Morgunblaðið - 05.02.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.02.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG! 50%AFSLÁTTUR AFÖLLUM VÖRUM Í BÚÐINNI Lífshlaupið svonefnda verður ræst ísjöunda sinn í Hraunvallaskóla,Drekavöllum í Hafnarfirði, klukkan 10 í dag. Þar verða m.a. afhent platínu- merki Lífshlaupsins til einstaklinga sem hreyfðu sig í a.m.k. 30 mínútur daglega frá 6. febrúar 2013 til 6. janúar 2014 eða samfleytt í 335 daga. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að daglegri hreyfingu í frítíma, heimilisstörfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðlegg- ingum Lýðheilsustöðvar um hreyf- ingu. Börnum og unglingum er ráð- lagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnum a.m.k. 30 mínútur á dag. Hægt er að nálgast upplýsingar á vefslóðinni www.lifshlaupid.is. Morgunblaðið/Ómar Hreyfing Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í 60 mínútur daglega. Lífshlaupið ræst í dag í sjöunda sinn Íslenska vita- félagið, félag um íslenska strand- menningu, held- ur fyrirlestra- kvöld í Víkinni, Sjóminjasafni Reykjavíkur á Grandagarði kl. 20 í kvöld. Dagskrárefnið er haf- og strand- svæði, stjórnun þeirra, skipulag, eignarhald og nýting. Ester Ár- mannsdóttir, sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun, greinir frá því hvernig staðið er að stjórnun og skipulagi á haf- og strandsvæðum í nágrannalöndunum og hér á landi. Þá segir Ómar Antonsson, stjórn- armaður í Samtökum eigenda sjáv- arjarða, frá samtökunum. Fyrirlestrar um haf- og strandsvæði Sjóminjasafnið við Grandagarð. Margrét Blöndal hjúkrunarfræð- ingur fjallar um áfallastreitu í kjöl- far missis á fræðslukvöldi Nýrrar dögunar, sem haldið verður 6. febr- úar nk. kl. 20 í safnaðarheimili Há- teigskirkju. Samveran er öllum op- in og aðgangur ókeypis. Margrét starfar sem sjálfstæður meðferðaraðili en hún hefur langa reynslu af störfum í nálægð dauð- ans, segir í tilkynningu. Fjallað um áfalla- streitu eftir missi STUTT tísku. „Ég reyni að telja mér trú um að ég gefi þeim allt það hey sem þær geta étið,“ segir hann. Tæknin er þó nýtt. Guðbrandur lætur telja fósturvísa í ánum og hag- ar fóðruninni það sem eftir er vetrar eftir því, dregur úr fóðrun ein- lembdra áa til að burðurinn verði auðveldari en reynir að hygla þrí- lembunum og þá helst með kjarn- fóðri svo ekki verði of þröngt um fóstrin. Á sumrin gengur féð á Selárdal sem er grasgefinn dalur upp af Steingrímsfirði. „Ég fór einhverju sinni þangað með kunningja mínum til að sýna honum gróðurinn en við sáum aðeins tvær kindur í kafgrasi og kjarri, hinar voru lengst uppi í fjalli þar sem manni sýnist aðallega vera grjót og melar. Sjálfsagt er gróðurinn sem þar er kjarngóður. Rúmt er í högum, alltof rúmt þegar kemur fram á haustið og fara þarf í smalamennskur,“ segir Guðbrandur bóndi. Kalið gerði okkur skráveifu Heyskapur gekk þokkalega í Steingrímsfirði í vetur. „Kal í fjarðar- botninum gerði okkur þó töluverða skráveifu. Menn björguðu sér með því að sækja heyskap á tún bæja þar sem bændur hafa verið að hætta. Við sóttum töluvert langt en ég held að allir hafi fengið gott hey. Sumarið var rigningasamt, þótt ekki væri oft úr- helli, því sjaldan voru þurrir dagar og eiginlega aldrei fleiri en tveir í röð. Það hefði gengið illa að þurrka hey,“ segir Guðbrandur. Strandir sluppu vel í óveðrinu sem gekk yfir Norðurland snemma sl. haust. „Ég var frægur fyrir að hafa sagt í útvarpinu að við gengjum til sængur með hnút í maga en vonuðum það besta. Við fórum vel út úr því, það varð tæplega meðalhaustveður.“ Erfitt að hitta á réttu aðferðina  Bændurnir á Bassastöðum hafa það markmið að auka afrakstur búsins  Afurðir eftir hverja á hafa aukist án þess að miklu hafi verið breytt  Var næstafurðahæsta sauðfjárbú landsins á síðasta ári Sauðburður Guðbrandur Sverrisson, bóndi og refaskytta á Bassastöðum í Kaldrananeshreppi á Ströndum, hugar að lambfé. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum alltaf að reyna að auka af- rakstur búsins. Markmiðið er að gera það á hagkvæman hátt. Einn liðurinn í því er að fá mikið kjöt eftir hverja á með sem minnstum tilkostnaði. Ekki er alltaf auðvelt að hitta á nákvæm- lega réttu aðferðina,“ segir Guð- brandur Sverrisson, sauðfjárbóndi á Bassastöðum við Steingrímsfjörð. Bú þeirra hjóna, Guðbrands og Lilju Jó- hannsdóttur, var næstafurðahæsta sauðfjárbú landsins á síðasta ári, þegar miðað er við afurðir eftir hverja á. Ærnar á Bassastöðum skiluðu 39,4 kg kjöts að meðaltali. Er það töluverð aukning frá árinu á undan þegar af- urðirnar voru rúm 36 kg. Munaði 100 grömmum að búið næði meðaltali Ei- ríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti sem varð í efsta sæti annað árið í röð. Efstu búin eru öll með tæp tvö fædd lömb eftir hverja á. Fóðurstamparnir hjálpa „Þetta hefur verið á uppleið hjá okkur síðustu þrjú árin. Eiginlega er eina breytingin sem ég veit um á þessum tíma að ég hef keypt fóð- urstampa frá Fóðurblöndunni svo ærnar hafa aðgang að alls konar bætiefnum. Ég hef lagt áherslu á steinefna- og magnesíumstampa seinni hluta vetrar. Í þeim eru stein- efni og ýmis bætiefni,“ segir Guð- brandur. Eins og aðrir bændur leggja Guð- brandur og Lilja mesta áherslu á að nýta sem mest af heyi. Verkunin þarf að vera góð til þess að það étist vel. Allt er rúllað og hætt að nota flat- gryfjurnar sem Strandamenn nýttu vel og lengi. Sauðfjárbúið á Bassastöðum telst ekki stórt. Þar eru 216 skýrslufærðar ær. Gömul fjárhús eru á bænum, með hefðbundnu jötukerfi. Guðbrandur segist ekki hafa farið út í það að koma upp gjafagrindum eins og nú er í Þrátt fyrir minni fallþunga dilka í haust en undanfarin ár hafa heild- arafurðir verið síst minni á liðnu ári en árinu 2012. Munar mestu að frjósemi var meiri vorið 2013 en ár- ið á undan. Kemur þetta fram í nið- urstöðum skýrsluhalds í sauðfjár- rækt sem ráðunautar Ráðgjafar- miðstöðvar landbúnaðarins hafa tekið saman. Afurðir virðast vera almennt minni um sunnan- og vestanvert landið en meiri um það austan- og norðaustanvert. Tíðarfarið sl. sum- ar hefur haft sitt að segja í þeirri þróun. Talsvert var um stórrign- ingar sunnanlands og vestan seinni- hluta sumars á meðan veður var betra í öðrum landshlutum. Þrátt fyrir erfitt tíðarfar á Suð- urlandi varð bú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti afurðahæst, annað árið í röð, miðað við kjöt eftir hverja á. Meðaltalið var 39,5 kg en árið áður fóru afurðir búsins í 41,3 kg. Næstu bú eru á Ströndum og Fljótsdalshéraði, eins og fram kem- ur á meðfylgjandi lista. Best gerðu lömbin í Broddanesi Listinn miðast við bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær. Ýmsir tómstundabændur ná mun meiri af- urðum eftir hverja á. Þannig fær Skúli Andrésson í Framnesi í Borg- arfirði eystra 54,6 kg kjöts eftir sín- ar ellefu skýrslufærðu ær. Ræðst árangurinn af frjósemi ánna en í húsum hans voru 2,73 lömb eftir hverja á. Best gerðu sláturlömbin reynd- ust vera á búi Jóns og Ernu í Broddanesi 1 í Kollafirði. Einkunn þeirra var 11,55 að meðaltali. Fé- lagsbúið á Flögu í Þistilfirði var með 11,44 í einkunn. Afurðahæstu sauðfjárbúin 2013 Bú með fleiri en 100 ær Fædd lömb Nr. Nafn Býli Fjöldi áa Kjöt (kg) eftir hverja á 1 Eiríkur Jónsson Gýgjarhólskoti 320 39,5 1,98 2 Guðbrandur og Lilja Bassastöðum 216 39,4 1,96 3 Félagsbúið Lundur Lundi 513 38,1 1,98 4 Guðbrandur og Björn Smáhömrum 301 37,2 2,02 5 Ágústína og Halldór Hjartarstöðum 113 37,1 2,00 6 Indriði og Lóa Skjaldfönn 179 37,0 1,81 7 Guðrún og Sigurbjörn Leirulæk 131 36,5 2,38 8 Ingólfur Sigfússon Brekku 179 36,4 1,92 9 Þorsteinn og Katrín Jökulsá 302 36,3 1,98 10 Elín Heiða Valsdóttir Úthlíð 361 36,2 2,04 11 Þórarinn Már Halldórsson Ytri-Hofdölum 159 36,2 1,99 12 Elín Anna og Ari Guðm. Bergsstöðum 380 35,9 2,02 13 Sigurður Baldursson Sléttu 370 35,7 1,94 14 Gunnar og Gréta Efri-Fitjum 620 35,5 2,04 15 Ásgeir Arngrímsson Brekkubæ 362 35,4 1,99 heimild: rml.is Frjósemi vegur upp minni fallþunga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.