Monitor - 30.01.2014, Page 6

Monitor - 30.01.2014, Page 6
6 Monitor fimmtudagur 30. janúar 2014 Ég er laganemi við Háskóla Íslands og eins og allir aðrir þurfti ég að taka próf úr almennri lögfræði. Mér hlaust sá vafasami heiður að fá að vera ein af þeim 71% sem náðu ekki faginu (og var þó yfir meðalein- kunn!). Margir þeirra sem náðu voru að þreyta prófið í annað eða þriðja sinn. Ætti það að segja sitthvað um erfiðleikastig þessa ágæta prófs. Ég á lítið barn sem var að byrja áleikskóla og var því oft veikt þennanveturinn, stundum heilu vikurnar. Ómögulegt þótti að setja fyrirlestrana á staf- rænu formi inn á innranet skólans, þótt það sé gert í mörgum öðrum fögum við háskól- ann. Þær vikur sem litla dóttir mín lá því lasin heima fór því allur fróðleikur fyrirlestranna fram hjá mér með öllu (en allt sem er sagt þar er jú til prófs). Heimapróf var haldið einn laugardaginn og tvö í viðbót verða á komandi laugardögum þennan vetur, en þá er leikskól- inn vitaskuld lokaður. Eins mætti benda á að oft voru tímar á síðustu önn til klukkan að ganga fimm en leikskólanum sjálfum er lokað á slaginu fjögur. Með öðrum orðum: viðmót til nemenda með börn (þá sérstaklega einstæðra foreldra) er arfaslakt. Þetta, ásamt svo mörgu öðru, tók sinn toll af prófundirbúningnum. Það er því sorglegt frá að segja að ég, líkt og svo margir aðrir námsmenn, stólaði algerlega á framfærslulán Lánastofnunar íslenskra námsmanna (LÍN). Áhættufjárfesting í lögfræði LÍN gerir kröfu um námsframvindu. Stand- ist nemandi ekki ákveðinn einingafjölda borgar LÍN ekki námslánið út, sem verður þá að bankaláni viðkomandi námsmanns. Bankinn getur krafist tafarlausrar borgunar eða niðurgreiðslu láns með mjög skömmum afborgunartíma. Kúrsinn almenn lögfræði er 18 einingar, s.s. bróðurpartur allra eininga sem teknar eru yfir fyrstu önnina. Fallirðu í honum, fellurðu í öllu, ekki aðeins á önninni heldur neitar einnig LÍN að borga lánið þitt og það sem meira er þá krefst leikskólinn einnig lágmarks námsframvindu. Það má næstum því segja að það sé áhættufjárfesting að ætla sér að fara í lögfræði á námslánum með barn. Ég sótti fund til námsráðgjafa sem hlýddu á mig og þau vandamál sem fylgdu fallinu í almennri lögfræði. Við lok fundarins var mér bent á að leita á náðir Mæðrarstyrksnefndar með matarúthlutanir og annarra góðgerða- samtaka. Aðrar lausnir voru nefnilega ekki auðsjáanlegar… Vítahringur án vonarglætu LÍN neitar að veita mér áframhaldandi framfærslulán þessa önnina, það þýðir að til þess að geta framfleytt mér og dóttur minni þyrfti ég að fara aftur að vinna. Til þess að getað unnið get ég ekki verið í skólanum. Ef ég get ekki verið í skóla þá missir dóttir mín leikskólaplássið sitt í leikskólanum sem Félagsstofnun stúdenta (FS) rekur. Ef hún missir leikskólaplássið sitt þá get ég ekki unnið, þar sem hún hefur engan stað til þess að vera á meðan ég er í burtu. Ef ég get ekki unnið fæ ég engan pening. Ef ég fæ engan pening þá get ég ekki borgað niður lánið hjá bankanum eða framfleytt okkur. Ef ég get ekki borgað niður lánið hjá bankanum þá fæ ég ekki nýtt námslán. Ef ég fæ ekki nýtt námslán get ég ekki verið í skóla. Þannig er ég nú föst í einhverjum vítahring sem varnar því bæði að ég geti unnið og verið í skóla, því hvort er hinu háð; skólinn er háður peningunum sem koma af vinnunni, vinnan er háð leikskólanum sem skólinn býður upp á. Það veit það hver maður að það er oftast margra mánaða bið eftir leikskóla- og dagmömmuplássi, þannig að á meðan þetta millibilsástand varir þá er ég á vonarvöl. Sá eini sem gæti leyst mig úr þessu er LÍN en þar eru allar dyr lokaðar. Aleiga mín þessa stundina eru tæpar 50.000 krónur. Ég vinn í hlutastarfi tvisvar sinnum í viku í fjóra tíma í senn. Einhverja tíuþúsundkalla get ég fengið úr því ef vel gengur og aukavaktir eru margar, en það er bara ekki nóg. Hvatningarkerfi? Ég gerði þau stóru mistök að falla í einum kúrs. Aldrei áður hef ég fallið og alltaf hef ég sinnt mínu námi af natni. Í þetta eina skipti tókst það ekki sem skyldi og mér hegnist fyrir það núna. LÍN heldur því fram að til þess að hvetja nemendur áfram og forðast að slugsa og að áhugalausir nemendur taki sér mörghundruð þúsund króna námslán fyrir námi sem þeir gera svo ekki annað en fallið í, þá setji þeir kröfu um lágmarksnámsárangur. Þannig sé fólk hvatt áfram til þess að gera vel í skóla og einbeita sér að náminu. Ég féll, einu sinni, og gæti það orðið til þess að ég geti ekki haldið mínu námi áfram. LÍN veitir ekki skuldugum námsmönnum námslán þeim til framfærslu. Hvernig er það hvetjandi? Hreppsómagi af einu falli Eftir fundinn hjá námsráðgjöfunum þakkaði ég kærlega fyrir mig og eins og allir aðrir Íslendingar gekk ég fram, reyndi að virðast hnarreist og stolt, niður ganginn og út aðaldyrnar, yfir bílastæðið og inn í bílinn minn. Þegar bíldyrnar höfðu örugglega lokast brotnaði ég svo saman eins og lítið barn og grét á stýrið í örvæntingu sem ég hef aldrei áður þekkt; ég vissi ekki hvernig ég ætti að koma mér og barninu mínu í gegnum næsta mánuð. Allt í einu var ég orðinn dragbítur á ættingjum mínum, hreppsómagi innan eigin fjölskyldu, háður örlæti og hjálpsemi annarra, sem þó ekki allir eru eins heppnir og ég að njóta. Breytinga er þörf Ég hvet íslenska ríkið, Háskóla Íslands og Lánasjóð íslenskra námsmanna til þess að endurskoða þessa tilhögun mála. Það eru nefnilega námsmenn (og fyrrverandi námsmenn) þarna úti í enn verri málum en ég. Í nágrannaríkjum okkar á Norðurlöndun- um er málum víða komið í þann farveg að nemendum er veittur framfærslustyrkur frá ríkinu.Vissulega er gerð einhver krafa um námsframvindu sums staðar en hvergi er nemendum jafn þröngur stakkur búinn eins og á Íslandi. Þessu þarf að breyta! M yn di r/ Ó m ar Að falla er að deyja Hulda Hvönn Kristins- dóttir lét barneignir á unga aldri ekki hindra sig frá námi en nú hefur kerfið sem hún reiddi sig á brugðist henni. Við lok fundarins var mér bent á að leita á náðir Mæðra- styrksnefndar. Þegar bíldyrnar höfðu örugg- lega lokast brotnaði ég saman eins og lítið barn og grét á stýrið í örvæntingu.

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.