Morgunblaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 21
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2013
„Fólk vandar sig við flokkunina og
hlutfall pappírs sem skilar sér til
endurvinnslu eykst jafnt og þétt,“
segir Eygerður
Margrétardóttir,
deildarstjóri hjá
umhverfis- og
skipulagssviði
Reykjavíkur-
borgar. Fyrir
nokkrum miss-
erum var sá
áskilnaður gerður
að Reykvíkingar
skyldu aðskilja
pappír frá blönd-
uðum úrgangi og fara með annað
hvort í grenndargáma eða í Bláu
tunnuna, sem er ætluð undir pappír
sem síðan fer til endurvinnslu. Alls
eru 11 þúsund slíkar tunnur komnar
við hús í Reykjavík en fleiri kostir
bjóðast einnig í þessu sambandi.
Allur pappír má fara í tunnu
Setja má allar gerðir pappírs í
tunnuna bláu, þ.e. dagblöð og tíma-
rit, skrifstofupappír, drykkjarfernur,
bylgjupappa og sléttan pappa til
dæmis utan af morgunkorni. „Fyrir
jólin í fyrra mátti ekki skila jólapapp-
ír í ákveðnum litum en nú hefur
Sorpa horfið frá því og allur pappír
má fara í tunnurnar. Og þar erum við
á góðri leið, það er helst að fernurnar
skili sér ekki,“ segir Eygerður.
Fyrir gráar tunnur fyrir bland-
aðan úrgang er árgjaldið 18.600 kr.
en gjaldið fyrir bláa tunnu er 6.500
kr. Skýrist þessi munur, að sögn Ey-
gerðar, af því að sveitarfélögin
greiða minna til Sorpu fyrir að taka á
móti pappír sem þangað er skilað, en
blandaðan úrgang sem fer í urðun í
Álfsnesi. Pappírinn er hins vegar
fluttur úr landi og endurunninn.
„Það er mikilvægt að úrgangurinn
sé flokkaður vegna þess að pappír er
ekki rusl heldur verðmæti,“ segir
Eygerður.
sbs@mbl.is
11.000 blátunnur
eru nú í borginni
Sífellt meiri pappír til endurvinnslu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sorpa Pappír er ekki rusl heldur
verðmæti ef hann er endurunninn.
Eygerður
Margrétardóttir
Magn pappírs sem Reykvíkingar skila í bláu tunnuna svonefndu fór úr
106 tonnum í nóvember í fyrra í 280 tonn í nóvember sl. Það er 62%
aukning. Á sama tíma hefur hlutur pappírs sem fer í gráar tunnur undir
blandaðan úrgang farið úr 21% í 8%. Blandaður úrgangur sem fór í gráu
tunnurnar var 1.740 tonn í nóvember í fyrra en 1.390 tonn í nóvember sl.
Má ætla að þetta sé árangur þess að fólk er hvatt til endurvinnslu og
vitundar um að verðmæti séu í sorpi.
280 tonn í tunnur í nóvember
BLÁTUNNUPAPPÍR JÓKST UM 62% Á EINU ÁRI
Ágúst Ingi Jónsson
Hjörtur J. Guðmundsson
Fundi um kolmunnaveiðar á næsta
ári lauk í London í gær án niður-
stöðu. Síðustu tvö ár hefur verið
unnið að endurskoðun aflareglu í
kolmunna, en strandríkin komu sér
ekki saman um hvert veiðiálagið ætti
að vera, að sögn Kristjáns Freys
Helgasonar, formanns íslensku
samninganefndarinnar.
Því varð ekki niðurstaða um hver
kvóti næsta árs ætti að vera og verð-
ur nýr fundur boðaður í janúar sam-
hliða fundi um stjórnun veiða á
norsk-íslenskri síld. Auk Íslands eru
Færeyjar, Noregur og Evrópusam-
bandið strandríki í kolmunna. Stofn
kolmunna hefur farið stækkandi síð-
ustu ár.
Fjórir valkostir í veiðiálagi voru
ræddir á fundinum, en þeir eru allir
innan varúðarreglu að mati Alþjóða
hafrannsóknaráðsins, ICES. Miðað
við gildandi aflareglu yrði heildar-
kvóti næsta árs um 950 þúsund tonn.
Samkvæmt samningi strandríkja er
hlutur Íslands 17,6% og kæmu þá
um 154 þúsund tonn í hlut Íslands
eftir að tillit hefur verið tekið til
veiða Rússlands og Grænlands. Mið-
að við mest veiðiálag samkvæmt val-
kostunum fjórum yrði heildarkvót-
inn tæplega 1,5 milljón tonn.
Mun betra tilboð
„Við höfum lagt nýtt tilboð á borð-
ið sem er mun betra en það sem við
höfðum áður boðið Færeyingum,“ er
haft eftir Mariu Damanaki, sjávarút-
vegsstjóra Evrópusambandsins, á
færeyska fréttavefnum Portal.fo í
gær en Damanaki fundaði í gær og í
fyrradag með ráðamönnum í Fær-
eyjum um makríldeiluna.
Haft var eftir Damanaki að góður
möguleiki væri á samningum og að
útlitið væri bjartara eftir fundi með
færeyskum ráðamönnum. Jacob
Vestergaard, sjávarútvegsráðherra
Færeyja, hafi ennfremur sagt að
styttra væri á milli Færeyinga og
Evrópusambandsins en áður, en tím-
inn til þess að semja væri naumur.
Viðskiptaþvinganir
torvelda lausn
Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Jo-
hannesen, hafi gert Damanaki grein
fyrir því að viðskiptaþvinganir sem
sambandið greip til síðastliðið sumar
gegn Færeyingum vegna síldveiða
þeirra torveldi lausn makríldeilunn-
ar. Ef Evrópusambandið felldi þær
úr gildi og hætti hótunum um slíkt
væri hann reiðubúinn að endurskoða
afstöðu sína í makríldeilunni.
Evrópusambandið væntir þess að
fá svar frá Færeyingum í þessari
viku.
Ekki samkomu-
lag um veiðiálag
Ræða kolmunna og síld í janúar
ESB gerir Færeyingum nýtt tilboð