Morgunblaðið - 24.01.2014, Síða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
A
ð sögn Ómars Más og Sig-
urpáls Arnar Birgissona
er það hluti af upplif-
uninni af þorramat að um-
gjörðin sé gamaldags og
afslöppuð. „Í gegnum tíðina hafa
margir reynt að gera þorramatinn
„fínan“ en alltaf hefur það mistek-
ist,“ segir Ómar og bætir við að
þorraréttirnir fari best í trogi, í
frjálslegu andrúmslofti með góðra
vina hópi.
Ómar er gæðastjóri og Sigurpáll
yfirmatreiðslumaður hjá veisluþjón-
ustunni Veislulist / Skútan. Þar er
boðið upp á þorrahlaðborð sem eru
vinsæl jafnt hjá fyrirtækjum og
vinahópum sem vilja gera sér daga-
mun með góðum mat. „Um er að
ræða veislumat sem kemur tilbúinn
í trogum og þegar um er að ræða
stærri hátíðir fylgja matreiðslu-
menn með til að halda utan um hlað-
borðið og aðstoða. Maturinn kemur
tilbúinn og sækjum við ílátin næsta
dag. Hægt er einnig að fá diska og
annan borðbúnað til að fylgja með
veislu ef þess er óskað.“
Þægilegt og handhægt
Sigurpáll segir viðskiptavinina vera
af öllum toga og orðið mjög vinsælt
að bjóða t.d. til þorraveislu í heima-
húsi. „Þá er kannski pantaður mat-
ur fyrir fimm eða tíu manna hóp og
allt er kemur klappað og klárt frá
veisluþjónustunni. Ekki síst er það
fólk í eldri kantinum sem kann vel
að meta þennan þægilega kost.“
Eftirspurnin eykst ár frá ári.
„Síðustu tvö árin hefur þorramat-
arþjónustan okkar fengið mjög góð-
ar viðtökur og er nú svo komið að
vissara er að panta tímanlega.
Gerðist það í fyrra að eftirspurnin
var svo mikil að allur þorramatur
kláraðist hjá okkur,“ segir Ómar.
„Er óhætt að tala um mikla vakn-
ingu og áhugaverð umskipti sem átt
hafa sér stað síðan 2006-7 þegar sal-
an á þorramat datt niður. Er land-
inn að uppgötva á ný hvað þorra-
blótin eru skemmtileg hefð og
hversu gleðileg stemning myndast í
kringum þennan þjóðlega mat okk-
ar.“
Bragðmikið og vel kryddað
Eins og vera ber er þorramat-
argerðin hjá Veislulist bundin í ára-
tugagamlar hefðir. Sigurpáll og
Ómar segja liðin um 40 ár frá því
Veislulist fór að bjóða upp á þorra-
mat. „Við hefjumst handa við að
setja í súr í lok september og
dekstrað er við matinn allt fram að
þorranum. Miklu skiptir að vanda
til verka í byrjun og er þá að tölu-
verðu leyti hægt að leyfa matnum
að sjá um sig sjálfan á súrsunarstig-
inu, að því gefnu að haft sé reglu-
legt eftirlit með ferlinu.“
Segir Sigurpáll að margir fasta-
kúnnar kunni vel að meta þær upp-
skriftir og aðferðir sem Veislulist
notar. „Það einkennir okkar þorra-
mat að við kryddum matinn vel, að
hætti hússins, sem gefur meira og
betra bragð. Fólki þykir kannski
stundum að súrmatur sé bragðlaus
og því reynum við að hafa hann að-
eins kryddaðri til bragðauka.“
Nýmetið sækir á
Þó að þorrahefðin lifi góðu lífi breyt-
ast samt áherslur og óskir smátt og
smátt, í takt við tíðarandann og
áherslur nýrra kynslóða. Sigurpáll
segir t.d. að hlutur nýmetis hafi ver-
ið að aukast mjög á kostnað súrmet-
isins í þorrahlaðborðunum og ber
alltaf meira á hangikjöti, saltkjöti,
ósúru slátri, harðfiski, síldarréttum
og sviðum. „Þeir sem ekki hafa alist
upp við þennan mat eru kannski
svolítið hræddir að smakka suma
súrsuðu réttina. Til dæmis líst ekki
öllum á súrsuðu hrútseistun og er
það þó góður matur og hollur.“
Gaman er líka að sjá hvernig
blómstrandi bjórgerðarhefð er farin
að kallast á við þorramatarhefðina.
„Það má alltaf reyna að bjóða upp á
bragðlítið hvítvín með þorramatnum
en undanfarið hefur það verið
þorrabruggið sem fer best með
þessum réttum,“ segir Ómar. „Ís-
lensku brugghúsin hafa náð að
smíða mjög vel heppnaða þorra-
bjóra sem smellpassa við réttina.“
ai@mbl.is
Þorramaturinn
kláraðist í fyrra
Vandað til verka við þorramatargerðina hjá Veislu-
list. Gaman að sjá hvernig blómstrandi bjórmenn-
ingin hefur auðgað matarmenninguna á þorra.
Morgunblaðið/Þórður
Samhljómur „Íslensku brugghúsin hafa náð að smíða mjög vel heppnaða þorrabjóra sem smellpassa við réttina,“ segir
Ómar um þróunina í matarhefðinni síðustu árin og áratugina. Ómar Már og Sigurpáll Örn Birgissynir hjá Veislulist.
E
kki gengur lítið á í félagsheimilinu
Melum í Hörgárdal á þorranum. Þar
koma íbúar úr sveitinni saman í mikl-
um fögnuði og enginn sem vill missa
af veglegu þorrablótinu.
Árni Arnsteinsson er bóndi í Stóra -Dunhaga
og hefur í nokkur skipti setið í þorrablóts-
nefndinni sem skipuleggur viðburðinn. Nefnd-
arskyldurnar færast á milli íbúa á svæðinu ár
hvert, eins og vera ber, svo allir fá að láta ljós
sitt skína. „Haldin er ítarleg skrá utan um það
hverjir hafa setið í nefndinni á hverjum tíma og
reynt að haga því þannig til að sama fólkið
þurfi ekki að annast skipulagið og ut-
anumhaldið oftar en á 8-10 ára fresti. Alla jafna
eru það hjónapör sem sitja í nefndinni, en ann-
ars er þess gætt að kynjahlutföllin séu örugg-
lega jöfn.“
Þröngt mega sáttir sitja
Þorrablótið í félagsheimilinu Melum á sögu
sem nær marga áratugi aftur. Var uppákoman
áður á könnu Ungmennafélags Skriðuhrepps
og Kvenfélags Hörgdæla. „Hér áður fyrr voru
fjögur þorrablót haldin á svæðinu en við sam-
einingu sveitarfélaganna fækkaði þeim og eru
nú tvö. Í íþróttahúsi sveitarinnar fer fram
þorrablót með 300-400 gestum en hér í félags-
heimilinu er plássið af skornum skammti og
vanalega ekki nema um 150 manns sem komast
að.“
Vegna plássleysisins er þorrablótið á Melum
nær eingöngu opið íbúum á svæðinu sem áður
var Skriðuhreppur og brottfluttum. Árni segir
lítið hægt að sveigja frá þeirri reglu en reynt
eins og hægt er að leyfa þeim sem það vilja að
bjóða gestum með sér.
Á þorrablótinu koma allar kynslóðirnar sam-
an og mörg ungmennin fá þarna að reyna í
fyrsta skipti að skemmta sér með fullorðnum
„Eftir að börnin hafa fermst mega þau koma á
þorrablót. Gestahópurinn spannar því allan
aldursskalann frá fimmtán ára og upp úr. Ung-
lingurinn, foreldrarnir, afinn og amman eiga
góða stund saman með nágrönnum af næstu
bæjum.“
Langborð og trog
Skipulag kvöldsins er alltaf það sama. Borðum
og stólum er raðað upp í langborð í sal félags-
heimilisins. Gestirnir koma með sinn eigin
þorramat í trogum og hver borðar sitt. „Þar
með er ekki sagt að ef góður snafs eða hangi-
læri eru tekin upp að ekki séu látin ganga eins
og eitt glas eða sneið af gómsætu kjöti.“
Mikið er sungið á blótinu, bæði hefðbundin
þorralög og textar samdir af heimamönnum.
Þegar líða tekur á máltíðina fer kveðskapurinn
að taka yfir og öll er skemmtidagskráin heima-
tilbúin. „Er það regla að saminn er annáll og
flutt dagskrá í töluðu máli. Hörgárdalurinn
hefur fóstrað mörg góð skáld og auðvelt að fá
gesti til að leggja hönd á plóg þegar hér er
komið. Er iðulega saminn bragur um nefndina
sjálfa og kveðist á.“
Að máltíðinni lokinni er salurinn tæmdur af
trogum, borðum og stólum og tónlistarmenn
stíga á svið. „Tónlistar- og dansdagskráin ein-
kennist af hefðbundnum íslenskum dönsum
eins og vera ber. Gömlu dansarnir eru stignir
langt fram á nótt við viðeigandi undirspil. Síð-
ustu gestirnir halda yfirleitt ekki heim á leið
fyrr en klukkan að verða fjögur um morguninn
næsta dag.“
Tengir íbúana saman
Árni segir þorrablótið mikilvægan viðburð í fé-
lagslífi sveitarinnar og eina af nokkrum árleg-
um uppákomum sem styrkja samfélagið. „Eins
og gengur og gerist flytja sumir íbúar svæð-
isins á brott en það eru hátíðir eins og þorra-
blótið sem kalla þetta fólk aftur heim í sveitina
og gera mannlífið enn líflegra og skemmtilegra
fyrir okkur sem búum hér enn.“ ai@mbl.is
Allar kynslóðirnar
skemmta sér saman
Segir þorrablótið skipta miklu fyrir samfélagið í sveitinni
og viðhalda tengslunum við þá sem flutt hafa á brott.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Stofnun „Unglingurinn,
foreldrarnir, afinn og amman
eiga góða stund saman með
nágrönnum af næstu bæjum,“
segir Árni Arnsteinsson.