Morgunblaðið - 31.10.2013, Page 12

Morgunblaðið - 31.10.2013, Page 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ S aga Franska spítalans er þrungin hinum samtvinn- uðu örlögum franskra sjó- manna á Íslandsmiðum fyrr á öldum og um leið Ís- lendinga. Um hríð leit út fyrir að húsið myndi einfaldlega fara í glat- kistuna en góðu heilli verður það fært í nýjan og glæsilegan búning næsta vor og opnar þá sem Foss- hótel Austfirðir. Hin franska saga mun eftir sem áður svífa yfir vötnum í hinu nýja hóteli, eins og Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Ís- landshótela, segir frá. „Við áttum ágætissamstarf við Minjavernd þegar við byggðum á sínum tíma hótel í Aðalstræti 16 í Reykjavík, sem núna er Hótel Centrum,“ segir Davíð. „Þau hjá Minjavernd leituðu til okkar með þetta verkefni fyrir austan og þar sem við höfðum verið að svipast um eftir heppilegu húsnæði fyrir hótel í þessum landshluta leist okkur vel á að skoða málið.“ Að sögn Davíðs leist honum og samstarfsfólkinu strax vel á húsið enda myndarlegt bæði og sögufrægt. „Þá er mjög skemmtilegt hvernig búið er að teikna húsið upp fyrir endurbygg- inguna en heiðurinn af því eiga Arg- os arkitektar, þeir sömu og teiknuðu fyrir okkur hótelið í Aðalstrætinu og hafa unnið með fleiri gömul og sögu- fræg hús.“ Franskri sögu haldið til haga Tilbúið hótel verður svo opnað næsta vor og verður í fullri starfsemi næsta ferðasumar hér á landi. „Þetta verða 26 herbergi sem við opnum í fyrstu lotu og svo áformum við að bæta öðrum sex herbergjum við árið 2015. Þetta verða því að minnsta kosti 32 herbergi og svo mögulega eitthvað meira í framtíð- inni.“ Húsið var áður hinn sögulegi franski spítali þar sem franskir sjó- menn fengu aðhlynningu þegar á þurfti að halda eftir átök sín við óvæginn ægi. Hingað reru þeir frá Norður-Frakklandi, einkum frá hér- uðunum Bretagne og Normandí til að sækja þorsk á miðin kringum Ís- land. Að sögn Davíðs verður sögu hússins haldið á lofti í hinu nýja hót- eli með margvíslegum hætti. „Þetta eru fjögur hús í það heila. Aðalbygg- ingarnar tvær verða gamli franski spítalinn og svo læknabústaðurinn,“ útskýrir Davíð. „Á milli þessara tveggja húsa liggur gata sem verður hálfgerð vistgata þar sem gert er ráð fyrir gangandi vegfarendum í bland við hæga bílaumferð. Einnig verður hægt að ganga á milli húsanna í und- irgöngum undir veginn og þar undir verður Franska minjasafnið sem hefur verið á Fáskrúðsfirði. Hluti þess verður einnig í anddyri hót- elbyggingarinnar. Þarna verður sem sagt minjasafn sem verður starf- rækt af sveitarfélaginu.“ Hús í tengslum við hafið Ekki verður þó látið staðar numið með minjasafnið eins og það kemur fyrir heldur bendir Davíð á að hót- elið verði allt meira eða minna með frönskum stíl. „Herbergin verða til dæmis með frönskum nöfnum og veitingastaðurinn á hótelinu, sem mun taka allt að 60 manns í sæti, verður með frönskum blæ, bæði hvað varðar innréttingar og matseð- il. Út af veitingastaðnum er gengt út á verönd sem svo aftur liggur út á bryggju sem gengur út í sjó með út- sýni yfir fjörðinn. Svo þetta verður allt svolítið franskt og tengingunni við hafið og frönsku sjómennina verður haldið ríkulega á lofti. Það er engin spurning.“ jonagnar@mbl.is Ljósmynd/Argos ehf Fáskrúðsfjörður Á þessari mynd sem er frá því um 1911 sést þorpið og franski spítalinn til hægri. Nýtt hótel með frönskum blæ Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði er í hópi sögufrægari húsa á Austurlandi. Þessi merka bygging öðlast nýtt líf á vordögum þegar þar verður opnað nýtt hótel – Fosshótel Austfirðir. Morgunblaðið/Eggert Davíð Torfi Ólafsson Framkvæmda- stjóri Íslandshótela. Ljósmynd/Argos ehf Framtíðin Eins og sjá má á þessum tölvuteikningum er hinu sögufræga húsi franska spítalans sýndur sá sómi sem því ber með fyrirhugaðri endurreisn. Umhverfið er allt hið fallegasta og tengingin við læknabústaðinn undir götuna mun hýsa hluta af Franska minjasafninu. Herbergin verða til dæmis með frönskum nöfnum og veitingastaðurinn á hótelinu, sem mun taka allt að 60 manns í sæti, verður með frönskum blæ, bæði hvað varðar innréttingar og matseðil. Ljósmynd/Argos ehf Skemmdir Franski spítalinn var vanhirtur um áratuga skeið og illa farinn þegar loks var afráðið að endurreisa hann. Hans bíður betri tíð sem hótel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.