Morgunblaðið - 31.10.2013, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ | 11
Þ
rátt fyrir að hafa aldrei
smíðað jafn flotta, jafn
örugga, jafn sparneytna
og jafn vistvæna bíla hefur
árað heldur illa fyrir
frönsku bílrisunum Peugeot, Citroën
og Renault undanfarin misseri.
Mega þeir allir muna fífil sinn feg-
urri hvað afkomu snertir. Ástæðan
er einkum samdráttur í bílakaupum
á krepputíma.
Svo höllum fæti stendur til að
mynda sameinað fyrirtæki Peugeot
og Citroën (PSA), að það hefur átt í
viðræðum um sölu á stórum skerf
samsteypunnar til kínverska bíla-
smiðsins Dongfeng og að franska
ríkið bjargi því frá þroti með kaup-
um á öðru eins af hlutabréfunum.
Sú tilhugsun að Kínverjar eign-
uðust um þriðjung í PSA/Peugeot-
Citroën hefur ekki hugnast Frökk-
um vel og þeir hafa óttast að þetta
yrði kannski bara byrjunin og að síð-
ar meir kæmist fyrirtækið undir full
yfirráð austanmanna, rétt eins og
margt frægt víngerðarhúsið í helstu
vínræktarhéruðum landsins. Svo
erfið er tilhugsunin um missi þess-
ara rótgrónu frönsku tákna mörg-
um, að þeir hinir sömu telja víst að
stofnendurnir, Armand Peugeot,
Andre Citroën og bræðurnir Louis,
Marcel og Fernand Renault myndu
velta sér í gröfum sínum við maka-
skiptin.
Í bili anda Frakkar léttar því nú í
októberlok tók iðnaðarráðherrann
Arnaud Montebourg, sem hvatt hef-
ur Frakka til að kaupa franskt hand-
verk í stað útlends, af skarið. Hann
lýsti því yfir afdráttarlaust að PSA/
Peugeot-Citroën yrði áfram franskt
fyrirtæki um ókomna tíð. Í samtali
við blaðið Le Parisien sagði hann að
höfuðstöðvar PSA yrðu áfram í land-
inu. Með því væri þó ekki sagt að
ekki gæti orðið af því að Kínverjar
fjárfestu í því.
Af orðum fjármálaráðherrans
Pierre Moscovici í byrjun þessarar
viku er PSA nánast í gjörgæslu rík-
isstjórnarinnar, en óhjákvæmilegt
virðist að hún komi að endur-
fjármögnun samsteypunnar. Mosco-
vici tók undir með Montebourg í við-
skiptablaðinu Les Echos að PSA
yrði áfram að vera franskt fyrirtæki.
Þrátt fyrir samkomulag við starfs-
menn um meiri vinnu án endurgjalds
gegn því að frekari fækkun starfs-
manna eigi sér ekki stað hefur mark-
aðurinn efasemdir um framtíðina og
fyrirhugaða hlutafjáraukningu upp á
þrjá milljarða evra. Lækkuðu þannig
hlutabréfin í PSA um 6% sl.mánudag
og skruppu niður fyrir 10 evrur á
hlut. Á fyrri helmingi ársins var 510
milljóna evra hallarekstur á sam-
steypunni.
PSA hefur ekki viljað tjá sig um
hugsanlega aðkomu Dongfeng að
hlutafjáraukningunni en staðfestir
einungis, að verið sé að skoða ný við-
fangsefni á sviði bílsmíði og reksturs
við nokkra samstarfsaðila. Fyr-
irtækið greip fyrr á árinu til fækk-
unar starfsfólks og dró úr afköstum,
m.a. með lokun verksmiðja. Í fyrra
gekk það til samstarfs við banda-
ríska bílrisann General Motors og
seldi honum hlut sem fól í sér eins
milljarðs evra hlutafjáraukningu.
Samkvæmt áætluninni hefði Peu-
geot-fjölskyldan misst yfirráð í PSA
því fjárhagslega innspýtingin hefði
þynnt 25,4% hlut hennar og sömu-
leiðis 38,1% atkvæðamagns hennar.
Í millitíðinni hefur GM dregið úr
samstarfinu við PSA og hafnaði
bandaríski bílrisinn meðal annars til-
boði um samruna sem franska
stjórnin er sögð hafa verið meðmælt.
Eru viðræður PSA við Dongfeng
sagðar hugsanleg skýring á því að
GM hefur kippt að sér höndum, með-
al annars um sameiginlega þróun
nýs undirvagns fyrir bíla af smærri
gerð, í stærðarflokki Citroën C3 og
Peugeot 208. Meðal þeirra mögu-
leika sem þó eru sagðir nú uppi á
borðum er nýtt og aukið og enn
dýpra samstarf við General Motors.
Á fjármálamarkaði gætir óþols
vegna hugsanlegrar aðkomu Dong-
feng en það hefur þótt fara sér mjög
hægt og hikandi í viðræðum við
stjórnendur PSA. Peugeot-
fjölskyldan hefur í tengslum við við-
ræðurnar við Dongfeng gefið til
kynna að hún sé reiðubúin að afsala
sér yfirráðum í PSA. Talsmaður
þessa næst stærsta bílsmiðs Kína
segir að verið sé að skoða „skyn-
semi“ hugsanlegra hlutafjárkaupa
og fyrirtækið yrði að telja sér hag í
því. Fyrirtækin tvö eiga í samstarfi
um bílaframleiðslu í Kína.
Enn eitt útspilið sem verið er að
skoða er að PSA losi sig við bílalána-
banka sinn og selji hann spænska
bankanum Santander, að sögn
fréttavefjarins boursier.com.
Meira fer fyrir PSA í fréttum und-
anfarið en Renault sem verið hefur
stærsti fólksbílaframleiðandi Frakk-
lands. Þótt það glími við erfiðleika
vegna samdráttar í bílasölu eru þeir
lítilræði í samanburði við vandamál
PSA. Hjálpar þar til að Renault náði
mun fyrr fótfestu á vaxandi mörk-
uðum með samstarfi um bílsmíði í
t.a.m. Rússlandi, Kína og Brasilíu.
Þá hafa kaup þess á rúmenska fyr-
irtækinu Dacia reynst gjöful. Á
þriðja fjórðungi drógust sölutekjur
Renault saman um 3,2% frá fyrra
fjórðungi og nam það 8 milljörðum
evra, vegna gengisbreytinga og
stöðvunar starfsemi í Íran.
Stjórnendur Renault sögðu við
birtingu uppgjörs fyrir helgi, að útlit
væri engu að síður fyrir að bílasala
þess yrði meiri í ár en í fyrra og
rekstrarafgangur yrði jákvæður.
Nýskráningar Renault, Dacia og
Samsung merkja hefði aukist um
3,1% í júlí til september. Þá hefði
bílasala þess í Evrópu aukist um
2,5% og horfur væru á að markaður-
inn væri að hætta að dragast saman.
Renault hefur verið í fararbroddi í
þróun og smíði rafbíla, framleiðir
fimm mismunandi gerðir slíkra. Er
hlutdeild þess í rafbílamarkaði í Evr-
ópu 47% það sem af er ári. Þar fyrir
utan eru helstu sölubílar Renault í ár
Mégane og Clio. Nýjar útgáfur þess-
ara bíla hafa séð dagsins ljós reglu-
lega og eiga þessir tveir bílar, ásamt
bílum Dacia, stærstan þátt í því að
bílasala Renault á heimsvísu hefur
aukist í ár. Búast má við að á næsta
ári verði hinn nýi jepplingur Captur
helsta skrautfjöður Renault en hann
hefur rokselst undanfarið, ásamt
nýrri og mjög útlitsbreyttri kynslóð
Scenic.
Citroën hefur verið að ná elds-
neytisnotkun bíla sinna niður og los-
ar smíðisfloti þess aðeins 125,7 g/km
af gróðurhúsalofti. Aðeins Fiat
stendur framar með 118,3 g/km og
Toyota er í þriðja sæti með 126,2 g/
km. Þarna eiga stærstan hlut að máli
C1, C2, C3 og DS3.
Eitt helsta stolt Peugeot um þess-
ar mundir eru nýr 208 Gti og hinn
nýi 308-bíll. Hann hefur hlotið fá-
dæma góða dóma, aksturseiginleikar
sagðir einstakir á hvaða árstíð sem
er og hvaða undirlagi sem er. Er
hann jafnvel sagður bestur í sínum
stærðarflokki bíla. Hann er byggður
á hinum nýja EMP-P undirvagni
sem er 80 kílóum léttari en áður.
PSA er fyrsti bílsmiður heims til
að smíða tvinnbíl með dísilvél auk
rafmótors sem losar minna en 100
grömm af koltvíildi á kílómetra. Þar
er ekki um smábíl að ræða, heldur
200 hestafla fjórdrifinn Peugeot
3008. Þessi bíll með brunavél ein-
vörðungu er einna söluhæsti bíll
PSA í dag ásamt lengri útgáfunni,
5008, og nýrri kynslóð Citroën C4
Picasso. Þá hefur Peugeot 2008, sem
brúar notagildi fólksbíls og fjölnota-
bíls, rokselst undanfarna mánuði.
Aftur á móti er útlit fyrir að tveggja
dyra bílar og blæju- eða felliþaks-
bílar á borð við 206CC, 207CC og 308
CC séu á útleið vegna tregrar sölu.
Í fyrra sendi PSA frá sér sinn
fyrsta Peugeot 208 sem búinn er
þriggja strokka bensínvél. Stenst
hann bílum VW og Ford í þessum
stærðarflokki snúning hvað varðar
bensínnotkun og mengun. Fyr-
irtækið – og einnig Renault – hafa
þrátt fyrir erfiðleika og kreppu ekki
slakað á þróunarvinnu og búast má
við nýjum hugmyndabílum frá þeim,
ekki hvað síst í tengslum við bílasýn-
inguna í París að ári. Skýrast mun á
næstu vikum og mánuðum hvernig
endurreisn PSA reiðir af. Mun það
að einhverju leyti haldast í hendur
við þróun efnahagsmála, en fremur
horfir þar á verri veg í Frakklandi en
sókn á erlenda og rísandi markaði
gæti vegið þar á móti. agas@mbl.is
Kunna enn að búa til fína bíla
Samdráttur í bíla-
kaupum hefur komið
illa við frönsku bíla-
risana Citroën, Ren-
ault og Peugeot. Þeir
luma þó á ýmsum
trompum í ermunum
og nýir spennandi
bílar eru á leiðinni.
Frumherjinn Fyrsti smíðisbíllinn úr bílsmiðjunni Aulnay, árið 1973, var Citroën DS.
PSA
Eðalvagn Aksturseiginleikar hins nýja Peugeot 308 eru sagðir einstakir á hvaða
árstíð sem er og hvaða undirlagi sem er. Sagður bestur í sínum stærðarflokki bíla.
Söluvænn Nýr jepplingur, Renault Captur, hefur rokselst að undanförnu.
Vinsæll Fjórar mismunandi útgáfur af Renault Mégane af 2014 árgerð.