Morgunblaðið - 24.01.2014, Blaðsíða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSK
HÖNNUN
ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
ÁLAFOSS
Álafossvegur 23, Mosfellsbær
Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00
Laugard. 09:00 - 16:00
www.alafoss.is
Ljósmynd/Wikipedia – Tracy Hunter
Undur Þúsaldaregg til sölu í Hong Kong, kolsvört með keim af ammóníaki.
Ljósmynd/Wikipedia – Lapplander
Fýla Surströmming er ekki fyrir alla.
Dósina þarf að opna undir vatni til að
lyktsterkur vökvinn frussist ekki út.
ómissandi, til að gera þau sem
kalla mætti á íslensku „þúsald-
aregg“. Verða eggin nánast svört
að lit og fá á sig ammoníak-keim.
Böllur og sporðdrekar
Víða um heim þykir síðan sjálf-
sagðasti hlutur að narta í skor-
kvikindi, enda prótínrík og ódýr
fæða. Í Mexíkó er t.d. hægt að
smakka Chahuis-bjöllur, og austur
í Taílandi má víða finna söluvagna
með dúpsteiktum engisprettum,
bambusormum, bjöllum og sporð-
drekum.
Ósagt skal látið hversu algengt
það er að meðalmaðurinn í lönd-
unum hér að ofan gæði sér á þeim
réttum sem nefndir hafa verið. Er
rétt að lesendur muni að heimildir
um furðulega fæðu eru ekki allar
jafn áreiðanlegar. Þannig er því
víða haldið fram á netinu að það
sé vinsæll siður á Íslandi að borða
hrá lundahjörtu. ai@mbl.is
ingu og höfð þar í nokkrar vikur
eða mánuði. Eggin liggja í blöndu
af ösku, salti, leir og ýmsu öðru
M
argir af þeim réttum
sem landsmenn gæða
sér á á þorra koma
útlendingum spánskt
fyrir sjónir. Þykir
sumt af þorramatnum raunar svo
skrítin fæða að erlendar vefsíður
hafa gert réttum á borð við svið
og hákarl sérstök skil með öðrum
undarlegum og óvenjulegum rétt-
um frá ólíkum heimshornum.
Ekki þarf að fara langt til að
finna rétti sem minna á þorramat-
inn og slá honum jafnvel við í því
að þykja skrítinn. Norðmenn eiga
t.d. til sína útgáfu af sviðahausum,
„smalahove“ og Svíar búa sér til
blóðpönnukökur, „blödplättar“ úr
svínablóði, mjólk, rúgmjöli og
lauk. Svíar eiga einnig heiðurinn
að „surströmming“, gerjuð síld
sem sumir kalla lyktsterkustu
matvæli veraldar.
Selur og svartfugl
Enn lengra ganga nágrannar okk-
ar í vestri, Grænlendingar, með
réttinum „kiviak“. Rétturinn er
gerður með því að hola út sels-
skrokk, og troðfylla með svart-
fugli, með fjöðrum, goggum og
öllu. Með lagni má koma 500
svartfuglum fyrir í einum sel sem
er saumaður saman og innsiglaður
með feiti. Fær svo innihaldið að
gerjast í sjö mánuði.
Þegar farið er lengra út í heim
verða daglegar matarvenjur enn
furðulegri. Og fyrst verið er að
tala um fjaðrir og gogga, þá eru
þær partur af pakkanum þegar
Filippseyingar fá sér „balut“. Er
þar komið ungað egg sem fengið
hefur að þroskast í allt að þrjár
vikur. Balut á að vera allra meina
bót, en ekki hvað.
Norðar í Asíu eru eggin hins
vegar látin ófrjóvguð í mariner-
Víða má finna mat sem
er mun undarlegri en há-
karl og súrsaðir pungar.
Framandi matarhefðir
í öðrum löndum
Þ
orrinn vill verða annasamur tími hjá
vinsælustu tónlistarmönnum lands-
ins. Helgi Björnsson söngvari þekk-
ir þetta vel og segir hann að ef eitt-
hvað er aukist annríkið á þorra með
hverju árinu. „Sú breyting hefur orðið víða um
land að þorrablótin eru orðin stærri en þau
voru. Oft er þorrablótið hálfgerð árshátíð bæj-
arfélagsins eða íþróttafélagsins á hverjum stað
og gestirnir skipta hundruðum. Þarna mæta
allir sem vettlingi geta valdið og ekki óvenju-
legt ef 500 til 700 manns fylla t.d. íþróttahús
staðarins á tónleikunum eftir borðhaldið.“
Segir Helgi að þorrablótið sé víða stærsti
viðburður ársins. „Haldin eru gríðarstór
þorrablót t.d. á Akranesi, Keflavík og í Garð-
inum. Þetta eru engin venjuleg böll og stór
hluti bæjarbúa mætir á staðinn.“
Breiður hópur
Segir Helgi að tónlistarskemmtunin sé hjá
mörgum komin í aðalhlutverk en matarveislan
mæti afgangi. „Á þorrahátíðum bæjarfélaga er
ákveðinn kjarni sem kemur í þorraveisluna og
fær sér þar þorramat í félagsskap góðra vina
og nágranna, með tilheyrandi söng og kveð-
skap, en svo getur verið mun stærri hópur sem
mætir beint á ballið.“
Að sögn Helga er hægt að greina víða um
land þá þróun að skemmtanir eru að verða
færri og stærri. Það fylgir þá með að gesta-
hópurinn verður fjölbreyttari, aldursbilið
breiðara og verða skipuleggjendur að vanda
valið á listamönnum ef tónlist kvöldsins á að
höfða til allra sem vilja fagna þorra. Er heldur
ekki verra ef tónlistin getur haft á sér þorra-
legt – jafnvel sveitarlegt – yfirbragð og ekki
amalegt að finna jafnvægið mitt á milli gömlu
dansanna og nútímapoppsins. „Til dæmis hafa
mörg lögin úr smiðju Reiðmanna vindanna átt
ágætlega við á þorrablótum,“ segir Helgi.
Listamaðurinn á sviðinu er oft í góðri að-
stöðu til að lesa í hópinn og bendir Helgi á að á
þorrablótum sé almennt mjög góður andi með-
al gesta. Fólk sé tilbúið að skemmta sér og
blanda af snöfsum og súrmat komi fólkinu í
rétta skapið.“
Síðan fylgir það iðulega starfi söngvarans að
fara á mis við það að upplifa þorrann á sama
hátt og veislugestirnir. Helgi segist hafa sótt
nokkur þorrablót á yngri árum og minnist með
hlýhug troga fylltra af heimagerðum súrmat. Í
dag lætur hann það þó ekki trufla sig að missa
af þorramatnum. „Með aldrinum hefur áhug-
inn minnkað og þó að það sé gott að smakka
nokkra bita, ef ég dett inn í gott þorrablót ein-
hvers staðar, þá geng ég ekki svo langt að fá
mér heilan bakka.“ ai@mbl.is
Þorrablótin mörg
orðin gríðarstór
Helgi Björnsson segir skýra þróun í þá átt að þorrablót séu orðin
að n.k. óformlegum árshátíðum bæjarfélaga eða íþróttafélaga.
Gestafjöldinn skiptir oft mörgum hundruðum.
Morgunblaðið/Kristinn
Hóf „Þarna mæta allir sem vettlingi geta valdið og ekki óvenjulegt ef 500 til 700 manns fylla t.d.
íþróttahús staðarins á tónleikunum eftir borðhaldið,“ segir Helgi um gríðarstór þorrablót víða um land.