Morgunblaðið - 13.01.2014, Síða 19

Morgunblaðið - 13.01.2014, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2014 tímanlega. Ekki geyma það til síðasta dags skila atkvæði þínuMundu að FLÓABANDALAGIÐ ATH! Atkvæði póstleggist í síðasta lagi 18. janúar 22. janúar er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ariel Sharon, fyrrverandi forsætis- ráðherra Ísraels, er látinn, 85 ára að aldri, eftir að hafða legið í dái í átta ár, frá árinu 2006. Dánarorsök Sharon eru sögð hafa verið hjartabilun en líf- færi hans voru farin að gefa sig að sögn lækna. Sharon varð forsætisráð- herra Ísraels árin 2001 til 2006 þegar hann fékk sitt annað heilblóðfall og lagðist í dá. Sharon var fæddur í Palestínu árið 1928 á þeim tíma þegar Bretar fóru með stjórn á svæðinu. Hann tók þátt í sjálfstæðisstríði Ísraels og varð snemma einn af dáðustu herforingj- um landsins. Sharon barðist í fjórum stríðum fyrir Ísrael en eftir stríðið við Egypta árið 1973 snéri hann sér að stjórnmálum og tók þá m.a. þátt í því að stofna Likud-flokkinn. Ariel Sharon gegndi starfi land- búnaðarráðherra í ríkisstjórn Menac- hem Begins og hann varð einnig varn- armálaráðherra Ísraels og stjórnaði í því embætti stríðinu við Líbanon árið 1982. Hann þurfti að segja af sér emb- ættinu þegar ísraelsk rannsóknar- nefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann bæri ábyrgð því að líbanskir skæruliðar drápu hundruð Palestínu- manna í flóttamannabúðum sem voru á valdi Ísraelshers. Sharon var lengi einn helsti tals- maður landtöku gyðinga á herteknu svæðunum. Það kom því mörgum á óvart þegar hann breytti óvænt um stefnu árið 2005 og ákvað að láta leggja niður landnemabyggðir á Gaza-svæðinu og kallaði herlið Ísr- aela á svæðinu heim. Sama ár gekk hann úr Likud-flokknum og stofnaði miðflokkinn Kadima áður en hann veiktist og féll í dáið. Leiðtogi kvaddur EPA Leiðtogi Ariel Sharon var dáður leiðtogi í Ísrael, bæði í hernum sem herfor- ingi og á hinu pólitíska sviði sem meðal annars forsætisráðherra.  Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, látinn Vitali Klitsjkó, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Úkraínu, hvet- ur leiðtoga Evr- ópusambandsins og annarra Evr- ópuríkja til að beita ríkisstjórn Úkraínu við- skiptaþving- unum. Mikil mótmæli hafa verið í Úkraínu síðan Viktor Janúkovits, forseti landsins, upplýsti um samning sem tryggir mjög náin efnahagsleg tengsl milli Úkraínu og Rússlands. Vitali Klitsjkó hvatti til viðskiptaþvingana eftir að minnst tíu manns slösuðust í átökum lögreglunnar við mót- mælendur í Kænugarði. Mótmæli hafa staðið yfir í átta vikur en Úkraínumenn krefjast þess að ríkisstjórn landsins eigi frekar samstarf til vesturs við Evrópusambandið en að halla sér til austurs til Rússlands. Í frétt- um BBC kemur fram að það ráð- ist á næstu dögum hvort stjórn- arandstöðuhreyfingin heldur velli. ÚKRAÍNA Vill að Evrópuríki beiti þvingunum Bretar hertu reglur um bótaréttindi í byrjun árs þegar Búlgarar og Rúm- enar fengu aðgang að breskum vinnu- markaði með sama hætti og aðrir þegnar Evrópusambandsins. Nýju reglurnar í Bretlandi hindra innflytj- endur í að þiggja bætur fyrstu þrjá mánuði eftir að þeir flytja til landsins. Iain Duncan Smith, velferðarmála- ráðherra Bretlands, vill þó ganga lengra og skerða rétt til bóta fyrstu tvö árin eftir að innflytjendur koma til Bretlands. Þá hefur hann leitað sam- starfs við önnur ríki Evrópusam- bandsins um að stöðva bótaferða- mennsku innan sambandsins. EPA Bætur Velferðarmálaráðherra Bretlands, Iain Duncan Smith, vill hertar reglur um bótaréttindi innflytjenda í Bretlandi. Bretar vilja stöðva bótaferðamennsku Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.