Morgunblaðið - 11.10.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra sagði á Alþingi í fyrradag að
ástandið á Landspítalanum væri al-
varlegt. Fyrri ríkisstjórn hefði skorið
þar niður inn að beini en það væri
ekki gert í fjárlagafrumvarpi næsta
árs.
„Það breytir því ekki að það er uppi
alvarleg staða þar,“ sagði Bjarni og
bætti við, að það yrði úrlausnarefni
þingsins á komandi mánuðum og ár-
um hvernig bætt yrði úr þessu.
Þetta kom fram í óundirbúnum fyr-
irspurnartíma á Alþingi. Árni Páll
Árnason, formaður Samfylkingarinn-
ar, beindi fyrirspurn til Bjarna og
sagði m.a. að sú athyglisverða staða
væri nú komin upp að fjárlagafrum-
varpið virtist ekki njóta meirihluta-
stuðnings á Alþingi, þar sem forsætis-
ráðherra og nokkrir stjórnar-
þingmenn hefðu tjáð sig opinberlega
um málefni Landspítala og talað fyrir
auknum fjárveitingum til spítalans.
Þar hefðu verið nefndir 3-5 milljarðar
króna.
Þá spurði hann Bjarna hvort hann
væri reiðubúinn að ræða við stjórn-
arandstöðuna um að falla frá þeim
áformum um að minnka álögur á þá
sem best væru færir til að borga
þannig að raunverulega sé hægt að
mæta þörfum Landspítalans fyrir
auknar fjárveitingar.
Mikilvægt að örva vöxt
Bjarni telur mikilvægt að hagkerf-
ið verði örvað til frekari vaxtar og
þannig megi skapa ríkinu frekari
tekjur. „Ég sé ekki fyrir mér að við
hverfum frá þeim skattalækkunum
sem eru í þessu frumvarpi, þvert á
móti vil ég frekar skoða aðrar leiðir,“
sagði Bjarni.
Hann tók fram að frumvarpið hefði
fengið góðan stuðning og undirtektir
hjá báðum stjórnarflokkunum. „Það
sem skilur þetta fjárlagafrumvarp frá
fyrri fjárlagafrumvörpum er að sam-
hliða því eru lagðar fram allar tekju-
öflunarráðstafanir. Við sjáum því
núna heildarmyndina og umræðan
fer fram á grundvelli þess,“ sagði
Bjarni. Mikilvægast væri að örva
hagkerfið til frekari dáða og skapa
þannig ríkinu meiri tekjur.
Bjarni sagði síðar í umræðunni, að
það væri rétt að ríkisstjórnin hefði
þurft að taka margar erfiðar ákvarð-
arnir við að koma fjárlagafrumvarp-
inu saman. „Aðhaldsaðgerðir í frum-
varpinu eru upp á 12 milljarða. Þær
bitna þó ekki á Landspítalanum,“
sagði fjármálaráðherra.
Hann bætti við unnið væri að gerð
langtímaáætlunar um þörfina fyrir
tækjakaup á Landspítalanum. „Við
fáum það skjal vonandi inn í þingið á
næstu vikum til að vinna með en mér
þykir vænst um það, eftir að hafa far-
ið í gegnum 1. umr. fjárlaga, að það er
góður samhljómur í þinginu um það
markmið að skila ekki fjárlögunum í
halla.“
Morgunblaðið/Ómar
Á Alþingi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ræðustól á Alþingi.
Aðhaldsaðgerðir
bitna ekki á LSH
Mikilvægt að örva hagkerfið
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Rangárþing eystra auglýsti nýverið
lausar til úthlutunar lóðir á Hvols-
velli við nýja götu sem verið er að
leggja.
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitar-
stjóri Rangárþings eystra, segir að
þrátt fyrir efnahagshrun hafi sem
betur fer risið eitthvað af nýjum
húsum í sveitarfélaginu.
„Núna erum við að grafa fyrir
götu og gerum ráð fyrir að þarna
verði íbúðir fyrir 60 ára og eldri og
fólk sem þarf hugsanlega á þjónustu
annaðhvort heilsugæslunnar eða
hjúkrunarheimilisins að halda,“
sagði Ísólfur Gylfi, en gatan liggur
nærri bæði heilsugæslunni og hjúkr-
unarheimilinu.
Fimm íbúða raðhús og tvær
parhúsalóðir við Sólbakka
„Gatan mun heita Sólbakki,“ sagði
Ísólfur Gylfi.
Gert er ráð fyrir að íbúðirnar
verði að jafnaði á bilinu 80 til 120
fermetrar að stærð.
Lóðirnar sem um ræðir eru hugs-
aðar undir 5 íbúða raðhús og tvær
parhúsalóðir.
Lóðirnar eru auglýstar lausar til
úthlutunar til 16. október 2013.
Morgunblaðið/Guðmundur Sv. Hermannsson
Sólbakki á Hvolsvelli Byrjað var í síðustu viku að grafa fyrir nýrri götu á
Hvolsvelli. Íbúðir við götuna eru hugsaðar fyrir fólk eldra en sextugt.
Ný gata lögð og nýj-
ar íbúðir á Hvolsvelli