Morgunblaðið - 05.02.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.02.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 ✝ Tómas JúlíusSigurþórsson fæddist á Akranesi 6. janúar 1934. Hann lést 21. jan- úar 2014 á Land- spítalanum við Hringbraut. Tómas var sonur hjónanna Sigur- þórs Narfasonar, f. 14.10. 1906, d. 27.3. 1982 og Guðnýjar S. Tómasdóttur, f. 11.11. 1912, d. 2.2. 1990. Bróðir Tómasar er Narfi Sigurþórsson, f. 2.6. 1935, kvæntur Daisy E. Karlsdóttur. 10.10. 2011 og Eydís, f. 29.3. 1991. 2) Árni, f. 5.3. 1967, unn- usta Ane Classen. Börn hans eru: Tómas f. 22.9. 1989, kvænt- ur Freyju Óskarsdóttur, móðir Svanborg Bergmannsdóttir, Eva Mjöll, f. 30.7. 1998, móðir Viktoría Ýr Hlynsdóttir og Árný Lind, f. 13.5. 2004, móðir Guð- rún Berglind Gunnarsdóttir. Tómas bjó alla sína ævi á Akra- nesi. Hann byrjaði ungur að vinna og vann alla sína starfsævi hjá Haraldi Böðvarssyni og Co hf., fyrst sem verkamaður, síðan bílstjóri og verkstjóri á Eyrinni frá árinu 1968. Hann lét af störf- um 67 ára að aldri. Eftir að starfsævi lauk tók hann virkan þátt í félagsstarfi aldraða og spilaði golf, keilu og boccia. Útför hans fór fram frá Akra- neskirkju 30. janúar 2014, í kyrrþey að ósk hins látna. Þann 1. júní 1963 kvæntist Tómas eftirlifandi eigin- konu sinni, Guð- rúnu H. Árnadótt- ur, f. 22.1. 1937, frá Tungu í Svínadal. Foreldrar hennar voru Árni Helgason og Jónína Ólafs- dóttir. Börn þeirra eru: 1) Guðný, f. 28.9. 1962. Börn hennar og Frímanns Smára Elí- assonar eru: Sigurþór, f. 12.11. 1982, Linda Sif, f. 1.4. 1987, barn hennar er Gilbert Leó, f. Ástkær faðir minn er látinn eftir erfið veikindi. Þó að vitað hafi verið að hverju dró er samt alltaf erfitt þegar stundin renn- ur upp. Hann var nú ekki sáttur þegar hann greindist með alvar- lega nýrnabilun fyrir rúmu ári en lærði að lifa með því með dyggum stuðningi mömmu. Hann byrjaði ungur að vinna og vann alla sína starfsævi hjá HB og Co hf. Síðast sem verk- stjóri á Eyrinni þar sem salt- fiskverkun og síldarsöltun voru aðalstörfin. Minningin er sterk þegar ég ung að árum fékk að vinna við síldarsöltun og launin voru þá í formi peninga sem fengust fyrir hverja tunnu og settir voru í stígvél viðkomandi og taldir í lok dags. Stóð þá verkstjórinn og taldi hjá hverri konu og skrifaði samviskusam- lega í bók. Þegar farið var svo heim vatt hann sér í bílstjóra- sætið á rútu fyrirtækisins og keyrði alla heim. Vinnudagarnir voru oft langir og erfiðir. Eftir að hann hætti störfum fór hann að stunda golf, keilu og boccia með eldri borgurum. Hann var öflugur í öllum þess- um greinum og nægir að horfa á hilluna inni í stofu til vitnis um það, þar sem verðlaunapen- ingar og bikarar eru. Veikindi hans settu mikið strik í reikn- inginn fyrir hann að stunda þessar íþróttir en samt skellti hann sér í Vesturlandsmótið í boccia sl. vor og kom heim með verðlaun fyrir fyrsta sætið. Hann var mikill fjölskyldu- maður og bar hag sinna fyrir brjósti. Alltaf var hann tilbúinn til að aðstoða mig og mína, hvort sem þurfti að mála, yf- irdekkja húsgögn, skipta um dekk eða skutla börnunum. Þú varst ein af mínum stoðum í líf- inu og kom það best vel í ljós þegar erfiðleikar bjátuðu á hjá mér fyrir mörgum árum. Við pabbi áttum það sameig- inlegt að hafa gaman af því að fara í tjaldútilegur og í seinni tíð var það reitur fjölskyldunn- ar á æskuheimili mömmu sem átti hug okkar. Þar vorum við sammála um að hafa allt í röð og reglu og snyrtilegt. Síðasta sameiginlega verkefnið okkar þar var síðastliðið sumar að yf- irdekkja gamla stóla. Erfitt verður að fara þangað og hafa þig ekki til að spekúlera og jafnvel karpa aðeins um hvað skuli framkvæma næst. Sárt er að Gilbert Leó litli langafastrákurinn fái ekki leng- ur notið samvista við þig en þið voruð góðir mátar. Hann skilur ekki hvar afi Tommi er en til- vera hans lýsir upp lífið á þess- um erfiða tíma. Ég trúi því að Gilbert svili þinn og afi Árni hafi tekið vel á móti þér og gangi nú með þér um ný heim- kynni. Vinátta ykkar var mikil og það að þið hafið allir kvatt þessa jarðvist á sama deginum, 21. janúar, finnst mér vera lýs- andi dæmi um það. Hvíl í friði. Þín dóttir, Guðný. Bæjarferðir á Akranes voru alltaf tilhlökkunarefni fyrir ung- an sumarstrák í Skorholti. Þar voru mörg ævintýri, ýmislegt nýtt að sjá og margt frændfólk. Tómas, Tommi frændi, var þar. Hann var umhyggjusamur og góður við frænda sinn, sagði skemmtilegar sögur, keyrði allavega bíla, var glettinn og því gaman að hitta hann. Tommi var vinnusamur og duglegur, úrræðagóður og áhugasamur um það sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hóf ungur störf hjá HB og co., fyrst sem verkamaður, síðan bifreið- arstjóri og loks sem verkstjóri. Vann þar allan sinn starfsaldur. Auk þeirra starfa voru ófáar vinnustundir hans með tengda- foreldrunum í Tungu í Svínadal við hverskonar bústörf. Ósér- hlífnin og hjálpsemin einstök enda afar bóngóður, um stórt sem smátt. Áhugamál Tomma voru af ýmsum toga, gömlu dansarnir og veiði þegar hann var yngri og síðar botsía og golf með vin- um sínum. Áttu Tommi og Gil- bert svili hans margar ánægju- stundir við veiðar í Laxá í Leirársveit, héldu auðvitað mest upp á Tungufljótið, þekktu báðir veiðistaðinn vel og veiddu þar þegar aðrir veiddu ekki. Hvergi annars staðar en á Akranesi vildi hann búa, hann unni Svínadalnum og Melasveit- inni, náttúrunni og landinu sínu, Íslandi. Það var Tomma mikil gæfa að kynnast og giftast Guðrúnu Árnadóttur. Þau voru um margt samrýmd og samhent hjón, þótt bæði væru sjálfstæð, og til þeirra í Stekkjarholtið var gott að koma. Guðrún einstaklega gestrisin og Tommi ánægður að sjá og hitta fólk og spjalla. Í bernsku litasjónvarpsins skruppum við nágrannarnir og svarthvíta fólkið stundum yfir til Gunnu og Tomma að horfa á sjónvarpið þeirra, sérstaklega með Unni Ýri dóttur okkar að sjá Evróvisjón og Abba í lit. Það voru góðar stundir. Ófáar voru líka heimsóknir barna okk- ar að skoða kisurnar þeirra Gunnu og Tomma, eina af ann- arri. Öll smituðust þau af dálæti á köttum sem fylgt hefur þeim síðan. Síðustu dagana fyrir andlát- ið, þá rétt nýorðinn 80 ára, var eins og Tommi vissi vel hvert stefndi. Hann sagðist vera tilbúinn að fara, eins og hann orðaði það, yfirvegaður og æðrulaus, hann væri sáttur við allt og alla. Þakkaði fyrir tryggðina. Dagurinn 21. janúar vakti samt ugg hjá Guðrúnu hans. Hún hafði bæði misst föð- ur sinn og mág þennan mán- aðardag. Komið var langt fram á kvöld þann dag þegar Tommi kvaddi þennan heim. Systurnar Guðrún og Gréta hafa því báðar gengið í gegnum það sama. Sumt verður ekki skýrt og sumu ekki svarað. Við geymum með okkur minningarnar, þökkum sam- fylgdina, drenglyndið og ára- tuga vinskap sem aldrei bar skugga á. Guðrúnu, börnum þeirra og fjölskyldunni allri sendum við okkur samúðar- kveðjur. Jón Sveinsson og Guðrún Magnúsdóttir. Tómas Júlíus Sigurþórsson Í dag kveðjum við sagnakonu. Ebba Dahlmann hafði allt- af góða sögu á tak- teinum og flutti svo afbragðs vel. Full af kímni og til- finningu sagði hún frá skondnum uppákomum. Hún færði okkar aft- ur í tímann, vestur og til útlanda og sagði frá ævintýrum sínum og Gunnars, afrekum barnanna eða Ísfirðingum. Frásagnarmáti hennar var dásamlegur, tímasetning og áherslur eins og hjá stórleikara. Ebba Dahlmann ✝ Ebba Da-hlmann fæddist 18. september 1932. Hún lést 24. janúar 2014. Útför Ebbu var gerð, 4. febrúar 2014. En hún lét sér nægja að skemmta vinum og ættingjum, sem nutu samvista við þessa einstöku konu. Hún var ákaflega vel lesin, vitnaði í ljóð og skáldverk jöfnum höndum. Henni var einnig mikið í mun að unga fólkið læsi almennilegar bæk- ur. Til dæmis krafð- ist hún þess síðasta haust að lána minni ektafrú bók Steins Steinars, Við opinn glugga. Sum ljóða Steins eru háfleyg en bókin er ein- staklega hnyttin og skelegg, ekki ósvipuð Ebbu sjálfri. Okkar sam- félag missti í henni einstaka per- sónu og mikinn fræðara. Við mun- um sakna stundanna með Ebbu. Arnar Pálsson. Jóhann Kröyer er fallinn frá, engum datt slíkt í hug þegar við héldum upp á 45 ára stúdentsafmæli í Stykkishólmi í vor sem leið eða þegar við hittumst á Laugavegin- um skömmu fyrir jól og Jóhann og Adda voru á leið til Kraká næstu helgi þar á eftir. Fallinn er frá góður og traustur drengur langt um aldur fram. Við Jóhann kynntumst fyrst í Menntaskólanum á Akureyri og deildum þar sömu kennslustofu í 4 ár. Hann bjó í Helgamagrastræt- inu og ósjaldan lá leið okkar saman í og úr skóla. Hann var frábær námsmaður, allt var 100% hjá Jóa og ekki var slæmt að fá að skyggn- ast í glósurnar hans ef mikið lá við, hvort sem það var í stærðfræði eða latínu. Jóhann var víðsýnn og víðförull og þótti okkur skólafélögum mikið til koma um ferðir hans, t.d. gat hann frætt okkur um lífið í Moskvu og kennt okkur nokkur orð í rúss- nesku eftir að hafa heimsótt pabba sinn þangað í einu jólafríinu. Jóhann Kröyer ✝ Jóhann Kröyerfæddist 8. sept- ember 1949. Hann lést 16. janúar 2013. Útför Jó- hanns fór fram 27. janúar 2014. Á þessum tíma hugsaði maður ekki mikið um fortíðina og það að Jóhann byggi hjá afa og Möggu en ekki pabba sínum og mömmu var bara svo eðlilegt. Hugs- unin snerist frekar um núið og framtíð- ina, það var svo margt sem þurfti að bralla. Svo liðu árin og stúdents- prófið var skyndilega að baki. Þá skildu okkar leiðir, Jóhann fór til náms fyrst Reykjavík og síðan til Svíþjóðar en ég til annars lands. Að námi okkar loknu var spennandi að fylgjast með því hvort Jóhann væri þá stundina að vinna við hönnun mannvirkja í Svíþjóð, Afríku eða Asíu. Það var heimsmanninum líkt að vera víða og skoða sig um í veröldinni. Heim til Íslands kom hann svo og þau Adda bjuggu sér fallegt og listrænt heimili í Reykjavík. Vinn- an á Íslandi tók við, sem ekki verð- ur rakið hér en ekki var hann sér- hlífinn hann Jóhann og var eftirsóttur í ábyrgðarstörf. Fráfall Jóhanns er sorglegt, það var svo margt sem hann og Adda áttu eftir að gera saman. Við hjónin vottum Arnbjörgu okkar dýpstu samúð. Reynir Adamsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HRAFNHILDUR ODDNÝ KRISTBJÖRNSDÓTTIR, Móabarði 20, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum sunnudaginn 26. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 6. febrúar kl. 13.00. Kristín Ómarsdóttir, Sveinbjörg Bjarnadóttir, Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Árni Björn Ómarsson, Borghildur Þórisdóttir, Hrafnhildur Hugrún, Álfrún Kristín, Þórir, Oddný og Þórunn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EVU BENEDIKTSDÓTTUR frá Þverá, Öxarfirði, Aflagranda 40. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landakotsspítala, deild 2K, fyrir góða umönnun og einstaka hlýju. Rósa Valtýsdóttir, Bára Valtýsdóttir, Ragnar Jónsson, Björg Valtýsdóttir, Kristinn Pálsson, Óskar Valtýsson, Guðbjörg Rannveig Jónsdóttir, Valdís Axfjörð, Már Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Fallin er frá góð vinkona mín, hún Kalla í Vörum eða Karitas Halldórs- dóttir eins og hún hét fullu nafni, en hún andaðist aðfara- nótt mánudagsins 27. janúar sl., aðeins sólarhring eftir að Knatt- spyrnufélagið Víðir og Björgun- arsveitin Ægir hér í Garði héldu sitt árlega þorrablót. Ég er viss um að hún hefði viljað hafa Karitas Hallbera Halldórsdóttir ✝ Karitas Hall-bera Halldórs- dóttir fæddist 12. september 1928. Hún lést 26. janúar 2014. Útför Karit- asar fór fram 4. febrúar 2014. þetta svona, því hefði hún kvatt sól- arhring fyrr hefði verið annar bragur á þorrablótinu, svo nátengd var hún þessum félögum og fólkinu hér í Garð- inum. Stór hópur ung- menna kallaði hana ömmu Köllu þó að þau væru ekkert skyld henni, það segir okkur hvers kyns manneskja hún „amma“ Kalla var. Við hjá Knattspyrnufélaginu Víði eigum Köllu mikið að þakka, hún var móðir Snorra, Danna, Steina, Villa og Grétars Einarssona, sem allir léku í Víði frá unga aldri og allir áttu þeir stóran þátt í velgengni Víðis- manna þegar félagið spilaði í 1 deild á síðustu öld. Nú hafa barnabörnin og barnabarna- börnin tekið við. Kalla studdi hópinn sinn ætíð vel, mætti á alla leiki og hvatti sína menn. Hver man ekki eftir þeim systrum, Mörtu og Köllu, á hlið- arlínunni kallandi „áfram Víðir“. Kalla var engin venjuleg kona, vann alla ævi langan vinnudag, var með stórt heimili og afköst hennar voru ótrúleg. Því kynntist ég vel þegar ég þjálfaði strákana hennar í yngri flokkum Víðis. Ef farið var í keppnisferðir eða æfingaferða- lög, var alltaf passað upp á það að ekkert vantaði hjá þeim. Það kom oft fyrir að Kalla hringdi í mig fyrir jól og bað mig að koma og líta á rafmagnið eða setja upp fyrir sig nokkur ljós í holið eða stofuna, sem ég og gerði og tók hún jafnan fram að hún vissi ekki hvað það dygði lengi, því alltaf var verið með bolta. Og hvað átti að gera við nýju jólagjafirnar bolta og skó, snjór og kuldi úti, það varð að vita hver væri bestur og var þá sett upp mót í holinu þar sem ekkert var gefið eftir og auðvitað var skýringin sú að þessar perur væru handónýtar og þyldu ekki neitt og lamparnir lítið skárri. Enginn vildi tapa svo eitthvað varð undan að láta og venjulega voru það ljósin. Að endingu vil ég þakka Köllu fyrir samfylgdina og alla þá hjálp og hlýju sem hún veitti mér og mínum. Ég vil þakka henni fyrir hönd Knattspyrnufélagsins Víðis fyr- ir allt það sem hún gerði fyrir félagið. Ég og fjölskylda mín vottum aðstandendum Köllu samúð og biðjum henni guðsblessunar. Sigurður Ingvarsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skila- frest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir grein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviá- gripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera um- sjónarfólki minningargreina við- vart. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.