Morgunblaðið - 31.10.2013, Side 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ
Í
slensk börn og unglingar hafa
ekki bara áhuga á að læra
frönsku heldur eiga þau iðu-
lega ekki í neinum erfiðleikum
með námið. Þetta segir Sól-
veig Simha sem kennt hefur
frönsku hjá Alliance Françaiseund-
anfarin ár og kennir að auki nem-
endum í Háaleitisskóla og leikskól-
anum Laufásborg.
„Á Laufásborg fá öll fimm ára
börn vikulegar kennslustundir í
frönsku en á sama leikskóla byrja
börnin að læra ensku við 18 mánaða
aldurinn,“ segir Sólveig og bætir
við að frönskukennslan þar hafi
byrjað í kjölfarið á stuttri kynningu
sem leiddi í ljós að börnin voru
undraskjót að tileinka sér málið.
„Bæði náðu þau strax franska
framburðarhreimnum og mundu
líka mjög fljótt nýju orðin. Þeim
þykir námið skemmtilegt og eru
opin fyrir því að bæði læra nýtt mál
og kynnast nýrri menningu.“
Tala um tónlist
Í Háaleitisskóla er kennslan í boði
sem valfag fyrir nemendur í 8., 9.
og 10. bekk. „Þar var aðsóknin svo
góð að það tókst að mynda tvo
blandaða hópa með samtals 36
börnum sem sitja tvo frönskutíma í
viku. Námið er tekið föstum tökum
en með þeirri aðferð að börnunum
er umfram allt kennt að tjá sig um
það sem þau hafa áhuga á og teng-
ist þeirra reynsluheimi. Þeim geng-
ur betur að læra málið með því að
fjalla um hluti eins og námið og
uppáhaldstónlistina, en hafa hins
vegar ekki mikinn áhuga á eða
gagn af því að læra hvernig á að
panta máltíð á veitingastað eða fá
leiðbeiningar að næsta pósthúsi.“
Kennslan í Háaleitisskóla og
Laufásborg er frekar nýtilkomin en
lengri hefð er fyrir barna- og ung-
linganámskeiðum hjá Alliance
Française á Íslandi. Þar skiptist
kennslan á fjóra aldurshópa: frá 4-6
ára, 6 til 8, 9 til 11 og 12 til 15 ára.
„Við bjóðum upp á frönskukennslu
fyrir íslensk börn sem læra frönsku
sem erlent tungumál og svo eru að
auki sérstök námskeið fyrir
frönskumælandibörn til að hjálpa
þeim að viðhalda og auka
málþekkingu sína.“
Læra á náttúrulegan hátt
Eins og Sólveig hefur áður komið
inn á eru kennsluaðferðirnar fyrir
börnin og unglingana ekki þær
sömu og notaðar eru með fullorðna
nemendur. Aðferðin heitir á
frönsku „méthode actionnelle“ og
vísar til þess að þjálfa börnin í að
tala og nota málið. Þurr og flókin
málfræðin er ekki krufin til mergj-
ar í kennslustofunni heldur kemur
nánast sjálfkrafa með notkun máls-
ins. „Börnin eru því að læra frönsk-
una á svipuðum forsendum og
frönsk börnin læra málið; með því
að nota það og hlusta og þannig til-
einka sér á náttúrulegan hátt t.d.
myndir og tíðir sagnorða,“ útskýrir
Sólveig. „Þessi aðferð sýnir börn-
unum að þau kunna oft meira en
þau halda, og kannast t.d. við ýmis
frönsk orð úr enskunni, dönskunni
eða jafnvel úr íslenskunni og geta
strax notað þennan orðaforða til að
tá sig á einfaldan hátt. Þau prófa
sig áfram, finna leiðir til að gera
sig skiljanleg, og með æfingunni og
áhuganum eykst orðaforðinn og
málfræðiþekkingin.“
Sólveig segir það hafa komið í
ljós í frönskukennslunni hvers ís-
lensk börn eru megnug. Hún segir
íslenskum foreldrum stundum
hætta til að vanmeta námsgetu
barnanna sinna og gera til þeirra
minni kröfur en börnin ráða við.
Hún segir t.d. að það viðhorf sé al-
gengt að íslensk börn séu nærri
ófáanleg til að sinna heimavinnunni
sinni sem skyldi. „Og það gildir um
tungumálanám eins og hvert annað
nám að miklu skiptir að æfa sig
heima. En það hefur sýnt sig að
með réttu hvatningunni leggja
börnin sig mikið fram við heima-
námið og ná mjög miklum árangri í
frönskunáminu. Með rétta kennslu-
efninu og rétta stuðningnum verð-
ur heimavinnan ekki að kvöð held-
ur að skemmtilegri áskorun.“
Matur og menning
Þau börn sem t.d. velja að læra
frönsku í Háaleitisskóla hafa mik-
inn áhuga á náminu og geta náð
miklum árangri ef þau leggja sig
fram segir Sólveig. Eftir nokkra
vetur má eiga von á að þau ekki að-
eins skilji talaða frönsku vel heldur
geti tjáð sig ágætlega. „Viðhorfið
hjá mínum nemendum er oft að
þeim þykir franskan vera eitthvað
æðislegt og spennandi að læra.
Frönsk menning, tónlist, mat-
argerðarhefð og margt fleira
kveikir hjá þeim neistann og fyrir
mörgum þeirra eykur það enn
frekar á áhugann að uppgötva
hversu stór heimur getur opnast
með frönskukunnáttu enda tungu-
mál sem talað er nánast hringinn í
kringum hnöttinn; frá Kanada í
vestri til austasta hluta Afríku.“
ai@mbl.is
Börnunum
þykir franskan
spennandi
Morgunblaðið/Golli
Virkni Sólveig notar kennsluaðferð sem byggist á að fá börnin til að nota málið, frekar en lesa þeim yfir málfræðireglur og beygingar. Þau tala um poppstjörnur frekar en að læra að panta borð á veitingastað.
Franska fyrir börn og unglinga er kennd
í Alliance Française og að auki í leikskólanum
Laufásborg og í Háaleitisskóla. Sólveig Simha
segir börnin eiga auðvelt með námið ef notaðar
eru réttu kennsluaðferðirnar.
Snillingar Nemendurnir segir Sólveig að eigi ekki erfitt með að tileinka sér málið.
Það hefur sýnt sig að með
réttu hvatningunni leggja
börnin sig mikið fram við
heimanámið og ná mjög
miklum árangri í frönsku-
náminu.
Það fjölgar hratt
í nemendahópnum
Aldrei hefur verið auðveldara að koma frönskunni til skila til unga fólksins.
Netið býður upp á hafsjó af töluðu, sungnu, teiknuðu og rituðu efni sem börn-
in geta sökkt sér í ef áhuginn er til staðar. Sólveig segist nýta tölvutæknina
m.a. með því að gera upptökur fyrir börnin að hlusta á í MP3-spilaranum sín-
um eða í tölvunni. „Á netinu finnum við líka ógrynni kvikmynda og sjónvarps-
þátta, og getum með nokkrum músarsmellum hlustað á vinsælustu tónlistina
sem jafnaldrar barnanna í París eru að hlusta á þá stundina.“
Hópurinn sem lærir frönsku virðist stækka með hverju árinu. Gefur Sólveig
sem dæmi að árið 2008 voru fimm börn sem sóttu námskeið hjá henni í Alli-
ance Francaise en þau séu núna um 160 talsins að börnunum í Háaleitisskóla
og Laufásborg meðtölum. „Margir eru að uppgötva þetta nám sem valkost,
og átta sig líka á að frönskunám er ekki svo dýrt –hvað þá ef haft er í huga
hvað námið skilur mikið eftir sig.“