Morgunblaðið - 24.01.2014, Side 13

Morgunblaðið - 24.01.2014, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ | 13 Þ egar þorramatur er annars vegar komast fáir með tærnar þar sem Jó- hannes Stefánsson veitingamaður hefur hælana. Jóhannes er eigandi Múlakaffis og er nánast uppalinn á þessum rótgróna veitingastað og veisluþjón- ustufyrirtæki. Í um hálfa öld hefur Múlakaffi boðið Íslendingum upp á ljúffengan þorramat og margir sem geta ekki hugsað sér þorrann án Múlakaffis-veislu. Jóhannes segir þorrann vera einn af há- punktum ársins hjá fyrirtækinu. „Við reiðum fram þorraveislur um land allt, um borg og bý, seljum kynstrin öll af þorramat í fyrirtæki og stofnanir og bjóðum upp á þorraveislur fyrir allt niður í fimm manns, og hjónabakka með ljúffengum þorraréttum fyrir tvo. Þá er á sjálf- um veitingastaðnum boðið upp á veglegt þorrahlaðborð fyrstu tvær helgarnar í þorra, þar sem öllu er tjaldað til.“ Stöppur, baggar, pungar Matreiðslumenn Múlakaffis byrja snemma að vetri að undirbúa þorrann enda þarf að gera allt frá grunni nema helst hangikjötið, hákarl- inn og harðfiskinn. „Þetta eru hrútspungar og lundabaggar, lifrarpylsur og blóðmör, og gam- an að súri hvalurinn er aftur kominn í þorra- bakkann. Þá bjóðum við upp á fimm tegundir af síldarsalati, nýja sviðasultu, sviðakjamma, rófustöppu, saltkjöt og uppstúf, rúgbrauð og margt fleira.“ Að sögn Jóhannesar er þess gætt að halda tryggð við þorrahefðina og reynt að varast hvers kyns uppátæki í matargerðinni. „Það er engin ástæða til að reyna að finna upp hjólið á ný þegar þorramaturinn er annars vegar. Sumir hafa t.d. nýverið verið að bæta svína- sultu við þorramatarflóruna, en við förum ekki að djöflast í slíkum réttum á þessum tíma árs.“ Það sem ekki er framleitt á staðnum kaupir Múlakaffi frá sérvöldum verkendum. „Við velj- um aðeins besta harðfiskinn og flottasta há- karlinn, og í hangikjötinu tökum við ekki annað í mál en að vera með læri og enga framparta.“ „Mikið kjöt og lítið hlaup“ Aðspurður hvað geri þorramatinn hjá Múla- kaffi sérstakan segir Jóhannes að notað sé fyrsta flokks hráefni og hvergi í matreiðslunni farin styttri leiðin. „Pungarnir eru t.d. vel pressaðir, mikið kjöt og lítið hlaup. Þorramat- ur getur verið viðkvæmur og töluverð kúnst að verka þennan mat rétt og vel. Hér er topp- aðstaða og þaulreyndir starfsmenn sem hand- vinna þorramatinn alla leið.“ Að sögn Jóhannesar er þorrinn ákaflega skemmtilegur tími hjá Múlakafi. Mikið er að gera í veisluþjónustunni og lífleg stemning á veitingastaðnum. Hann segir marga við- skiptavini bíða spennta eftir að þorramaturinn sé borinn fram. „Fólk veit sem er að þorrinn er skemmtilegt tækifæri til að gera sér dagamun og gera vel við sig í mat og drykk. Þá er þorra- maturinn góður matur og næringarríkur.“ ai@mbl.is Stytta sér hvergi leið Matreiðslumenn Múlakaffis byrja snemma vetrar að útbúa rétti fyrir þorrann. Viðskiptavin- ir bíða margir spenntir eftir að þorrinn gangi i garð með góð- gæti og gleði í góðra vina hópi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Klassík „Það er engin ástæða til að reyna að finna upp hjólið á ný þegar þorramaturinn er annars vegar,“ segir Jóhannes.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.