Morgunblaðið - 05.02.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.02.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Þegar ofanritaður var tíuára, árið 1984, naut þó-nokkurra vinsælda kvik-myndin Electric Dreams en sú segir af samskiptum ungs manns við PC-tölvu sína, Edgar, sem býr yfir gervigreind. Ungi maðurinn verður ástfanginn af ná- grannakonu sinni og verður tölvan Edgar þá afbrýðisöm og fer að keppa við eigandann um hylli ná- grannakonunnar. Síðan eru liðin 30 ár og enn velta menn fyrir sér hvað framtíðin ber í skauti sér hvað varðar gervigreind, m.a. leik- stjórinn og handritshöfundurinn Spike Jonze. Í nýjustu kvikmynd Jonze, Her, segir af Theodore nokkrum Twombly sem hefur þann merki- lega starfa að rita persónuleg bréf fyrir ókunnugt fólk, ástarbréf eða önnur tilfinningaþrungin fyrir ætt- ingja og ástvini. Twombly er einkar lunkinn í að miðla tilfinn- ingum fólks í bréfaformi en á erf- iðara með að miðla eigin tilfinn- ingum. Þar sem myndin gerist í ekki svo fjarlægri framtíð þarf hann aðeins að tala við vinnutölvu sína sem ritar jafnóðum bréfin. Og þannig er með öll önnur tæki, þeim er stjórnað með rödd notenda sem veldur því að allir eru síblaðrandi við tæki og tól hvert sem farið er, eins og líklega verður raunin í fyr- irsjáanlegri framtíð. Twombly er félagslega einangraður, nýskilinn við eiginkonu sína og eyðir frí- stundum sínum heima hjá sér í gerviheimi tölvuleikja. Dag einn vekur forvitni hans nýtt stýrikerfi sem býr yfir gervigreind, lagar sig að þörfum notandans og er í stöð- ugri þróun og festir hann kaup á einu slíku. Kerfið ávarpar hann með seiðandi kvenmannsrödd og velur sér nafnið Samantha. Sam- antha heillar Twombly upp úr skónum, er sannkölluð drauma- kona í formi stýrikerfis. Twombly og Samantha verða ástfangin og þróar stýrikerfið með sér mann- legar þarfir og langanir sem reyn- ist ansi spaugilegt í myndinni og á Af ástum manns og stýrikerfis Einmana Joaquin Phoenix í hlutverki Theodore Twombly, bréfaritara sem er næmur á mannlegar tilfinningar en félagslega einangraður og einmana. köflum fáránlegt. En spurningin er hvort slík ást eigi einhverja framtíð fyrir sér og jafnframt hvort mannleg samskipti séu í raun orðin óþörf þegar tæknin er annars vegar og orðin þetta full- komin. Efni myndarinnar er bæði spaugilegt og dramatískt og Jonze varpar fram áleitnum spurningum um það í hvaða átt við erum að þróast. Miðað við þá hröðu þróun sem orðið hefur í forritun er gervi- greind á borð við þá sem fjallað er um í myndinni ekki svo fáránleg eða fjarlæg. Munu tæki uppfylla nær allar þarfir okkar í framtíð- inni og hversu mikilvæg verða þá mannleg samskipti? Hversu mikill munur verður á mannlegum sam- skiptum og samskiptum manna og véla ef vélarnar fara að hugsa og tjá sig eins og við? Og ef við grein- um vart lengur muninn á manni og vél, hvert erum við þá komin? Þurfum við ekki alltaf á mann- eskjum að halda með sínum kost- um og göllum? Það stofnar enginn fjölskyldu með stýrikerfi, svo mik- ið er víst. Jonze veitir í raun ekk- ert svar við spurningunni hvort hin háþróaða tækni sé góð eða slæm en niðurstaðan er þó sú að ekkert samband sé fullkomið, ekki einu sinni samband manns og stýrikerfis sem á þó að vera full- komið. Twombly er ágætlega leikinn af Joaquin Phoenix og ekki er hlut- verkið auðvelt. Phoenix er í mynd nær allan tímann og stóran hluta myndar situr hann á tali við Sam- önthu í gegnum þráðlaust heyrn- artæki. Phoenix dregur upp mynd af manni sem orðinn er sljór af ástarsorg og einangrun, líður í gegnum viðburðasnauða daga sína líkt og í draumi. Hann er hins veg- ar afar næmur á mannlegar tilfinn- ingar og á auðvelt með að tjá þær fyrir fólk sem virðist hafa glatað þeim hæfileika. Johansson er hreint afbragð, miðlar marg- slungnum tilfinningum stýrikerf- isins með röddinni einni, kyn- þokka- og gáskafull á stundum og á öðrum full örvæntingar yfir hlut- skipti sínu, að vera stýrikerfi en ekki manneskja. Jonze dregur snilldarlega upp myndir af tímalausu umhverfi, gef- ur áhorfendum fíngerðar vísbend- ingar um að þeir séu staddir í framtíðinni með kostulegum klæðnaði leikara (fatatískan virðist hafa farið í nokkra hringi og stað- næmst á sjötta áratug síðustu ald- ar) og hátækniapparötum. Það eru sem betur fer engir fljúgandi bílar eða önnur slík vitleysa. Eins ágæt og Her er þá er hún ekki gallalaus. Hægagangurinn í henni reynir á þolrifin, atriði eiga það til að teygjast óþarflega á langinn og mann fer að syfja við að horfa á syfjulegan Pheonix ræða við ósýnilega Johansson í löngum atriðum. En sá er kannski tilgang- urinn, að sljóvga áhorfandann líkt og gerviheimur tækninnar sljóvgar aðalpersónuna og dregur úr hæfni hennar til mannlegra samskipta. Kannski verðum við öll svefn- genglar í framtíðinni eins og Theo- dore Twombly, hlekkjuð við tæki sem eru milljón sinnum greindari en við og hugsa fyrir okkur? Ef nútíminn er trunta með tóman grautarhaus, eins og segir í laginu, hvernig verður þá framtíðin? Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Her bbbbn Leikstjóri og handritshöfundur: Spike Jonze. Aðalleikarar: Joaquin Phoenix, Scarlett Johansson, Amy Adams, Roo- ney Mara og Chris Pratt. Bandaríkin, 2013. 126 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Svala Björgvinsdóttir og félagar í hljómsveitinni Steed Lord hafa sent frá sér smáskífuna Curtain Call, þá fyrstu af 12 sem gefnar verða út á árinu. Steed Lord mun gefa út nýtt lag í hverjum mánuði á árinu og enda með útgáfu breiðskífunnar The Prophecy pt. 2. Hægt er að hlusta á Curtain Call á vefnum Soundcloud á slóðinni soundcloud.- com/steedlord/curtain-call. 12 smáskífur gefnar út á árinu Útgáfa Þríeykið Steed Lord. Bono, söngvari U2, segir hljómsveitina hafa verið undir áhrifum hljóm- sveitanna Ramones og Kraftwerk við gerð væntanlegrar plötu sinn- ar sem ber vinnutitilinn Insecurity, eða Óöryggi. Þetta kom fram í viðtali við Bono á Radio 1, út- varpsstöð BBC, í byrjun vikunnar. Bono sagði í viðtalinu að liðsmenn U2 hefðu í upptökuferlinu velt fyrir sér stöðu hljómsveitarinnar, hvort einhver eftirspurn væri eftir nýrri plötu með sveitinni. Þeir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að þeir ættu sitthvað eftir ógert. Þá hefðu þeir leitað aftur í ræturnar og hlustað á tónlistina sem veitti þeim innblástur í upphafi, tónlist hljómsveita á borð við Ramones og Kraftwerk. Áhrif frá Ramones og Kraftwerk Óöruggir? U2 hlaut Golden Globe-verðlaun í ár fyrir besta frumsamda lagið í kvikmynd, lagið „Ordinary Love“. AFP Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Mið 5/2 kl. 19:00 aukas Fös 7/2 kl. 19:00 aukas Sun 9/2 kl. 13:00 lokas Fim 6/2 kl. 19:00 aukas Lau 8/2 kl. 13:00 aukas Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar! Hamlet (Stóra sviðið) Sun 9/2 kl. 20:00 Lau 15/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Fös 14/2 kl. 20:00 Fös 21/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet. Óskasteinar (Nýja sviðið) Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Fim 6/3 kl. 20:00 aukas Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Fös 7/3 kl. 20:00 aukas Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Mið 26/2 kl. 20:00 aukas Fim 13/3 kl. 20:00 Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Fim 27/2 kl. 20:00 aukas Fös 14/3 kl. 20:00 Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Lau 15/3 kl. 20:00 Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Lau 1/3 kl. 20:00 aukas Sun 16/3 kl. 20:00 Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Mið 19/3 kl. 20:00 Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Fim 20/3 kl. 20:00 Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Fös 21/3 kl. 20:00 Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Bláskjár (Litla sviðið) Lau 8/2 kl. 20:00 frums Sun 16/2 kl. 20:00 3.k Fös 28/2 kl. 20:00 Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Fim 20/2 kl. 20:00 4.k Lau 1/3 kl. 20:00 Fim 13/2 kl. 20:00 2.k Sun 23/2 kl. 20:00 5.k Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Mið 12/2 kl. 10:00 Fim 13/2 kl. 13:00 Þri 18/2 kl. 11:30 Mið 12/2 kl. 11:30 Mán 17/2 kl. 10:00 Sun 23/2 kl. 20:00 Mið 12/2 kl. 13:00 Mán 17/2 kl. 11:30 Sun 30/3 kl. 20:00 Fim 13/2 kl. 10:00 Mán 17/2 kl. 13:00 Fim 13/2 kl. 11:30 Þri 18/2 kl. 10:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í ÍD: Þríleikur (Stóra sviðið) Lau 8/2 kl. 20:00 frums/2.k Sun 23/2 kl. 20:00 4.k Sun 9/3 kl. 20:00 Sun 16/2 kl. 20:00 3.k Sun 2/3 kl. 20:00 5.k Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú ný verk á kvöldinu Þríleikur Óskasteinar – „Verulega góð kvöldskemmtun” – SA, tmm.is HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fim 6/2 kl. 19:30 70.sýn. Fim 13/2 kl. 19:30 72.sýn. Sun 23/2 kl. 19:30 74.sýn Fös 7/2 kl. 19:30 71.sýn. Fös 14/2 kl. 19:30 73.sýn Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. Þingkonurnar (Stóra sviðið) Lau 8/2 kl. 19:30 lokasýning Síðustu sýningar! SPAMALOT (Stóra sviðið) Fös 21/2 kl. 19:30 Frums. Fös 28/2 kl. 19:30 4.sýn Mið 12/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 22/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 6/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 8.sýn Mið 26/2 kl. 19:30 Aukas. Fös 7/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 14/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 27/2 kl. 19:30 3.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 15/3 kl. 19:30 10.sýn Dásamleg, fáránleg della - óbærilega fyndinn nýr söngleikur! Pollock? (Kassinn) Lau 8/2 kl. 19:30 34.sýn Lau 15/2 kl. 19:30 35.sýn Skemmtilegt leikrit með framúrskarandi leikurum. Síðustu sýningar. ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 9/2 kl. 13:00 29.sýn Sun 16/2 kl. 13:00 30.sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Karíus og Baktus (Kúlan) Sun 9/2 kl. 16:00 Sun 16/2 kl. 16:00 Karíus og Baktus bregða á leik. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 6/2 kl. 20:00 12.sýn Fös 7/2 kl. 22:30 14.sýn Fös 7/2 kl. 20:00 13.sýn Lau 8/2 kl. 20:00 15.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Lúkas (Aðalsalur) Fös 7/2 kl. 20:00 Síðustu sýningar Lau 8/2 kl. 20:00 Síðustu sýningar SÍÐUSTU SÝNINGAR! Horn á höfði (Aðalsalur) Sun 9/2 kl. 14:00 Sun 23/2 kl. 13:00 Sun 16/2 kl. 14:00 Sun 23/2 kl. 15:00 Eldklerkurinn (Aðalsalur) Sun 9/2 kl. 20:00 Lau 15/2 kl. 20:00 Ástarsaga úr fjöllunum (Aðalsalur) Lau 22/2 kl. 14:00 Lau 1/3 kl. 14:00 Fyrirgefðu ehf. (Aðalsalur) Fös 14/2 kl. 20:00 Frumsýning Fös 21/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 Sun 16/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Dansaðu fyrir mig (Aðalsalur) Fim 20/2 kl. 20:00 Lau 1/3 kl. 20:00 Sun 23/2 kl. 20:00 Sun 2/3 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.