Morgunblaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt þér finnist gaman að tala verður
þú að gæta þess að tölur þínar hafi eitthvert
innihald. Farðu aðra leið heim úr vinnunni og í
aðrar búðir en venjulega.
20. apríl - 20. maí
Naut Með hverju nýju tungli fáum við tæki-
færi til að temja okkur nýja siði. Hættan við
of mörg verkefni er að einhver þeirra sitji á
hakanum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér er ráðlagt að fara varlega í það
að tjá þig við þína nánustu. Kannski þú ættir
að breyta út af venjunni svona einu sinni og
klára verkefnin fyrr.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það getur reynst erfitt að byggja upp
hlutina ef þú hefur ekki allan hugann við það
verk. Þú þarft að vera fljót/ur að hugsa á
næstunni, þín bíður verkefni sem liggur á að
leysa.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú mátt ekki verða svo upptekin/n af
smáatriðunum að þú sjáir ekki skóginn fyrir
trjám. Einhvern tíma í dag leyfir þú ástvinum
að finnast þeir merkilegasta fólk í heimi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú þegar þér finnst þú hafa komist að
niðurstöðu í málinu, áttar þú þig á að um-
hyggja fyrir sjálfum þér og öðrum skiptir
mestu máli. Leiðindi eru ekki á dagskrá hjá
þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er sem öll heimsins vandamál hellist
inn á þitt borð. En vertu óhrædd/ur; þú skilar
þínu og rúmlega það.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér líður eins og þú fáir meira en
bróðurpartinn af erfiðleikum. Láttu til skarar
skríða í vissu máli, þú gætir orðið hissa á út-
komunni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er gott að þekkja sín eigin
takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar
á það reynir. Hlustaðu vandlega á það sem
sagt er og reyndu að draga lærdóm af því.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hafðu vasana opna, veröldin mun
sýna þér mikinn rausnarskap á næstu fjórum
vikum. Gættu þess að blandast ekki persónu-
lega í deilumál.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú munt líklega lenda í snörpum
orðaskiptum við einhvern í dag. Passaðu að
sýna ekki of mikinn áhuga á fyrsta stefnu-
móti.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú finnur til þreytu, hvað er til ráða?
Jú, hvíld. Fólk er tilbúið til að hjálpa þér og
veita þér allan þann stuðning sem þú þarft.
Séra Jón á Bægisá fæddist 13.desemeber 1744 í Selárdal í
Arnarfjarðardölum. Í „Ágripi æfi-
sögu“ hans segir: „Ef lesendur hafa
séð mann, meðallagi að hæð og
grannvaxinn, nokkuð lotinn í herð-
um, með gult, slegið hár, breiðleit-
an og brúnamikinn en þó lítið höf-
uðið, snareygan og harðeygan, sem
í tinnu sæi, bólugrafinn mjög með
mikið skeggstæði, söðulnefjaðan
og hafið mjög framanvert, með-
allagi munnfríðan, útlimanettan og
skjótan á fæti, málhreifinn og kvik-
an, svo líkaminn allur væri jafnan
sem á iði – þá hefði þeir séð þjóð-
skáld Íslendinga Jón prest Þorláks-
son á þroskaárum sínum.“
Mér er auðvitað vandi á höndum
að velja stökur eða erindi eftir séra
Jón, svo að mér varð það fyrst fyrir
að athuga hvað Jóhannes úr Kötl-
um valdi við fæðingardag hans:
Fátæktin var mín fylgikona
frá því ég kom í þennan heim.
Við höfum lafað saman svona
sjötigi vetur, fátt í tveim. –
Hvort við skiljum nú héðan af,
hann veit, sem okkur saman gaf.
Jóhann Sveinsson frá Flögu
kenndi mér fyrstu vísuna sem ég
lærði eftir Jón:
Tunnan valt og úr henni allt
ofaní djúpa keldu;
skulfu lönd, en brustu bönd,
botngjarðirnar héldu.
Það var ekki fyrr en löngu síðar,
sem ég vissi um tildrög vísunnar og
skildi efni hennar: Á alþingisreið
frá Leirá lá hryssa í keldu á Botns-
heiði, sú er Tunna hét; brjóstgjörð
og afturgjörð héldu, öll önnur bönd
brustu.
Fleiri hestavísur Jóns urðu
fleygar. Um horfna hryssu orti
hann:
Hryssu tjón ei hrellir oss,
hress er ég þó dræpist ess;
missa gjörði margur hross;
messað get ég vegna þess.
Um kött:
Monsonía malar vel
með svo löngu skapti,
en þó kemur aldrei mél
út úr hennar kjafti.
Magnús amtmaður beiddi Jón að
kveða til sín beinakerlingarvísu:
Er þér, herra! ætlið að prýða elli mína,
og mig finna eina í leynum,
yðar vísið burtu sveinum!
Þegar Jón var á Leirá orti hann
einhverju sinni í hrakviðri við vota-
band:
Þótt hann rigni, þó ég digni
og þó hann lygni aldrei meir;
skal eg þó lulla, draga og dulla,
og dríta fullan skíta leir.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Á fæðingardegi Jóns á Bægisá
Í klípu
„HANN HEFUR ALLTAF MALAÐ
EINS OG KÖTTUR, ÞANGAÐ TIL
HANN FÓR AÐ GELTA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG KEYPTI HANDA HENNI FRÍSTUNDA-
TRYGGINGU MEÐ 12 MILLJÓNIR Í BÆTUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... frá augnablikinu sem
hann birtist í lífi þínu.
HALLÓ!
OG ÞÁ ER KOMIÐ AÐ
TADDARADDARADDARAAAA!
KATTAVEÐURSPÁ GRETTIS!
ÉG FER EKKERT ÚT Í DAG,
SVO VEÐRIÐ SKIPTIR
EKKI MÁLI.
ÞÚ VARST AÐ HLUSTA Á
TADDARADDARADDARAAAA!
KATTAVEÐURSPÁ GRETTIS!
HAMLET, EFTIR ÞVÍ SEM MAÐUR
ELDIST HEYRIR MAÐUR FÓLK
OFTAR SEGJA AÐ PENINGAR
SKIPTI EKKI ÖLLU MÁLI.
SEM ER
ALVEG
RÉTT ...
ÞAÐ ER TIL DÆMIS
LÍKA GOTT AÐ EIGA
STÓRT HÚS.
Auglýsingar eru eðli sínu sam-kvæmt til þess gerðar að vekja
athygli á einhverju og Víkverji hefur
það fyrir satt að þær hafi virkað vel í
Morgunblaðinu í 100 ár. Í því sam-
bandi má nefna að bækur hafa til
dæmis reglulega verið auglýstar í
blaðinu frá því það kom fyrst út 2.
nóvember 1913 og síðan hafa bækur
selst í bílförmum hér á landi.
x x x
Flestar bækur hérlendis koma útfyrir jólin og hætta er á að marg-
ar hreinlega gleymist í bókaflóðinu.
Þá reynir á auglýsingamáttinn og
veldur hver á heldur.
x x x
Auglýsingar þurfa ekki endilegaað vera sannar og á réttu máli til
þess að ná augum lesenda. Í gær var
Víkverja til dæmis bent á bóka-
auglýsingu, þar sem 24 bækur voru
auglýstar á tveimur síðum í Frétta-
blaðinu. Undir 23 mismunandi bók-
arkápum stóð „Saga Faxaflóahafna
gerð skil með einstökum hætti“.
Undir einni stóð „Saga Faxaflóa-
hafna gerð“. Hvergi var þó að sjá
bókarkápur bókanna Hér heilsast
skipin, þar sem Guðjón Friðriksson
gerir sögu Faxaflóahafna skil með
einstökum hætti í tveimur bindum.
x x x
Í umræddri auglýsingu kemur með-al annars fram að bókin Great De-
signs („Saga Faxaflóahafna gerð skil
með einstökum hætti“) kosti 49.99
kr. Vildartilboð á Save with Jamie
(„Saga Faxaflóahafna gerð skil með
einstökum hætti“) er hins vegar xx
kr. en verðið auglýst 5.999 kr.
x x x
Neðanmáls stendur reyndar ísmáa letrinu að upplýsingar séu
birtar með fyrirvara um villur og
myndabrengl og þess getið að gild-
istími tilboða sé frá xx. nóvember til
og með xx. desember.
x x x
Eftir því sem Víkverji kemst næster xx. nóvember liðinn en um að
gera að drífa sig fyrir xx. desember
til að gera góðu kaupin. Nú er lag,
jólalag, eins og Böddi prentari segir.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Daníel tók til máls og
sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð
til eilífðar, því hans er viskan og mátt-
urinn.“ (Daníel 2, 20.)