Morgunblaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.12.2013, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2013 Fyrsta desember fór saman upphaf jólaföstu með fullveldisdeginum. Báðir þessir hátíð- isdagar eru að týnast. Fyrsta sunnudag í aðventu eigum við að hefja undirbúning fyrir fæðingu frelsarans inn í líf okkar. Komu Hans, sem gerir alla hluti nýja. Dagurinn á að gefa von og kveikja ljós, sem lýsir upp myrkrið í kring um okkur. Sambandslagasamningurinn 1. desember 1918 markaði fullveldi okk- ar fyrir 95 árum og ætti að vera mesti hátíðisdagur þjóðarinnar og end- urvekja með okkur von um betri framtíð til að verja sjálfstæði landsins og eigið sjálfstæði með eignarrétti. Aðrir gleðidagar virðast hafa tekið við hjá þjóðinni, með allt öðrum for- sendum og fyrirheitum. Síðasta dag nóvember kom ríkis- stjórnin með fyrsta útspil sitt fyrir heimilin eftir maraþonfundi nefnd- arinnar eftir sjö mánaða bið. Fyrir heimilin, sem hafa þolað 450 til 500 milljarða hækkun lána vegna verð- tryggingar, mikla lækkun og skerð- ingu örorkubóta og lífeyris, lækkun launa og lækkun eigna, þá var vissu- lega von vakin. Þessi fyrsta leiðrétt- ing um 80 milljarða plús 70 milljarða fyrir þá sem geta nýtt sér séreignar- sparnað gefur von, einkum þó vegna orða forsætisráðherra um að í fleiri aðgerðir verði ráðist. Hver er vonin hjá um 10 þúsund heimilum sem hafa hrakist á vergang vegna nauðungarsölu fjármálafyr- irtækja undanfarin sex ár? Í þessari fyrstu viku aðventunnar verða boðin upp í lokaaðgerð 88 heimili, þar af 72 á Suðurnesjum og eiga fjölskyldurn- ar þá þrjár vikur til að yfirgefa heim- ilið fyrir fullt og allt. Hvernig verða jólin þeirra eða sjálfstæði og von gagnvart ráðstöfun eða ráðstöf- unarleysi ríkisstjórna? Hver er von eldri borgara og ör- yrkja, sem hafa mátt þola kjara- skerðingu vegna sérstakra laga 1. júlí 2009 og einnig þess að njóta ekki hækkana samhliða hækkun lægstu launa, í allt um 34 milljarða, sem auk þess hafa í mörgum tilfellum veitt veð til barna sinna, sem ganga á að? Fjár- lögin reikna þeim um 1,7 milljarða upp í kjaraskerðinguna, þannig að þeir virðast ekki njóta þessara fyrstu ráðstafana. Hver er von þeirra, sem flúið hafa land sér til bjargar, námsmanna með námslánin, leigj- anda, sem hafa flúið íbúð sína og leigt minna húsnæði til þess að lifa af, þeirra, sem bíða eftir að geta gert sig gjaldþrota, bænda með heimili sín og fyrirtæki á sömu kennitölu, einnig eigenda smárra og meðalstórra fyrirtækja í sömu að- stöðu – þeirra allra gagnvart stökk- breyttum verðtryggðum lánum. Allir í þessum aðstæðum virðast lítið geta notið þessara fyrstu ráðstafana. Vonin er fólgin í aðgerðum til rétt- lætis og sjálfstæðis. Að lög séu sett um afnám verðtryggingar af neyt- endalánum og tímabundið fasta lægri vexti. Að lög séu sett um starfsemi vogunarsjóða, upplýst hverjir séu eigendur og að hætt sé að greiða til þeirra vexti og arð mánaðarlega í er- lendum gjaldeyri, heldur í íslenskum krónum, eins og hæstiréttur hefur kveðið á um. Að lög séu sett um líf- eyrissjóðina, að þeir skili hlut ríkis og sveitarfélaga í skatti af um tvö þús- und og sjö hundruð milljörðum, rúm- lega þúsund milljörðum, en borgi þess í stað út lífeyri skattfrjálst frá og með lögfestingu. Það er vonandi að þessum fyrstu ráðstöfunum fylgi frekari úrræði til þess að heimilin verði sjálfstæð á ný, þannig að fyrsti desember eignist endurnýjað gildi og að á aðventunni birti yfir með ljósi, sem sigrar myrkur og örvæntingu. Von fyrir heimilin? Eftir Halldór Gunnarsson Halldór Gunnarsson »Hver er vonin hjá um 10 þúsund heim- ilum vegna nauðung- arsölu fjármála- fyrirtækja? Í þessari viku verða boðin upp 88 heimili, þar af 72 á Suðurnesjum Höfundur er fyrrverandi sóknar- prestur í Holti. Það gerðist vestur í Bandaríkjunum fyrir tæpum sextíu árum að 12 ára einhverfur drengur var úrskurð- aður fáviti. Hann skoraði 40 stig á greindarprófi. Hann var ekki talandi en hafði þó gengið í skóla í fimm ár. Að þessari greiningu fenginni var skólinn laus við hann, hann var ekki kennsluhæfur. Móðir hans ákvað að hafa hann heima og varð hann mjög sjálfala næstu árin. Um þetta leyti er hann að vaxa út úr einhverfunni, braggast mjög fé- lagslega, er hjálpsamur og verk- laginn. Sautján ára gamall fer hann aftur í greindarpróf og skor- ar þá 137, er þá orðinn afburða- greindur. Er þá tekið til við að kenna honum að tala og lesa. Tal- kennslan gekk upp en lestrar- kennslan misheppnaðist. Var hon- um þá tjáð að hann væri með heilaskaða og myndi aldrei geta lært að lesa eða skrifa eins og venjulegt fólk. Því trúði hann næstu tuttugu árin. Hann naut vel- gengni sem verkfræðingur, (vott- aður), í viðskiptalífi og sem lista- maður. Hann vann markvisst að því að bæta orðaforða sinn og mál- skilning, en lesblindan var leynd- armálið hans. Tuttugu og sjö ára gamall skoraði hann 169 á greind- arprófi. Haustið 1980 uppgötvar hann að hann muni ekki vera með heilaskaða, heldur sé hann með heila sem hann kunni ekki að nota. Í framhaldi af þessari uppgötvun tekst honum, með hugrænni ögun, að ná tökum á lestrinum. Nokkru síðar er komið á fót rannsókn- arhópi, sem undir stjórn doktors í námssálarfræði þróar aðferð til þess að leiðrétta lesblindu. Rann- sóknar- og þróunarvinnan tekur um hálft annað ár en það er fyrst tólf árum síðar sem gefin er út bók um aðferðina. Bókin nefnist „The Gift of Dyslexia“, undirtitill „Why some of the smartest people cant read and how they can learn“. Höfundar Ronald D. Davis og Eldon M. Braun. (Á íslensku „Náðargáfan les- blinda“.) Þessi aðferð við að leiðrétta lesblindu nefnist Davis- lesblinduleiðrétting. Við þróun Davis-kerfisins kom ýmislegt merkilegt í ljós. Til dæm- is að lesblindir virðast almennt hnjóta um tiltekin smáorð þegar þeir eru að glíma við lestur. Þessi orð eiga það sameiginlegt að vera myndlaus. Það kom einnig í ljós að þeir, sem verða lesblindir, eiga það sameiginlegt að hugsa í myndum. Það þýðir, að þegar þeir rifja upp liðna atburði og reynslu þá sjá þeir atburðina fyrir sér í huganum eins og þeir sáu þá gerast. Þeir geta þannig kallað fram í huga sér og horft á myndir af því, sem þeir hafa áður séð og upplifað. Líklegt er að fæst okkar njóti þeirra for- réttinda að geta hugsað þannig í myndum. Hugsun með orðum – eins og að tala við sjálfan sig í huganum – skilar aðeins tveimur til þremur einingum/orðum á sekúndu, en myndhugsuður sér 25 myndir á sekúndu. Hljóðræn hugsun er staðsett í vinstra heilahveli en myndræn hugsun í því hægra og þeir sem hugsa í myndum njóta því meiri virkni hægra heilahvels en almennt gerist enda eru les- blindir gjarnan verklagnir, listræn- ir, frjóir og skapandi. Það má líka orða það svo, að lesblindir séu læs- ari en aðrir á flesta hluti aðra en texta á blaði. Myndhugsuðir eru því ekki les- blindir, þeir lesa umhverfið öðrum betur en þegar þeir koma í skóla og kemur að því að kenna lestur á bók; kenna þeim bókstafi, nöfn þeirra og hljóð, og beita síðan hljóðaaðferð, þá getur svo farið að aðferðin skili ekki árangri. Vanda- málið er síðan skilgreint með les- greiningarprófi, sem staðfestir það sem vitað var, að barnið getur ekki lesið og gefur margslungnar fræði- legar skýringar á þessum vanda barnsins sem nefnist lesblinda. Lesblindan er sögð meðfædd, jafn- vel ættgeng og ólæknandi. Myndhugsandi börn eru mjög viðkvæm fyrir kennsluaðferðum og eigi lestrarkennsla þeirra að ganga upp þá verður hún að fara fram á „öryggissvæði“ þeirra og byggja á reynslu þeirra og myndrænum hæfileikum. Að kenna lestur má ekki snúast um það að teyma ráð- villt og ringlað barn um framandi slóðir merkingarlausra kennileita. Börn læra tungumálið í tveimur áföngum. Fyrst læra þau hljóð- myndir eigin merkingar- mynda/-reynslu, læra að nefna hluti og atburði sem þau varðveita í reynslubankanum. Síðan læra þau hvernig orðin, sem þau geta sagt, líta út – hvernig það, sem þau hafa upplifað og geta sagt frá, er skrifað. Máltakan gengur þá þannig að merkingarmyndir reynslunnar öðlast hljóðmyndir tungumálsins og þessar hljóð- myndir merkingarmyndanna eru síðan varðveittar í rituðu máli. Orð málsins eiga sér þannig þrjár myndir, merkingarmynd, hljóð- mynd og sjónmynd. Þegar börn þekkja sjónmyndir þeirra orða, sem þau hafa á valdi sínu og eiga innistæðu fyrir í reynslubankanum, þá hafa þau lært að lesa. Með Davis-aðferðinni er hægt að kenna þeim að lesa sem hljóðaað- ferðin gefst upp á og sendir frá sér sem lesblinda. Lesblinda – hvað er til ráða? Eftir Sturlu Kristjánsson » Að kenna lestur má ekki snúast um það að teyma ráðvillt og ringlað barn um fram- andi slóðir merking- arlausra kennileita. Sturla Kristjánsson Höfundur er sálfræðingur og Davis- ráðgjafi. Aukablað alla þriðjudaga GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Frá okkur færðu skyrturnar þínar tandurhreinar og nýstraujaðar Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 ÞVOTTAHÚS EFNALAUG DÚKALEIGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.