Morgunblaðið - 11.09.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.09.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013 ✝ Þorvarðurfæddist á Stokkseyri 10. júní 1923. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 31. ágúst 2013. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- björg Sigurðar- dóttir, f. 12.11. 1883 í Grímsfjósum á Stokkseyri, d. 14.10. 1976, og Gunnar Gunn- arsson járnsmiður, f. 22.6. 1887 í Byggðarhorni í Sandvíkur- hreppi, d. 29.10. 1962. Þau bjuggu á Vegamótum á Stokks- eyri og þar ólst Þorvarður upp til 16 ára aldurs en þá flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann fór að læra húsasmíði hjá Gunnari bróður sínum. Systkini Þorvarðar voru Sigríður, f. 1906, Gunnar, f. 1908, Sigur- geir, f. 1911, Ingólfur, f. 1913, Hrefna, f. 1917, Þórir, f. 1920, þau eru öll látin. dóttur, eiga þau tvo syni. 3) Ingibjörg, f. 1959, í sambúð með Thorbjörn Brink, hennar sonur er Jón Stefán Malmberg. Fyrir átti Þorvarður dóttur, Kristínu, f. 1945, sem var ættleidd af hjónunum Laufeyju Jónsdóttur og Magnúsi Jónssyni. Kristín eignaðist þrjár dætur með manni sínum, Ingibjarti Þór- jónssyni; a) Ásta, á hún eina dóttur; b) Laufey, sem lést árið 2011 og lætur eftir sig tvo syni; c) Þórdís, á tvær dætur og er í sambúð með Sigurði Mýrdal Gunnarssyni. Eftir lát Lauf- eyjar hafa drengirnir alist upp hjá þeim. Erla og Þorvarður bjuggu allan sinn búskap á höfuð- borgarsvæðinu, lengst af í Kópavogi en síðustu árin í Garðabæ. Eftir að Þorvarður fékk meistararéttindi fór hann að starfa sjálfstætt og standa eftir hann ýmsar byggingar bæði stórar og smáar. Á seinni árum var hann félagi í Odd- fellow-stúku. Hann starfaði einnig lengi með Stokkseyr- ingafélaginu. Útför Þorvarðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 11. sept- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Á aðfangadag 1948 gekk Þor- varður að eiga eft- irlifandi eiginkonu sína, Erlu Jóns- dóttur, f. 1928, en hún er dóttir hjónanna Sigrúnar Þorkelsdóttur og Jóns Jónssonar klæðskerameist- ara, en þau bjuggu í Reykjavik. Erla og Þorvarður eignuðust þrjú börn: 1) Örn, f. 1948. 2) Sigrún, f. 1952, gift Gísla Eyþórssyni og eiga þau fjögur börn; a) Eyþór Gunnar, kvæntur Huldu Brynj- ólfsdóttir, eiga þau þrjú börn; b) Þorvarður Hrafn, í sambúð með Rakel Sigursteinsdóttur, eiga þau tvö börn; c) Erla María, gift Birni Magnúsi Sverrissyni, eiga þau þrjú börn; d) Ólafur, kvænt- ur Jóhönnu Ýri Ólafsdóttur, eiga þau þrjú börn. Fyrir átti Gísli son, Ágúst Erling, í sam- búð með Rósalind Gunnars- Nú er foringi fallinn frá, varð einum af vinum mömmu og pabba að orði þegar hann fregnaði lát pabba. Þessi setning fannst mér svo lýsandi, því hvar sem pabbi kom átti hann athyglina og átti svo gott með að umgangast fólk. Alltaf léttur í lund, hafði skoðun á öllu og átti svo auðvelt með að taka forustuna. Mamma og pabbi voru glæsi- legt par sem maður var stoltur af. Þau voru mjög samhent og gátu í sameiningu unnið úr því sem lífið bauð uppá. Því það má segja að seinni hluti ævinnar hafi verið sá tími sem engan skugga bar á, þau nutu þess að vera með barnabörnun- um, ferðuðust mikið, áttu marga vini og kunningja og fannst nota- legt að fara í sumarbústaðinn þar sem margir litu inn í kaffisopa. Þegar Kristín hálfsystir okkar kom inn í líf okkar fyrir nokkrum árum vorum við öll mjög ánægð og sérstaklega pabbi sem þótti mjög vænt um að fá að kynnast dóttur sinni og fjölskyldu hennar. En það sem mér fannst svo heillandi við pabba var hvað hann var barngóður og sýndi öllu og öllum mikinn áhuga. Hvað við Gísli vorum að gera, hvað barna- börnin voru að gera og svo komu barnabarnabörnin. Hann fylgdist með öllu og það var alltaf svo gaman að segja honum fréttir af þeim því hann var svo áhugasam- ur. Ég veit að í framtíðinni á ég eftir sakna þess að geta ekki sagt pabba frá því sem er að gerast í kringum mig, því hann hafði alltaf lag á því að gera atburðinn ennþá merkilegri en manni fannst í upp- hafi. Pabbi fæddist og ólst upp á Stokkseyri og þaðan eigum við systkinin margar góðar minning- ar, heimsóknir til ömmu og afa, heimsókn í bústaðinn til Hrefnu frænku sem tók á móti hópnum af mikilli gestrisni og þarna voru líka Ingólfur og Silla á Seli, þar var gott að koma. Pabbi var yngstur af sínum systkinum og var gott samband á milli systk- inanna. Þau voru öll svo vönduð og skemmtileg, það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þeirra. Gunnar og Lilla sem mamma og pabbi bjuggu hjá um tíma í Miðtúninu. Lilla sagði mér oft söguna af því þegar hún sótti mig og mömmu á litla Austin-bílnum á fæðingardeildina. Geiri með skemmtilegu tilsvörin sín. Þórir sem var alveg eins og pabbi, allt fannst honum svo merkilegt sem maður var að gera. Svo var það Sigga systir sem eftir að hafa ferðast með mömmu og pabba í lélegum bíl á rykmett- uðum þjóðveginum og hún í peysufötunum svaraði þegar henni var boðið far til baka í nýrri bifreið, ég kom með Erlu og Dodda og fer með þeim til baka. Nú eru öll Vegamótasystkinin farin. Blessuð sé minning þeirra. Í sumar fórum við Gísli með barnabörnin í fjöruna á Stokks- eyri og ég hringdi í pabba sem sagði mér sögur frá æskuleikjum sínum í Stokkseyrarfjöru. Ég hlustaði á pabba minn, horfði á barnabörnin mín og vissi að þessi stund myndi ylja mér það sem eftir væri. En pabbi var ekki einn, hann hafði mömmu, sem alltaf hefur verið eins og klettur við hlið hans en vegna umhyggju hennar og elju gat hann verið heima þar til yfir lauk eins og hann óskaði sér helst. Elsku mamma, þinn missir er mikill. Sigrún Jóna. Láttu smátt en hyggðu hátt! Já, elsku pabbi minn, við hin skul- um reyna það líka. Fyrir þér var það eins eðlilegt og lífsins andartök, þau sem þú dróst í síðasta sinn fyrir tæpum 2 vikum. Móðir mín, sonur, bróðir, systir og mágur eru svo þakklát fyrir að hafa fengið að sitja við dánarbeð þinn, elsku pabbi, og séð síðustu andartökin þín. Þeim ber öllum saman um að það var falleg stund. Ég er þakklát fyrir tímann sem ég fékk með þér rétt áður og þakklát fyrir að vera dóttir þín. Hvar sem þú komst varstu hrókur alls fagnaðar og lést þig miklu skipta hvað fólk var að bauka, enda mikill athafnamaður sjálfur. Hann kemst bókstaflega niður í maga á fólki, sagði mamma oft á tíðum og stundum hálfafsakandi. Ég man vel eitt atvik í Svíþjóð. Það var á fögrum sumardegi og ég, mamma, Thorbjörn, Össi og Ulla Britt vinkona mín vorum stödd í fallegum almenningsgarði í Uddevalla. Forvitinn og áhuga- samur sem þú varst, vékstu frá hópnum dálitla stund og þegar við hin fórum að huga að þér fundum við þig á spjalli við 10 ára Uddevallapojk sem stóð og var að dorga. Tungumálaerfiðleikar! Það var líklega eina orðið sem vantaði í orðaforðann hjá þér, pabbi. Það er yndislegt að eiga pabba sem lætur sig skipta hvernig manni gengur í lífinu. Þá getur kannski á stundum verið erfitt að uppfylla væntingarnar, en samt ekki. Litla húsið okkar Thor- björns í Gautaborg, sem er ósköp „lítið og lollulegt hús“ eins og mamma myndi lýsa því, var í þín- um augum eins og höll. Þá var maður nú stoltur. Það var stórt gæfuspor í lífi þínu, pabbi minn, þegar þú gafst henni mömmu undir fótinn á balli í Mjólkurstöðinni. Þú leigðir her- bergi á Skúlagötunni og mamma bjó í föðurhúsum á Laugavegin- um. Þið voruð nú svo sem búin að taka hvort eftir öðru áður. T.d. á leið í vinnu á morgnana. Þá var nú áríðandi að ganga fyrir rétt götu- horn á réttu augnabliki, allt í þeim tilgangi að hittast af „al- gjörri tilviljun“. Já, það er ekki margt sem er nýtt undir sólinni. Elsku pabbi, ég og Thorbjörn eigum eftir að sakna þín svo ótrú- lega mikið, en sem betur fer er betri helmingurinn þinn (eða svo hefðir þú allavega sagt) eftir hjá okkur. Elsku mamma, við vottum þér okkar dýpstu samúð. Þú ert enn eina ferðina búin að sýna það að þegar á reynir ertu sönn hetja. Hvíl í friði, elsku pabbi. Ingibjörg og Thorbjörn. Heimurinn er fátæklegur án þín, pabbi minn, en þú lifir í minn- ingunni. Ó, minning, minning. Líkt og ómur fjarlægra söngva, líkt og ilmur deyjandi blóma berast orð þín að hlustandi eyrum mínum. Eins og lifandi verur birtast litir og hljómar hinna liðnu daga, sem hurfu sinn dularfulla veg út í dimmbláan fjarskann og komu aldrei aftur. Ó, æska, æska. Þegar dagarnir komu eins og undarlegt, heillandi ævintýri, og þeir báru allan fögnuð og fegurð lífs- ins í faðmi sínum. Þegar við börnin gengum í gróandi túninu, og grasið og blómin og lækirnir voru leiksystkin okkar. Þegar rökkrið vafðist um vötnin og heiðarnar eins og vinarfaðmur, og vindurinn söng í sefinu, unz við sofnuðum. Ó, minning. Þú hvíslar svo hljótt, svo hljótt, að það heyrist varla. Ó, sál mín, sál mín. Var það golan, sem þýtur í grasinu, eða gjálpandi báran við ströndina, sem bar þessa mildu óma, að eyra mínu? Var það kaldhæðni lífsins, sem lét mig enn þá nokkur augnablik gleyma hinum gráa hversdagsleika steinlagðra strætanna? Var það blekking hugans, sem huldi sjón minni helkalda auðnina, þar sem spor mín liggja, þar sem líf mitt rann út í gljúpan sand- inn? (Steinn Steinarr) Þinn sonur, Örn. Elsku afi, þú hefur nú kvatt okkur eftir langa og farsæla ævi. Við systkinin minnumst þín sem kraftmikils, duglegs, glaðlynds og einstaklega ljúfs afa. Þú hafðir einstakt lag á því að láta fólki líða vel í kringum þig því þú varst afar félagslyndur og sýndir öllum sem þú talaðir við mikinn áhuga. Þú varst mjög áhugasamur um allt það sem við unga fólkið tókum okkur fyrir hendur og alltaf varstu með á hreinu hvað hver var að gera. Öll munum við eftir sumarbú- staðarferðunum sem við fórum með þér og ömmu þar sem grillað var lambalæri með öllu tilheyr- andi. Þú stóðst þá við grillið en eins og þín var von og vísa vildir þú drífa þetta af en amma sendi þig aftur til baka með lærið þar sem það var jú ekki nægilega vel grillað að hennar mati. Í Bræðra- tunguna komum við krakkarnir oft þar sem móttökurnar voru alltaf yndislegar og voruð þið ávallt boðin og búin að taka á móti okkur. Eftir því sem árin liðu urðu þessar minningar okkur enn kærari. Barnabarnabörnin þín fæddust svo eitt af öðru og urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn- ast þér en þú varst alltaf mikill og góður langafi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sæl5t er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þið amma voruð einstaklega samhent hjón og er missir hennar mikill. Elsku afi, takk fyrir allt, þín verður sárt saknað. Erla María Gísladóttir, Eyþór Gíslason, Ólafur Gíslason, Þorvarður Hrafn Gíslason. Nú er hann afi minn blessaður látinn. Hann kvaddi okkur síðasta dag sumars eftir tæpa mánaðar- dvöl á spítala. Mér finnst erfitt að byrja að skrifa minningargrein um hann afa minn, ekki út af því að maður veit ekki hvað á að segja, heldur hverju maður á að sleppa, og helst vildi ég engu sleppa. Svo finnst mér einhvern veginn að skrifa minningargrein sé að í raun að staðfesta það að hann sé farinn frá okkur. Og oft er það nú þannig með okkur að maður ýtir því burt sem erfitt er að viðurkenna og sætta sig við. Það er líka svo margt að segja sem ekki kemur hér þannig að mig langar bara að skrifa nokkur orð um hvernig ég þekkti hann afa minn heitinn. Ég upplifði afa alltaf mjög skipulagðan. Allt átti sinn stað, hérna áttu lyklarnir að vera, allur póstur í fyrstu skúffuna og þar fram eftir götunum. Og ef eitt- hvað þurfti að gera var það gert strax, eða daginn eftir, en þó ekki áður en farið var í laugarnar! Allt- af farið fyrst í sund. Afi var líka græjukarl. Honum fannst gaman að því sem var nýtt og var þá oftar en ekki hringt í barnabörnin til að koma inn og stilla myndina eða fá inn stöðv- arnar á útvarpið. Nú eða setja inn öll símanúmer í nýja símann. Ég bjó hjá afa og ömmu í nokkur ár kringum tvítugt og fékk maður oft að leysa svona vandamál. Fólki úr mínum vinahóp líkaði alltaf vel við hann. Ég sá hversu ungur í anda hann í raun og veru var er hann var að grínast í mín- um vinum sem komu stundum í heimsókn í Birkihæðina. Honum fannst gaman að tala við fólk. Sama hver það var. Oft þurfti maður að stoppa úti á götu því að afi hafði fundið einhvern til að spjalla við. Afi minn, allt mitt líf hefur þú alltaf verið til staðar, gegnum súrt og sætt, frá því að kenna mér að hjóla á bílaplaninu við Foss- vogskirkjugarð, til að handleika hamar og sög, og að hjálpa mér að kaupa minn fyrsta bíl. Maður lærði og upplifði ýmislegt heima hjá afa og ömmu. Og nú ertu far- inn frá okkur, eitthvað sem á eftir að taka tíma að sökkva inn. Allt þetta virðist svo óraunverulegt ennþá. Hann liggur ekki inni í rúmi og er að horfa á fréttirnar, hann er ekkert á leiðinni inn í sól- hús að lesa blaðið sem hann svo oft gerði. Enginn afi að biðja mann að stilla útvarpið í bílnum lengur. Þá kemur söknuðurinn og sorgin. Og það eru þessi litlu augnablik sem eru ekki lengur til staðar sem verður erfitt að venj- ast. Ég er feginn að ég fékk að sjá þig áður en þú fórst. Ég er líka feginn að þú fékkst að sjá okkur Svíþjóðarfólk. Og að þú fannst umhyggjuna kringum þig á þess- um síðustu dögum á spítalanum. Við elsku ömmu segi ég, sem hefur staðið sig eins og hetja í öllu þessu, að ég mun gera allt í mínu valdi til að senda henni þann styrk sem þarf á þessum erfiða tíma, og að hún viti það að við er- um öll hér og styðjum hvert ann- að. Jón Stefán. „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ segir í máltæki. Ég var svo lánsöm að Doddi ömmubróðir minn var hluti af mínu „þorpi“. Hann var ekki aðeins bróðir ömmu heldur voru Doddi og Erla einnig nágrannar mínir í næsta húsi. Nokkurs konar öryggis- ventill sem ég vissi að ég gæti alltaf leitað til ef á þurfti að halda. Dodda fylgdi gleði og kátína. Hlátur hans og bros munu seint gleymast. Meira að segja í heim- sókn til hans viku fyrir andlátið var það gleði og hlátur sem réðu ríkjum. Ég votta Erlu og fjölskyldu samúð mína. Minning um ein- stakan mann mun lifa. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hrefna Gunnarsdóttir. Langar að minnast með nokkr- um orðum frænda míns hans Dodda. Doddi frændi, bróðir hennar mömmu, var einn af mínum uppá- haldsfrændum. Man eftir því þegar ég var lítil að Doddi átti alltaf fína bíla og lengi Cortinu, fína og gljáandi á hlaðinu fyrir utan Bræðratung- una. Doddi frændi og Erla voru höfðingjar heim að sækja og minnist ég margra ánægjustunda um jól þegar við komum í heim- sókn til þeirra á jóladag, sama dag og við fórum í jólaboð til Smára og Ínu sem voru í húsinu við hliðina. Það var þessi gamla góða gestrisni sem var í hávegum höfð, gesturinn var alltaf númer eitt og allir voru velkomnir. Afmælisveislur voru annar kapítuli, þær voru langskemmti- legustu veislur sem ég hef farið í, í síðasta stórafmæli sem var núna í sumar á Grand Hóteli var heil myndasýning sem hann Jón Stef- án og fleiri stóðu að um afmæl- isbarnið hann Dodda og fjölskyld- una. Bæði lifandi myndir og líka ljósmyndir af þeim sem brugðu upp sögu fjölskyldunnar. Doddi hafði gaman af að fylgj- ast með nýjustu tækni og var kominn með vídeótökuvél fljót- lega eftir að þær komu á mark- aðinn hér og naut þess að taka myndir af fjölskyldunni. Fjöl- skyldan var líka alltaf ótrúlega samhent og samrýmd og hafði gaman af að gantast og gleðjast í góðra vina hópi. Doddi frændi kom oft í kaffi og spjall til mömmu, þá var oft hleg- ið og spjallað um alls konar skemmtilegt fólk og sagðar sögur af Stokkseyringum og fleira fólki á gamansaman hátt. Stokkseyr- ingfélagið var honum mjög hjart- fólgið og vann hann mikið starf í þágu þess. Það var ótrúleg bjartsýni, kraftur og framkvæmdagleði sem einkenndi allt hans fas. Ekkert var ómögulegt og hann var líka ötull að hvetja aðra til dáða. Vil nota tækifærið og þakka óendanlega góð kynni, vináttu og frændrækni í gegnum árin og vil einnig nota tækifærið og færa fjölskyldunni allri mínar innileg- ustu samúðarkveðjur á erfiðri stundu. Veit að hann fær góðar móttökur hinum megin. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Katrín Þorsteinsdóttir. Við fórum yfir fjörðinn, að Birkihæð og börðum að dyrum einn daginn. Þá komu til dyra brosmild og björt hjónin og buðu í bæinn. Þessi dagur var okkur merk- isdagur. En allt á sér upphaf og allt á sér endi og nú hefur Þorvarður lokið lífsgöngu sinni á þessari jörð. Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa átt þennan tíma með Þor- varði og Erlu Jónsdóttur konu hans sem nú lifir mann sinn. Við áttum góðar og eftirminnilegar stundir með þeim hjónum. Nú ylj- ar okkur um hjartarætur minn- ingin um horfnar stundir, ferða- lög á Stokkseyri og spjall yfir kaffibolla í sólstofunni. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og það á svo sann- arlega við um Þorvarð Gunnars- son frá Stokkseyri. Takk Þorvarður fyrir alla þá hlýju og umhyggju er þú sýndir okkur og fjölskyldu okkar á með- an þín naut við. Nú sefur sálin sæl og sólin okkur sýnir í faðmi guðs hann hvílir þar loga ljósin skær. Fjölskyldu Þorvarðar sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðju. Ingibjartur G. Þórjónsson, Kristín J. Magnúsdóttir. Hér sé friður, voru yfirleitt fyrstu ávarpsorð Þorvarðs Gunn- arssonar, sem ég var svo lánsam- ur að fara á samning hjá og vinna hjá honum í mörg ár sem smiður. Sem vinnuveitandi og lærifaðir varst þú sérlega viðmótsþýður og skiptir aldrei skapi. Alltaf glað- lyndur og ljúfur. Þú hafðir ein- stakt lag á jákvæðan hátt að biðja mann um að gera betur, aldrei skammir. Þér var sérlega umhug- að um fólk yfirhöfuð og vildir allt um alla vita. Öll þau ár sem ég vann hjá þér heyrði ég þig aldrei hallmæla né tala illa um nokkurn mann. Með elsku þinni og um- hyggjusemi gagnvart mér og fjöl- skyldu minni ávannst þú ást og virðingu okkar allra. Ég vil þakka þér fyrir allt. Þú varst fyrirmynd sem vert er að reyna að líkjast. Fjölskyldu þinni vil ég votta sam- úð mína. Með þér sé friður. Hallgrímur Árnason. Þorvarður Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.