Morgunblaðið - 24.01.2014, Síða 4
H
já leikskólanum Krakka-
koti á Álftanesi hefur
þorrinn breyst í sannkall-
aða barnahátíð. Í marga
daga er skólinn und-
irlagður af dagskrá þar sem börnin
smakka ekki bara þjóðlegan mat
heldur fræðast um hvernig lífið var á
Íslandi á öldum áður.
Hjördís Ólafsdótir er leik-
skólastjóri á Krakkakoti: „Við gefum
okkur góðan tíma í janúar til að ræða
og læra um þessa huti. Leikskólinn
hefur í gegnum tímann sankað að sér
ágætu safni af gömlum amboðum
sem við höfum til sýnis í aðdraganda
þorra og fá börnin að kynnast leik-
föngum frá liðinni tíð, hvernig fólk
klæddist, í hvers konar húsakynnum
var búið og hvaða tæki og tól voru
notuð við dagleg störf.“
Þorraþræll og skotthúfur
Sem dæmi um dagskrárliði í Krakka-
koti í janúar nefnir Hjördís að börnin
fá að föndra sér hornakórónu eða
skotthúfu. Þau eru hvött til að mæta í
þjóðlegum fatnaði ef þau eiga hann til
og að sjálfsögðu eru sungnir hefð-
bundnir þorrasöngvar ein og Þorra-
þrællinn, Fósturlandsins freyja, Táp
og fjör og frískir menn, og mörg önn-
ur lög sem ómissandi eru á þorra-
blóti. Hápunkturinn er svo þegar
matreiðslumennirnir á leikskólanum
reiða fram dýrindis þorramat.
„Þar er borið á borð flest allt það
sem tilheyrir þorrablótum lands-
manna. Maturinn er framreiddur í
postulínstrogum og hver deild nálg-
ast borðhaldið með sínum hætti.
Þannig er venjan að eldri deildirnar
myndi langborð að fornum sið og
snæði þannig. Á meðan við gæðum
okkur á matnum læra börnin um það
hvers vegna maturinn er eins og hann
er, og hvernig geymsluaðferðir til
forna komu til vegna þess að ísskápar
voru ekki á torfbæjunum. Börnin
kynnast gömlu mataráhöldunum,
læra hvernig askarnir voru notaðir,
og í einum askinum er hafður kæstur
hákarl sem allir sem vilja geta fengið
að smakka.“
Rafmagnslaus dagur
Að sögn Hjördísar eru börnin mjög
áhugasöm um þorra-dagskrána og
sum þeirra bíða spennt eftir að þorr-
inn gangi í garð, með öllum kræsing-
unum. „Þeim þykir mjög áhugavert
að læra hvernig lífið gekk fyrir sig
fyrir tíma rafmagns, sjónvarps og
tölvuleikja. Þótti mörgum barnanna
það stórmerkilegt þegar við héldum
t.d. fyrr í janúar rafmagnslausan dag
til að hita upp fyrir þorrann. Þá voru
ljósin slökkt í vetrarmyrkrinu, og
boðið upp á skyr í hádegismat því
ekki var hægt að kveikja á eldavél-
unum. Börnin fá þarna tækfiæri til að
staldra aðeins við, skilja heiminn bet-
ur og læra að meta öll þau lífsgæði
sem þau fá að njóta nú á tímum.“
Þorradagskráin er líka áhugaverð
fyrir kennarana sjálfa. Hjördís segir
þessa þjóðlegu daga í skólanum
minna á hversu hratt lífið líður og
hvernig tímarnir breytast með ógn-
arhraða. „Það sem er börnunum al-
veg framandi í dag var eðlilegur hluti
af lífi sumra eldri kennaranna við
skólann. Sjálf fer ég að nálgast sex-
tugt og ólst upp í litlu sjávarþorpi úti
á landi. Man ég vel að þegar ég var
sjö ára gömul var pissað í fötu í kamri
í barnaskólanum og féll það í hlut
skólastjórans að ganga reglulega með
fötuna niður í fjöru og tæma úr henni
þar.“
Hefð sem halda þarf á lífi
Það gerir þorravenjurnar enn meira
framandi í augum margra barnanna
að þjóðlegi maturinn virðist smám
saman vera á undanhaldi. „Við reyn-
um yfir vetrartímann að hafa slátur í
matinn einu sinni í mánuði en grein-
um það á börnunum að bæði verður
alltaf sjaldgæfara að tekið sé slátur á
heimilunum og að gamli íslenski mat-
urinn rati ofan í innkaupakörfuna,“
útskýrir Hjördis. „Er það því orðið
hlutverk skólans að halda þessari
hefð á lífi og gæta þess að ekki slitni
þessi þráður sem tengir börnin sem
nú eru að vaxa úr grasi við kynslóð-
irnar sem á undan komu.“ ai@mbl.is
Morgunblaðið/Þórður
Kynslóðabil „Það sem er börnunum alveg framandi í dag var eðlilegur hluti af lífi sumra eldri kennaranna við skólann,“ segir Hjördís.
Börnin eru áhugasöm um hvernig
lífið var á Íslandi fyrr á tímum
Mikil þorradagskrá ár hvert á leikskólaum
Krakkakoti. Þar smakka börnin þorramat og
fræðast um hefðir og hætti á öldum áður.
Gamaldags Margt er um að vera á
þorranum og börnin hafa gaman af.
4 | MORGUNBLAÐIÐ
Þ
ó að þorramturinn sé eins
hefðbundinn og hugsast
getur er ekkert sem bannar
að brugðið sé á leik með
þjóðlega matarhefðina.
Þeir sem vilja skera sig úr í næsta
þorraboði ættu að skoða þessa nú-
tímalegu útfærslu Þórunnar Hann-
esdóttur hönnuðar á askinum. Á ekki
vel við fyrir nútíma-Íslendinginn að
háma í sig hrútspunga og svið upp úr
stílfærðum hvítum aski?
Þórunn rekur hönnunarstofuna
Færið (www.faerid.com) og hannaði
askinn í tilefni af Hönnunarmars 2009.
Askurinn er upphaflega hugsaður fyr-
ir lautarferðir en hann skiptist í nokk-
ur hólf, platta og áhöld s.s. síldargaffal
og smjörhníf. Gott pláss er fyrir hvers
kyns kræsingar í ílátinu, sem lokað er
með fagurlega fléttaðri svartri ól.
Þegar askur Þórunnar er ekki í
notkun sómir hann sér vel sem þjóð-
legur skrautmunur uppi í hillu í ný-
tískulegustu eldhúsum. ai@mbl.is
Askur fyrir
21. öldina
Hvítt Stílhreinni getur askurinn varla orðið, fagur sem hann er. Notagildi Að innan er askinum skipt í hólf og platta og mataráhöld fylgja með.