Morgunblaðið - 06.08.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.08.2013, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013 viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt 2-lock endalæsing www.nortek.is Sími 455 2000 ÖRYGGISLAUSNIR FYRIR ÖLL HEIMILI Nortek er með mikið af einföldum notenda- vænum lausnum fyrir heimili og sumarbústaði. Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is HEIMILISÖRYGGI • Innbrotakerfi • Myndavélakerfi • Brunakerfi • Slökkvikerfi • Slökkvitæki • Reykskynjarar Nú eru tveir fýsi- legir bitar, að sumum finnst, á borði okkar Íslendinga. Það er að leggja straumkapal til Evrópu og einnig að bora eftir olíu á Drekasvæðinu. Sama er hvorn eða báða bit- ana við veljum. Þeir munu báðir standa í okkur og breiða óham- ingju yfir íslenska byggð. Við eig- um gjöful fiskimið og fagurt land, sem margan útlendinginn dreymir um að heimsækja. En mikið vill meira! Straumkapallinn til Evrópu á að gefa ógrynni peninga af sér. Um þetta er rætt þrátt fyrir að vit- að sé að jöklarnir eru að hverfa og verða lík- lega alveg horfnir eftir 50 ár. Segjum að út í þetta glapræði verði farið og vatnið lækki hægt og hægt í uppi- stöðulónunum og straumurinn minnki hægt og hægt á kapl- inum. Þá getum við sagt: „Guð sé oss næstur.“ Því ef ekki verður nógur straumur á kaplinum verður blessuð fjallkonan að láta af hendi gersemar sínar, Gullfoss, Dettifoss og Aldeyjarfoss og fleiri fossa til virkjunar til að standa í skilum með strauminn til Evrópu. Ef allt þrýtur, hvar á þá að stinga kaplinum í samband? Svo er það þetta með olíuna. Nú hefur komið í ljós að ekki er hægt að reiða sig á orð vísindamanna sem oft eru slegnir sömu blindu og ævintýramennirnir. Þeir segja: „Það er allt í lagi að bora, þetta verður allt í lagi.“ Þetta segja þeir, þrátt fyrir lekavandræðin sem urðu á Mexíkóflóa hér um árið og langan tíma tók að stoppa. Helst er að reiða sig á orð vísindamanna sem hættir eru störfum vegna aldurs. Ég held að þetta með olíuleiðsluna verði eins ótryggt og garðslangan hjá mér þegar ég vökva garðinn; stundum fer stúturinn framan af slöngunni en alltaf lekur við inn- takið. Forspá: Fréttir 30. júní 2025: Landsmenn og einnig erlendir fisk- kaupmenn kvarta yfir olíubragði af fiskinum. Olíubormenn segja að þetta hafi ekkert með borunina á Drekasvæðinu að gera. Fréttir 3. júlí 2025: Í nótt um þrjúleytið varð vart við mikinn ol- íuleka við olíuinntakið á íslenska borsvæðinu. Olíuflekkurinn dreifist mjög hratt út með norðurströnd landsins og vísindamenn hafa gefist upp við að stoppa lekann, vegna óveðursins sem nú geisar á svæð- inu og búist er við að olíu- flekkurinn nái um allar strendur landsins innan mánaðar, ef ekki tekst að stoppa lekann. Erlendir fiskkaupendur hafa aft- urkallað allar pantanir á fiski frá Íslandi, vegna olíumengunar við strendur landsins. Í upphafi skal endinn skoða, stendur í góðri bók. Hlaup eftir þessum villuljósum minna á þegar hundarnir í sveitinni hér í gamla daga hlupu á eftir bíl- unum. Ef illa fer þá segjum við Ís- lendingar vonandi ekki, eins og maðurinn sem hafði týnst á grasa- fjalli og verið þar í þrjú ár og var spurður, á hvern hann tryði og hann svaraði: „Ég trúi á trunt, trunt og tröllin í fjöllunum.“ Guð blessi Ísland. Tvö villuljós á himni – Ei veldur sá er varar Eftir Eyþór Heiðberg » Við eigum gjöful fiskimið og fagurt land, sem margan út- lendinginn dreymir um að heimsækja. En mikið vill meira! Eyþór Heiðberg Höfundur er athafnamaður. Á mbl.is birtist merkileg frétt 16. júlí sl.1). Sagt var frá því að um 500.000 manns heimsæki Þingvelli á ári hverju og þiggi þar ókeypis máltíð en maturinn dugi ekki fyrir alla. Því var sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til að bjóða öllum áfram upp á ókeypis mat en um- sókninni var hafnað. Lausnin hjá þjóðgarðinum er að óska eftir fjár- veitingu frá ríkisstjórninni af fjár- aukalögum til að hægt sé að bjóða öllum ókeypis að borða áfram. Gestir ættu að borga sjálfir fyrir matinn Ég er með miklu einfaldari lausn á málinu. Láta fólkið sem kemur þarna borga sjálft fyrir matinn sem það borðar. Stjórnvöld ættu að reka af sér slyðruorðið og rukka gesti fyr- ir veitta þjónustu í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Það á ekki að senda þennan reikning á almenning. Ókeypis fyrir notandann en greitt af samfélaginu Glöggir lesendur átta sig því að mál- tíðir og matur er hér notað í staðinn fyrir bílastæði. Af einhverjum óskýrðum ástæðum hafa bílastæði orðið að sjálfkrafa gæðum sem öllum er boðið uppá ókeypis og að því er virðist í takmarkalausu magni. Það eru ekki stjórnarskrárvarinn rétt- indi að fá ókeypis bílastæði, né held- ur stendur það í lögum.2) Upphæð gjalds fyrir bíla- stæði á Þingvöll- um getur verið jafngildi ódýrrar máltíðar á skyndibitastað og hversvegna ætti það að vera ókeypis? Fyrirkomulag gjaldtöku Til að koma á gjaldskyldum stæðum á Þingvöllum þarf að banna bíla- stöðu nema í merktum stæðum t.d. í lögum um þjóðgarðinn. Gjaldtaka fyrir bílastæði á Þingvöllum ætti að vera í samræmi við eftirspurn, þ.e. ókeypis í malarstæðum fjærst vin- sælustu stöðunum en dýrast við vin- sælustu staðina. Tímagjald mætti lækka með lengri stöðu bíls t.d. við tjaldstæði. Taka ætti hátt auka- stöðugjald til að koma í veg fyrir ólöglega lagningu bíla utan merktra stæða. Gjaldtaka fyrir bílastæði ætti að lágmarki að standa undir gerð og viðhaldi bílastæða í þjóðgarðinum en mætti vera hærra til að standa undir öðrum framkvæmdum eins og stíga- gerð. Margskonar tæknibúnað er hægt að nota við gjaldtökuna sem er öruggur og þægilegur í notkun. 1) http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/07/16/ bilastaedaskortur_a_thingvollum/ 2) http://tiny.cc/hhgd0w, http://tiny.cc/qigd0w ÁRNI DAVÍÐSSON, líffræðingur. Augljós lausn á Þingvöllum Frá Árna Davíðssyni Árni Davíðsson Móttaka að- sendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.