Morgunblaðið - 13.01.2014, Qupperneq 14
GRUNNSKÓLINN
FRÉTTASKÝRING
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Þjónustustig íslenskra grunnskóla
er hátt, en hér er rekinn skóli án
aðgreiningar þar sem minna en
0,5% nemenda á grunnskólaaldri
er í sérskólum og 0,5% eru í sér-
úrræðum innan grunnskóla. Fjöl-
margir hafa orðið til að gagnrýna
þessa skólastefnu og segja ekki
hægt að framfylgja henni við nú-
verandi aðstæður í skólakerfinu.
En fyrir hvað stendur skóli án
aðgreiningar? Í aðalnámskrá
grunnskóla segir að allir nem-
endur eigi rétt á að stunda nám í
almennum skólum án aðgrein-
ingar, sem öll börn eigi rétt á að
sækja. Þar er átt við grunnskóla í
heimabyggð eða nærumhverfi
nemenda þar sem komið er til
móts við náms- og félagslegar
þarfir hvers og eins. Gengið er út
frá því að allir fái jöfn eða jafngild
tækifæri til náms og að námið sé á
forsendum hvers einstaklings. Í
skóla án aðgreiningar er einnig
samkvæmt grunnskólalögum og
aðalnámskrá möguleiki fyrir nem-
endur að stunda nám í sérskóla ef
foreldrar og sérfræðingar skóla
meta aðstæður nemandans þannig
að þeim sé fyrir bestu að stunda
þar nám. Samkvæmt ákvæðum í
aðalnámskrá grunnskóla skulu
hagsmunir barnsins ráða niður-
stöðunni.
Þetta er opinber skólastefna Ís-
lands, sem er bundin í alþjóða-
samþykktir. Stefnan um skóla án
aðgreiningar var lögfest með
grunnskólalögum sem tóku gildi
árið 2008 og var síðan útfærð í
reglugerðum við lögin og aðal-
námskrá árið 2011. Stefnan nær
einnig til leik- og framhaldsskóla.
Undanfarna mánuði hefur verið
unnið að greiningu á framkvæmd
stefnunnar á vegum mennta- og
menningarmálaráðuneytisins, Fé-
lags grunnskólakennara og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og er
niðurstaða væntanleg í febrúar.
Könnun, sem gerð var meðal
grunnskólakennara sumarið 2012,
sýndi að stór hluti þeirra hefur
neikvætt viðhorf til skólastefn-
unnar.
„Við þurfum að velta því vel og
vandlega fyrir okkur hvernig við
viljum hafa grunnskólann. Spyrja
okkur áleitinna og krefjandi
spurninga,“ segir Illugi Gunn-
arsson, mennta- og menningar-
málaráðherra. „Við viljum fá að
vita hvort við séum að ná góðum
árangri með þessari stefnu, hvað
við séum að gera vel og hvað við
þurfum að gera betur. Ég held að
það sé löngu orðið tímabært.“
Opinskárrar umræðu er þörf
Er það ekki nokkuð sterk vís-
bending um að endurskoða þurfi
núverandi skólastefnu, þegar stór
hluti grunnskólakennara hefur
þessa afstöðu til hennar? „Við
fáum mismunandi skilaboð um
þetta úr öllum áttum. Við heyrum
að sumir foreldrar eru ánægðir
með hana, aðrir óánægðir. Við
þurfum að átta okkur á því hvar
við stöndum og hvað við viljum
gera. Það er fyrsta skrefið,“ segir
Illugi. „Við þurfum að vera tilbúin
að ræða þetta opinskátt og mér
hefur stundum fundist varðandi
skóla án aðgreiningar að það sé í
gangi viss feimni við að ræða mál-
in. Það var farið í gang með þessa
stefnu, hún hefur mikið til síns
ágætis og ég held að það sé mjög
hollt fyrir börnin að vera í fjöl-
breyttu umhverfi og að börn með
sérþarfir séu í almennum grunn-
skólum.“
Skortur á markvissri
innleiðingu
„Ég held að langflestir þeirra
sem starfa í grunnskólunum hafi
fulla trú á hugmyndafræðinni,“
segir Svandís Ingimundardóttir,
skólamálafulltrúi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga. „En það er
ekki það sama og að hafa trú á
framkvæmdinni. Flestir þeirra
sem starfa í grunnskólunum vilja
geta sinnt öllum nemendum sam-
kvæmt getu þeirra og þroska. En
það, hvernig tekst að framkvæma
þetta, er það sem kennarararnir
hafa áhyggjur af og telja sig hrein-
lega ekki hafa þá þekkingu og
færni sem þarf til þess að sinna
svona fjölbreyttum hópi.“
Svandís segir að mikla fjölgun
ófaglærðs starfsfólks í grunn-
skólum megi rekja til fram-
kvæmdar þessarar skólastefnu.
„Við teljum að innleiðing þessarar
stefnu hafi aldrei farið markvisst
fram. Að þetta hafi verið ákvörðun
yfirvalda um að svona skyldi skól-
inn vera. Það kom aldrei fram nein
aðgerðaáætlun til innleiðingar á
stefnunni og hún var aldrei kostn-
aðarmetin. Það er ekki nóg að
taka ákvörðun, það þarf að vera
hægt að fylgja henni eftir og meta
árangurinn. Við höfum óskað eftir
því frá 2008 að gerð yrði úttekt á
grunnskólunum, það hefur engin
fagleg úttekt farið fram á því
hvernig til hefur tekist með yf-
irfærslu grunnskólanna til sveitar-
félaganna. Við verðum að hafa
upplýsingar um árangurinn hér á
heimavelli, ekki bara í alþjóðlegum
samanburði. Við getum ekki lokað
augunum fyrir því að mjög margt
þyrfti að vera framkvæmt með
skilvirkari hætti til þess að stefnan
nái alls staðar fram að ganga, til
þess að lögin séu uppfyllt.“
Ráða sveitarfélögin við að fram-
fylgja stefnunni samkvæmt lögum?
„Sérfræðiþjónusta sveitarfélag-
anna er ekki alls staðar nægilega
burðug til þess að hafa á að skipa
sérfræðingum sem geta aðstoðað
kennara við að sinna nemendum
með allskyns ólíkar sérþarfir,“
segir Svandís.
Morgunblaðið/Eggert
Allir fái jafngild tækifæri til náms
Íslenskir grunnskólar eru án aðgreiningar Segja að markviss innleiðing stefnunnar hafi aldrei
farið fram „Við verðum að velta því vandlega fyrir okkur hvernig við viljum hafa grunnskólann“
Grunnskólanemendur
Stefnan um skóla án að-
greiningar var lögfest
með grunnskólalögum
sem tóku gildi árið 2008.
Fjöldi grunnskóla eftir landshlutum 2012
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga
Hö
fuð
bo
rga
rsv
æð
ið
ut
an
Re
yk
jav
íku
r
Re
yk
jav
íku
rb
or
g
Ve
stu
rla
nd
Su
ðu
rn
es
No
rð
ur
lan
d v
es
tra
Ve
stfi
rð
ir
Au
stu
rla
nd
No
rð
ur
lan
d e
ys
tra
Su
ðu
rla
nd
45
40
35
30
25
20
15
10
5
0
42
29
9 10
12
7
26
14
18
Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heim-
ilis og skóla, landssamtaka foreldra, segir nokkuð
um að foreldrar hafi samband við samtökin til að
lýsa yfir efasemdum um framkvæmd skóla án að-
greiningar. „Við erum fulltrúar mjög breiðs hóps for-
eldra sem hafa mismunandi skoðanir. Við höfum
heyrt á foreldrum barna sem þurfa meiri þjónustu
að skóli án aðgreiningar sé ekki að virka fyrir þau
sem skyldi,“ segir Hrefna.
„Það er ekkert athugavert við þessa stefnu og við
viljum auðvitað að öll börn fái tækifæri til að
blómsta á eigin forsendum. En það má ekki bara vera í orði, heldur einn-
ig á borði. Það vantar fjármagn, fagfólk og stuðning til skólanna til að
hægt sé að framfylgja þessari stefnu. Til þess að þessi skólastefna
virki, þá þarf að taka hana alvarlega.“
Hrefna
Sigurjónsdóttir
Má ekki bara vera í orði