Morgunblaðið - 11.09.2013, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
VETUR – SUMAR – VOR – HAUST
Fáanlegar með þremur mismunandi gerðum af húsum.
Avant liðléttingurinn er tilvalinn í hausthreinsun,
snjóhreinsun, jarðvegsvinnu, alls konar verktakavinnu
trjáfellingar og margt fleira.
LIPUR GRIPUR
AVANT – FJÖLHÆFUR ALLT ÁRIÐ UM KRING
Fjöldi viðtækja fáanlegur.
Setning Bókmenntahátíðar í
Reykjavík fer fram í Norræna
húsinu í dag kl. 10. Á sama stað
milli kl. 11:30-13:30 fara fram við-
töl við erlenda höfunda Bók-
menntahátíðar. Meðal þeirra sem
þar taka þátt
eru Herman
Koch, Georgi
Gospodinov, Ewa
Lipska og Jenny
Erpenbeck.
Klukkan 14
munu Áslaug
Jónsdóttir og
Nuka K. Godt-
fredsen kynna
bækur sínar sem eru meðal fjór-
tán bóka sem tilnefndar eru til
barna- og unglingabókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs sem
afhent verða í næsta mánuði.
Í Flóa í Hörpu verður boðið upp
á sameiginlega dagskrá Bók-
menntahátíðar og PEN, alþjóða-
samtaka rithöfunda frá kl. 14 og
fram á kvöld.
Kl. 14 verður rætt við þrjá unga
höfunda sem tilnefndir eru til
New Voices Award, sem eru ný
verðlaun á vegum PEN, en verð-
launin sjálf verða afhent í Eldborg
í kvöld.
Kl. 15 fara
fram umræður
um hvort varð-
veisla tungumála
sé mannréttinda-
mál og tekur
Vigdís Finn-
bogadóttir þar
þátt.
Kl. 16 verður
hatursáróður og birtingarmyndir
hans á Norðurlöndum til umræðu.
Kl. 20 hefst upplestrarkvöld
Bókmenntahátíðar og PEN sam-
takanna sem fram fer í Eldborg-
arsal Hörpu. Þar koma m.a. fram
Antonio Skár-
meta, Þorsteinn
frá Hamri, Gerð-
ur Kristný og
John Ralston
Saul, forseti
PEN Inter-
national. Bóka-
barinn verður
öllum opinn í
Iðnó.
Dagskrá
dagsins
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Alþjóðleg bókmenntahátíð í Reykja-
vík verður sett í 11. sinn í Norræna
húsinu í dag kl. 10. Þar flytja ávörp
þeir Max Dager, forstjóri Norræna
hússins, og rithöfundarnir Einar
Kárason og Alain Mabanckou. Há-
tíðin stendur til sunnudags og verð-
ur á næstu dögum boðið upp á mik-
inn fjölda viðburða víðs vegar um
borgina. Samhliða Bókmenntahátíð
stendur sem hæst 79. heimsþing
PEN samtakanna þar sem þátt taka
um 200 höfundar frá 70 þjóðlöndum.
„Það var frábært tækifæri að geta
haldið heimsþingið samhliða Bók-
menntahátíð,“ segir Sjón sem er
forseti íslenska PEN, og leggur
áherslu á að hvort styðji annað með
mikilvægum hætti.
„PEN samtökin eru alþjóða-
samtök rithöfunda sem stofnuð voru
1921 sem viðbragð við hryllingi
fyrri heimsstyrjaldar og byggja á
trúnni á hið ritaða mál og ritaða
tjáningu sem leið til að hafa frið-
vænlegt hér á jörðinni. Með því að
vinna með Bókmenntahátíðinni er
PEN þingið að minna sig á þessar
rætur sínar, þ.e. að á endanum
snýst þetta alltaf um það að hér er
fólk sem trúir því að það að tjá sig í
rituðu máli sé ein af grunnstoðum
mannlegs lífs. Hins vegar minnir
PEN þingið Bókmenntahátíðina á
að það er ekkert sjálfsagt mál að til
séu bókmenntir yfirleitt,“ segir Sjón
og vísar þar m.a. til þess að um 800
rithöfundar eru fangelsaðir í heim-
inum í dag.
Málfrelsið í hættu?
Að sögn Sjón brennur öryggi rit-
höfunda á þátttakendum PEN
þingsins. „Því miður er það að verða
æ algengara að rithöfundar séu
myrtir frekar en fangelsaðir,“ segir
Sjón og bendir í því samhengi á
Mexíkó, sem er hættulegasti staður
í heiminum í dag til að vera rithöf-
undur. „Eitt af stóru málunum á
þinginu er málfrelsi á tímum staf-
rænnar tækni, annars vegar hvern-
ig tæknin hefur áhrif á minni tungu-
mál og hins vegar öryggi og frelsi
fólks á netinu,“ segir Sjón og bendir
á að þetta hafi m.a. verið rætt á
nefndarfundum samtakanna fyrr í
vikunni. Fjórar fastanefndir starfa
á vegum PEN, en þær eru nefnd
sem starfar að málefnum fangels-
aðra rithöfunda, nefnd sem starfar
að málefnum skrifandi kvenna með
sérstaka áherslu á þriðja heiminn,
nefnd um þýðingar og réttinn til
tungumála og nefnd sem nefnist
höfundar fyrir friði.
Höfundar framtíðarinnar
Seinustu daga hafa rithöfundar af
PEN þinginu tekið þátt í upp-
lestrum víðsvegar um borgina og
næstu tvo daga verður fjöldi við-
burða í samstarfi við Bók-
menntahátíð. Í dag kl. 14 verður
rætt við þrjá unga höfunda sem til-
nefndir eru til New Voices Award,
sem eru ný alþjóðleg verðlaun sem
PEN samtökin hafa stofnað til, en
verðlaunin sjálf verða afhent í Eld-
borg í kvöld kl. 20. „Þetta eru
merkileg og óvenjuleg verðlaun að
því leyti að þetta er tilraun til að
uppgötva höfunda framtíðarinnar.
Allt eru þetta ungir höfundar sem
hafa ekki gefið út bækur áður,“ seg-
ir Sjón og tekur fram að um 80 höf-
undar frá 40 löndum heims hafi ver-
ið tilnefndir til verðlaunanna. Valið
stendur nú milli þriggja höfunda, en
þeir eru Masande Ntshanga frá
Suður-Afríku, José Pablo Salas frá
Mexíkó og Claire Battershill frá
Kanada. „Þetta eru frábærir ungir
höfundar sem umbreyta persónu-
legri reynslu í grípandi frásögn
samhliða því sem þeir miðla því sem
gengur á í samfélögum þeirra,“ seg-
ir Sjón.
Af öðrum viðburðum á vegum
PEN má nefna pallborðsumræður
um hatursáróður og birtingar-
myndir hans á Norðurlöndum sem
fram fara í Hörpu í dag milli kl. 16-
16.45. „Við viljum gjarnan gleyma
því að málfrelsið er ekki bara eitt-
hvað sem á undir högg að sækja á
fjarlægum slóðum, heldur standa
þessi mál okkur nær. Þarna er verið
að ræða annars vegar beinan hat-
ursáróður, m.a. á netinu, og hins
vegar það haturstal sem fólk sem
tjáir sig á netinu verður fyrir. Við
þekkjum ýmis dæmi þess héðan frá
okkur, þar sem fólki er hótað öllu
illu af nafnlausum aðilum á netinu
þegar það reynir að taka þátt í eðli-
legri borgaralegri umræðu.“
Einnig nefnir Sjón spennandi
pallborðsviðtal við hvít-rússneska
rithöfundinn og blaðakonuna Svet-
lönu Alexievitch, sem fram fer í
Hörpu á morgun kl. 14. „Fyrir utan
að vera höfundur á Nóbels-
mælikvarða er hún mjög góður mál-
svari fólks sem skrifar bækur undir
mikilli harðstjórn,“ segir Sjón.
Öryggi rithöfunda í brennidepli
Morgunblaðið/Kristinn
Skáld Sjón segir fara vel á því að halda heimsþing PEN samhliða alþjóðlegri bókmenntahátíð í Reykjavík.
Telja tjáningu í
rituðu máli vera
eina af grunnstoð-
um mannlegs lífs
„Ferðast á slóðum bókmennta“
nefnist málþing um bókmenntir og
ferðaþjónustu sem fram fer í Iðnó
í dag. Það er Samstarfsnet nor-
rænna bókmenntasafna sem efnir
til málþingsins í samstarfi við Bók-
menntahátíð og Reykjavík bók-
menntaborg UNESCO. Málþingið,
sem fer fram á ensku, er opið öll-
um sem hafa áhuga á hvernig bók-
menntir og ferðaþjónusta tengjast.
Þátttökugjald er 5.000 kr.
Málþingið hefst kl. 9 með opn-
unarávarpi mennta- og menningar-
málaráðherra. Því lýkur síðan með
pallborðsumræðum um hádegisbil
þar sem gestum gefst kostur á að
spyrja spurninga. Í erindum verð-
ur fjallað um aðdráttarafl bók-
mennta á ferðamenn, allt frá Ís-
lendingasögum til Astrid
Lindgren. Opnunarerindi mál-
þingsins flytur Hans Christian
Andersen, prófessor í markaðs-
fræðum ferðamála og ferðaþjón-
ustustjórnun við háskólann í
Northumbria í Englandi. Aðrir
frummælendur eru Rögnvaldur
Guðmundsson, Svanhildur Kon-
ráðsdóttir, Kjell-Åke Hansson, Jo-
hannes Nørregaard Frandsen og
Solveig Røvik.
Ferðalangar Fjöldi ferðamanna leggja árlega leið sína í söfn til heiðurs rit-
höfundunum Astrid Lindgren og Hans Christian Andersen.
Bókmenntirnar
heilla ferðamenn
Sex frummælendur á málþingi í Iðnó
Bókmenntahátíð í Reykjavík