Morgunblaðið - 31.10.2013, Page 9

Morgunblaðið - 31.10.2013, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ | 9 inn á allt augnsvæðið með hyljarabursta nr. 08, sem er nauðsynlegur í burstasettið. Ljós litur er settur yfir allt augnsvæðið með bursta nr. 17 og síðan er dökkgræni liturinn settur á sem lína með bursta nr. 11, alveg að efri og neðri augnhárum til að for- ma. Loks er uppáhalds græni liturinn sett- ur yfir allt neðra augnlokið með bursta nr. 11, gott er að nota bursta nr. 17 til að dreifa vel svo myndist ekki skil. Undir augabrún- ir set ég aðeins meiri ljósan skugga og í augnkrókinn. Það er punkturinn yfir i-ið. Eyeliner er mjög vinsæll en sumum konum finnst hann of flókinn. Hér er smá ráðlegging sem auðveldar verkið: byrjið að móta með svarta linernum í palett- unni, hann er frábær í það og auðvelt að laga ef eitthvað fer út fyrir eða línan verður of þykk. Leggðu línuna fyrst með skugganum og finndu þannig hvernig hún á að vera, þá lita ég í línuna með blautum eyeliner „Artliner“ því hann gefur svo mikla fyllingu og smá lakkáferð. Gangi ykkur vel og munið; æfingin skapar meistarann! Maskari: Hypnôse Drama-maskari frá Lancôme, svartur, var notaður við förðunina. Hann lengir, sveigir og þykkir án þess að klessa augnhárin. Maskari stjarnanna. Kinnar: Þegar ég er að velja kinnalit verð ég að vera búin að ákveða varalit því það er fal- legra að þeir tóni saman. Kaldur með köld- um og heitur með heitum. Rauðar varir urðu fyrir valinu og ætla ég að setja mildan kaldan kinnalit, Blush Subtil nr. 2. Leggið hann á eplið (til að finna eplið er best að brosa þá koma þau strax í ljós), lítið í einu og strjúkið upp á við og betra að vera ekki með of stóran bursta. Varir: Rauðar varir eru í aðalhlutverki í haust. En áherslan var á augun og ofgeri ég því ekki vörunum heldur nota ég mildan rauðan varalit með glossi, Absolu Nu nr. 102. Þegar ég legg varalit nota ég alltaf varalitapensil, þá helst liturinn lengur og verður þéttari.“ Módel: Kristín Liv | Eskimo Models Förðun: Kristjana Rúnarsdóttir, Nation- al Make-up artist hjá Lancôme. jonagnar@mbl.is Rauðar varir í aðalhlutverki í haust Fegurð og glamúr eru ávallt tengd við hátískuborgina París. Franska snyrtivöru- fyrirtækið Lancôme er í fremstu röð á sínu sviði og það er því vel við hæfi að setja upp förðunarþátt með haustlitunum frá Lancôme. L ancôme Paris var stofnað árið 1935 af Armand Petitjean. Í upphafi stóð hann frammi fyrir þeirri áskorun að finna nafn sem bæði gæti staðið fyrir frönsk gæði og glæsileika og myndi henta fyrir alþjóðlega uppbyggingu fyrirtækisins. Nánasti vinur hans, Guillaume d’Ornano, lagði til að nefna fyrirtækið Lancosme, sem er nafn á mið- aldakastala í Vendoeuvres og er í hjarta Frakklands. Stafsetningu nafnsins var síðar breytt á þann veg sem nafnið er í dag – Lan- côme. Gegnum tíðina hafa margar af glæsi- legustu leikkonum heims verið andlit Lan- côme. Þeirra á meðal eru Isabella Rossellini, Juliette Binoche, Kate Winslet, Emma Watson, Penelope Cruz og Julia Ro- berts. Meðal þeirra fyrirsæta sem hafa setið fyrir í herferðum fyrirtækisins eru Carol Alt, Shalom Harlow og Daria Werbowy. Nýjasta andlit Lancôme er Lily Collins, dóttir popparans eilífa Phil Collins. Hún þykir hafa einstaka fegurð til að bera og hefur frísklegu en um leið fáguðu útliti hennar verið líkt við sjálfa Audrey Hepb- urn. Förðunin sem hér má sjá er með haustlit- um Lancôme og það er Kristjana Rúnars- dóttir, National Make-up artist hjá Lan- côme, sem á heiðurinn af henni. Hún leiðir okkur hér á eftir í gegnum ferlið við förð- unina. Gefum henni orðið. Undirbúningur húðar: „Svo að förðunin fái að njóta sín þarf húð- in að vera vel rakafyllt. DreamTone, nýju húðdroparnir frá Lan- côme gefa húðinni jafnan húðtón, auk ljóma og vinna á brúnum blettum. Áferðin er al- veg dásamleg. Fyrir Kristínu nægir Dream- Tone undir farðann því ég nota Visinnaire 1 minute blur, frábæran farðagrunn sem er alveg nýr á markaðnum og einfaldlega sá besti sem ég hef notað og hef þó prófað þá marga. Þessi einfaldlega gerir meira. Ég dúmpa honum létt yfir T svæðið því það er betri aðferð en að strjúka upp. Farði: Teint Miracle farðinn gefur mikinn ljóma og er fullkominn fyrir Kristínu, hann er létt- ur en þekur allar ójöfnur. Hennar litur er númer 01. Byrjið að setja dropa af farðanum á handabakið og berið á andlit með farðab- ursta númer 02. Byrjið frá miðju og stjúkið til hliðar, forðist að nota of mikinn farða. Mjög mikilvægt að nota góðan farða- bursta sem auðveldar og gerir falleg áferð. Augabrúnir: Le Crayon Sourcils auga- brúnablýantur, millibrúnn, nr. 30, er mjög auðveldur í notkun. Þar sem Kristín hefur vel mótaðar augabrún- ir, notaði ég blýantinn aðeins til að fylla upp í augabrúnirnar. Augnförðun: Áhersla er lögð á augnförðun og nota ég til þess Hypnôse Star nr. 2 Khaki Chic palettu sem inniheld- ur 5 augn- skugga, allt sem þú þarft fyrir dag og kvöldförðun; 2 fallega græna tendr- andi tóna, 2 ljósa tóna og eyeliner. Effacernes- hyljarinn er frábær sem augngrunnur og er bor- Morgunblaðið/Golli Barwerd van der Plas for Lancôme ©2013 Gullfalleg Hin 24 ára gamla Lily Collins er sannarlega glæsileg. Hún er nýtt andlit Lancôme. Förðunin sem hér má sjá er með haustlitum Lancôme.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.