Morgunblaðið - 11.09.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013
✝ Davíð fæddist25. febrúar
1976. Hann lést af
slysförum 31. ágúst
2013.
Foreldrar hans
eru Klemenz Egg-
ertsson og Ingi-
björg Jónasdóttir.
Þau skildu. Eig-
inmaður Ingibjarg-
ar er Helgi Vigfús
Jónsson. Bróðir
Davíðs var Jónas Þór Klemenzson,
f. 20. janúar 1971, d. 19. júní 2004.
Unnusta Davíðs er Amber
Engebretson, f. 14. desember
1976, búsett í Denver, Colorado.
Davíð lauk grunnskólaprófi frá
Hlíðaskóla í Reykjavík. Hóf
menntaskólanám í Flensborg en
lauk ekki prófi.
Stundaði síðan
verslunarstörf. Hóf
nám við frum-
greinadeild Háskól-
ans á Bifröst 2003,
lauk viðskiptafræði-
prófi 2007. Stofnaði
internetráðgjafar-
fyrirtækið Econ
ásamt fleirum og
starfaði þar til hann
hóf nám í Háskól-
anum í Reykjavík 2009 og lauk
meistaraprófi í alþjóða-
viðskiptum 2011. Starfaði síðan
við rekstur fyrirtækja í ferða-
þjónustu.
Útför Davíðs fer fram frá
Bessastaðakirkju í dag, 11. sept-
ember 2013, kl. 15.
Ertu virkilega látinn, farinn
langt, langt fyrir tímann, elsku
vinur? Þegar ég kom heim til Ís-
lands í frí þetta sumarið var
tvennt á dagskránni sem ég ætlaði
að gera, vinna í bústaðnum og
hitta vinina. Nei, nei, þess í stað er
ég búinn að vera að reyna að
melta þá staðreynd að besti vinur
minn er dáinn og ég er nú hingað
kominn til að fylgja til grafar og
kveðja vin minn langt fyrir aldur
fram.
Það var árið 1996 sem við Davíð
kynntumst í vinnunni og náðum
við strax góðu og einlægu vina-
sambandi. Davíð var traustur vin-
ur, ég gat alltaf leitað til hans og
borið undir hann öll mín heimsins
vandamál og alltaf var hann með
farsæla lausn á málum. Þó að þús-
undir kílómetra hafi oft skilið okk-
ur að hefur vinátta okkar ávallt
staðið óskeikul. Þú varst svona
vinur sem allir óska sér að eiga,
skemmtilegur, víðsýnn, jákvæður
með eindæmum og alltaf til staðar
þegar maður þurfti að leita til þín.
Komu þá einstakir hæfileikar þín-
ir í ljós, þú fékkst mig alltaf til að
sjá hlutina í réttu og betra ljósi.
Aldrei gat ég ímyndað mér það
að helgin uppi í bústað fyrr í sum-
ar, þegar gamli vinahópurinn okk-
ar hittist og við áttum frábæra
helgi saman, yrði síðasta skiptið
sem ég hitti þig. Ég er svo þakk-
látur fyrir að hafa getað komið þá
og hitt þig, elsku vinur, í hinsta
sinn.
Við áttum margar skemmtileg-
ar stundir og gerðum grín að hinu
og þessu og hlógum hátt. Mark-
mið okkur var alltaf að þegar við
yrðum orðnir gamlir kallar á
Hrafnistu myndi grínið og
skemmtilegheitin halda þar áfram
þar sem við værum allir saman
komnir vinirnir. Ég skal sjá um
það, Davíð, þú tekur svo vel á móti
mér þar sem við hittumst næst,
það veit ég fyrir víst.
Sumir hverfa fljótt út heimi hér
skrýtið stundum hvernig lífið er
eftir sitja margar minningar
þakklæti og trú.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig
þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér
og ég veit að þú munt elska mig
geyma mig og gæta hjá þér.
Og þegar tími minn á jörðu hér
liðinn er þá er ég burtu fer
þá ég veit að að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir.)
Sveinn Gunnar Jónasson.
„Við erum gestir og hótel okkar
er jörðin“, þannig er það einfald-
lega og misjafnt hversu lengi gest-
gjafinn leyfir okkur að staldra við.
Davíð vinur minn átti margt eftir,
eins fullur af ævintýraþrá og lífs-
orku og hann var. Alltaf var hann
til í að prófa eitthvað nýtt og kunni
að njóta lífsins.
Í vor lánaði ég honum bók,
byggða á raunverulegum atburð-
um, sem í stuttu máli fjallar um
háskólaprófessor sem er með
ólæknandi taugahrörnunarsjúk-
dóm og er deyjandi. Gamall nem-
andi hans fer að heimsækja hann
einu sinni í viku og saman gera
þeir hinsta verkefni prófessorsins.
Þeir ræða lífið, tilgang þess og
skrásetja samtöl sín. Útkoman í
raun vegvísir til okkar sem lifum,
hin klassíska lexía að hugsa vel
um þá sem eru manni kærastir og
að lifa lífinu vel.
Þegar við heyrðumst síðast í
síma vorum við að plana göngutúr
sem fyrst og Davíð nefndi bókina,
hann ætlaði að koma henni til mín.
Einhverra hluta vegna spurði ég
hann ekki hvernig honum þótti
bókin og hann að sama skapi
minntist ekkert á það. Líklegast
hefði bókin orðið umræðuefni í
næsta göngutúr ásamt fleiru.
Ég mun aldrei vita hvernig
honum fannst bókin en skyndilega
fór Davíð í sama hlutverk og há-
skólaprófessorinn. Þann 31. ágúst
minnti vinur minn mig á að lifa líf-
inu lifandi meðan ég er gestur hér.
Hvíldu í friði, kæri vinur.
Fjölskyldu og vinum Davíðs
sendi ég mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Bergþóra Guðnadóttir.
Elsku Davíð.
Ég gerði ekki ráð fyrir þegar
ég hitti þig fyrst að það ættu eftir
að myndast svo sterk vinabönd á
milli okkar síðar. Vináttan sem ég
eignaðist með þér er nokkuð sem
ég mun aldrei gleyma. Þú komst
aftur inn í líf mitt og ég man
hvernig ég hugsaði þá að ég vildi
að leiðir okkar hefðu legið saman
fyrr. Þú kenndir mér að njóta lífs-
ins á nýjan hátt og fékkst mig til
að stíga út fyrir þægindaramm-
ann minn. Þú kenndir mér að láta
verða af því sem mig langaði að
gera, og við gerðum það saman.
Þér tókst að fá mig í klifur, á brim-
bretti, í hellaskoðun, köfun og
margt sem ég hefði ekki annars
gert. Þú varst alltaf tilbúinn til
þess að gera eitthvað skemmtilegt
og hringdir oft í mig með litlum
sem engum fyrirvara. Ég er svo
fegin núna að ég sagði: „Já, Davíð,
gerum þetta.“ Og allt í einu var ég
komin út í bíl til þín, á leið að gera
skemmtilega hluti með þér. Svona
var þinn karakter. Alltaf til í allt,
eins og þú sagðir svo oft. „Tinna,
ég er alltaf til í allt.“ Mér er minn-
isstætt þegar við fórum í köfun og
þú vékst ekki í burtu frá mér í eina
mínútu. Á leiðinni heim frá Blá-
fjöllum af skíðum um síðustu
páska litum við upp og við sáum
fólk í svifflugi og þú sannfærðir
mig um að þetta væri það næsta
sem við yrðum að gera. Þér tókst
að láta mig hugsa þannig að ef ég
væri með þér myndum við lenda á
löppunum saman. Þú sagðir að ég
ætti frekar að hætta að hugsa um
það slæma sem gæti gerst, að ég
ætti að slaka meira á og einfald-
lega njóta. Mér er sérstaklega
minnisstæð hellaskoðunin sem við
fórum í um daginn. Ég man þegar
þú hringdir í pabba þinn og sagðir
að við værum að fara inn í hellinn
og að við myndum láta vita af okk-
ur innan 40 mínútna. Þú varst allt-
af svo varkár. Þess vegna finnst
mér svo erfitt og ósanngjarnt að
þú hafir farið eins og þú fórst.
Kippt svo sviplega út úr lífinu sem
þú naust svo mikið. Við gengum
inn hellinn í algjöru myrkri. Eina
tíran kom frá vasaljósunum. Við
gengum hellinn á enda þar til þú
sagðir mér að setjast á stein við
hliðina á þér, slökkva á vasaljósinu
og loka augunum. Svo sagðirðu
mér að hlusta á þögnina og að
hlusta eftir dropunum sem dyttu
niður allt í kringum okkur. Ég
man að ég hugsaði með mér hvað
þessi stund væri mögnuð. Þessi
hellir ber heitið Leiðarendi. Ég
trúi ekki að það sé komið að leið-
arenda hjá þér. Mér finnst svo erf-
itt að hugsa til þess. Ég sakna þín
svo mikið og þarf að læra að lifa
með því að þú sért farinn núna. Þú
gafst lífinu mínu lit. Takk fyrir að
deila hluta af þínu lífi með mér.
Og því að allt var svo hljótt við helför
þína,
sem hefði klökkur gígjustrengur
brostið.
Og enn ég veit margt hjarta harmi
lostið
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna
sem horfðu eftir þér í sárum trega
þá blómgast enn og blómgast ævinlega
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson.)
Bless, elsku vinur,
Þín
Tinna.
Það eru engin orð sem fá lýst
þeim harmi sem yfir okkur dundi
þennan laugardaginn. Eins og
hendi væri veifað er Davíð okkar
horfinn á braut. Í blóma lífsins,
hrifsaður frá okkur fyrir fullt og
allt. Það er ekki gott að vita hvar á
að byrja að lýsa þeim heiðurs-
manni sem hann Davíð var en við
endalok er líklega best upphaf að
skoða.
Það var fyrir rúmum tólf árum.
Ég hafði nýlega orðið einhleypur
og sat á Prikinu í hópi félaga, sem
þekktust misvel, að ræða málin.
Um margt var rætt en á einhverj-
um tímapunkti kom upp hugmynd
um að nú þyrftum við að skella
okkur til sólarlanda. Ég var klár í
þetta og tók því málið aftur upp á
næsta fundi en þá kom eintómt
humm og ha frá mönnum, þar til
heyrðist við hinn enda borðsins,
„Ég kem“ og var þar okkar maður
mættur. Mér fannst það skrýtið
að fara einn í sólarlandaferð með
náunga sem ég þekkti nær ekkert.
Við enduðum þó á að fara tveir
saman og úr varð stórskemmti-
legt ferðalag. Það sem upp úr stóð
voru langar stundir þar sem við
sátum á hótelsvölunum og rædd-
um okkar hjartans mál. Þessi
samtöl okkar sköpuðu þá djúpu
vináttu sem hefur blómstrað með
okkur allar götur síðan.
Ári síðar sagði ég honum að ég
ætlaði að fara á Bifröst í nám.
Hann hugsaði sig um um stund og
sagði svo „Já, góð hugmynd, ég
kem líka.“ Stuttu seinna bjuggum
við saman í sumarbústað uppi í
Borgarfirði og keyrðum í skólann
á hverjum degi. Þetta var ein-
kennandi fyrir Davíð því hann tók
öllum áskorunum í lífinu fagnandi
hvort sem það var háskólanám,
köfunarskóli eða bökunarnám-
skeið. Hann tók þátt í öllu og vildi
upplifa allt sem mögulega gæti
verið skemmtilegt. En hlutirnir
þurftu að vera spennandi til að
hann hefði áhuga á þeim. Það
hentaði honum til dæmis aldrei að
vinna fyrir aðra, hann vildi skapa
sín eigin tækifæri og vera sjálfur
við stjórnvölinn. Þær voru ótelj-
andi hugmyndirnar sem hann
fékk, en mest um vert þá fram-
kvæmdi hann óhikað það sem hon-
um þótti þess virði að prófa. Hann
var því alla tíð í fullu starfi hjá
sjálfum sér og nær alltaf með 5-6
verkefni í einu sem hann sinnti af
miklum eldmóð. Sat ekki auðum
höndum eitt augnablik.
Davíð var alltaf aðalspaðinn,
flottur í tauinu og varð sjálfkrafa
miðjan í öllum hópum. Það var
honum eðlislægt að ganga um göt-
ur lífsins fullur sjálfstrausts og að
fara sínar eigin leiðir að hverju því
sem honum datt í hug að taka sér
fyrir hendur. Einhvern veginn var
það innbyggt í hann að gefa sig á
tal við alla og ýmist fá fólk til að
hlæja eða hneykslast með hár-
beittum og kaldhæðnum húmor.
Þau voru svo mörg ferðalögin,
matarboðin, allar yndislegu
stundirnar sem við áttum saman.
Mér finnst óbærilegt að hugsa til
þess þú sért farinn og að þessar
stundir séu nú taldar. Lífið á ekki
að geta verið svona ósanngjarnt.
En þó að þú hafir átt bjarta fram-
tíð fyrir þér þá veit ég að þú naust
þess tíma sem þú áttir að fullu.
Með tár á hvarmi kveð ég þig,
elsku vinur minn. Minningin um
þig mun lifa í hjarta mínu um alla
tíð.
Kristján
Örn Jónsson.
Elsku Davíð. Á svona stundum
er eiginlega ekkert hægt að segja.
En ég ætla að reyna það, því það
er eitthvað sem þú hefðir skipað
mér að gera.
Gleymi aldrei þeirri stundu
þegar ég sá þig fyrst og hvar, það
var árið 1996. Við vorum að vinna
saman hjá NTC, þú í Smash og ég
í 17 á Laugaveginum. Mín fyrsta
hugsun var „hvílíkur töffari“ og
það varstu svo sannarlega, a.m.k.
fyrst um sinn. En þegar ég fékk að
kynnast þér betur og við urðum
vinir þá féll töffarinn alveg í
skuggann af þessum dásemdar-
dreng sem þú varst.
Okkar samband var svo yndis-
legt og ég man eftir því þegar við
komumst að því að við hlytum að
vera sálufélagar því böndin á milli
okkar voru svo sérstök og sterk.
Við vorum sammála um að við
hefðum aldrei tengst nokkurri
manneskju á þennan hátt og ylja
ég mér við þær minningar sem við
eigum. Það að hafa fengið að vera
sálufélagi þinn finnst mér alveg
dásamlegt og verð ævinlega þakk-
lát fyrir að hafa haft þig í mínu lífi.
Þar sem jarðnesku lífi þínu er lok-
ið á svo illskiljanlegan hátt vil ég
trúa því að sálirnar okkar séu enn
tengdar og hugga ég mig við það á
þessum erfiðu tímum.
Ég lít á mig sem einstaklega
heppna manneskju að hafa fengið
að vera partur af þínu lífi. Það var
alltaf svo gaman að vera í kringum
þig, fallega brosið þitt og púkag-
lampinn í augunum gat heldur
betur létt manni lundina. Þú varst
eins og sólin í mínu lífi, gast alltaf
fengið mig til að hlæja og líða bet-
ur ef ég var eitthvað döpur yfir
einhverju sem þér þótti iðulega lít-
ilvægt, en gaman hafðirðu af því
þegar ég var í basli með hitt og
þetta, en eins og þú orðaðir það
svo oft: „Henný, þetta náttúrlega
kemur bara fyrir þig“ og svo bara
hlóstu. En það er eitt sem ég hef
lært eftir að þú fórst frá okkur –
ég er hætt að kvarta og tuða yfir
einhverju sem engu máli skiptir
og mitt lífsviðhorf hefur snar-
breyst.
Þú kallaðir þig iðulega meist-
arann, já eða stórmeistarann ef
því var að skipta og það varstu svo
sannarlega elskulegur. Það er al-
veg greinilegt að æðri máttur þarf
á kröftum stórmeistarans að
halda núna, þó svo að við sem eftir
sitjum skiljum ekki tilganginn.
Lífið verður ekki samt án þín,
stórmeistarinn minn.
Ég bið æðri mátt að vaka yfir
pabba þínum og fjölskyldu á þess-
um erfiðu tímum sem og okkur
vinum þínum, en undanfarnir dag-
ar hafa verið ansi erfiðir okkur öll-
um.
Ég mun elska þig og sakna þín
alla ævi. Ég veit að Sumarlandið
breytist með tilkomu þinni og þær
sálir sem þar eru eru heppnar að
fá þig. Einn daginn hittumst við
þar og höldum áfram þar sem frá
var horfið.
„Kók, kamagra, dittó, ciao.“
Þín
Henný.
Ósanngirni er fyrsta orðið sem
fyllir huga minn þar sem ég sest
niður með autt blað og tárin í aug-
unum til þess að minnast eins
besta vinar míns, sem fallinn er
frá í blóma lífsins langt fyrir aldur
fram. Vinar míns sem ég heyrði í
símleiðis einungis deginum áður,
vinar míns sem ég var búinn að
mæla mér mót við daginn eftir.
Það eru engin orð sem geta lýst
því nægilega vel hve sorgmæddur
ég er í hjarta mínu að þurfa kveðja
þig, elsku vinur.
Ég man eftir þér frá því ég var
lítill polli, líklega liðlega 12 ára
gamall, þegar ég gekk með móður
minni inn í verslunina Smash þar
sem þú starfaðir. Ekki óraði mig
fyrir að einum 10 árum síðar
myndu leiðir mínar og þessa mikla
töffara liggja saman, þá í háskóla-
námi á Bifröst. En það var árið
2005 sem við kynntumst, þá í áð-
urnefndu háskólanámi og tókst
með okkur góður kunningsskapur
sem þróaðist yfir í góðan vinskap
fjórum árum síðar þegar við
ákváðum að halda saman til Suð-
ur-Ameríku við vinnslu á verkefni
tengdu sameiginlegu meistara-
námi við Háskólann í Reykjavík.
Allar götur síðan þá höfðu vina-
bönd okkar styrkst með mjög
reglulegum samskiptum og sam-
veru.
Það var vissulega erfitt fyrir
tvö stór egó að eyða saman öllum
stundum sólarhrings í rúma þrjá
mánuði í umhverfi sem hvorugur
þekkti. Saman ræddum við þó
heima og geima, allt milli himins
og jarðar, stundum ósammála en
oftast sammála … og stundum
bara sammála um að vera ósam-
mála.
Á þessum tíma varð ég þeirra
forréttinda aðnjótandi að fá að
kynnast hinum raunverulega
Davíð; einlægum, hreinskilnum og
vingjarnlegum dreng sem ávallt
reyndist traustur vinur þegar leit-
að var til. Ég er þakklátur fyrir að
þú hafir treyst mér fyrir því sem
þér lá á hjarta og ég er enn þakk-
látari fyrir hvað þú varst tilbúinn
til þess að vera til staðar fyrir mig
þegar ég þurfti á því að halda. Það
var í raun ekki fyrr en eftir þessa
samfelldu þriggja mánaða sam-
veru okkar, sem ég gerði mér
grein fyrir hve mikil og djúp vin-
átta okkar raunverulega var. Þú
varst einstaklega orðheppinn og
hnyttinn maður sem fór sínar eig-
in leiðir í lífinu og lifðir ávallt í
núinu.
Elsku vinur, mikið mun ég
sakna þess að fá ekki reglulega
kaldhæðin skilaboð frá þér og eins
mun ég sakna sundlauga- og bíó-
ferðanna okkar. Ég vildi óska þess
að ég gæti hitt þig þó að ekki væri
nema einu sinni enn svo ég mætti
segja þér hve vænt mér þótti um
vinskap okkar. Ég sit hér og reyni
að hugga mig við þá tilhugsun að
Guð tekur þá fyrst sem hann elsk-
ar mest. Ég veit að þú og það sem
þú stóðst fyrir mun lifa með mér
þó svo að ég fái ekki að hitta þig
strax aftur.
Í hjarta mínu mun ég geyma
allar þær góðu minningar og
stundir sem við áttum saman.
Takk fyrir að vera traustur vinur,
takk fyrir að vera svona góður við
son minn Ísak, takk fyrir allar
minningarnar og góðu stundirnar.
Takk fyrir allt, elsku vinur.
Hafðu það gott þar til við hitt-
umst næst, eða eins og argent-
ínski vinur okkar sagði „Diez y ar-
riba“.
Þinn vinur,
Ólafur Karl Sigurðarson.
Fyrir 10 árum hóf hópur nem-
enda nám við frumgreinadeild
Háskólans á Bifröst. Þessi hópur
átti eftir að búa saman á skóla-
svæðinu í fjögur ár en á þeim tíma
mynduðust sterk vináttubönd.
Davíð var án efa sá maður sem
hafði þau áhrif að hópurinn varð
þéttari en ella og gekk úr skugga
um að við strákarnir hittumst allir
reglulega. En fljótlega eftir út-
skrift stofnuðum við félagsskap-
inn Þóri Pál sem hittist reglulega
og hélt Davíð þá alltaf uppi fjör-
inu.
Það væri auðvelt að skrifa heila
bók um afrek Davíðs í gegnum ár-
in. Það er t.d. enginn annar sem ég
þekki sem myndi efna til harðrar
kosningabaráttu um titilinn herra
Bifröst. En það gerði Davíð með
stæl og kom, sá og sigraði. Ef ég
man rétt var kóróna, sproti og
borði í verðlaun sem hann bar eins
og drottning það sem eftir var
kvölds. Davíð er líka eflaust eini
maðurinn sem hefði getað talið
mig á að ganga með sér Fimm-
vörðuháls með þriggja daga fyr-
irvara, skella mér út á djammið
með honum þegar ég var kominn í
náttföt og nánast sofnaður, fara
aftur á Bifröst eftir eins árs fjar-
veru og margt fleira.
Davíð var með einstaklega gott
geðslag og hafði alla þá kosti sem
góður vinur getur haft. Hann var
ávallt til staðar og tók fullan þátt í
lífi manns. Hann var til að mynda
einn sá fyrsti sem mætti með bros
á vör þegar ég eignaðist barn og
tók þátt í öllum afmælum sonar
míns.
Núna var sá tími kominn að
Davíð var búinn að finna hina einu
réttu og framtíð hans var björt.
Það er sorglegra en orð fá lýst að
dvöl hans hér sé lokið og að við
fáum ekki að hafa hann lengur hjá
okkur og taka þátt í næstu við-
burðum í lífi hans. Það er líka með
öllu óskiljanlegt að slíkur missir sé
lagður á föður hans sem ávallt var
til staðar fyrir son sinn og hvatti
hann til dáða.
Elsku Davíð, við Saga verðum
ævinlega þakklát fyrir að hafa
fengið að eiga þig að síðastliðin 10
ár. Það eru ófá tárin sem hafa fall-
ið vegna þín síðastliðna viku og
það verður án efa þannig áfram.
Við erum hins vegar bæði ríkari
eftir kynni okkar af þér og munum
við varðveita minningarnar um
ókomna tíð. Við vonum að þér líði
vel hvar sem þú ert og að þú vitir í
hjarta þínu að við reynum eftir
fremsta megni að hlúa að pabba
þínum.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Orri og Saga.
Fyrir rúmri viku fékk ég þau
hörmulegu tíðindi að þú værir far-
inn. Í fyrstu meðtók hugur minn
ekki fréttirnar. Ég var nýkomin
úr vinnu og að undirbúa afmæli
dóttur minnar. Við höfðum talað
saman deginum áður og þú ætl-
aðir að koma og samgleðjast með
okkur. Daginn eftir sat ég heima
hjá mér í miðri veislunni og horfði
yfir matarborðið og hugsaði til ný-
legra samverustunda þar sem við
sátum og ræddum saman um líf
okkar, fjölskyldur og stefnu.
En nú kveð ég þig, elsku vinur,
og hugsa til þín. Það er mér dýr-
mætt að hafa átt jafn góðan vin og
þú varst. Þú varst sannur vinur,
Davíð, og fyrir það er ég þakk-
látur. Þú varst traustur, glöggur á
fólk og aðstæður og það var mikill
kraftur í kringum þig. Þú hefur
ætíð reynst mér ómetanlega.
Ávallt varstu tilbúinn að gefa mér
tíma, ræða við mig um hlutina og
sýna mér stuðning.
Ég minnist góðra orða þinna í
sumar þegar ég bauð þér heim í
morgunmat og þú hvattir mig til
dáða og hafðir orð á því hvernig
gæfan hefði snúist við hjá mér.
Það er mér óskiljanlegt að þú
skulir fara svona snemma.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Lífð hefur rétt út þetta spil til
þín og eftir sitjum við hin og minn-
ingar um dýrmætar stundir sem
framkalla bros sem gera sorgina
aðeins léttbærari. Ég hugsa um
tímann sem liðinn er og þann tíma
sem ég hélt að við ættum eftir. Ég
hugsa um mannkosti þína, þrek og
Davíð Klemenzson