Morgunblaðið - 11.09.2013, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013
Við sérhæfum okkur í
vatnskössum og bensíntönkum.
Gerum við og eigum nýja til á lager.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ítalski píanóleikarinn Benedetto
Lupo leikur verk eftir Schumann og
Brahms á tónleikum í Norður-
ljósasal Hörpu í kvöld kl. 20. Á efn-
isskránni eru tvö verk eftir hvort
tónskáld: Fantasiestücke op. 12 og
Nachtstücke op. 23 eftir Schumann
og Intermezzi op. 117 og Fantasien
op. 116 eftir Brahms.
Lupo er heimskunnur píanisti,
fæddur árið 1963 í Bari. Hann hlaut
bronsverðlaun í alþjóðlegu Van
Cliburn-píanókeppninni árið 1989
og hlaut í kjölfarið heimsathygli.
Lupo hefur unnið til fjölda verð-
launa fyrir píanóleik sinn og leikið
víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum
og Evrópu með virtum hljóm-
sveitum á borð við sinfóníuhljóm-
sveitir Chicago og Boston og fíl-
harmóníusveit Lundúna. Eftir hann
liggja einnig hljóðritanir, m.a. á öll-
um verkum Schumanns fyrir píanó
og hljómsveit, gefnar út af útgáfu-
fyrirtækinu ARTS. Lupo sinnir
einnig kennslu, heldur meistara-
námskeið fyrir píanóleikara og situr
í dómnefndum virtra, alþjóðlegra pí-
anókeppna.
Spurður að því hvort verðlaun á
borð við þau sem hann hlaut árið
1989, í Van Cliburn-píanókeppninni,
skipti jafnmiklu máli í dag og þau
gerðu þá hvað framtíð og feril pía-
nóleikara varðar, segir Lupo svo
vera. Það sé erfitt fyrir klassíska pí-
anóleikara að hasla sér völl í dag líkt
og þá og keppni á borð við Van Clib-
urn hjálpi þar mikið til, veki athygli
á hæfileikaríkum píanistum.
Lupo segir sterk tengsl vera milli
verkanna sem hann leikur í kvöld,
verk sem hann valdi sjálfur á efnis-
skrána. Andrúmsloftið sé svipað í
verkum Schumanns og Brahms,
innilegt og dramatískt. „Opus 116 er
líklega úthverfasta verkið af þeim
sem Brahms samdi fyrir píanó á
seinni hluta ferilsins,“ segir Lupo.
Schumann hafi verið mjög ungur
þegar hann samdi Fantasiestücke
op. 12 og Nachtstücke op. 23 en
Brahms fjörgamall þegar hann
samdi Intermezzi op. 117 og Fantas-
ien op. 116. „Það liggur löng lína
milli allra þessara verka,“ segir
hann um efnisskrá kvöldsins.
Schumann í uppáhaldi
-Eru þessi tónskáld í sérstöku
uppáhaldi hjá þér?
„Kannski, já. Talandi um Schu-
mann þá heldur fólk að hann sé
uppáhaldstónskáldið mitt og hann
er það sennilega þó ég hafi vissulega
mikið dálæti á öðrum tónskáldum.
En tölfræðilega séð, ef ég lít yfir
feril minn frá upphafi, þá er Schu-
mann það tónskáld sem er alltaf á
efnisskránni hjá mér. Ég hef mikið
leikið verk annarra tónskálda, t.d.
Chopin sem var uppi á sama tíma og
Schumann. Ég hef leikið Chopin
heilmikið en líka tekið mér margra
ára hlé frá honum,“ segir Lupo og
það sama eigi við um Brahms.
Tónskáldið Nino Rota var leið-
beinandi Lupo á námsárum hans við
Piccinni-tónlistarháskólann í Bari
en Rota er án efa þekktastur fyrir
að hafa samið tónlist við kvikmyndir
Federico Fellini og Francis Ford
Coppola, m.a. Guðföðurinn I og II.
Lupo segir Rota hafa verið dásam-
legan kennara og að hann hafi verið
virkilega heppinn að njóta leiðsagn-
ar hans. „Hann var mér afskaplega
mikilvægur því hann veitti mér að-
gang að bestu, mögulegu kennurum
þess tíma,“ segir Lupo. Að lokum
spyr blaðamaður hann hvernig sé að
búa í ferðatösku. Lupo hlær innilega
og segist ekki enn hafa fengið ferða-
töskuna sína úr fluginu til Íslands.
Hann njóti þess að ferðast til ólíkra
landa og þá sérstaklega þegar færi
gefst á því að leiðbeina ungum pía-
nóleikurum.
Verk Schumanns
í miklu uppáhaldi
Heimspíanistinn Benedetto Lupo heldur tónleika í Hörpu
Morgunblaðið/Rax
Virtur Benedetto Lupo er margverðlaunaður og eftirsóttur píanóleikari.
Hann heldur tónleika í kvöld í Norðurljósasal Hörpu.
Tónlistarmaðurinn Beggi Smári
heldur tónleika í kvöld á hinum
þekkta blúsklúbbi Mojo í Kaup-
mannahöfn. Þaðan er förinni svo
heitið til Svíþjóðar þar sem leikið
verður á djassklúbbnum Mässings-
hornet í Malmö. Ásamt Begga leika
á tónleikunum trommuleikarinn
Friðrik Geirdal Júlíusson og Dan-
inn Thorkil Christensen sem leikur
á bassa. Beggi gaf fyrir tveimur ár-
um út breiðskífuna Mood og hefur
undanfarið ár eða svo kynnt plöt-
una erlendis með tónleikahaldi.
Blúsmaður Beggi Smári.
Beggi á Mojo og
Mässingshornet
Þvert gegn vilja hennarleita minningar að aldr-aðri konunni sem rifjarupp löngu liðna tíma í
Börnunum í Dimmuvík. Hún er á
leið í útför bróður sem hún hefur
verið í litlu sambandi við, rétt eins
og við allar þær slæmu minningar
sem tengjast uppvextinum. En
þegar hún þarf að kveðja bróðirinn
sem upplifði sömu hlutina, og hún
stefnir í átt að æskuslóðunum, þá
nær konan ekki að halda hörmung-
unum frá sér eins og hún hefur
reynt með því að gæta þess að hafa
ávallt nóg fyrir stafni, „svo hug-
urinn fari ekki á flakk“ og fari að
rifja upp það liðna. Og nú spretta
minningarnar fram, hvort sem hún
vill eða ekki, ólíkt því sem gerist
hjá eiginmanninum sem er horfinn
inn í óminni heilabilunar; situr á
sinni deild án þess að þekkja eig-
inkonuna, „… er með hlandbletti í
klofinu á kakíbrúnum buxunum,
matarleifar á skyrtunni…“
Þetta er stutt skáldsaga, nóvella
– svo stutt að henni hefði eins mátt
finna stað í sagnasafni, um skelfi-
lega bernsku; einangrun og hungur
í afskekktri vík, þar sem foreldr-
arnir sökkva í dýpi geðveiki og
sinnuleysis þegar allar leiðir virð-
ast lokaðar. Stíllinn er knappur,
kaldur og meitl-
aður og höf-
undur byrjar
strax að byggja
upp tilfinningu
fyrir því á hvers
konar stað minn-
ingar konunnar
muni leiða les-
andann: „Við
krakkarnir átt-
um nafn yfir víkina. Kölluðum
hana Dimmuvík. En við vorum ein
um það. Fullorðna fólkið kallaði
hana ekkert. Fannst hún hvorki
nægilega stór né merkileg til að
verðskulda eitthvað nafn. Við
krakkarnir kölluðum hana Dimmu-
vík. Og stundum kölluðum við hana
Grimmuvík.“
Fyrstupersónu-frásögnin heldur
vel þar sem flakkað er milli nútíðar
og fortíðar, og sífellt fleira leitt í
ljós í flæði minninganna. Höfundur
dregur upp skýra mynd af hræði-
legum aðstæðum, fátækt og eymd
fólks sem samfélagið skipti sér
ekki af, eins og vel er sýnt í viku-
legum ferðum barnanna á næsta
bæ að sækja mjólk. Við vitum að
aðstæður sem þessar fyrirfundust
um aldir hér á landi, þar sem fjöl-
skyldum var splundrað ef þær leit-
uðu ásjár hreppsins en meðan þær
gerðu það ekki, þá var látið sem
þær væru ekki til. Sú er raunin
hér.
Þessi stutta en grimma saga er
vel sögð. Gamla konan er látin
opna heim víkurinnar smám saman
fyrir lesendum og lesandinn að lok-
um skilinn eftir með spurningar á
vörum: bar hún barnung ábyrgð á
lífi og dauða og þar með leið sinni
úr þessum hryllingi?
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Höfundurinn „Þessi stutta en grimma saga er vel sögð,“ segir um skáldverk
Jóns Atla Jónassonar um örbirgð og eymd í fjarlægri vík á liðinni öld.
Grimm saga úr
nafnlausri vík
Skáldsaga
Börnin í Dimmuvík bbbbn
Eftir Jón Atla Jónasson.
JPV útgáfa, Reykjavík 2013. 83 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR