fyrir að vera besti afi í heimi,
takk fyrir að þykja vænt um
mig.
Hvíldu í friði
Georg Helgi Hjartarson.
Samstarfsmaður og vinur,
Stefán Jónsson læknir, er fall-
inn frá og er hans sárt saknað.
Hann fæddist og ólst upp í Mið-
firði í Vestur-Húnavatnssýslu
og hafði alla tíð sterk tengsl við
sína sveit. Að loknu læknanámi
og sérfræðinámi í meinalífeðl-
isfræði í Svíþjóð átti Stefán
langan og afar farsælan starfs-
feril á Borgarspítala og svo
Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Á
rannsóknadeildum þessara
stofnana sá hann um fjölbreyti-
legar lífeðlisfræðilegar rann-
Stefán Jónsson
✝ Stefán Jónssonfæddist á
Neðri-Svertings-
stöðum í Miðfirði í
V-Húnavatnssýslu
6. mars 1930. Hann
lést á líknardeild
Kópavogs 21. júlí
2013.
Stefán var jarð-
sunginn frá Bú-
staðakirkju 1.
ágúst 2013.
sóknir, bæði á inni-
liggjandi
sjúklingum og
göngudeildarsjúk-
lingum. Þá gegndi
hann einnig hinum
ýmsu ábyrgðar- og
stjórnunarstöðum.
Samhliða klínísku
starfi kenndi hann
læknanemum og
öðrum nemum inn-
an heilbrigðisvís-
inda fræðilega og verklega líf-
eðlisfræði. Þar kynntist ég fyrst
góðum eiginleikum Stefáns, en
honum tókst í fyrirlestrum og
verklegri kennslu að gera fræði-
grein sína spennandi og lifandi.
Stefán var skapgóður og hlýr
maður. Hann var mikill fag- og
fræðimaður og ráðgjöf frá hon-
um var alltaf vel þegin, hvort
sem hún var af læknisfræðileg-
um toga eða um önnur málefni.
Framlag hans til uppbyggingar
á meinalífeðlisfræðilegum rann-
sóknum innan íslenska heil-
brigðiskerfis verður seint metið.
Stefán var sannkallaður heið-
ursmaður, ávallt léttur í lund og
léttur á fæti, glaður á góðri
stund og tók þá gjarnan lagið.
Störf Stefáns og framkoma við
sjúklinga og samstarfsmenn
gerðu að hann var afar vel lið-
inn og vinsæll.
Fyrir hönd samstarfsmanna
á rannsóknadeildum Landspít-
ala sendi ég eiginkonu og börn-
um samúðarkveðjur.
Ísleifur Ólafsson.
17. júní 1951 útskrifaðist
glaður hópur 49 stúdenta frá
Menntaskólanum á Akureyri og
hver hélt til síns heima. Síðan
eru liðin 62 ár, það er langur
tími en í minningunni gæti það
hafa gerst í gær.
Þar á meðal var rauðhærður
strákur með glettnisglampa í
augum og bros á vör að nafni
Stefán Jónsson, en þar sem í
hópnum var annar Stefán hlaut
hann nafnið Stebbi og hefir
gegnt því í okkar hópi æ síðan.
Ef ég man rétt þótti Stebba
ekki leiðinlegt að stríða sumum
bekkjarsystrunum örlítið en það
skal tekið fram að það var ekk-
ert skylt því sem í dag er kallað
einleti. Það var ekkert sjálfgefið
á þeim árum að sveitadrengir
og stúlkur frá barnmörgum
heimilum ættu þess kost að
komast í framhaldsskóla en við
Stebbi áttum það sameiginlegt
að njóta þeirra forréttinda.
Stefán var frábær námsmaður
og naut farsældar og virðingar í
öllum þeim störfum sem hann
tók að sér á lífsleiðinni.
Eftir menntaskóla dreifðist
hópurinn og alvaran tók við svo
sem framhaldsnám, stofna fjöl-
skyldu og annað sem því fylgir
að vera til og sjá sér og sínum
farborða þannig að ekki gafst
mikill tími til að hittast. Með ár-
umum hefur fækkað í hópnum
og mér telst til að eftir lifi 26 og
erum við flest á Reykjavíkur-
svæðinu. Við hittumst reglu-
lega, rifjum upp æskuárin í MA
og fylgjumst með þeim sem eft-
ir lifa af hópnum eftir bestu
getu. Það er ekkert öruggt í
þessum heimi nema við fæð-
umst og deyjum en ekki hvar og
hvenær.
Árið 2003-2004 lágu leiðir
okkar Stebba saman í Kór eldri
borgara í Reykjavík og gátum
við tekið upp þráðinn þar sem
frá var horfið. Þar var Stebbi
sem fyrr hvers manns hugljúfi,
virkur og virtur félagi í kórnum.
Við nutum þess „milli laga“ að
skjótast í huganum norður til
Akureyrar og rifja upp minn-
ingar frá veru okkar í MA. Við
fórum með kórnum í margar
skemmtilegar ferðir innanlands
og utan. Það var góð blanda að
syngja og þess á milli rifja upp
bernskubrekin frá skólaárun-
um. Hafðu hjartans þakklæti
fyrir samfylgdina í kórnum.
Við sendum eiginkonu hans
Ester, börnum og öðrum ætt-
ingjum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
F.h. stúdenta MA 1951,
Margrét Eggertsdóttir.
Elsku Matti afi.
Við systurnar erum 10 og 6 ára,
við erum í heimsókn á Njálsgöt-
unni því loksins eruð þið amma
komin heim frá útlöndum, súkku-
laðibrún og sælleg segið þið okk-
ur sólarlandasögur og það sem
við höfum beðið eftir í ofvæni,
gefið okkur fríhafnarnammi og
Marteinn
Kristinsson
✝ MarteinnKristinsson
fæddist í Reykjavík
9. júní 1928. Hann
lést á Landspítala í
Fossvogi 17. júlí
2013.
Útför Marteins
fór fram frá Frí-
kirkjunni í Reykja-
vík 30. júlí 2013.
framandi útlanda-
muni. Að þessu
sinni voru það sen-
jorítukjólar og blæ-
vængir, og meira að
segja senjorítur til
að setja upp í hillu.
Þvílíkur fjársjóður.
Þið amma voruð
dugleg að ferðast,
bæði til Danmerkur
og annarra fram-
andi landa og alltaf
komuð þið færandi hendi heim. Í
minningunni ferðuðust þið ekki
mikið út á land en voruð þeim
mun duglegri að sækja viðburði
og staði í Reykjavík, enda ekta
miðbæjarbúar. Meðan amma
vann á safninu um helgar bröll-
uðum við oft margt skemmtilegt
með þér, fórum í Kolaportið (og
fengum kókosbollu) og á sýning-
ar. Frímerki, flugvélar og mynt
var bara fátt eitt sem vakti
áhuga þinn, um leið vaknaði
áhugi okkar og við kynntumst
hlutum sem við hefðum örugg-
lega annars farið á mis við. Nú
erum við systurnar orðnar eldri
og komum í heimsókn á Njáls-
götuna með börnin okkar sem
hlakka alltaf til að fara í heim-
sókn til langömmu og langafa
sem búa í gula húsinu með dul-
arfulla háaloftinu og eiga alltaf
nóg kex. Breitt og hlýtt bros
færðist ávallt yfir þig þegar
krakkarnir komu til þín og alltaf
varstu til í að gantast með þeim.
Nú hefur kveðjustundin runnið
upp en fallegar og hlýjar minn-
ingar um þig og ykkur ömmu
saman sefa sorgina. Elsku afi,
megi Guð geyma þig og vernda,
hann finnur þig eflaust skæl-
brosandi á ströndinni.
Hildur og Katrín.
Elsku afi Matti, það er erfitt
að hugsa til þess að sjá þig ekki
aftur. En ég á svo góðar minn-
ingar um þig sem ég geymi í
hjarta mínu. Þú varst alltaf svo
glaður og þakklátur þegar við
hittumst. Þú fylgdist allaf svo vel
með skólagöngu minni og öllum
mínum áhugamálum. Það var
alltaf svo notalegt að koma á
heimili ykkar ömmu Löllu á
Njálsgötuna. Elsku afi, það er
svo tómlegt að koma til ömmu
Löllu núna og enginn afi Matti í
stólnum sínum í stofunni. Ég
man þegar ég var spurður hvað
ég ætlaði að verða þegar ég yrði
stór, var svarið „stór eins og afi
Matti“. Elsku afi, við skulum
hugsa vel um ömmu fyrir þig.
Þín verður sárt saknað.
Þinn
Stefán Ottó.
Okkar ástkæri
SKÚLI MAGNÚSSON
járnsmiður,
Miðtúni 12,
Selfossi,
andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands á
Selfossi sunnudaginn 4. ágúst.
Guðbjörg Gísladóttir,
Gísli Skúlason, Elísabet Valtýsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför bróður okkar,
BRAGA ÓLAFSSONAR,
Hjúkrunarheimilinu Lundi,
Hellu.
Alda Ólafsdóttir, Sigurður Karlsson,
Baldur Ólafsson, Sigríður Pálsdóttir,
Jón Ólafsson, Lind Ebbadóttir,
og fjölskyldur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær út-
förin fer fram.
Minningargreinar