Morgunblaðið - 11.10.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.10.2013, Blaðsíða 26
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Launin eru aðalástæða þessað ungmenni velja að vinnameð skóla. Peningarnireru driffjöðrin en aðrar ástæður geta líka spilað inn í, til dæmis aukið sjálfstæði frá foreldr- unum. Þetta kemur fram í doktors- verkefni Margrétar Einarsdóttur í félagsfræði en hún hefur rannsakað launavinnu 13-17 ára ungmenna á Íslandi. Margrét gerði rannsóknina á ár- unum 2007 til 2008. Mjög fáir í úrtak- inu höfðu hætt í skóla til að vinna en margir voru í hlutastarfi með skóla og einhverjir af nauðsyn. „Mín rann- sókn var gerð í mestu þenslunni og þá var ákveðinn hópur ungmenna að nota launin af vinnunni með skóla, vetrarlaunin, í nauðsynjar. Það séu því einhverjir foreldrar sem hafi ekki efni á að halda börnum sínum uppi í gegnum framhaldsskólagönguna og því sjá þau að mestu um það sjálf. Þá bendir mín rannsókn líka til þess að það sé ólíklegra að börn vel mennt- aðra foreldra vinni með skóla og ef þau gera það þá vinni þau minna,“ segir Margrét. Íslensk ungmenni vinna mest Í gær var kynnt ný skýrsla um vinnuaðstæður ungs fólks á Norð- urlöndunum en hún var tekin saman af frumkvæði Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Skýrslan er til umfjöll- unar í nýjasta tölublaði Arbetsliv i Norden sem fjallar um vinnumál á Norðurlöndunum. Þar kemur fram að íslensk ungmenni vinna mest jafn- aldra sinna á Norðurlöndunum. Á Ís- landi vinna 52% ungmenna á aldr- inum 15 til 19 ára, í Danmörku um 44%, 35% í Noregi, 24% í Finnlandi og 16% í Svíþjóð. Sagt er frá rann- sókninni á vef velferðarráðuneytisins. Oft er þetta ungt fólk sem vinnur með námi en einnig ungmenni sem hafa hætt skólagöngu snemma. Mörg ungmenni eru í láglauna- störfum sem krefjast engrar skil- greindrar kunnáttu eða þekkingar og vinnutíminn er gjarnan óreglulegur, segja skýrsluhöfundar. Þeir benda meðal annars á að sífellt fjölgi í hópi ungs fólks á aldrinum 15 til 19 ára sem vinni hlutastörf og það eigi eink- um við um stúlkur sem í vaxandi mæli sinni afgreiðslustörfum. Margrét segist ekki hafa séð nýju rannsóknina og að lítið hafi verið um samanburðarhæfar rannsóknir á vinnu norrænna ungmenna hingað til. Vestrænar rannsóknir sýna þó að ungmenni vinni víða hlutastarf með skóla og hennar tilfinning er að sér- staða Íslendinga felist í sumarvinn- unni. „Margir halda því fram að það sé meiri áhersla á vinnu barna og unglinga hér heldur en erlendis en ég hef viljað leggja áherslu á að það sé sumarvinnan sem sé sérstök hér. Skólakrakkar á Íslandi fá lengra sumarfrí en börn á hinum Norður- löndunum. Við höfum þessa sum- arvinnuhefð og við höfum vinnu- skólana og bæjarvinnuna. Það er ekkert sambærilegt því annars stað- ar.“ Vilja hafa eitthvað að gera Eins og áður segir eru pening- arnir aðalástæða þess að íslensk ung- menni á aldrinum 13 til 17 ára vinna með skóla. Margrét segir að félags- legi þátturinn af því að vera á vinnu- markaði skipti ungmennin litlu máli en sumir í úrtakinu hafi talað um að þau vinni til að hafa eitthvað að gera. Þá bendi margt til þess að íslensk ungmenni séu ábyrgðarfull. „Þau fara trúlega fyrr að taka ábyrgð t.d. með því að framfleyta sjálfum sér að einhverju leyti heldur en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum,“ segir Margrét. Vinna með skóla fyrir nauðsynjum Morgunblaðið/Ernir Vinnuskólinn Nokkuð langt sumarfrí er í skólum á Íslandi og því hafa ung- menni hér möguleika á að vinna mikið yfir sumartímann. 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nafnið Úkra-ína þýðirlanda- mærahérað. Og víst er að í gegnum mestalla sögu sína hefur Úkraína verið útvörður Rússlands í vesturátt, á mörk- um vesturs og austurs. Og allt frá falli Sovétríkjanna hafa Úkraínumenn leitað svara við spurningunni í hvaða átt skuli stefna. Ekki eru allir á eitt sáttir um það og hefur verið gripið til ýmissa óvandaðra meðala í stjórnmálabaráttunni þar. Það segir sitt um óvissuna sem ríkir í landinu að Viktor Janúkovits, núverandi forseti landsins, var sakaður um stór- fellt kosningasvindl og tilraun til að eitra fyrir andstæðingi sínum einungis fimm árum fyrr, en náði þrátt fyrir það kjöri í annarri atrennu. Á síðustu vikum hefur spurningin um hvert skuli stefna orðið ansi áleitin, þar sem Evrópusambandið og Úkraína eru reiðubúin til þess að undirrita í nóvember nýjan fríverslunarsamning auk vilja- yfirlýsingar um aukin tengsl. Verði af þeim hefur landið tek- ið nokkuð skýra stefnu í vest- urátt. Það sem helst gæti trufl- að það er skýlaus og eðlileg krafa Evrópusambandsins um að Júlía Tímósjenkó, fyrrver- andi forsætisráðherra landsins og mótframbjóðandi Janúkó- víts, verði látin laus úr fangelsi, þar sem hún hefur mátt dúsa í kjölfar réttarhalda sem áttu sér augljósar pólitískar rætur. Úkraínumenn hafa maldað í móinn, einkum Janúkóvíts, en hann hefur frekar viljað halla sér í átt að bakhjörlum sínum í Rússlandi. Slíkt hefur leitt til radda innan ESB um að slaka ætti á kröf- unum gagnvart Úkraínumönnum varðandi Tímósjenkó. Rússar hafa fyrir sitt leyti ekki setið auðum höndum á meðan. Þeir hafa hótað gamla landamærahéraðinu hækk- unum á alls kyns tollum og vörum, einkum olíuverði. Slíkt gæti komið illa við stjórnvöld í Kænugarði, þar sem lang- stærstur hluti útflutnings landsins fer til Rússa. Hátt- settur embættismaður, ná- tengdur Pútín Rússlands- forseta, sagði að Úkraína yrði gjaldþrota eftir tollahækk- unina. Pútín sjálfur hefur sagt að verð á jarðgasi til Úkraínu gæti lækkað ef og aðeins ef landið skrifar ekki undir sam- komulagið við Evrópusam- bandið. Hið jákvæða er að hótanir Rússa virðast hafa haft þver- öfug áhrif. Mykola Azarov, for- sætisráðherra Úkraínu, hefur sagt að landið myndi hætta að kaupa jarðgasið frá Rússum lækki verðið ekki og muni leita annarra leiða í orkumálum. Margt bendir því til að Úkra- ínumenn muni taka þá afstöðu að semja við Evrópusam- bandið. Það er vonandi að stjórnvöld þar ákveði að horfa til vesturs frekar en austurs. Það er einnig vonandi að Evr- ópusambandið muni í engu slá af kröfum sínum um lýðræð- islegar umbætur í Úkraínu. Þegar til lengri tíma er litið yrði slík niðurstaða sú besta fyrir gamla landamærahér- aðið. Hvort munu Rússar eða Evrópusam- bandið hafa betur?} Kænugarður á krossgötum GuðmundurStein- grímsson í Bjartri framtíð, líkt og aðrir þingmenn stjórnarandstöð- unnar, hefur mikl- ar áhyggjur af því að í fjár- lagafrumvarpinu séu stigin skref til lækkunar skatta. Í umræðum um frumvarpið lýsti hann efasemdum um að rétt væri að lækka miðþrep tekju- skattsins um 0,8% eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Að hans mati er lækkunin svo lít- il, aðeins nokkur hundruð krónur á viku fyrir með- almann að hans sögn, að fólk munar ekki um hana. Eins og fyrri daginn er al- veg sama hvað gert er í skatta- málum, vinstri menn eru óánægðir nema allar breytingar séu til hækkunar og helst þurfa þær að flækja skatt- kerfið í leiðinni. Ríkisstjórnin kýs að stíga varlega til jarðar í lækkun skatta í sínu fyrsta frumvarpi og þá er gagnrýnin sú að lækkunin sé of lítil og ekki taki því að bjóða fólki upp á svona lítilræði. Ef skattar hefðu verið lækk- aðir svo um munaði, hver ætli gagnrýnin hefði þá verið? Jú, sú sama og oft áður um að rík- issjóður megi alls ekki við því að missa allt þetta fé. Skatt- greiðendur fengju með öðrum orðum aldrei neitt í sinn hlut ef röksemdir vinstri manna réðu ferðinni. Skattalækkanir eru ýmist of miklar eða of litlar að mati vinstri manna} Skattgreiðendur tapa alltaf V erulegur samhljómur er í utanrík- isstefnu fyrirhugaðrar hægri- stjórnar í Noregi og ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins. Til að mynda hvað varðar áherzlu á gerð fleiri fríverzl- unarsamninga við ríki heimsins, þá einkum í gegnum Fríverzlunarsamtök Evrópu (EFTA). Þannig ætti að geta skapazt ágætis samstaða á milli íslenzkra og norskra stjórnvalda í fríverzl- unarmálum en við það bætizt að vafalaust er meiri vilji hjá nýrri ríkisstjórn Noregs að styrkja sambandið við Bandaríkin en var hjá fráfarandi vinstristjórn landsins. Ekki sízt hvað varðar fjárfestingar og viðskipti. Þar er að sama skapi samhljómur með ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins og norsku hægristjórninni sem tekur á næstunni við völdum í Noregi. Ljóst er að vilji er til staðar í þeim efnum hjá Banda- ríkjamönnum. Þannig má nefna að í yfirlýsingu sem send var út 4. september síðastliðinn af hálfu forsætisráðherra Norðurlandanna og Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, er tekið sérstaklega fram að finna þurfi leiðir til þess að auka viðskipti og fjárfestingar á milli Bandaríkjanna ann- ars vegar og Noregs og Íslands hins vegar. Rifja má upp í því sambandi að þegar þreifingar fóru fram um mögulega fríverzlun á milli EFTA og Bandaríkjanna árið 2004 var það að frumkvæði bandarískra stjórnvalda. Hins vegar varð ekkert úr því þar sem búizt var við því að Bandaríkja- menn myndu fara fram á óheftan innflutning bandarískra landbúnaðarvara sem ekki var vilji til að samþykkja af hálfu EFTA-ríkjanna. Sami þröskuldur er einmitt einkum fyrir hendi í fríverzlunarviðræðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem hófust í sumar sem og reyndar ýmis fleiri mál. Fróðlegt verður að sjá hvernig landsbúnaðarmálin verða leyst í þeim viðræðum að því gefnu að þær skili tilætluðum árangri en þar hefur einkum verið sett stórt spurningamerki við innflutning erfðabreyttra bandarískra matvæla. Það er annars skemmzt frá því að segja að aldrei hefur í raun reynt á eiginlegar viðræður um fríverzlun á milli Íslands og Bandaríkj- anna. Þreifingar hafa í mesta lagi farið fram í þeim efnum til þessa. Árið 1994 voru kannaðir kostir og gallar þess að Ísland gerðist aðili að Fríverzlunarsamningi Norður-Ameríku (NAFTA) og sem fyrr segir fóru fram þreifingar árið 2004 að frumkvæði Bandaríkjamanna um mögulegan fríverzlunarsamning á milli EFTA og Bandaríkjanna. Í báðum tilfellum var ekki haldið lengra vegna landbúnaðarmálanna. Vafalaust mætti þó finna lausn í þeim efnum sem tryggði hagsmuni bæði Íslands og Bandaríkjanna. Til að mynda að tollar á landbúnaðarvörur lækkuðu í ákveðnum skrefum yfir langt tímabil, kannski á 10-15 árum, sem veitti nauðsynlegt svigrúm til þess að aðlagast breyttum aðstæðum. Málið snýst í öllu falli um að finna lausnir og virkja þann vilja sem klárlega er fyrir hendi. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Viljinn er fyrir hendi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Vinnuþátttaka ungmenna hefur um langt skeið verið meiri á Ís- landi en annars staðar á Norð- urlöndum að sögn Karls Sig- urðssonar hjá Vinnumála- stofnun. Það að grunnlaun séu almennt lægri hér á landi getur skýrt lengri vinnudag og meiri yfirvinnu og gæti þannig skýrt að ungmenni þurfi að vinna líka til að afla heimilinu tekna. Neyslukrafan gæti líka verið meiri hér en gengur og gerist. Karl segir að atvinnuþátttaka ungmenna hafi minnkað fljót- lega eftir hrun því ekki hafi verið næg vinna í boði en hún sé aftur að aukast. Árið 2008 var at- vinnuþátttaka 16 til 24 ára 79%, fór niður í 73% árið 2009, stóð í 74% árin 2010 til 2011 og í fyrra, 2012, var hún komin í 76%. Í ald- urshópnum 16 til 24 ára féll fjöldi þeirra sem voru í fullu starfi úr 17.000 niður í 13.000 á milli áranna 2008 og 2009 og hefur verið svipaður síðan. Atvinnuþátt- takan eykst UNGMENNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.