Monitor - 30.01.2014, Side 22
American Hustle er nýj-
asta mynd leikstjórans
Davids O. Russell sem
á undanförnum árum
hefur gert hinar stórgóðu
myndir Silver Linings
Playbook og The Fighter.
Hann sækir einmitt
leikarana fyrir American
Hustle úr hinum tveim mynd-
unum, Christian Bale og Amy
Adams úr The Fighter og Bradley
Cooper og Jennifer Lawrence úr
Silver Linings Playbook.
American Hustle segir frá Irving
Rosenfeld, leiknum af Bale, sem
hefur gabbað fólk til að gefa sér
peninga alla ævi. Hann ásamt
samstarfskonu sinni og hjákonu
Edith, Adams, hafa gert það gott
í svikamyllunum í langan tíma
þegar þau lenda í höndunum á
FBI-fulltrúanum Richie DiMaso,
Cooper. DiMaso þvingar þau til
þess að vinna með sér og fallast
þau á það. Richie er metnaðar-
fullur FBI-fulltrúi á
uppleið og lætur
hann metn-
aðinn fara
frammúr sér
sem skapar
gríðarleg
vandræði
fyrir
Irving og Edith sem þurfa
að taka á honum stóra
sínum til að halda sér úr
fangelsi og jafnvel á lífi.
American Hustle
er fínasta mynd og
handritið er alveg
þokkalegt. Leikstjórinn
gerir ágætlega í að halda
spennunni gangandi og flæðir
myndin þokkalega vel og endar
með ákveðnum hvelli. Það sem
setur þessa mynd samt uppá
hærra plan eru leikararnir.
Christian Bale sýnir enn og aftur
hversu fær leikari hann er og
er hann nánast óþekkjanlegur
miðað við fyrri hlutverk. Bradley
Cooper heldur síðan áfram að
sanna sig sem virkilega flottur
leikari og stendur sig mjög
vel í þessari mynd. Þær Amy
Adams og Jennifer Lawrence, eru
síðan frábærar og þá sérstaklega
Lawrence að mínu mati sem er
á góðri leið með að verða ein af
skærustu stjörnum Hollywood,
gjörsamlega frábær. Jeremy
Renner stendur sig líka vel í
minna hlutverki og eðaltöffarinn
og reynsluboltinn Robert De
Niro á líka flotta og skemmtilega
innkomu.
American Hustle er flott mynd
sem heldur manni vel á tánum.
Leikarahópurinn
gerði myndina og
eiga þau öll sína
óskarstilnefningu
fyllilega skilið.
Ekki er allt sem sýnist!
kvikmynd
AmericAn hustle
ívar
orri
Verðlaunamyndin Dallas Buyers Club, með
Matthew McConaughey, Jennifer Garner og
Jared Leto, verður frumsýnd á föstudaginn,
31. janúar.
Um miðjan níunda áratuginn fær
kvennaljóminn og rafvirkinn Ron
Woodroof (McConaughey) þau hörmulegu
tíðindi að hann sé með alnæmi og eigi
bara 30 daga eftir ólifaða. Hann stelur
AZT-lyfjum í von um að þau vinni bug á
sjúkdómnum, en meðferðin ber engan
árangur. Hann ákveður því að leita óhefðbundinna
lækninga og smyglar ósamþykktum
lyfjum til Bandaríkjanna. Hann slæst í
hópinn með öðrum alnæmissjúklingi,
Rayon (Leto), og hefst handa við að selja
lyfin til vaxandi fjölda fólks sem getur
ekki beðið eftir að heilbrigðisyfirvöld
komi því til bjargar. Dallas Buyers Club er
tilnefnd til 6 óskarsverðlauna, m.a. sem
besta myndin, og fékk tvö Golden Globe-
verðlaun fyrir besta leikarann í aðalhlut-
verki (McConaughey) og besta leikarann í
aukahlutverki (Leto).
skjámenning
Frumsýning hElgarinnar
Dallas Buyers Club
Well, nobody’s perfect.
Osgood-some Like it Hot
22 mOnitOr fimmtudagur 30. janúar 2014
Leikstjóri: Jeff Nichols.
Leikarar: Matthew
McConaughey, Jennifer
Garner og Jared Leto.
Sýningarstaðir: Laug-
arásbíó, Háskólabíó og
Borgarbíó Akureyri.
aldurstakmark:
Bönnuð innan 14 ára.
viLtu
vinna
miða?
facebook.com/monitorbladid
Hvað þarf til að fá mörg hundruð manns til að
standa í röð utandyra um kvöld á þriðjudegi? Nei,
Kardashian-fjölskyldan var ekki að droppa við, held-
ur var PlayStation 4-tölvan að koma út. PlayStation
3-tölvan er til á næstum fjórðungi íslenskra heimila
og nú gætu margir spurt sig: er það ekki bara nóg? Af
hverju PlayStation 4?
Það fyrsta sem maður
tekur eftir er flott
hönnun vélarinnar,
en hún er sótsvört og
öll fallega straumlínu-
löguð og sem græja
sómir hún sér vel í
hvaða stofu sem er.
En það sem er undir
húddinu skiptir mestu
máli þegar kemur að
leikjatölvum og þar
tekur mesta stuðið við.
PlayStation 4-
stýrikerfið er mjög
notendavænt og
mun þægilegra en
það var í PlayStation 3. Hér geta notendur gert
allt að sínu og geta menn valið hvort þeir spila sem
einhver ónafngreindur á netinu eða að tengja sig
við Facebook og spila þannig. Það er persónulegra
og sýnir profile-myndina, þannig að þeir sem eru
að keppa við þig sjá hvern er verið að keppa við.
Facebook-tengingin gerir notendum líka kleift að
deila efni á Facebook, en þetta gæti verið myndband
úr einhverjum leik, t.d. ef skorað er flott mark í Fifa
eða eitthvað flott úr Call of Duty eða Battlefield.
Nýrri tölvu fylgir nýr stýripinni og er Dual Shock
4-pinninn mjög flott uppfærsla á eldri pinnum. Hann
fer vel í hendi, er nákvæmari en fyrri pinnar og hefur
nokkrar nýjungar á borð við snertiflöt sem leikmenn
geta notað í leikjum, einnig skartar hann ljósi sem
myndavél PlayStation 4-tölvunnar nemur og svo er
hann með innbyggðan hljóðnema
sem nýtist vel í mörgum leikjum.
Tæknilega séð er PlayStation 4
sú fullkomnasta á markaðnum í
dag og keyrir flesta leiki í 1080p
upplausninni sem er full háskerpa,
en það er eitthvað sem PlayStation
3 til dæmis náði sjaldnast að gera.
En það er ekki bara grafíkin sem
er betri, því öll vinnsla í vélinni er
allt að 10 sinnum fullkomnari og
hraðari en áður og sést það vel
í leikjum á borð við Battlefield 4
(þar sem 64 geta spilað saman í
stað 24) og í Fifa þar sem
allar aðgerðir eru mun
flóknari og
fullkomn-
ari.
Þannig að þeir sem vilja taka stóra
skrefið inní framtíðina ættu að
tékka á PlayStation 4-vélinni, en
hún er loksins komin á markað
ásamt helling af leikjum og
aukahlutum.
ÓLafur þÓr
jÓeLSSon
tölvule ikur
af hverju PlayStation 4?