Morgunblaðið - 11.10.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.10.2013, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 ✝ Ólöf GuðbjörgTryggvadóttir fæddist í Gler- árþorpi á Akureyri 20. október 1932. Hún lést 27. sept- ember 2013. Foreldrar henn- ar voru Guðlaug Stefánsdóttir, f. 30.10. 1906, d. 25.1. 1989 og Valdimar Tryggvi Ólafsson, f. 15.3. 1900, d. 16.9. 1936. Seinni maður Guðlaugar var Karl Að- alsteinsson, f. 22.8. 1907, d. 1.12. 1987 . Ólöf átti einn bróður, Stef- án Steinar Tryggvason, f. 29.3. 1931, d. 24.2. 2009. Ólöf giftist 28.3. 1964 Guðjóni Birni Ásmundssyni, f. 17.9. 1935, d. 7.6. 2006. Börn þeirra eru 1) Guðlaug Ósk, f. 10.7. 1965, gift Birgi Skjóldal, börn þeirra eru Karen Ósk , Guðjón Óli, og Ólöf Inga. 2) Guð- mundur Karl, f. 19.1. 1967, giftur Sigrúnu Guð- mundsdóttur, börn þeirra eru Valur og Þór, börn Guðmundar Karls af fyrri sambúð með Rann- veigu Hjaltadóttur eru Þórunn Björg og Sigfús Heiðar. 3) Ás- mundur Jónas, f. 27.2. 1968, gift- ur Helgu Maríu Stefánsdóttur, börn þeirra eru Stefanía Ósk, Guðjón Björn og Fannar Snær . 4) Valborg Inga, f. 31.1. 1969, gift Guðjóni Páli Jóhannssyni, börn þeirra eru Jóhann Heiðar, Axel Björn og Lilja Margrét. Tryggvi Stefán, f. 17.7. 1975, börn hans eru Bjarney Berta, móðir hennar er Guðrún Fjóla Bjarnadóttir, Freyja Emelía Rós og Óðinn Guðjón Björn, móðir þeirra er Marti Klaver. Ólöf átti fjögur barnabarnabörn. Ólöf gekk í barnaskóla á Ak- ureyri en fór ung að vinna, hún vann meðal annars við umönn- unarstörf en lengst af í sút- unarverksmiðjunni á Akureyri . Útför Ólafar verður gerð frá Glerárkirkju í dag, 11. október 2013, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Til mömmu. Þú ert gull og gersemi, góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami eilíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi, væntumþykja úr augum skín. Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði – kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm, lætur eiga sig. Trygglynd, trú, já algjört æði. Takk fyrir að eiga mig. Takk fyrir allt, elsku besta mamma mín, söknuðurinn er sár en ég hugga mig við að nú eruð þið pabbi saman og við hittumst aftur. Guð geymi þig, mamma mín. Þín dóttir, Guðlaug Ósk. Nú er ástkæra mamma mín farin mér frá en mun samt alltaf vera mér hjá. Hún var mín stoð og sterka hönd, ef það var eitt- hvað að þá var hún mér ekki fjarri. Hún mamma var hraust og dugleg kona til hins síðasta. Söknuður minn eftir henni er og verður mikill og ást mín til móður minnar enn meiri, ég hefði viljað getað haft meiri tíma með henni. En nú hefur Guð og englar hans kallað hana til sín. Í nóttinni löngu sefur þú vært. Til þess englar koma, bera þig upp, upp til míns föðurs. Þar sem eilífðar ró bíður. (TSG) Þegar ég, Marti, kynntist hon- um Tryggva og kom fyrst til Ís- lands og kynntist henni Ólu eða mömmu eins og ég kallaði hana tók hún á móti mér sem dóttur og ég mun ætíð virða hana og elska enda var hún mér sem móðir þann stutta tíma sem ég var hjá henni og ég mun aldrei gleyma hve góð hún var við mig og börnin okkar. Minning hennar lifir í hjörtum okkar allra sem þekktu hana. Hún var besta mamma í heimi og hún var mamma okkar. Tryggvi og fjölskylda. Elsku amma. Eitt það erfiðasta sem ég hef gert er að setjast niður og skrifa þetta til þín, sætta mig við það að þú sért farin. Mig langar að byrja á að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina. Öll knúsin sem ég hef fengið, tár- in sem þú hefur þurrkað og ráðin sem þú hefur veitt. Ég vil líka þakka þér fyrir hversu yndisleg og góð þú varst við strákana mína, þeir voru heppnir að eiga svona góða langömmu og ég sömuleiðis að eiga heimsins bestu ömmu. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá þig aftur. Að ég fái aldrei aftur símtal á morgnana þar sem þú varst að athuga hvernig strákarnir hefðu það og hvernig gengi. Ég man alltaf eftir því í öll skiptin sem ég gisti hjá þér og afa, þegar við kúrðum okkur saman og þú last fyrir mig Sal- ómon svarta eða söngst fyrir mig lögin þín. Ég man að það mátti allt hjá ömmu og afa. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Ég veit að þú ert á góðum stað og þið afi dansið saman þarna uppi. Ég veit að þú hefur auga með okkur og passar uppá okkur eins og þú gerðir alltaf. Ég mun sakna þín, elsku amma, þar til við hittumst aftur. Þín dótturdóttir, Karen Ósk. Elsku amma. Við sitjum hér saman systk- inin og rifjum upp minningar um þig. Þú varst alltaf svo hress og kát. Aldrei hefði okkur dottið í hug að þú myndir kveðja þennan heim svona snemma. Þegar við sitjum hér rifjast upp svo margar og góðar minn- ingar um þig, elsku amma. Þú varst alltaf svo góð við okkur systkinin, vildir allt fyrir okkur gera og við fyrir þig, elsku amma. Söknuðurinn er svo mikill á þessari stundu og skrítið að geta ekki leitað til þín. Þú munt alltaf eiga stóran part í hjörtum okkar og munum við aldrei gleyma þér. Við munum aldrei gleyma öll- um þeim tíma sem þú eyddir í okkur að horfa á börnin í Óláta- garði eða Emil í Kattholti, spila við okkur eða bara hvað sem okkur datt í hug, aldrei sagðir þú nei við okkur. Guðjón hlær að því þegar þú tókst alltaf tóbaksdósina hans og vildir þefa af henni áður en hann færi, því það minnti þig svo á pabba þinn og hvað þú elskaðir hárið hans, skeggið hans og fannst gott að finna það. Stefí er svo þakklát fyrir að þú fékkst að kynnast dóttur hennar og að hún fékk að kynnast þér, elsku amma mín. Ég man alltaf svo vel þegar ég var að koma norður, þá sagðir þú að ég ætti ekki að hringja í þig fyrr en ég væri komin því þú vildir ekki hafa áhyggjur af mér. Ég verð alltaf litla stelpan þín, alveg sama hvað ég eldist, þú sagðir meira segja við Ingþór að ég væri stelpan þín og hann yrði að vera góður við mig. Þú hugsaðir alltaf svo vel um mig, elsku amma. En nú ertu loksins komin aft- ur til afa og við vitum að hann mun passa þig fyrir okkur. Hvíldu í friði, elsku amma. „É á hi og hú á mi.“ Ég mun alltaf muna orðin okkar, elsku amma. Þín Stefanía (Stefí) og Guðjón Björn. Ólöf Guðbjörg Tryggvadóttir ✝ Jóhanna Dag-mar Pálsdóttir fæddist á Sveðju- stöðum í Miðfirði í V-Húnavatnssýslu 27. apríl 1930. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Garðvangi 4. októ- ber 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin á Sveðjustöðum, Vin- björg Ásta Jóhannsdóttur, f. 17. ágúst 1893, d. 10. janúar 1980 og Páll Theodórsson, f. 17. nóv- ember 1882, d. 20. desember 1939. Jóhanna var 3. í aldursröð 5 systkina. Elstur er 1) Friðrik Theódór, f. 10. nóvember 1926, giftur Lilju Lárusdóttur. 2) Arn- dís, f. 28. janúar 1929, d. 10. maí 2007, gift Ragnari Benedikts- syni. 4) Lára, f. 31. ágúst 1933, d. 31. ágúst 1993, gift Jóni Jóns- syni. 5) Finnbogi, f. 24. júní 1937, var giftur Ingu Helgu Jónsdóttur, nú sambýliskona Unnur Knudsen. Jóhanna eignaðist soninn Pál Stefánsdóttir, f. 1. febrúar 1965, eiginmaður Jósef Hólmgeirsson, þau eiga eitt barn. Jósef á eitt barn frá fyrri sambúð og þrjú barnabörn. Jóhanna ólst upp á Sveðju- stöðum með móður sinni og systkinum en föður sinn missti hún mjög ung. Stundaði hún barnaskóla í farskóla sem var á bæjunum í sveitinni og fram- haldsnám í Reykjaskóla 1946 til 1948. Var hún við nám við Hús- mæðraskólann á Blönduósi 1950-1951. Árið 1959 byggðu þau Stefán nýbýlið Brúarholt og flytja þangað tveimur árum síð- ar. Stunduðu þau þar fjárbú- skap. Árið 1991 flytja þau að Miðgarði 14 í Keflavík. Í Mið- firði tók Jóhanna þátt í ýmsum félagsstörfum, meðal annars kvenfélaginu Iðju og var for- maður þess í nokkur ár. Var hún félagi í leikfélaginu Gretti og söng í kirkjukór Melstað- arsóknar til margra ára. Einnig vann hún um tíma í sláturhúsi Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga og svo á sauma- stofunni á Laugarbakka. Í mars 2013 flyst Jóhanna á Hjúkr- unarheimilið Garðvang. Útför Jóhönnu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 11. októ- ber 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Björgvin, f. 13. apr- íl 1951, með Hilm- ari Daníelssyni, f. 6. desember 1931, flugmanni sem lést í flugslysi 24. maí 1959. Páll er kvæntur Signýju Eggertsdóttur, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. Jóhanna giftist árið 1956 Stefáni Eggerti Péturssyni, f. 23. júní 1932, syni hjónanna Péturs Jóns Vermundssonar og Pálínu Skarphéðinsdóttur. Þau eign- uðust fimm börn, 1) Pétur Skarphéðinn, f. 22. febrúar 1957, eiginkona Sæbjörg Brynja Þórarinsdóttir, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 2) Lovísa Guðlaug, f. 25. apríl 1959, eiginmaður Indriði Þórð- ur Ólafsson, þau eiga tvö börn. 3) Ásta Pálína, f. 25. apríl 1959, eiginmaður Gunnar Már Yngva- son, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. 4) Stúlka andvana fædd 25. apríl 1959. 5) Hrönn Elsku mamma, nú hefur þú kvatt þetta líf. Þú varst þessi sterka kona sem vildir hafa alla í kringum þig. Við höfum verið að kveðja þig. Und- anfarin misseri hefur þú fjarlægst okkur smátt og smátt. Þú hefur átt sífellt erfiðara með að skynja og heyra kveðjur okkar. Og nú ertu horfin úr okkar augsýn til nýrra heimkynna. Eftir standa margar ljúfar og góðar minningar svo skýrar fyrir öllum, minningar úr sveitinni. Það er ljúft að láta hugann reika og rifja upp liðnar stundir frá Brúar- holti. Heimilið sem þið byggðuð svo fagurlega upp frá grunni. Ég man alltaf hvað þú varst glöð þeg- ar við héldum fyrstu jólin á Brú- arholti þó að ekki væru allir hlutir komnir. Það reyndist þér auðvelt að búa til góðan mat, sama hvert hráefnið var enda varst þú snilld- arkokkur. Ég minnist þess hvað þú hafðir það í föstum skorðum hvað væri í matinn. Sem dæmi, var alltaf læri eða hryggur á sunnudögum og svo ávaxtagraut- ur. Ekki var mikið verið að kaupa fötin því þú saumaðir þau á allan mannskapinn sama við hvaða tækifæri ætti að nota þau, svo ekki sé minnst á hannyrðirnar. Mikið yndi hafðir þú af blómum og má segja að það hafi ekki verið til það blóm sem ekki þreifst hjá þér. Hjá ykkur voru allir hlutir á sín- um stað og hreinlæti fyrirrúmi. Fenguð þið viðurkenningu fyrir snyrtimennsku og hvað allir hlutir voru vel til hafðir á Brúarholti. Gestkvæmt var oft hjá ykkur. Í minningu barna okkar standa upp úr réttarböllin í Brúarholti. Fengu börnin þá að fara í fataskáp ömmu sinnar og klæða sig upp að eigin smekk. Þegar þið komuð til Keflavíkur hafðir þú tök á því að hafa allt fólk- ið þitt hjá þér. Liður í því var að í Miðgarði var alltaf veisluborð á sunnudögum. Heyrnin þín var vandamál sem hrjáði þig um langa tíð. Þú dróst þig til hlés vegna hennar. Mér er minnisstætt hvað þér leið oft illa vegna höfuðverkja hér áður fyrr. Fyrir um 5 árum fór að bera á veikindum þínum. Þér tókst lengi vel að leyna þessu. En ef þú varst ekki viss hvað hver og einn hét gastu fengið nafnið fram með ýmsu móti. Þú varst kannski ekki viss með yngstu börnin. Fórstu þá með þau til hliðar og sýndir þeim eitthvað og spurðir svo (hvað heitir þú vinur?). Þegar líða tók á sjúk- dóminn fannst þú þér verkefni sem þú réðir við og það var að prjóna vettlinga. Þú sagðir við mig að þú værir alveg hætt að elda því Stef- áni þætti svo gaman að því. Svona leystir þú málin. Fjölskyldan var þér alltaf efst í huga. Hversu veik sem þú varst orðin spurðir þú alltaf hvort allt væri ekki lagi hjá okkur og hvort allir væru ekki frískir. Elsku Stefán, missir þinn er mikill. Megi góður Guð styrkja þig. Elsku mamma. Nú ert þú á leið til nýrra heimkynna þar sem þínir vinir og ættingjar taka á móti þér opnum örmum líkt og þú gerðir áð- ur fyrr. Þú ert komin á stað þar sem þér líður vel og þú þekkir alla og heyrir í öllum. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið og kennt okkur. Góðar minningar um þig munu lifa með okkur. Megi góður Guð varðveita þig og minningu þína. Þinn sonur, Páll Bj. Hilmars. Meira: mbl.is/minningar Nú er komið að kveðjustund og er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur, elsku amma. Hugur okkar fer í ferðalag við að rifja upp margar minningar sem við eigum frá þér. Það var alltaf mikill spenn- ingur að fara til ykkar afa í sveit- ina, réttirnar og réttarböllin stóðu alltaf fyrir sínu þegar við barna- börnin klæddum okkur upp í fötin þín, þá var dansað, haldin leikrit og veisluföngin ekki af verri end- anum. Það eru ekki jól hjá okkur nema að skera laufabrauð hjá ömmu og afa í Miðgarði. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur, það gerðir þú vel, hvort sem það var að sauma, baka, elda mat eða prjóna sem þú gerðir mik- ið af sérstaklega eftir að þú varðst veik, alltaf með prjónana. Minning um góða konu lifir og munum við segja drengjunum okkar sögur frá elsku ömmu Jóhönnu sem er farin frá okkur. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og við hittumst á ný síðar. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Jóhanna María og Hildur Hilmars. Jóhanna Dagmar Pálsdóttir HINSTA KVEÐJA Hinsta kveðja til tengda- móður. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Sæbjörg Brynja Þórarinsdóttir. Elsku besti Sveinn. Þegar ég fékk fregnir af því í miðjum göngum að þú værir farinn stóð veröldin kyrr í smástund. Þetta gat bara ekki verið satt. Þetta hlaut að vera einhver mis- skilningur. Þú varst örugg- lega á þínum stað í heiðinni að smala eins og aðrir þennan morgun. Svo byrjuðu tárin að renna niður kinnarnar og ótal hugsanir flugu um hugann á meðan hesthófarnir báru mig frá einni þúfunni yfir á þá næstu og svo koll af kolli þar til ég stóð á bæjarhlaðinu, hálf-tilfinningadofin og vildi enn ekki trúa því að þetta væri staðreynd. Jafnvel þó ég hafi fylgt þér til grafar í dag og staðið yfir kistunni þinni í kirkjugarðinum finnst mér þetta enn óraunverulegt. Ég man svo vel okkar fyrstu kynni í Rifós þar sem við unnum saman um tíma. Þar uppgötvuðum við bæði að hvorugt okkar var eins slæmt og við héldum. Eftir að ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þér, óx dá- læti mitt á þér sífellt. Það sem ávallt mun standa upp úr hjá mér þegar ég minnist þín var þessi brennandi ljósi logi inni í þér gagnvart mikilvægi þess að fólk stæði saman í okkar litla samfélagi. Sér í lagi samstaða unga fólksins hér í kring sem þú talaðir oft um að væri svo nauðsynleg, þar sem við værum nú ekki svo mörg hér á sama reki. Það var ekkert nema gott í kringum þig hvar sem þú fórst. Þú varst vinur allra. Ég mun ætíð minnast sím- talsins við þig seint á föstu- dagskvöldið. Þú talaðir svo fallega um vináttu okkar og Sveinn Björnsson ✝ Sveinn Björns-son fæddist á Húsavík 23. maí 1980. Hann lést af slysförum í Keldu- hverfi 28. sept- ember 2013. Útför Sveins fór fram frá Garðs- kirkju 5. október 2013. hvað hún skipti þig miklu máli. Við ákváðum að þegar mesta fjár- stússinu væri lokið, myndum við mæla okkur mót saman og fara og gera eitt- hvað skemmti- legt. Rækta vin- áttuna. Við kvöddumst og hlökkuðum til að hittast á sunnudagsmorgni hér heima á Meiðavöllum til að smala skóginn saman ásamst öðrum sveitungum. Ég ætlaði að taka á móti þér með út- breidda arma þegar þú kæm- ir inn úr dyrunum og faðma þig. En því miður kom sú stund aldrei. Þess í stað bar ég þig með mér í huganum í gegnum skóginn. Elsku Sveinn. Þú áttir svo margt eftir ógert og maður á erfitt með að ímynda sér til- ganginn í því að þú hafir ver- ið kallaður í burtu svo snemma. Við áttum eftir að eiga miklu fleiri stundir sam- an, kynnast ennþá betur og hlæja og skemmta okkur. En ég mun hlýja mér um ókomna tíð við þær góðu minningar sem þú gafst mér. Þú varst mér kær vinur sem ég sakna mikið. Stórt skarð hefur ver- ið höggvið í okkar samfélag hér sem seint mun gróa, ef þá nokkurn tíma alveg. Sveinn minn, þú varst lífið í allri sinni mynd á meðan við fengum þín notið í jarðneskri mynd. Í dag ertu ljósið í allri sinni dýrð og mikilfengleika. Haltu áfram óhræddur þinn veg hvert sem hann nú leiðir þig. Ég held áfram minn veg. Og þarna einhvers staðar í þessu mikla ferðalagi munum við hittast aftur. Þar til sú stund rennur upp mun ég reyna dag hvern að hafa að leiðarljósi allt það góða sem þú gafst mér í veganesti. Fjölskyldu þinni allri votta ég mína dýpstu samúð og sendi óskir um styrk og ljós þeim til handa á þessum þungu og erfiðu tímum. Ágústa Ágústsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.