Morgunblaðið - 13.01.2014, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2014
✝ Leifur Þor-steinsson ljós-
myndari fæddist í
Reykjavík 27. nóv-
ember 1933. Hann
lést á krabbameins-
deild LSH 28. des-
ember 2013.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn
Loftsson, f. 14.11.
1890, d. 1961, vél-
fræðingur og vél-
fræðiráðunautur, og Pálína
Vigfúsdóttir, f. 3.4. 1895, d.
1973, húsmóðir.
Systkini Leifs eru Loftur, f.
1925, verkfræðingur og fyrrv.
forstjóri. Sólveig, f. 1927, d.
1993, gjaldkeri.
Leifur kvæntist 16.8. 1955
Friðriku G. Geirsdóttur, f. 18.7.
1935, myndlistarkonu og graf-
ískum hönnuði. Hún er dóttir
Geirs G. Gunnlaugssonar,
bónda, og Kristínar Björns-
dóttur húsmóður. Börn Leifs og
Friðriku eru: 1. Björn Geir, f.
24.11. 1957, skurðlæknir,
kvæntur Sigrúnu Hjartardóttur
kvensjúkdóma- og fæð-
ingalækni, f. 1960. Börn þeirra:
a. Hjörtur Geir, f. 1989, B.Sc.í
iðnaðar- og vélaverkfræði. b.
Ólafur Hrafn, f. 1992, verk-
fræðinemi í HÍ, unnusta hans er
Í árslok 1962 fluttu Leifur og
Friðrika heim og stofnaði hann
við annan mann ljósmyndastof-
una Myndiðn 1963. Eftir 1976
rak hann Myndiðn sem eini eig-
andi allt til ársins 2003. Leifur
var frumkvöðull á sínu sviði
ljósmyndunar hér á landi. Þekk-
ing hans á ljósfræði og efna-
fræðilegri hlið ljósmyndunar
var mikil og vel metin. Hann
fylgdist ætíð vel með og sótti
nýja þekkingu jafnharðan. Þeg-
ar tölvutæknin tók við var hann
einna fyrstur hér á landi að til-
einka sér ljósmyndavinnslu með
þeirri tækni. Leifur var virkur í
félagsmálum ljósmyndara.
Hann sat um tíma í stjórn Ljós-
myndarafélags Íslands og var
formaður Norrænu ljósmynd-
arasamtakanna frá 1991 til
1993. Leifur kenndi fræði sín
alla tíð, fyrst á vegum Ljós-
myndarafélagsins við Iðnskól-
ann og síðar við MHÍ og
Listaháskólann þar sem hann
lauk störfum 72 ára að aldri.
Gegnum allan sinn starfsferil
og fram til hins síðasta stundaði
hann ljósmyndun einnig sem
listgrein. Hann hélt fjölda
einkasýninga og tók þátt í sam-
sýningum bæði heima og er-
lendis. Um það leyti er hann
veiktist síðastliðið haust, hélt
hann sína síðustu sýningu á nýj-
um svart-hvítum verkum, sem
hann kallaði „Dreggjar sumars-
ins“.
Útför Leifs fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag, 13. janúar
2014, og hefst athöfnin kl. 15.
Unnur Bergmann,
f. 1992, tann-
læknanemi. c. Frið-
rika Hanna, f.
1999, nemi. 2.
Drengur, óskírður,
f. 22.11. 1963, and-
aðist samdægurs.
3. Þorsteinn Páll, f.
13.12. 1967, hús-
gagnasmiður og
sagnfræðinemi,
ókvæntur.
Leifur ólst upp í foreldra-
húsum í Reykjavík. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR 1955. Leif-
ur og Friðrika kynntust í MR.
Sumarið eftir stúdentspróf
leiddust þau heim til séra Þor-
steins Björnssonar í Garða-
stræti þar sem hann gaf þau
saman. Þremur dögum síðar
flugu þau til Kaupmannahafnar
til náms. Leifur stundaði nám
við Kaupmannahafnarháskóla í
eðlis- og efnafræði 1955 til
1958. Hann söðlaði þá um og
hóf nám í ljósmyndun við Dansk
fotografisk forenings fagskole.
Efnafræðikunnáttan tryggði
honum námsstöðu hjá Selzer
ljósmyndara þar sem hann sér-
hæfði sig í litframköllunartækni
og auglýsinga- og iðnaðarljós-
myndun. Hann lauk sveinsprófi
1961.
Í dag kveðjum við elskulegan
tengdaföður minn, Leif Þor-
steinsson, sem lést eftir snarpa
baráttu við illkynja sjúkdóm.
Ég man svo vel þegar við
hittumst í fyrsta sinn fyrir bráð-
um 28 árum. Ég hafði kynnst
syni hans, Birni Geir, um vor.
Þegar veturinn kom og við búin
að átta okkur á því að við vild-
um deila lífi saman kom að því
að Björn Geir vildi kynna konu-
efnið fyrir foreldrum sínum,
Leifi og Friðriku.
Um leið og ég steig inn í fal-
lega gamla steinbæinn í Eski-
hlíð, sem fyrr var æskuheimili
Friðriku, tók á móti mér hávax-
inn, myndarlegur maður með
fallegt grátt hár og skegg og
bros í auga. Við hlið hans var
elskuleg og falleg kona með sítt
dökkt hár. Þessi hjón urðu
tengdaforeldrar mínir og síðar
afi og amma þriggja barna okk-
ar Björns Geirs.
Við vorum það lánsöm að búa
í nærbýli með tengdaforeldrum
mínum á stórbýlinu í Eskihlíð í
nokkur ár eftir að við fluttumst
heim eftir langdvöl erlendis.
Þessi búskapur þriggja kynslóða
minnti um margt á fyrri tíma
þar sem barnabörnin höfðu skjól
hjá afa og ömmu. Á þessum
tíma myndaðist sterkt samband
milli afa Leifs, ömmu Rikku og
barnanna.
Í dag þakka ég fyrir vináttu
Leifs. Ég þakka fyrir hversu
góður faðir hann var eiginmanni
mínum. Ég þakka fyrir hvað
hann reyndist afabörnum góður
vinur og fyrirmynd. Ég minnist
allra skemmtilegu stundanna.
Ég minnist skemmtisagna Leifs,
hans einstaka skopskyns og
góðu nærveru og geymi í huga
minum. Síðustu vikurnar sem afi
Leifur lifði voru öllum erfiðar en
jafnframt dýrmætar. Fjölskyld-
an stóð þétt saman og reyndi að
létta honum erfiða daga. Sorg
ömmu Rikku er mikil en líf-
þræðir hennar og Leifs voru
samofnir í rúmlega sextíu ár.
Við fjölskyldan munum uppfylla
síðustu ósk Leifs. Við pössum
ömmu.
Sigrún.
Það var árið 1999 sem við
barnabörnin þrjú ásamt foreldr-
um fluttum frá Svíþjóð heim til
Íslands. Við fengum að búa í
gamla steinbænum í Eskihlíð-
inni. Afi Leifur og amma Rikka
höfðu hreiðrað um sig í gamla
fjósinu og höfðu vinnustofuna
sína í hlöðunni sem eitt sinn var.
Gamli bærinn, æskuheimili
ömmu, var þá orðinn rúmlega
hundrað ára gamall. Þar var nóg
pláss fyrir okkur öll og allt til
alls. Bænum fylgdi fallegur
garður sem amma ræktaði af al-
úð. Afi hafði smíðaverkstæði í
kjallaranum og í einu herberg-
inu hafði hann sett upp heilt
lestarkerfi, að vísu skalað smá-
vegis niður. Þarna þótti okkur
börnunum gott að vera, í fangi
afa og ömmu.
Það er af mörgu að taka þeg-
ar fjalla á um þennan góða
dreng sem afi okkar var. Hann
var okkur börnunum fyrirmynd
bæði í leik og starfi. Ljósmynd-
irnar voru honum hugleiknar
enda hafði ljósmyndun og fram-
köllun á ljósmyndum verið hans
ævistarf. Það er til marks um
unga sál hversu auðvelt það
reyndist honum að skipta algjör-
lega yfir í stafræna ljósmyndun
og tölvuvinnslu sem hann
kenndi svo um árabil.
Afi hafði mörg áhugamál en
flest tengdust þau vélum. Þann
áhuga var ekki langt að sækja
enda var faðir hans, langafi okk-
ar, vélfræðingur. Ef það voru
ekki lestar eða flugvélar sem
hann var að fást við þá voru það
bílar eða bátar. Það var
skemmtilegt að skoða teikning-
arnar hans frá því að hann var
barn. Þar hafði hann meðal ann-
ars teiknað upp sína prívat vél-
smiðju, „Vélsmiðjan Leifur“, frá
öllum sjónarhornum. Eins voru
margar myndir af járnbrautar-
lestum í myndasafninu frá
skátaferðinni til Englands rétt
eftir seinna stríð. Á síðari árum
varði hann mörgum stundum í
að gera upp franska bílinn henn-
ar ömmu, lét sprauta hann
grænan í anda breskra kapp-
akstursbíla og að sjálfsögðu
keypti hann bát. Þessu öllu sam-
an heillaðist hann af á barns-
aldri og þessi ástríða lifði með
honum alla ævi.
Afi hafði góða og sterka nær-
veru og var manna fróðastur um
flest, allavega það sem við
strákarnir höfðum áhuga á. Þeg-
ar við höfðum tíma aflögu feng-
um við stundum að aðstoða hann
við ýmis verk. Þá lét hann oft
eins og við værum sérfræðing-
arnir og kallaði okkur sjaldan
annað en „meistara“. Við börnin
bárum mikla virðingu fyrir afa
en sú virðing var sannarlega
gagnkvæm.
Það var dýrmætt fyrir okkur
börnin að vera í fríi frá skóla og
vinnu síðustu vikurnar hans afa.
Stundirnar á spítalanum voru
ljúfsárar en reyndust vera góðar
kveðjustundir. Hann gat leið-
beint Friðriku Hönnu í tísku-
ljósmyndun og við strákarnir
fengum sex tíma kennslu í „psy-
kólógíu“ þáttaraðarinnar „Piece
of Cake“ sem segir frá breskum
orrustuflugmönnum í seinna
stríði og Spitfire-vélum þeirra.
Við geymum minningarnar
um þig, elsku afi Leifur, á góð-
um stað og þökkum þér fyrir
samfylgdina síðustu árin. Elsku
amma, það var ósk afa að við
barnabörnin skyldum hugsa vel
um þig í framtíðinni og það
munum við gera.
Þín barnabörn,
Ólafur Hrafn, Hjörtur Geir
og Friðrika Hanna.
Nú, þegar leiðir mínar og
mágs míns, Leifs Þorsteinsson-
ar, skilur um stundarsakir vil ég
staldra við og stinga niður
penna og tjá máttarvöldunum
þakklæti mitt fyrir að hafa átt
Leif að ferðafélaga í lífshlaupi
mínu.
Leifur var þeim kostum búinn
sem prýða góðan vin, ávallt
reiðubúinn að sýna þolinmæði –
í raun fórnfýsi – hvort sem í
hlut áttu nemendur hans sem
þurftu stuðning ellegar ástvinir
– allir fengu sinn tíma.
Allmargir íslenskir ljósmynd-
arar hafa getið sér gott orð sem
listamenn í sínu fagi. Leifur var
ótvírætt þar á meðal svo sem
sést af verkum þeim sem hann
sýndi á ljósmyndasýningum og í
ljósmyndabókum.
Leifur var snillingur að glíma
við hverskyns tæki og tækni og
átti ekki langt að sækja þá gáfu
og miðlaði þekkingu sinni
óspart. Sem dæmi minnist ég
glöggt er mér áskotnaðist fyrsta
myndavélin sem var Leica,
handvirk að mestu og voru
fyrstu myndir mínar heldur
óburðugar. Leitaði ég ráða hjá
Leifi sem tók mig í gegn, út-
skýrði stillingar myndavélarinn-
ar, ljósnæmi filmunnar, ljósop
og allt þar fram eftir götunum
þannig að svo virtist sem krafta-
verk hefði gerst í myndgæðum.
Þannig var Leifur, hann hafði
ástríðufulla hvöt til þess að leita
fullkomnunar, hvort heldur sem
var að gera upp fornbíl eða ljós-
myndun skinnhandrits.
Eftir fráfall Leifs hefur
myndast skarð í hóp fjölskyld-
unnar en minningin um hann
styrkir okkur í sorginni.
Gunnlaugur Geirsson.
Kæri Leifur. Á þessari
stundu er okkur efst í huga
þakklæti fyrir að hafa átt þig að
sem mág og svila öll þessi ár án
þess að nokkurn skugga hafi
borið á.
Þú varst alltaf sjálfum þér
samkvæmur, margfróður, hafðir
einarðar skoðanir, sem ekki
voru til skiptanna. Við gerðum
okkur grein fyrir að Citroën 2
CV var besti bíllinn, Rolleiflex,
Hasselblad og svo auðvitað
Leica voru bestu myndavélarn-
ar og Tullamore Dew besta
vískíið svo eitthvað sé nefnt af
gallhörðum staðreyndum.
Tengdaforeldrar þínir í
Lundi nutu í ríkum mæli greið-
vikni þinnar og hjálpsemi, það
voru ófá útköllin til sendiferða
og útréttinga, allt var þetta ljúft
og sjálfsagt. Þú varst hjálpar-
hella margra ungra kollega
þinna, sem fengu að starfa að
verkefnum sínum í vel búnu
stúdíói þínu án þess að slíkt
væri reikningsfært. Mikill
gæðadrengur varstu, Leifur, og
mikið voruð þið góð saman þið
Rikka.
Ég fékk að heimsækja þig og
Rikku systur mína í Kaup-
mannahöfn þegar ég var þrett-
án ára og þú sýndir mér allar
markverðu byggingarnar allt
frá Runde tårn til Kronborg
slot. Og þú hafðir fyrir því að
fara með mig til Málmeyjar
þannig að ég mátti teljast nokk-
uð sigldur miðað við aldur.
Og við áttum eftir að hittast
aftur á erlendri grundu, nánar
tiltekið í Flórens nú fyrir tveim-
ur árum, og þá varstu í essinu
þínu. Okkur fannst stundum að
það væri sem þú værir kominn
heim. Þú varst sem uppnuminn
af mörgu því sem fyrir augu
bar, ekki endilega öllu ættuðu
frá endurreisnartímanum, við
áttum góða stund á Piazza della
Repubblica þar sem sýnd voru
forn farartæki, reiðhjól sem
bílar. Okkur er minnisstætt hve
lengi þú staldraðir við skínandi
uppgerðan Fiat Topolino og
sagðir okkur þá með nokkurri
andakt og eftirsjá að minnstu
hefði munað að þú eignaðist
slíkan grip, þann hafði dagað
uppi í hlöðu á Jótlandi. Hvílík
óheppni það var nú fyrir þennan
vanhirta Topolino að þú skyldir
ekki hafa fengið hann í hendur
til að gera hann fullkominn á
ný. Og gleði þín var óblandin
þegar þú fórst á mikla ljós-
mynda- og myndavélasýningu á
Piazza Santa Maria Novella og
ekki dugðu einn eða tveir sýn-
ingardagar, þeir urðu fleiri, og
þú varst orðinn heiðursgestur
hjá þeim í miðasölunni.
Í heimsóknum okkar til ykk-
ar í Bryggjuhverfið, heimsókn-
um, sem auðvitað voru alltof fá-
ar, var Tinni oftast með okkur,
en Tinni er ferfættur með svart-
an feld og af Pug-kyni. Tinni
kunni einkar vel við sig í þess-
um heimsóknum og það sannar
að hann er mikill mannþekkjari.
Honum þótti ekki ónýtt að
stökkva upp í sófann til þín og
kaffæra trýnið sitt í skegginu
þínu.
Kæra systir, mágkona, Björn
Geir og fjölskylda og Þorsteinn
Páll, innilegustu samúðarkveðj-
ur til ykkar.
Við kveðjum þig, kæri Leifur,
með söknuði og þessum línum
eftir tengdaföður þinn:
Lífið er bæði skin og skúr,
það skugga og birtu gefur.
Hjartað er kærleikans birgðabúr,
það besta sem maður hefur.
(Geir G. Gunnlaugsson)
Geir Gunnar og
Hjördís, Vallá.
Mikill meistari er farinn. Ég
á ekki eftir að sjá hann birtast í
dyrunum hjá mér, fúlskeggjaðan
með gráa hárið sitt, og segja:
„Er ég ekki að trufla? Maður á
ekki að vera að ónáða vinnandi
fólk.“ Hann kom gjarnan við hjá
mér þegar hans elskulega eig-
inkona var að útrétta í bænum,
eða ef eitthvað nýtt var að sjá í
Eplabúðinni, sem er hérna í ná-
grenninu. Við sátum gjarnan og
spjölluðum, um daginn og veg-
inn, pólitík, eðlis- og efnafræði,
flug, Reykjavíkurflugvöll, Kaup-
mannahöfn, Berlín, CO2 og jafn-
vel ljósmyndun.
Það var betra að tala við Leif
maður á mann en t.d. í hópi eins
og Ljósmyndaakademíunni, sem
hittist á laugardögum yfir vetr-
artímann núna í um 30 ár. Leif-
ur var hafsjór af fróðleik og
hafði gaman af að segja frá, en
eitt áhugamál höfðum við sem
hafði nokkra sérstöðu: hinn full-
komna gráskala, hið fullkomna
print, Piezography. Við gátum
tímunum saman velt fyrir okkur
svörtu og hvítu og öllum gráu
tónunum þar á milli og það án
þess að nefna stórveldið einu
orði, en hann hafði engan sér-
stakan áhuga á knattspyrnu.
Mér er minnisstætt á gömlu
gömlu Nærmynd, að ég var að
sýna honum einhver portrett,
sem ég var ánægður með, að
alltaf hnussaði í karlinum, þann-
ig að ég hætti alveg að sýna
honum myndir. Svo var það
löngu síðar, upp úr eins manns
hljóði, að hann benti og sagði:
„Þetta er eiginlega ansi góð
mynd,“ og ég uppgötvaði að
hann hafði líklega á mér eitt-
hvert álit. Rétt lýst og fram-
kallað svart-hvítt negatíf var
endalaust umræðuefni okkar á
milli og með digitaltækninni, þar
sem hann var frumkvöðull, fékk
sagan endalausa nýja vídd. Það
má segja að hann hafi að lokum
skákað mér og mátað með nýju
svart-hvítu Leicunni sinni. Hún
kom að góðum notum í haust
þegar hann leitaði fanga fyrir
sína hinstu ljósmyndasýningu
hjá Ófeigi á Skólavörðustígnum.
Ég vil ljúka þessum orðum um
vin minn Leif Þorsteinsson með
hans eigin orðum þegar hann
fjallaði um sýninguna sína: „Ég
geng um borgina, gróin hverfi,
þar sem dreggjar sumarsins
koma í ljós þegar laufið fellur. Í
kyrrð og ró þessara daga voru
stólarnir auðir, reiðhjólin heima
við.
Stemningin kallaði á svart/
hvítar kyrralífsmyndir. Enginn
á ferli nema ljósmyndarinn.
Þannig varð sýningin til.“
Ég votta aðstandendum sam-
úð og Guð geymi þig í sorg
þinni, elsku Rikka mín.
Guðmundur Kristinn
Jóhannesson,
ljósmyndari í Nærmynd.
Ég kynntist Leifi Þorsteins-
syni ljósmyndara sem sam-
starfsmanni á fyrstu árum
Listaháskóla Íslands. Hann lét
mig ekki í friði með tuði um
hvað öllu færi aftur. Þó fann
maður að þetta var bara í nös-
unum á honum. Hann hafði
gaman af samræðunni. Ég fann
fyrir húmornum. „Lífið er ekki
bara leikur – það er líka dans á
rósum!“ hef ég eftir honum. Þau
týna tölunni smám saman þessi
árin, fólk sem tilheyrði kynslóð
sem lærði og starfaði fyrir stóru
stafrænu byltinguna.
Leifur tilheyrði efnisheimin-
um og þurfti að læra með mikilli
fyrirhöfn, í hans tilfelli alla efna-
fræðina, ljósfræðina og tæknina
sem tilheyrði starfsgreininni
ljósmyndun. Honum fannst við
yngra fólkið sleppa allt of ódýrt.
Við hefðum bara rétt yfirborðs-
þekkingu – að við yrðum að vita
hvað væri á bak við þetta allt
saman. Hann vissi að sýndar-
heimur tölvunnar var eftirlíking
af raunverulegum heimi sem
hann gjörþekkti. Að á bak við
forritin væri ekki bara orðaforði
og hugtakanotkun sem kæmi úr
raunheimi – heldur væru öll tól-
in í sýndarverkfæraboxinu til í
raunveruleikanum. Að Photos-
hop væri ekkert annað en sýnd-
areftirlíking af einstaklega vel
græjaðri myrkrakompu.
Hann var gegnheill módern-
isti sem þýðir að tilheyra hug-
myndafræði þeirra sem uxu úr
grasi og mótuðust eftir seinni
heimsstyrjöld síðustu aldar.
Þau sem urðu vitni að Evrópu
sem flakandi sári. Þetta var
tími efnishyggjunnar, jarðbind-
ingarinnar. Þau leituðu að upp-
byggingu, „strúktúr“, einföldu
alþjóðlegu myndmáli – lausu við
þjóðrembu og upphafningu. Á
því byggðist hans fagurfræði.
Honum fannst konsept-list
ódýrt fyrirbæri og um þetta var
tuðað endalaust. Leifur var af-
skaplega vel innrættur og gekk
gott eitt til. Mér leið oft þannig
að ég væri betri maður eftir
samskipti við hann. Það sagði
hans eftirlifandi eiginkona líka
þegar hún tilkynnti mér að
hann hefði kvatt. Ég votta
henni samúð mína og ég veit að
ég get sagt fyrir hönd sam-
starfsfólks hans við Listahá-
skólann að hann hafði djúp
áhrif á okkur. Hans verður
minnst sem framúrskarandi
ljósmyndara kynslóðar sinnar,
húmorista og þekkingarbrunns
fyrir okkur yngri.
Guðmundur Oddur Magn-
ússon, prófessor við LHÍ.
Gamlir vinir hverfa á braut.
Skilja eftir söknuð vegna gleði-
og samverustunda í blóma lífs-
ins. Stunda sem sitja eftir í
hirslum tímans. Einstaka sinn-
um er hægt að heyra óminn af
þeim og sjá fyrir sér. Leifur og
Rikka eiga sitt pláss þar. Við
kynntumst þeim um það leyti
sem þau komu heim frá námi í
Kaupmannahöfn um 1960. Við
unnum talsvert með Leifi vegna
ljósmyndunar fyrir viðskipta-
vini okkar, en Leifur hafði hvað
fyrstur íslenskra ljósmyndara
stundað nám í iðnaðar- og aug-
lýsingaljósmyndun og Friðrika
lokið námi í Skolen for Brugs-
kunst í grafískri hönnun.
Hún og Leifur unnu með
okkur að tveimur sýningarbás-
um á Iðnsýningunni 1966 í
Laugardalshöll og í framhaldi
af því réðst hún til starfa hjá
okkur fyrst starfsmanna Aug-
lýsingastofu Kristínar. Þau
Leifur og Rikka voru því fasta-
gestir í sumarferðalögum og
gleðskap stofunnar lengi vel.
Og samskiptin voru gagnkvæm,
synir okkar heimagangar hjá
Leifi og Rikku og Járnbrauta-
herbergið hans Leifs var sann-
kallað ævintýraland.
Nú hefur lestin hans Leifs
blásið til brottfarar. Við vinir
hans stöndum á brautarpallin-
um og bíðum þess að okkar lest
haldi af stað. Kveðjum að sinni.
Takk fyrir samveruna, Leifur.
Kristín Þorkelsdóttir og
Hörður Daníelsson.
Heiðursmaður og fjölskyldu-
vinur kvaddi með reisn og virð-
ingu milli jóla og nýárs. Hann
ræddi við sína nánustu um fyr-
irhugaða umbreytingu og bjó
sig vel til hinstu göngu meðal
okkar.
Brúðkaupsdagur Sigrúnar
minnar og Björns Geirs, 6. júní
1987, var mikil hamingjustund
fyrir okkur öll. Þá hófust kynni
okkar Leifs, Friðriku konu
hans og fjölskyldu þeirra. Þau
kynni hafa verið alveg ómet-
anleg.
Leifur var fremur dulur og
ræddi lítið sínar tilfinningar, en
jafnframt var hann einarður og
skoðanafastur. Hann var mikill
vinur vina sinna.
Verkefni ljósmyndarans var
að draga fram sem besta og
sannasta mynd af því viðfangs-
efni sem blasti við honum.
Hann var fremur hlédrægur, og
Leifur
Þorsteinsson