Morgunblaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2013
Það er svo sannarlega erfitt að
setjast niður til að skrifa þessi orð
og um leið kveðja elsku ömmu
okkar. Amma hafði oft orð á því
að þegar sá tími kæmi að hún
myndi yfirgefa þennan heim þá
vildi hún ekki að hún yrði dásöm-
uð heldur átti að tala um hlutina
nákvæmlega eins og þeir voru.
Við erum ekki viss um að við get-
um alveg staðið við þau orð enda
var amma okkar frábær kona.
Amma hefur ávallt spilað stórt
hlutverk í lífi okkar allra og eig-
um við ótal margar minningar um
stundir okkar saman, allt frá ró-
legum samverustundum í eldhús-
inu hjá ömmu og afa til Spánar-
ferðar sem við fjölskyldan fórum
með ömmu og afa í tilefni af 70
ára afmæli ömmu. Í aðdraganda
jólanna er ekki annað hægt en að
minnast á allar þær stundir sem
við áttum saman um jólin hvort
sem var í bókabúðinni, á aðfanga-
dag sem við eyddum ávallt með
ömmu og afa eða öll jólaboðin þar
sem öll fjölskyldan kom saman og
átti góðar stundir. Þorláksmessa
er okkur sérstaklega minnisstæð
þar sem bókabúðin var opin til 11
um kvöldið og við hjálpuðum
ömmu og afa að standa vaktina.
Ásta Sigurjóna
Þorsteinsdóttir
✝ Ásta SigurjónaÞorsteinsdóttir
fæddist á Seyðis-
firði 28. maí 1937.
Hún lést á sjúkra-
húsinu á Seyðisfirði
aðfaranótt þriðju-
dagsins 3. desem-
ber. Hún var jarð-
sungin frá
Seyðisfjarðar-
kirkju þriðjudag-
inn 10. desember
2013.
Vinnan í bókabúð-
inni hélt áfram á að-
fangadag en ömmu
munaði þó ekki um
það að sjá um elda-
mennskuna fyrir
okkur öll á aðfanga-
dag og gerði það
ávallt óaðfinnan-
lega. Það er ekki
hægt að segja annað
en að það verði
virkilega skrítið að
hafa ekki ömmu með okkur þessi
jólin.
Amma var ótrúlega dugleg
kona. Hún bað aldrei um hjálp og
hún kvartaði aldrei. Hún gekk
einfaldlega til verka og gerði það
sem þurfti að gera. Öll sú vinna
sem bæði amma og afi lögðu í
rekstur bókabúðarinnar sannar
það mál. Húmorinn hennar var
engum líkur og gat hún svo sann-
arlega fengið okkur til að hlæja.
Hún var einnig skoðanasterk en
bar þó ávallt virðingu fyrir öllum
og vildi engum illt.
Amma hafði alltaf tíma fyrir
fjölskylduna sína og gerði allt
sem hún gat til að láta okkur líða
vel þegar við komum í heimsókn.
Ef ekki var til bakkelsi til að bera
á borð þá þýddi ekkert annað en
að skella í annað hvort vöfflur eða
pönnukökur. Það geta nú allir
verið sammála okkur að það gerði
engin manneskja eins góðar
pönnukökur og hún amma. Helsti
gallinn hennar var kannski sá að
hún setti alla aðra í fyrsta sæti og
átti það til að gleyma að sinna
sjálfri sér. En þannig var amma
einfaldlega, óeingjörn með ein-
dæmum.
Síðustu vikur hafa verið erfið-
ar og það var virkilega erfitt að
horfa á hvernig veikindi ömmu
tóku yfir líkama hennar. Það er
þó ekki að spyrja að því að hún
tók veikindum sínum með algjöru
æðruleysi og líklega var það erf-
iðara fyrir okkur hin að sætta
okkur við veikindi hennar. Við
verðum þó ævinlega þakklát fyrir
að hafa getað átt stundir með
henni þessa síðustu daga í lífi
hennar og við hugsum til allra
okkar stunda með þakklæti og ást
í hjarta.
Amma, við elskum þig og sökn-
um.
Stefanía, Arna og
Stefán Ómar.
Elsku amma, nú þegar komið
er að kveðjustund langar okkur í
nokkrum orðum að þakka þér
fyrir samverustundirnar okkar.
Þær stundir eru okkur mjög
minnisstæðar og við munum allt-
af geyma þær í hjörtum okkar.
Það sem er efst í huga okkar er
gleðin og hlýjan sem var alltaf í
kringum þig. Það var alltaf svo
gott að koma til ykkar afa, sama
hvort það var heim til ykkar eða
niður í bókabúð. Þú varst alltaf
stór partur af lífi okkar og sóttum
við mikið til ykkar afa. Það er svo
ótrúlega margt sem hugurinn
leitar til. Til dæmis jólin á Múla-
veginum, betri jólasósa finnst
ekki og við eyddum miklum tíma í
eldhúsinu að fullkomna hana.
Einnig er bókabúðin minnisstæð,
þar sem við hjálpuðum til, þvæld-
umst fyrir og lékum okkur í
gömlu hlutunum uppi á hálofti.
Ekki síst er desember og Þor-
láksmessan minnisstæð þar sem
allir hjálpuðust að við starfið í
búðinni. Það fannst okkur
skemmtilegur tími. Þar kennd-
irðu okkur margt, t.d. að pakka
inn og það var hlutverk okkar
krakkanna. Við systurnar gátum
samt rifist mikið um hversu mikið
límband átti að nota á hvern
pakka. Ásta notaði of lítið og Her-
dís of mikið. Spilakvöldin eru eft-
irminnileg, þar sem við sátum við
eldhúsborðið og spiluðum tímun-
um saman. Þú varst alltaf svo hæ-
versk og reyndir að kenna okkur
að það þarf ekki alltaf að vinna,
heldur er bara gaman að taka
þátt, þó að árangurinn af þeirri
kennslu hafi aðeins staðið á sér.
Það var sama hvernig stóð á, þú
tókst á móti okkur með brosi og
alltaf var kvatt með kossi þó að
við værum bara rétt aðeins að
skjótast. Minningarnar um þig
eru ótæmandi brunnur, vettling-
arnir sem þú prjónaðir á okkur og
síðar á strákana okkar, pönnu-
kökurnar sem þú bakaðir og
hrökkbrauðið sem var best í
heimi, bara af því að þú keyptir
það. Þegar krakkaskarinn gisti
hjá ykkur, af því að foreldrarnir
voru að fara á ball, útilegurnar
með fjölskyldunni og margt,
margt fleira.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Alla góðu eiginleikana þína
komum við til með að nýta í lífi
okkar og starfi og þannig lifir þú
að eilífu í hjörtum okkar.
Takk fyrir allt.
Ásta Guðrún og Herdís
Jóna Birgisdætur.
Amma mín hefur alltaf verið
stór partur af fjölskyldunni minni
og þegar ég umgekkst hana þá
fylltist maður allur af hlýju og
gleði. Amma mín vildi alltaf að
öllum liði vel í kringum sig og
gerði allt sem hún gat til að gleðja
aðra. Hún var alltaf dugleg og
gafst ekki léttilega upp þegar
maður bað hana um að hvíla sig
og slaka á. Hún vildi alltaf hjálpa
til eins og hún gat.
Ég man þegar amma tók til í
öllum garðinum sínum og tók upp
alla fíflana með fíflabananum sín-
um eins og hún hafði alltaf gert á
hverjum morgni á sumrin. Henni
leist svo illa á þessa fífla að hún
skreið meira að segja undir hjól-
hýsið sitt til að rífa þá upp. Eftir
klukkutíma verk í garðinum hafði
hún alltaf nóg að gera inni og lét
sér alls ekki leiðast. Við bökuðum
oft vínarbrauð og kleinur saman
svo ég gæti tekið bakkelsið með
mér heim.
Amma kenndi mér ýmislegt í
gegnum árin, bæði hvað varðar
eldhússtörfin og hvernig maður
ætti að standa sig í lífinu. Amma
sagði mér að maður þyrfti alltaf
að leggja sig fram og þá myndi
manni farnast vel í lífinu. Við sát-
um oft á kvöldin við eldhúsborðið,
spjölluðum og spiluðum á spil.
Seinasta sumar tók ég ömmu
nokkrum sinnum með mér í sund,
við syntum saman nokkrar ferðir
og slökuðum svo á í heita pott-
inum. Þá var hún í essinu sínu.
Svo fórum við í stuttan göngutúr
og hún fræddi mig um gömlu hús-
in á Seyðisfirði.
Við amma áttum margar
ógleymanlegar og góðar stundir
saman. Amma var sú kona sem
var alltaf til staðar þegar mig
vantaði hjálp með eitthvað á
heimilinu eða annað. Það sem ég
dáðist mest að í fari ömmu minn-
ar var hve andlega sterk hún var
alltaf og hve hjálpfús hún var.
Amma varð alltaf mjög þakklát
fyrir allt sem hún fékk og mis-
munaði engum. Amma verður
alltaf fyrirmyndarkona í mínum
augum og hennar verður sárt
saknað.
Magdalena Bogadóttir.
Ömmur og afar eru á meðal
helstu mótunaraðila í lífi flestra
barna. Frá því var hún amma mín
engin undantekning. Ég veit ég
tala fyrir hönd allra barnabarna
hennar þegar ég segi að amma
mín var ein besta manneskja sem
ég hef hitt og það í alla staði. Hún
var þessi amma sem allir vinir
manns vildu hitta og fara í kaffi
til. Bæði vegna þess að hún var
svo indæl og hlý og vegna þess að
hún var einfaldlega snillingur.
Amma var ekki bara amma
mín, heldur líka ein af mínum
bestu vinkonum. Ég man að þeg-
ar ég var lítil þá var hún oft sú
fyrsta sem ég trúði fyrir því ef ég
var skotin í einhverjum eða gerði
eitthvað af mér í skólanum.
Þegar ég horfi til baka á þann
tíma sem ég fékk með henni
elskulegu ömmu minni get ég
ekki annað en brosað. Öll þau
skipti sem við sátum saman tvær
inni í eldhúsi að spjalla og hlæja
saman. Það er svo margt fallegt
hægt að segja um hana og það
vita allir sem notið hafa þess heið-
urs að hafa hana í lífi sínu. Ég var
að skrolla niður facebook um dag-
inn og sá setninguna „ömmur eru
englar í dulargervi“ – það var hún
amma mín svo sannarlega.
Elsku Amma, orð fá ekki lýst
hversu mikið ég sakna þín.
Þegar ég verð stór ætla ég að
verða alveg eins og þú.
Þín
Ríkey Ásta.
Á þriðjudag var kvödd frá
Seyðisfjarðarkirkju elskuleg og
kær móðursystir mín sem ég
minnist með hlýju og innilegu
þakklæti fyrir allar dásamlegu
stundirnar þar sem mikið fjör og
oftast gleði ríkti.
Ásta var yngst þriggja systra
og bjó hún alla sína tíð á Seyðis-
firði. Ég man fyrst eftir henni og
Ara í nýbyggðri Jóhannesarborg-
inni um árabil og síðar á Múla-
veginum þar sem hún bjó til síð-
asta dags með eftirlifandi manni
sínum. Þau eignuðust fjögur
mannvænleg börn, þau Boga Þór,
Kristrúnu, Þorstein og Bryndísi
sem getið hafa af sér myndarhóp.
Sómahjónin Ásta og Ari áttu og
ráku Bókaverslun A. Bogasonar
og E. Sigurðssonar af miklum
myndarskap í félagi við foreldra
mína. Ásta og Ari voru alla tíð
mjög samtaka og samrýnd hjón,
enda talar maður gjarnan um þau
bæði sem eitt, og gerðu að manni
fannst allt saman hvort sem um
var að ræða á sjó eða landi. Þau
áttu um árabil trillu sem bar
nafnið Kópur og réru þau saman
þegar færi gafst, þ.e.a.s. ef þau
voru ekki að vinna saman í Bóka-
búðinni. Systurnar voru allar
mjög nánar, Anna settist ung að í
Reykjavík en mamma bjó lengst
af á Seyðisfirði. Samgangur var
mikill á milli heimila Ástu og
mömmu og naut ég alla tíð góðs af
því og leitaði oft til Ástu og Ara
auk þess sem afar kært er milli
okkar allra systrabarnanna og
síðar barnanna okkar. Ásta var í
mínum huga mikil og merkileg
dugnaðarkona, vinnusöm og
myndarleg í öllu sem hún tók sér
fyrir hendur og bar heimilið aug-
ljós merki um einstaka hlýju og
huggulegheit hvort sem sneri að
nostursamlegu handverki hennar
eða dásamlegri matar- og köku-
gerð. Ásta var jafnan hress í
bragði og þótti mér hún sérlega
skemmtileg kona enda sótti ég í
návist hennar og þá var gjarna
fíflast svo mikið að maður gat
gjörsamlega grenjað úr hlátri.
Ásta var líka einstaklega næm og
kærleiksrík og alltaf tilbúin ef
eitthvað bjátaði á. Trygg og
traust eins og klettur.
Margs er að minnast og mikils
að sakna. Hjartans þökk fyrir allt
og allt.
Ég vil fyrir hönd fjölskyldu
minnar votta Ara og fjölskyld-
unni allri okkar innilegustu sam-
úð og bið algóðan Guð að vera
með þeim og styrkja á erfiðum
tímum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(V. Briem)
Elínrós Eiríksdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
OLGA ÞORBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR
frá Tungufelli,
sem lést föstudaginn 6. desember, verður jarðsungin frá
Lundarkirkju laugardaginn 14. desember kl. 12.00.
Börn og fjölskyldur þeirra.
✝
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GÍSLI GUÐMUNDSSON
loftskeytamaður,
lést í Sunnuhlíð, Kópavogi, laugardaginn
7. desember.
Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju
þriðjudaginn 17. desember kl. 13.00.
Þóra Elfa Björnsson,
Anne Gísladóttir, Reynir Kristbjörnsson,
Helga Gísladóttir, Einar V. Skarphéðinsson,
Ingibjörg Gísladóttir,
Jósep Gíslason, Guðrún Bjarnadóttir,
Sæmundur Gíslason, María Arthúrsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur minn, bróðir, mágur og frændi,
GUÐJÓN BJÖRGVIN KARLSSON,
Hlein,
Mosfellsbæ,
lést á heimili sínu laugardaginn 7. desember.
Útför hans verður frá Garðakirkju mánudag-
inn 16. desember kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hlein.
Söfnunarreikningur 0113-26-7052, kennitala 680172-0139.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hlein fyrir einstaka umönnun
á liðnum árum.
Þórunn Ragnarsdóttir,
Sigurbjörg Karlsdóttir,
Gísli S. Karlsson,
Sigurgeir Karlsson,
Maira Amanco,
börn og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
BERGÞÓR REYNIR BÖÐVARSSON,
Fífilgötu 2,
Vestmannaeyjum,
lést þriðjudaginn 19. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Sigurlaug Vilmundardóttir,
Marta Bergþórsdóttir, Ásgeir Sverrisson,
Böðvar Vignir Bergþórsson, Bryndís Guðjónsdóttir,
Ólafía Bergþórsdóttir,
Vildís Bergþórsdóttir, Birgir Tómas Arnar,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
vináttu, hlýhug og samúð við andlát okkar
ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
AUÐAR GÍSLADÓTTUR,
Skólabraut 3,
Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 13-E á
Landspítalanum og starfsfólk og heimahjúkrunarþjónusta
að Skólabraut 3 fyrir frábæra umönnun og hlýju.
Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Pála H. Jónsdóttir, Walter Jónsson Ferrua,
Álfhildur H. Jónsdóttir, Þorlákur Guðmundsson,
Dagbjört Jónsdóttir, Sigurður Konráðsson,
Þórhallur Birgir Jónsson, Ásthildur Alfreðsdóttir,
Guðbrandur Jónsson, Dóra Sólrún Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Legsteinn
fullbúinn og kominn
í kirkjugarð
á aðeins
175.000 kr.
Einnig fáanlegur
í öðrum litum
Borðplötur • Legsteinar • Sérsmíði • 554 5100
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið
Minningargreinar