Morgunblaðið - 13.01.2014, Page 17
FRÉTTIR 17Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2014
Viltu læra bridge?
Bridgesambandið getur útvegað leiðbeinendur fyrir hópa,
fyrirtæki og skóla, og einnig forgefin spil. Guðmundur Páll
Arnarson starfrækir Bridgeskólann, þar geta þeir lært sem eru
að stíga sín fyrstu skref í bridge og einnig þeir sem vilja bæta
við kunnáttu sína.
Námskeið í Bridgeskólanum hejast 20. janúar n.k.
Upplýsingar hjá Guðmundi Páli í síma 898 5427
eða á gpa@talnet.is.
Bridgefélög og klúbbar eru starfræktir um allt land – upplýsingar á bridge.is
Bridgesamband Íslands – Síðumúla 37 – 108 Reykjavík – sími 587 9360 – www.bridge.is
Bridge gerir lífið skemmtilegra
Árlegt alþjóðlegt stórmót
Icelandair Reykjavík
Bridgefestival fer fram dagana
23.-26. janúar 2014,
skráning á bridge@bridge.is
Landslið Íslands í bridge hefur náð langt í alþjóðlegummótum,
það vann síðast Norðurlandameistaratitil í maí 2013.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Skæður sjúkdómur hefur skotið upp
kollinum á bandarískum svínabúum
og gæti mögulega haft mikil áhrif á
framboð svínakjöts þegar fram líða
stundir. Verð hefur þegar hækkað á
framvirkum samningum um svínaaf-
urðir.
Markaðsfréttavefurinn Market-
Watch greinir frá að sjúkdómurinn
hafi greinst á býlum í 22 ríkjum vest-
anhafs. Um er að ræða vírus sem
fyrst varð vart við í apríl og leggst
einkum á ungviðið. Á ensku heitir
sjúkdómurinn Porcine epidemic di-
arrhea virus, skammstafað PED,
sem á íslensku mætti þýða sem smit-
andi niðurgang. Veldur vírusinn
kröftugum niðurgangi og uppköst-
um sem hafa reynst banvæn fyrir
ungsvín.
Vírusinn á ekki að ógna heilsu
mannfólks eða gera svínakjötið
hættulegt til manneldis en þegar erf-
iðlega gengur að koma ungviðinu á
legg er ljóst að bændur koma minna
magni af kjöti á markað.
Vírus náskyldur þeim bandaríska
gerði óskunda í kínverska svína-
kjötsgeiranum árið 2012.
Telja 10% gylta bera vírusinn
Bandarískir bændur þurfa ekki að
tilkynna til stjórnvalda hversu mörg
dýr drepast vegna sjúkdóma eða
annarra þátta og er því ekki með öllu
ljóst hversu mikil áhrif vírussins eru.
Matvælarisinn Smithfield Foods,
stærsti framleiðandi svínakjöts í
heiminum, áætlar að um 10% af full-
orðnum gyltum í Bandaríkjunum
hafi smitast af vírusnum sem svo
getur borist áfram til afkvæma
þeirra. Segir Smithfield Foods að á
bilinu tvær til þrjár milljónir svína
gætu glatast vegna þessa, jafngildi
3% af heildarframleiðslu bandaríska
svínageirans.
Frá því í desember hefur mark-
aðsverð á svínaafurðum hækkað um
6% vestanhafs.
Svínaveiki herjar á
bandarískan landbúnað
Líklegt til að hækka verðið á beikoninu og grísasteikinni Talið að tvær til
þrjár milljónir svína á bandarískum býlum muni drepast vegna veikinnar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Afföll Framboðið á svínakjöti gæti minnkað vestanhafs vegna áhrifa vírussins sem nú gengur. Mynd úr safni.
Slæmar bandarískar atvinnutölur
fyrir desembermánuð komu sér vel
fyrir gullið á föstudag. Atvinnutöl-
urnar fengu fjárfesta til að hugsa sig
tvisvar um í sambandi við batahorf-
urnar í atvinnulífinu og leita í gullið
sem öryggisráðstöfun, eins og van-
inn er þegar slæmar fréttir berast.
Framvirkir gullsamningar með af-
hendingu í febrúar hækkuðu um
1,4% á föstudag og enduðu í 1.246,90
dölum á únsuna á markaðinum í
New York. Nam styrking gullsins
0,7% yfir vikuna.
Silfur tók líka ágætan kipp á
föstudag, hækkaði mars-silfrið um
2,7% og endaði í 20,22 dölum á úns-
una með rétt tæplega 0,1% styrkingu
yfir vikuna.
Af öðrum málmum ber að nefna
platínu með afhendingu í apríl um
1,2% og endaði í 1.436,90 dölum á
únsuna með 1,6% hækkun yfir vik-
una. Palladíum með afhendingu í
mars hækkaði um 1,3%, endaði í
746,5 dölum á únsuna með um 2%
vikuhækkun, skv. úttekt Market-
Watch. Hágæðakopar með afhend-
ingu í mars styrktist sömuleiðis um
1,3%, endaði í 3,34 dölum á pundið
með um hálfs prósents lækkun yfir
vikuna. ai@mbl.is
AFP
Glóandi Mynd úr safni af sviss-
neskum gullstöngum.
Verð á gulli
hækkar