Morgunblaðið - 11.09.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.09.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín- um í gær tillögu félags- og húsnæðis- málaráðherra og utanríkisráðherra um móttöku flóttafólks árin 2013 og 2014. Niðurstaðan er í samræmi við tillögu flóttamannanefndar. Tekið verður á móti konum í hættu frá Afganistan og hinsegin fólki frá Íran eða Afganistan, samtals 10-14 ein- staklingum í tveimur hópum. Flóttamannanefnd kynnti fyrir skömmu þær áherslur sem hún telur að leggja beri til grundvallar við móttöku flóttafólks. Þar er rakið hvernig íslensk stjórnvöld hafa und- anfarið horft sérstaklega til kvenna í neyð með áherslu á einstæðar mæð- ur. Jafnframt er gerð grein fyrir því að hinsegin fólk sé jafnframt afar við- kvæmur hópur flóttafólks sem sæti ofsóknum og mannréttindabrotum. „Er niðurstaða flóttamanna- nefndar sú að hér á landi séu góðir innviðir til að taka á móti einstæðum mæðrum og ástæða til að halda því áfram. Jafnframt telji nefndin rétt- indi hinsegin fólks vel varin hér á landi og íslensk stjórnvöld geti því lagt lóð sín á vogarskálarnar með því að taka á móti hinsegin flóttafólki,“ segir í tilkynningu. Konur og hinsegin fólk  Samþykkja til- lögu um móttöku flóttamanna Morgunblaðið/Golli Læknar á lyflækningasviði hafa áhyggjur af því að stjórn Landspít- ala hafi ekki burði til að leysa úr þeim vanda sem kominn er upp. Þetta segir í bréfi fimm lækna til heilbrigðisráðherra með tillögum til lausna, þar sem kemur m.a. fram að stjórnendur verði að viðurkenna vandann og bæta stjórnsýsluna. „Það er mjög þungt í læknum,“ sagði Friðbjörn Sigurðsson, sér- fræðingur í krabbameinslækningum og einn þeirra sem skrifa undir bréf- ið, í samtali við mbl.is. „Það er gríðarlegt vandamál inn- an Landspítalans. Sumt er vissulega peningalegs eðlis, en stór hluti vand- ans er að það ríkir ekki traust milli starfsmanna og stjórnenda spítal- ans.“ Verða að viðurkenna vandann Tillögur læknanna, sem lagðar eru fram í 11 liðum, byggjast allar á umræðum fjölmenns fundar sem Læknafélag Íslands stóð fyrir í síð- ustu viku um stöðuna á lyflækn- ingasviði Landspítala. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sat fundinn og óskaði í lok hans eftir til- lögum að úrbótum, sem frummæl- endur fundarins hafa nú brugðist við. Athygli vekur að tillögurnar snú- ast að stórum hluta um vinnufyrir- komulag og starfsaðstæður, bætta stjórnsýslu og stjórnskipulag spítal- ans. Efst á lista yfir tillögur til lausna er ábending um að stjórnvöld og stjórnendur verði að viðurkenna vandann og bregðast við með ásætt- anlegum hætti. „Því miður höfum við áhyggjur af því að stjórnendur sjúkrahússins muni ekki hafa burði til að leysa úr þeim vanda sem við erum í nú,“ segir í bréfi læknanna til ráðherra. „Því væntum við þess að ráðuneyti þitt gefi skýr skilaboð um að leysa eigi vandann, jafnframt því að veita við- unandi stuðning við úrlausn hans.“ una@mbl.is Hafa ekki burði til að leysa vanda Landspítala Fallegir toppar peysur og bolir fyrir konur á öllum aldri Stærðir S-XXXL Einnig eigum við alltaf vinsælu velúrgallana Stærðir S-XXXL Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Ný sending Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Lauf Fjölnota skeljastóll Sturla Már Jónsson Húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði LAUF Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta er bráðavandi og við honum þarf að bregðast með því að finna bráðabirgðahúsnæði fyrir heimilis- lausa. Slíkt hús- næði er til. Borgin hefur verið að horfa á húsnæði sem hún á í mið- borginni. Það hlýtur að vera fyrsta mál á dag- skrá að leysa þennan vanda,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, um skort á gistirým- um fyrir heimilislausa í borginni. Haft var eftir Heiðu Kristínu Helgadóttur, varaformanni Besta flokksins, í Morgunblaðinu í gær að borgin gerði eins mikið og hægt væri fyrir þennan hóp. Þá benti hún á að Reykjavík væri eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem sinnti þess- ari þjónustu. Telur hún að önnur sveitarfélög og ekki síst ríkisvaldið eigi að koma betur að málaflokknum. Staðan aldrei jafn slæm Þorleifur gerir athugasemdir við málflutning Heiðu Kristínar og segir víðs fjarri að borgin hafi unnið svo öt- ullega að þessum málum. „Staðan hefur aldrei verið jafn slæm frá því að ég fór að skipta mér að þessum málum árið 2006 og hún er sannarlega á ábyrgð meirihlutans í Reykjavík og þá sérstaklega Besta flokksins sem hefur talað fjálglega um mannréttindi.“ Máli sínu til stuðnings bendir Þor- leifur á að í tíð síðasta meirihluta í borginni hafi verið opnað heimili fyrir 8 að Njálsgötu árið 2008. Ári síðar hafi rúmum í Gistiskýlinu í Þingholts- stræti verið fjölgað úr 16 í 20. Sama ár hafi Félagsbústaðir komið fyrir fær- anlegum húsum úti á Granda fyrir 4 til 8. Þá hafi verið samþykkt að opna heimili fyrir konur í neyslu sem var opnað 2010. Eina nýja úrræðið í tíð núverandi meirihluta í borginni sé að borgarverðir hafi hafið störf og borg- in tekið yfir heimili Samhjálpar fyrir heimilislausa á Miklubraut. „Ég lít á þetta á sem neyðarvanda, að þetta sé neyð svipað og þegar það verður eldgos. Þetta fólk á hvergi höfði sínu að halla,“ segir Þorleifur. Morgunblaðið/Jakob Fannar Austurvöllur Oft má sjá útigangsfólk á bekkjunum fyrir framan þinghúsið. Borgin bregðist við bráðavanda  Fá gistirými fyrir heimilislausa Þorleifur Gunnlaugsson Á fjórða hundrað » Það sem af er ári hefur körl- um 308 sinnum verið vísað frá Gistiskýlinu í Þingholtsstræti. » Þar af voru 87 frávísanir í júlímánuði einum. » Til samanburðar voru þær 7 í júlí í fyrrasumar og 24 allt ár- ið í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.