Morgunblaðið - 24.01.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.01.2014, Blaðsíða 14
Kræsingar Sumir ganga svo langt að halda því fram að ekki sé hægt að finna ljúf- fengari mat en þorramatinn. H andagangur er í öskjunni hjá kjötvinnslu SS á Hvolsvelli um þessar mundir. Framundan er þorrinn, einn stærsti sölutími ársins og end- irinn á framleiðsluferli sem hófst fyrir hálfu ári. „Við byrjum strax að undirbúa þorrann seinni parts sumars og hefjumst handa við að setja í súr í ágúst,“ seg- ir Oddur Árnason verksmiðjustjóri. Hann segir taka á bilinu 4-5 mánuði að súrsa súrmat á borð við hrútseistu, sviðasultu, bringukolla, lundabagga, lifrarpylsu og blóð- mör. Allt fer þetta í mysu sem svo þarf að vakta og mæla, og skipta um á réttum tímum. „Við súrmatinn bætist svo hangikjötið, saltkjötið, nýja sviðasultan, ásamt nýju slátri og þegar allt er talið losar þetta 100 tonn af kjöt- vöru sem við framleiðum gagngert fyrir þorramark- aðinn.“ Mörg handtök Að sögn Odds fer mesta vinnan fram í upphafi. Það kalli á töluvert föndur að vinna ýmsar þorravörur og kalli á mikla natni af hálfu kjötvinnslumanna. „Vinnan er að stórum hluta afstaðin þegar vörurnar fara í súr, en þá er samt eftir að skipta um mysu reglulega, hreinsa og skipta um kör, og fylgjast með sýrustiginu.“ Oddur áætlar að sviðasultan sé sá réttur á þorrabökk- um landsmanna sem útheimtir mestu vinnuna. „Það er geysimikil vinna að pilla kjötið af beinunum. Síðan þarf að brytja þetta niður, útbúa sultuna, setja í form, súrsa og sneiða niður eða pakka heilu. Á svipaðan hátt útheimt- ir suða á eistum heilmikla vinnu, þetta þarf að setja í form og pressa. Lundabagginn er líka allur handrúllaður og settur í net, og mörg handtök sem koma þar við sögu.“ Næmi og nærgætni Nákvæmnina má heldur ekki vanta og Oddur segir þorramatargerð kalla á næmi og nærgætni við hráefnið. „Oft höfum við á orði að það að gera góðan þorramat sé rétt eins og að framleiða góða osta eða góð vín. Vakta þarf hvernig mysan hegðar sér, hafa gætur á hitastigi og sýrustigi, og þegar mysan kemur inn til okkar erum við með hálfgerða „vínsmökkunardeild“ sem metur bragð- gæði og eiginleika mysunnar og hvort hún hentar örugg- lega framleiðslunni.“ Þorramaturinn helst að uppistöðunni til óbreyttur á milli ára og áratuga en Oddur segir þó vöruþróun eiga sér stað í því sem hann kallar hliðarvörur þorrahlað- Þorramatargerðin kallar á mikla vandvirkni og nákvæmni. Hjá SS er sérstök „smökkunardeild“ sem prufar alla mysu áður en hún er notuð til súrsunar. Kjöt Oddur með brot af því besta. Hann segir nýjar vörur eins og bolabitann eiga vel heima á þorramatarborðum. „Eins og að framleiða góða osta eða vín“ borðsins. „Nefna má sem dæmi nýjustu afurðina frá okk- ur, bolabitann, sem fór á markað fyrr í janúar. Er um að ræða þurrverkað nautakjöt, ekki ósvipað og „beef jerky“ sem margir þekkja. Kjötið er verkað með svipuðum hætti og harðfiskur, og er markaðssett sem próteinríkt snakk með kröftugu kjötbragði, en passar líka mjög vel á þorraborðið. Svipaða sögu er að segja um Tind- fjallahangiketið okkar sem hefur verið að koma mjög sterkt inn á þorranum.“ ai@mbl.is 14 | MORGUNBLAÐIÐ Sjá sölustaði á istex.is Íslenska ullin er einstök Lopi 33 SS bætti nýlega rúsínublóðmör við þorramatarúrvalið.Oddur segir að víða um land sé hefð fyrir því að bætarúsínum út í blóðmörinn en SS hafi tekið sér góðan tíma í þróun og rannsóknir áður en þetta skref var stigið. „Við vitum sem er að góðir hlutir gerast hægt og höfum tekið um 107 ár í að koma rúsínublóðmörnum á markað.“ Gaman er líka að segja frá því að margur hefðbundinn þorramatur selst vel árið um kring. Nefnir Oddur blóð- Rúsínublóðmör 107 ár á leiðinni mörinn og lyfrarpylsuna sem dæmi. Hann segir landann ekki aðeins kaupa þennan mat út á góða bragðið, heldur er um að ræða holl og góð matvæli. „Í súrmatnum hefur t.d. átt sér stað ákveðið niðurbrot sem þýðir að líkaminn á auðvelt með að vinna næringu og orku úr hverjum bita. Þá er þetta matur sem hentar önnum köfnu nútímafólki enda koma flestir þorraréttirnir tilbúnir til neyslu beint úr pakkanum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.