Morgunblaðið - 05.02.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.02.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Ég fer í mæðraskoðun og hlusta á hjartsláttinn í kröftugumgutta. Það er ansi góð afmælisgjöf, þó ég skáli ekki í kampa-víni í ár,“ segir Signý Sif Sigurðardóttir sem er 36 ára göm- ul í dag. Hún segir annars lítið planað á miðvikudegi í febrúar því ekki sé um stórafmæli að ræða. Hins vegar mun hún eflaust borða góðan kvöldmat með litlu fjölskyldu sinni en hún er í sambúð og á eina tveggja ára stelpu. Þá stendur til að skemmta sér í góðra vina hópi um helgina. Enda þykir henni fátt skemmtilegra en að vera með fjölskyldu og vinum. „Ég legg nú almennt ekki mikið upp úr afmælinu mínu eða hlakka sérstaklega til en það er alveg lítil afmælisstelpa þarna einhvers- staðar undir niðri sem brýst svo út á afmælisdaginn. Þetta er alltaf sérstakur dagur og lúmskt gaman þegar fólk veit að maður á af- mæli og óskar manni til hamingju - treysti fastlega á að þetta viðtal skili mér nokkrum aukakveðjum í dag,“ segir hún glaðlega. Strákurinn er væntanlegur í maí og hlakkar Signý til að spóka sig um bæinn með barnavagn ef allt gengur að óskum. „Þetta ár lofar góðu. Síðasta ár var alveg svakalega skemmtilegt. Ég treysti á að þetta ár verði líka stórkostlegt. Ég kvíði því ekki að eldast. Ég kann alltaf betur að meta lífið og fólkið sem ég á. Ég þakka fyrir það.“ Signý hefur þó oftast haldið upp á afmælin sem bera upp á tugum og hálfum tugum. Í fyrra hélt hún skemmtilegt vinkonupartý þegar hún varð 35 ára. thorunn@mbl.is Signý Sif Sigurðardóttir er 36 ára í dag Með fjölskyldunni Arnar Freyr og Signý Sif ásamt Freyju Stefaníu. Hlustar á hjartslátt í litlum dreng Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Vestmannaeyjar Tómas Elí fæddist 10. maí. Hann vó 4.250 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Tómas Bjarki Kristinsson og Arna Dís Krist- insdóttir. Nýir borgarar Reykjavík Dalrós María fæddist 14. maí kl. 14.15. Hún vó 3.814 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Þórdís Stella Erlingsdóttir og Tryggvi E. Mathiesen. B olli fæddist í Reykjavík 5.2. 1954 og hefur átt þar heima alla tíð utan námsára erlendis. Fyrstu æviár hans voru á Þórsgötu. Þaðan flutti fjölskyldan í Skaftahlíð og loks inn í Fossvog á unglingsárum Bolla: „Hlíðahverfið var þá talsvert frábrugðið hverfinu í dag. Þá var stutt í óbyggð svæði og umferðin á Miklubraut ekki nema bíll á stangli. Við lékum okkur mest í kringum húsið heima „Sigvalda- blokkina“ svokölluðu (eftir Sigvalda Thordarson arkitekt) en fórum mik- ið í könnunarleiðangra í Öskjuhlíð og í Kringlumýri.“ Bolli var í Ísaksskóla, Hlíðaskóla, lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar og stúdentsprófi frá MH „þjóðhátíðarvorið“ 1974: „Í end- urminningunni eru árin í MH sam- felldur sælutími skapandi viðfangs- efna og vaxandi þroska á öllum sviðum. Ég fékk félagsmálabakteríu á yngri árum og hef starfað í nokkr- um stjórnmálaflokkum. Ég var for- seti Nemendaráðs MH 1973-74 og formaður Stúdentaráðs 1978-79. Auk þess hef ég verið í stjórnum ým- issa annarra samfélagsbætandi fé- laga. Er m.a. formaður Samtaka fjárfesta (samtaka sparifjáreigenda) og sat í stjórn Euroshareholders í Brüssel 2009-2013.“ Bolli stundaði nám í fjölmiðlafræði við Westfälische-Wilhelms Universi- tät í Münster í Westfalen og Lud- wig-Maximillian Universität í Münc- hen 1974-76. Hann útskrifaðist af þjóðhagskjarna Viðskiptadeildar HÍ 1981 og lauk framhaldsnámi frá Uni- versity of Rochester í Rochester, New York 1989. Bolli var blaðamaður á Dag- blaðinu (DB) við stofnun þess 1975 og í fríum frá námi. Hann var frétta- maður á Sjónvarpinu 1981-82, hag- fræðingur Farmanna- og fiski- mannasambandsins 1982-86, efnahagsráðgjafi ríkisstjórna Stein- gríms Hermannssonar 1986-87 og Bolli Héðinsson hagfræðingur – 60 ára Fjölskyldumynd Bolli og Ásta, ásamt börnum, tengdadætrum og sonasonum sínum, fyrir nokkrum árum. Að lifa í sátt við aðra Systkinin Bolli með Böðvari, bróður sínum, og systrunum, Lilju og Sigríði. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.